Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978 Hér fer á eftir álitsgerð 7-manna nefndar sem Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra skipaði í vor sem leið til að fjalla um skipulag framleiðslumála landbúnaðarins, og ýmis önnur skipulagsatriði. Steingrímur Hermannsson, núverandi landbúnaðarráðherra, boðaði á fundi með blaðamönnum á föstudag að hann myndi leggja þessa álitsgerð til grundvallar frumvarpi er hann hefur I hyggju að leggja fram á Alþingi I kringum áramótin. Ætla má að það frumvarp muni valda mikilli breytingu innan íslenzks landbúnaðar en markmið laga um þetta efni mundi verða að hvetja til hagkvæmari bústærða með tilliti til framleiðslu, þannig að dregið verði úr þeirri umframfram- leiðslu sem er helzta vandamálið innan landbúnaðarins um þessar mundir. Alitsgerð sjömanna-nefndar fer hér á eftir í heild sinni. ★ Víðtæk gagnaöflun „Með bréfi dagsettu 24. apríl 1978, skipaði landbúnaðarráðherra nefnd 7 manna, samkvæmt álykt- un Búnaðarþings 1978, og skyldi verkefni nefndarinnar vera að fjalla um skipulag á framleiðslu búvara, stjórn á framleiðslumagni og vandamál sem sveiflur í afurða- sölu skapa. Nefndinni var ætlað að gera tillögur sem til bóta horfi varðandi framangreint atriði og skila þeim svo fljótt sem aðstæður leyfðu. Jafnframt bar nefndinni, samkvæmt skipunarbréfinu, að hafa í starfi sínu hliðsjón af ályktun Búnaðarþings íslands, varðandi það hvernig staða land- búnaðarins og afkoma þeirra sem við hana vinna, yrði sem bezt tryggð og lausn þess vanda sem í markaðsmálum hefur blasað við. í nefndina voru skipaðir eftir- taldir menn: Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda, Jón Ólafsson, Eystra-Geld- ingaholti, Sigurður Jónsson, Kastalabrekku, Sveinbjörn Dag- finnsson, ráðuneytisstjóri, Sveinn Guðmundsson, Sellandi, Sveinn Jónsson, Kálfsskinni og Þórarinn Þorvaldsson, Þóroddsstöðum. 405 bændur eiga 700 ærgildi eða meir, samtals 355.700 Ærgildaeign skiptist þannig milli nautgripa og sauðfjár: Ærgildi í nautgripum 883.200 eða 49,64% Ærgildi í sauðfé 896.192 eða 50,36% Sauðfé í eigu til- raunabúa er 4.045 eða 0,45% Sauðfé í eigu þétt- býlisbúa er 33.995 eða 3,79% Fram hafa verið lögð gögn sem sýna, að hækkun afurðaverðs umfram hækkun fóðurbætisverðs fylgja aukin fóðurbætiskaup. FóðurbætÍNkaup 1971 — 1977. Meðal- Ár, Mlllj. Kenifi US Tonn, kr. eif, $1.00, 1971 59.903,0 494,6 88,10 1972 58.134,5 480,9 87,42 1973 65.309,4 801,6 90,02 1974 58.133,9 1.133,2 100,24 1975 55.367,2 1.677,2 182,17 1976 67.045,9 2.342,0 182,31 1977 71.193,9 2.495,4 199,29 Fyrir lítra af mjólk fékksti Árið 1951 1,11 kg mjöl Árið 1961 1,03 kg mjöl Árið 1971 1,38 kg mjöl Árið 1978 2,11 kg mjöl Nefndin leggur einnig mikla áherslu á að unnið verði að því með leiðbeiningaþjónustu og ann- arri fyrirgreiðslu, sem þörf er á, að bæta hag bænda á þeim svæðum þar sem afkoma er almennt lakari en skv. landsmeðaltali, samtímis því að einstakir bændur með slakan rekstur á svæðum þar sem afkoma nær almennt landsmeðal- tali, njóti einnig