Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 35 9. að verðskrá landbúnaðarvörur í einstökum atriðum á grund- velli verðákvarðana sexmanna- nefndar samkvaemt 6., 7., 8. og 9. gr. 10. að hafa árlega fund með fulltrúum þeirra aðila, sem aðstöðu hafa til áhrifa á framleiðslu og neyslu land- búnaðarvara, svo sem ríkis- stjórnarinnar, Búnaðarfélags íslands, stofnlánadeildar land- búnaðárins o.fl. Á þessum fundum skal ræða samræmdar aðgerðir til þess að það mark- mið náist, sem um ræðir í ákvæðum 5. töluliðar þessarar greinar. 11. að setja vinnslustöðvum land- búnaðarins reglur um útborg- un verðs til bænda, þar á meðal er framleiðsluráði heimilt að setja reglur um jöfnun kostnaðar við flutning afurð- anna til vinnslustöðvanna. 2. gr. Á eftir 2. gr. laganna komi ný grein, 3. grein, er orðist svo: Nú skapast þær aðstæður að búvöruframleiðsla verður meiri en þörf er fyrir á innlendum markaði og ekki fást erlendir markaðir, sem viðunandi teljast að dómi framleiðsluráðs og landbúnaðar- ráðherra, fyrir allt það vörumagn, sem umfram er, og eru þá Framleiðsluráði heimilar eftirfar- andi tímabundnar ráðstafanir: a) Að ákveða mismunandi hátt verð á búvöru til framleiðanda (kvótakerfi, magnkerfi), ef markaðsaðstæður eru slíkar að framleiðsluhömlur séu nauðsynlegar. Á sama hátt er Framleiðsluráði heimilt að ákveða framleiðend- um sérstakar verðbætur ef þeir minnka framleiðslu sína um ákveðinn hundraðshluta. Fram- leiðsluráð setur reglur um framkvæmd kvótakerfis (magn- kerfis), sem skulu samþykktar af landbúnaðarráðherra, og fulltrúafundi Stéttarsambands bænda. Reglurnar gildi til eins árs í senn. Söluaðilum land- búnaðarafurða er skylt að gefa upplýsingar varðandi innlagt afurðamagn búvörufram- leiðenda, sem leitað kann að verða eftir varðandi gerð kvóta- kerfis (magnkerfis). Einnig er söluaðilum skylt að halda eftir þeirri fjárhæð og á þeim tíma sem Framleiðsluráð ákveður hverju sinni af and- virði innlagðrar búvöru til að standa skil á greiðslum til framleiðenda, sem leiðir af framkvæmd kvótakerfis (magn- kerfis). Búvöruframleiðsla annarra en bænda búsettra á lögbýlum er óheimil án leyfis landbúnaðar- ráðuneytisins. b) Að leggja sérstakt gjald á allt innflutt kjarnfóður. Ákvörðun um upphæð gjaldsins skal tekin á fulltrúafundi Stéttarsam- bands bænda og er háð sam- þykkt landbúnaðarráðherra, enda liggi fyrir að útflutnings- bætur samkvæmt 2. mgr. 12. gr. nægi ekki. Gjaldið verði inn- heimt við innflutning af sýslu- mönnum, bæjarfógetum og í Reykjavík af tollstjóra. Gæsla og ráðstöfun þess fjár sem innheimtist samkvæmt a) og b) lið gr. þessarar skal vera í höndum Framleiðsluráðs land- búnaðarins og notast þegar útflutningsbætur nægja ekki, eða til að greiða verðbætur til þeirra, sem draga úr búvöru- framleiðslu sinni í því skyni að draga úr óhagkvæmum útflutn- ingi. Framleiðsluráði er heimilt að endurgreiða af innheimtu fóðurbætisgjaldi til framleið- enda nautgripa- og sauðfjáraf- urða á lögbýlum. Skal þá miðað við ákveðið magn á búfjárein- ingu. Nú verður búvöruframleiðslan of lítil í landinu, eða einstökum hlutum þess, eða framleiðslu- áætlanir samkvæmt 5. tölullð 2. gr. raskast verulega og skal þá Framleiðsluráð gera tillögur til Sexmannanefndar og land- búnaðarráðherra um aðgerðir til úrbóta. Skulu slíkar ráðstafanir ná til Skipting bænda eítir bústæð árið 1977 einstakra búgreina, og/eða skv. spjaldskrá Stéttarsambands bænda einstakra landshluta, eða allrar búvöruframleiðslu í landinu, Bændur sem ekki Bændurí Bændur eftir því sem við á. Fjöldi ærgilda eru í félagsbúum félagsbúum samtals 1- 100 213 20 233 c) Þyki Framleiðsluráð nauðsyn 101- 200 585 149 734 bera til að grípa skyndilega til 201- 300 624 273 897 róttækra aðgerða í þessu efni, 301- 400 670 182 852 skal það efna til fundar með 401- 500 539 130 669 þeim aðilum sem um getur í 10. 