Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 12
/
LelKllSl
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
frambærilega. Boðskapur leik-
ritsins sem m.a. er vegsömun á
óbreyttu lífi og snýst gegn hvers
kyns spillingu komst vel til
skila. En meðal þess sem verkið
hefur upp á að bjóða er pólitísk
einföldun. Hún virðist vera við
hæfi leikstjórans samanber
niðurlag sýningarinnar.
Ólína Jónsdóttir lék Kötlu
Brímdal, fína Reykjavíkurfrú
sem leitar huggunar í sérrí-
drykkju, fer með Einar Ben og
gerir gys að eiginmanni sínum,
framkvæmdamanninum Katli
Brímdal. Ólínu tókst mjög
sómasamlega að túlka Kötlu,
hún var meðal þeirra sem náðu
til áhorfenda. Halldór Karlsson
var ekki jafn öruggur í hlutverki
Ketils, en á köflum var hann
hinn festulegasti.
Stúlkurnar voru náttúrlegar í
hlutverkum sínum. Leikur
þeirra aftur á móti misjafn og
nokkuð fumkenndur. Best tókst
Margréti Þorvaldsdóttur að
skila hlutverki Nínu. Friðrik
Adolfsson vakti kátínu í hlut-
verki Adolfs Hitlers. Gervi hans
var gott.
í þessu revíukennda leikriti
þurfa söngatriði að heppnast.
Því var ekki að heilsa. Helst var
dálítil stemning í söngnum um
nóttina mjúku og sjúku.
Ekki er ólíklegt að ýmislegt
sem háði leikendum á frumsýn-
ingu fari af eftir því sem
sýningum fjölgar. Eg vil
eindregið ráðleggja Skagamönn-
um og nágrönnum þeirra að sjá
þessa sýningu og styrkja með
því framtak nýrrar kynslóðar
innan Skagaleikflokksins.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
leikflokkurinn Hlaupvídd 6 eftir
Sigurð Pálsson, en verkið hefur
áður verið leikið í Nemendaleik-
húsinu. Ungt fólk í Skagaleik-
flokknum stendur að þessari
sýningu undir leiðsögn Þorvalds
Þorvaidssonar. Þorvaldur er
tuttugu og eins árs að aldri og
hefur starfað með Skagaleik-
flokknum frá upphafi. Hann
hefur sótt námskeið í leikstjórn
og leiðbeint nemendum Fjöl-
brautarskólans í leiklistarefn-
um. Hlaupvídd 6 er frumraun
hans sem leikstjóra.
Þessa sýningu verður að vega
og meta út frá því að hér eru
yfirleitt óreyndir leikarar á
ferð. Þeir sem aukið hafa hróður
Skagaleikflokksins voru flestir
meðal áhorfenda á frumsýn-
ingu.
Sigurður Pálsson mun hafa
samið Hlaupvídd 6 fyrir
byrjendur í leiklist, þ.e.a.s.
nemendur Leiklistarskóla Is-
lands. Þess vegna fer vel á því að
ungt fólk glími við þetta verk-
efni. Þeir sem muna sýningu
Nemendaleikhússins minnast
þess að í sýningunni var tölu-
verður hraði, leikræn brögð þar
sem lögð var áhersla á ringul-
reið stríðsáranna. Hlaupvídd 6
fjallar um ástandsmálin á
íslandi. í uppfærslu Skagaleik-
flokksins er ekki sá hraði sem
einkenndi túlkun Nemendaleik-
hússins. Hófstilling er orð sem
lýsir þessari sýningu kannski
best. Verkið geldur þessarar
aðferðar að nokkru, en segja má
að það njó'ti hennar líka. Ekki er
reynt að spenna bogann of hátt.
Leikarana skortir þá þjálfun og
ögun sem þarf til þess að ná
þeim tökum á verkinu sem
sýning Nemendaleikhússins
vitnaði um. Þótt sýning Skaga-
leikflokksins væri viðvaningsleg
og margir hnökrar á henni
(sviðsframkoma, framsögn,
söngur, ýmis tæknileg atriði svo
sem ljós og hljóð) hafði hún til
að bera kosti sem gerðu hana
Sérrídrykkja á heimili Brímdalshjóna. Halldóra Hafdís Arnardóttir (Stella) og Ólína Jónsdóttir
(Katla Brímdal).