slíkrar fyrir- greiðslu. Markvisst verði unnið að því að efla og bæta fóðurverkun hjá bændum. Nefndin telur, að unnt sé að auka tekjur margra bænda með aukinni fiskrækt, fiskeldi og meiri stuðningi við nýtingu vatna í byggð og óbyggðum, umfram það sem verið hefur. Astæða er til að ætla að aukin loðdýrarækt, einkum refa, geti orðið góð tekjulind fyrir einstakl- inga í bændastétt. Ljóst er að áhrifa af framan- greindum tillögum, þó strax kæmu til framkvæmda, gætir ekki fyrr en að tíma liðnum, en þörf er á aðgerðum þegar í stað til að hafa stjórnunarleg áhrif á framleiðslu- magn landbúnaðarafurða og skipt- ingu þess eftir búgreinum. Nefndin hefur orðið sammála um tillögur, sem væru til þess fallnar að hafa áhrif i framan- greinda átt, meðan ekki er betri kosta völ. Ljóst er, að þó fallist yrði á þær tillögur og þeim beitt, tekur nokkurn tíma að áhrifa þeirra gæti. Meðan þaö ástand varir telur nefndin rétt að ríkissjóður greiði Álitsgerð 7-manna- nefndar um breytt fram- leiðslu- skipulag landbún- aðarins: séu þær innan þeirra stærðar- marka sem lánareglur stofnlána- deildar landbúnaðarins settu framangreind á. Framleiðsluráði verði veitt heimild til að leggja aukagjald umfram framanskráð skerðingar- mörk á þá framleiðendur, sem auka framleiðslu sína frá því framleiðslumagni sem meðaltal 3ja síðustu ára fyrir gildistöku reglugerðar sýnir, sbr. 2. tölulið. A framleiðsluaukningu búa 400—600 ærgilda verði aukagjald 50% hækkun skerðingargjalds. Á búum 600 ærgilda og stærri verði aukagjald 100% hækkun skerð- ingargjalds. Á sama hátt er heimilt að greiða framleiðendum fyrir að minnka framleiðslu allt að hálfu andvirði 10% samdráttar kvóta viðkomandi aðila. Tímabundin aukning afurða vegna bústofnsskerðingar skal ekki hafa áhrif á rétt til slíkrar greiðslu. Skerðingargjald skal ekki inn- heimt af framleiðsluaukningu 400 ærgilda bús eða minna, allt að landsmeðaltali framleiðslumagns miðað við bústofnseiningu. Á þeim býlum sem framleiðslu- magn á bústofnseiningu er um- fram landsmeðaltal á viðmiðunar- árunum, skal það ekki verka til hækkunar á hundraðstölu skerð- ingargjalds, sé ekki um magn- aukningu aö ræða skv. meðaltali áranna 1975—1977. Um mat á afurðum blandaðs bús, skulu settar reglur hvernig saman verði bornar afurðir sauð- fjár og nautgripa, þannig að rétt hlutfall haldist. Sérstakt framleiðslugjald sett á umframframleiðslu búa Nefndarmenn héldu sinn fyrsta fund 8. maí s.l. og var þegar á þeim fundi ákveðið að efna til víðtækrar gagnaöflunar vegna verkefnis nefndarinnar, og jafnframt boðað- ir ýmsir þeir menn á fundi nefndarinnar, sem fjalla um þau málefni sem varða verkefni og verksvið hennar. Nefndin hefur auk fundarins 8. og 9. maí, haldið fundi dagana 6.