501- 600 358 56 414 tölulið 2. gr. og skýra fyrir þeim 601- 700 249 20 269 tillögur sínar og leita stuðnings 701- 800 158 14 172 þeirra við þær. 801- 900 108 0 108 Sé framangreind heimild um 901-1000 60 4 64 gjald í innfluttu kjarnfóðri 1001-1100 32 0 32 notuð, en síðan tekin ákvörðun 1101-1200 9 0 9 um að fella gjaldið niður, skal 1201-1300 7 0 7 endurgreiða það sem kann að 1301-1400 4 0 4 hafa verið innheimt af birgðum 1401-1500 2 0 2 sem til eru, þegar niðurfelling 1501-1600 1 0 1 gjaldsins er ákveðin. Á sama 1601-1700 3 0 3 hátt skal taka gjald af birgðum 2100-2200 2 0 2 söluaðila í upphafi gjaldtíma- bils. 2201-2200 1 0 1 Landbúnaðarráðherra setur reglugerð um framkvæmd a) og b) Samtals 3625 848 4473 liða 3. gr. að fengnum tillögum 2716 bændur eru með innan við 400 ærgildi eða samtals 651.190 Framleiðsluráðs landbúnaðarins. 1083 bændur eru með 400—600 ærgildi eða samtals 528.750 Rísi ágreiningur um atriði, sem 441 bændur eru með 601—800 ærgildi eða samtals 303.850 falla undir a) eða b) lið 3. greinar, 233 bændur eru með 801—2300 ærgildi eða samtals 226.650 éða reglugerðar, sem sett verður skv. framanskráðu, skal hann 4473 bændur eiga því samtals ærgildi 1.710.440 lagður fyrir nefnd þriggja manna til úrskurðar. Búfjáreign þéttbýlisbúa, ærgildi 33.995 Nefndina skipa aðili tilnefndur Búfjáreign ríkisbúa ærgildi 15.513 af Búnaðarfélagi Islands, annar frá Stéttarsambandi bænda og formaður tilnefndur af land- Búfé ótalið í þessari skýrslu 19.464 Ærgildi samtals í landinu 1.779.412 búnaðarráðherra. ★ Aörar tillögur Aðrar tillögur nefndarinnar eru: 1. Búnaðarsamböndum verði, í samráði við áætlananefnd land- búnaðarráðuneytisins, falið að gera framkvæmda- og búrekstr- aráætlanir fyrir allar jarðir innan viðkomandi sambands- svæðis og stefna að því að ljúka því verki svo fljótt sem kostur er. Fyrsti þáttur í slíku starfi verði athuganir á hvernig fóðuröflun verður best tryggð á hverju býli og tillögur þar að lútandi lagðar fram. Meðan unnið er skipulega að bættri fóðuröflun samkvæmt framanskráðu verði greiddir auknir stofnstyrkir til kostnað- ar mannvirkja til votheysgerðar og súgþurrkunar. 2. Unnið verði að úrbótum hjá tekjulægstu bændum, án þess að rýra kjör annarra bænda, m.a. með því að auka hagfræði- lega leiðbeiningaþjónustu og veita fjárhagslegan stuðning þeim, sem illa eru settir, í því skyni að auka hagkvæmni búreksturs þeirra. 3. Fjármagn verði útvegað til að efla nýjar tekjuöflunarleiðir bænda, t.d. í loðdýrarækt, fisk- eldi, fiskrækt og í nýtingu fjallavatna. Garðrækt verði efld að hæfi innlends markaðar. Stuðlað verði að sem bestri nýtingu hverskonar hlunninda og fyrirgreiðslu við ferðamenn í sveitum. 4. Lánareglur stofnlánadeildar landbúnaðarins og styrkir skv. jarðræktarlögum verði sam- ræmd búvöruframleiðslustefnu á hverjum tíma. 5. Rafmagnsverð til innlends fóðuriðnaðar, bæði til einstakra býla og verksmiðja, verði lækk- að. Felldir verði niður tollar og söluskattur af vélum til búvöru- framleiðslu. 