Ný kynslóð
Skagaleikflokksins
Skagalcikflokkurinm
IILAUPVÍDD 6.
Höfundur> Sigurður Pálsson.
Leikstjóri. Þorvaldur Þorvalds-
son.
Leiktjöld. Þorvaldur Þorvalds-
son.
Lýsing. Hervar Gunnarsson og
Guðmundur Gunnarsson.
Tónlist. Hafþór Helgason.
Skagaleikflokkurinn er meðal
þeirra áhugaleikfélaga sem
hvað mesta athygli hafa vakið á
undanförnum árum. Sýning
leikflokksins á Púntila og Matta
eftir Bertolt Brecht var til
dæmis eftirminnilegur viðburð-
ur.
Að þessu sinni sýnir Skaga-
Kápa á leikskrá. Teikning Guðjón Þ. Kristjánsson.
Sinfómutónleikar
Efnisskrá.
Prókofjeff ....................... Klassíska sinfónían óp. 25
Mozart ................................ Sinfónía Consertante
Brahms ........................................ Sinfónia nr. 1
Einleikarar.
Kristján Þ. Stephensen
Sigurður I. Snorrason
Stefán Þ. Stephensen
Hafsteinn Guðmundsson.
Stjórnandi.
Russlan Raytscheff.
Tónleikarnir hófust með .
„klassísku" Prókofjeffs, sem er
ein af skemmtilegustu sinfóní-
um síðari tíma. Við hlustun á
tónverkum sem eiga það sam-
eiginlegt með þeirri klassísku að
vera mátulega aðgengileg, og
síðan öllu því magni, sem flutt
er af ekta „klassískum" verkum,
vaknar sú spurning hvort tón-
takstilraunir nútíma tónskálda
séu ekki í raun og veru mis-
heppnaðar. Ef þær tilraunir sem
gerðar hafa verið og fræðilegar
útlistanir, sem þeim fylgja, eru
réttar, ætti gömul tónlist að
vera liðin undir lok og varla
gilda meira en sem nemur <
sögulegum áhuga einstakra
manna. Þrátt fyrir heiðarlega
tilraun til að tileinka sér
nútímann, tæknihljóðsmekk
hans og gera tónverk sem kalla
má samkvæm hljóðheimi sam-
tíðarinnar, hafa menn ekki
fundið gleði sína, hvorki hljóð-
færaleikarar, hlustendur eða
tónskáld í þessum verkum.
Ástæða er vafalaust sú að
hljóðheimurinn í dag, sem ef-
laust er á margan hátt smekk-
mótandi, er manninum í raun og
veru jafn ógeðfelldur og óeðli-
legur og firring sú, sem er
fylgifiskur tæknimenningarinn-
ar og gjörsýgur lífheiminn í sig,
yfirgefur ekki neitt fyrr en öllu
hefur verið staflað upp í úr-
gangshauga. Það má vera að það
fólk sem er farið að sjá fegurð-
armun á úrgangshaugunum,
geti ratað á einhvern úrgangs-
haugasmekk og leikið undir
söngva sína með taktvæddu
vélaskrölti. Það skýtur einfald-
lega skökku við, þegar öll þessi
hljóðvæðing hefur dunið yfir
fólk, að þá það hlýðir á tónlist
sem stendur fjarri nýglamrinu,
upplifir það áhrif sem ekki
verða skilgreind á nákvæmari
hátt en sem hrifning. Fræði-
mennirnir setja fram kenningar
en sá kunnáttulausi dæmir og
dómur hans stendur, vegna þess
að list verður aldrei skilgreind,
aðeins upplifuð og áhrif hennar
oftast í öfugu hlutfalli við
ríkjandi gildismat. Þannig ætti
klassísk tónlist nú í framtíðinni
að geta orðið mótvægi við
ærandi hljóðheim nútímans,
eins og reyndar er orðið áber-
andi í hljóðleit fólks að gamalli
og hljóðlátri tónlist. Klassíska
sinfónían eftir Prókofjeff er
yndisleg tónsmíð, en var frekar
skrítilega leikin.
Síðasti kaflinn var fyrir
smekk undirritaðs allt of óróleg-
ur. Hraði er afstætt fyrirbæri
og undir stjórn Raytscheff var
eins og hljómsveitin væri ekki
tilbúin og slag stjórnandans
einkennilega breytilegt eða
jafnvel ekki undirbúið. Það má
vera að þessu valdi fjarvera
taktstokksins og þá ekki síður
sérkennileg þörf stjórnandans
fyrir miklar breytingar í takti.
í Sinfóníu Consertante hefði
t.d. mátt gera meiri mun á
ícöflum. Verkið er af ýmsum
ekki talið vera eftir Mozart epda
finnst það ekki fyrr en rétt fyrir
aldamótin 1900. Mozart tilgrein-
ir í bréfi til föður síns 5. apríl
1778: „Ég ætla nú að semja
sinfóníu consertante fyrir
flautu, Wendling; óbó, Ramm;
horn, Punto; og fagott, Ritter,
sem allir nema Punto eru
virtúósar frá Mannheim." Verk-
ið var ætlað til flutnings á
Consert Spirituel en var aldrei
flutt og handritið glataðist. Sú
gerð sem fannst rétt fyrir
aldamótin 1900 er talin vera
umritun Mozarts en það sem
einkum er tortryggilegt, er að
um þá endurritun eru ekki til
neinar heimildir og að verkið er
á ýmsan hátt í formi ólíkt því
sem Mozart var vanur að gera,
t.d. er varðar tóntegundir kafl-
anna og sva að verkið er í
rauninni Divertimento en ekki
sinfónía. Þá er og bent á, að sé
verkið eftir Mozart, er það á
engan hátt sannað að Sinfónía
consertante, sem nú er til, sé á
nokkurn hátt tengd samnefndu
verki er Mozart á að hafa samið
í París 1778 og aldrei var flutt.
Hvað sem því líður var flutning-
ur verksins á margan hátt
skemmtilegur og einleikararnir
gerðu margt mjög fallega. Þeir
hafa verið iðnir við flutning
kammertónlistar og eru lýsandi
dæmi þess hve mjög ísl. hljóð-
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
færaleikarar þurfa að fá tæki-
færi til að spreyta sig á
einhverju öðru en aðeins að sitja
sína vakt í hljómsveitinni.
Samhliða því sem þeir hafa
sinnt sínum störfum í hljóm-
sveitinni með sérstakri prýði,
hafa þeir auðgað ísl. tónlistarlíf
með flutningi kammertónlistar í
frítímum sínum og er geta
þeirra, sem kemur hljómsveit-
inni til góða, að miklu leyti
ávöxtur iðni þeirra við flutning
tónlistar sem ekki hefur þyngt
buddu þeirra en skapað þeim
álit og aukið þroska þeirra sem
listamanna.
Síðasta verkið var 1. Sinfóní-
an eftir Brahms. Þarna var á
ferðinni sérkennilegur flutning-
ur, sem af hálfu hljómsveitar-
innar var bæði „nervus" og
skemmtilega áheyrilegur. Sér-
kennilegar og sérviskulegar
tempóbreytingar og stífan takt
eins og t.d. í öðrum kaflanum,
er óvenjulegt að heyra nú til
dags. í annan kaflann vantaði
alla kyrrð og samstillingu, svo
þessi frábærlega fallegi kafli
var hálf misheppnaður. Tempó-
breytingarnar í síðasta kaflan-
um voru stórfurðulegar og eins
og einn hljómleikagesta sagði,
„ætti slík meðferð á Brahms að
varða við lög“.
Hvað svo sem segja má um
sérkennilega stjórnun og óvissu
hljóðfæraleikara, sem hún olli,
voru tónleikarnir í heild góðir.
Því veldur áreiðanlega hversu
góð tónlist var flutt, enda var
Háskólabíó troðfullt.
Stefán Þ. Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Kristján Þ. Stephensen, Hafsteinn Guðmundsson.