6. Starfsemi Byggingarstofnunar Landbúnaðarins verði tengd búnaðarsamböndum nánar en nú er. 7. Efldar verði hagkvæmnis rann- sóknir á húsakosti á bændabýl- um. 9. Unnið verði markvisst, að vörukynningu og markaðsöflun innanlands og utan. Eitt þeirra atriða, sem gætu bætt afkomu bænda, og nefndin telur nauðsynlegt að bæta úr, er að afurðalán verði aukin svo að unnt sé að hækka útborgun allt að 90% við afhendingu framleiðsluvar- anna.“ Guðmundur Dalmann Qlafsson — Minning Fa'ddur 16. júní 1932. Dáinn 29. október 1978. Við vinnufélagar Guðmundar vitum að hann hefði ekki viljað að um sig yrði skrifuð einhver skrautgrein, en við viljum minnast hans með nokkrum þakkarorðum og á eins hreinskilinn hátt og okkur er unnt. Guðmundur var fæddur í Reykjavík. Hann hóf störf hér í Landssmiðjunni sem sendisveinn er hann var 15 ára gamall, og síðan hefur hann unnið alla tíð hjá Smiðjunni, eða þar til hann lést 46 ára gamall. Guðmundur lærði vélvirkjun og var góður fagmaður, en fljótlega voru honum falin vandasöm verk- efni, enda var hann einstaklega samviskusamur maður. Um lang- an tíma annaðist hann allar vinnuvélar fyrirtækisins, ásamt því að sjá um sérstaka vélavið- gerðaaðferð (Metalock) sem krafð- ist vandvirkni og útsjónarsemi. Hann hafði mikla ánægju af starfi sínu og kynnti hann sér þau verkefni sem hann hafði með að gera mjög vel. Fyrir nokkrum árum for hann að finna fyrir þeim sjúkdómi sem hann lést af. Var honum þá boðið að taka að sér launaútreikninga og starfsmannahald fyrir fyrirtækið. I þessu starfi naut sín vel hans mikla samviskusemi og hrein- skilni. Kunnátta hans á verkalýðs- samningum var mjög mikil, en allir vita að samningar eru mjög flóknir í dag, enda leitaði til hans fjöldi manna fyrir utan fyrirtækið. Guðmundur var sjalfmenntaður á þessu sviði og kynnti sér þetta starf einstaklega vel, og þegar launagreiðslur voru settar í tölvu ríkisins, setti hann sig það vel inn í starfið að seinustu árin leituðu starfsmenn Launadeildar til hans um samvinnu og hjálp, sem hann veitti á sinn hógværa hátt, og fáir vissu um. í, samskiptum við starfsmenn var hann talinn ein- staklega gætinn hvað varðar kaup og kjör, enda er vandrataður millivegurinn á milli atvinnurek- andans og launþegans, en hér kom hreinskilni hans í góðar þarfir. Hann sagði sína meiningu og faldi ekkert, hvort sem um var að ræða ráðamenn eða launafólk. Urðu að sjálfsögðu stundum snarpar senn- ur, en í allflestum tilfellum hafði Guðmundur rétt fyrir sér. Sein- ustu árin var Guðmundur oft mjög veikur, en aldrei kvartaði hann. Hann bar sjúkleika sinn með einstakri karlmennsku og fundum við, starfsfélagar hans, oft til vanmáttar þegar við vorum með einhverjar smá kveisur. Með þessum fáu og fátæklegu orðum viljum við þakka og minn- ast Guðniundar. Guðmundur var giftur Soffíu Jóhannsdóttur og áttu þau fjögur börn, Sigurlaugu Björk, sem er gift og á tvö börn, synirnir voru þrír, Jóhannes, en hann dó mjög ungur, Hermann Sævar og ívar, en þeir hafa unnið með okkur í Smiðjunni, og eru báðir duglegir og efnilegir piltar. Við vottum eftirlifandi konu hans og börnum innilega samúð okkar. Vinnufélagar Afmælis- og mirmingargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.