-8. júní, 27. og 28. júní, 26. júlí, 14. ágúst, 6. septem- ber og 28. september. Allar samþykktir bændafunda og búnaðarsambanda frá síðast- liðnum vetri hafa verið lagðar fram hjá nefndinni. Skýrslna hefur verið aflað um bústofnseign landsmanna og skiptingu hans, um tekjuskiptingu bænda eftir héruðum um fóður- bætiskaup og fylgni milli verðlags afurða og fóðurbætisverðs. Nefndin aflaði skýrslna um byggingarframkvæmd i r í sveitum, sem Búnaðarbanki íslands hefur lánað til árin 1973—1977, skýrslna um skuldastöðu bænda, og um ríkisframlög til framkvæmda á bújörðum árin 1975—1977, auk margra annarra gagna, sem fram hafa verið lögð. ★ Ærgildaeign í landinu Árið 1976 teljast 4419 bændur í landinu með sauðfjárrækt eða nautgriparækt sem aðalbúgrein og hefur félagsbúum þá verið skipt, og tala ærgilda er samtals 1.719.490. Auk þessara ærgilda eru: 15.513 ærgildi í eigu tilraunabúa, eða 0,87% af ærgildatölu í landinu. 33.995 ærgildi í eigu þéttbýlisbúa eða 1,91% af ærgildatölu í landinu. 19414 ærgildi í eigu manna, sem hafa aðrar búgreinar en sauðfjár- rækt að aðalatvinnu. Ærgildaeign í landinu er því samtals 1.779.412. 2716 bændur eiga innan við 400 ærgildi, samtals 651.190 1352 bændur eiga 400—700 ær- gildi, samtals 703.600 Augljóst er, að tekjur bænda eru á sumum svæðum landsins mun rýrari en á öðrum, auk þess tekjumismunar sem er innan svæða af ýmsum ástæðum. ★ Framkvæmda- og búrekstraráætlun Nefndin hefur kynnt sér nýjustu búreikninga frá Búnaðarfélagi Islands og rætt þá við Ketil Hannesson. Eftir athugun gagna og viðræð- ur við flesta þá menn, sem veita forstöðu stofnunum, sem tengdar eru landbúnaði, er það samdóma álit nefndarmanna að til þess að unnt verði í framtíðinni að gera raunhæfar áætlanir og hafa sem öruggust stjórnunarleg áhrif á framleiðslumagn og markaðsmál landbúnaðarins, sé brýnt að gera framkvæmda- og búrekstraráætl- un um hverja bújörð í landinu, þar sem afstaða er m.a. tekin til þess, hvaða búrekstrarform hæfir hverri jörð best, og að þörf sé á að hraða því verki svo sem aðstæður leyfa. útflutningsbætur, sem tryggi bændum fullt afurðaverð. ★ Umframfram- leiðslan gjaldlögö Tillögurnar byggjast á, að í ákvæði laga nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. verði sett ákvæði sem heimili að greiða mishátt verð fyrir búvöru, þurfi að beita framleiðsluhömlum og að leggja á fóðurbætisskatt í sama skyni. I reglugerð sem samin yrði samtímis þyrftu að koma ákvæði um eftirfarandi atriði: 1. Kvótinn (magnákvörðun) verði bundinn við lögbýli og þá ábúendur sem þar áttu lögheim- ili árið 1977. 2. Miðað verði við framleiðslu- magn frá hverjum skráðum ábúanda lögbýlis að meðaltali á árunum 1975, 1976 og 1977 og búfjárfjölda sömu ár. Hafi einhver aðila orðið fyrir rekstr- aráföllum eitthvert framan- greindra ára, skal það ekki hafa áhrif á meðaltal. 3. Hver bóndi sanni afurðamagn sitt með afriti af innleggsnótum frá söluaðilum og skal söluaðil- um skylt að láta slíkar upplýs- ingar í té. Leiki vafi á, hvort innleggjandi telst bóndi sker aðild að lífeyrissjóði bænda úr um það atriði. 4. Ákvörðun framleiðslumagns hvers bónda er hjá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins, en áður en ákvörðun er endanlega tekin skulu viðkomandi búnaðarsam- böndum send til umsagnar gögn þau, sem ákvörðun Framleiðslu- ráðs byggist á. 5. Búvöruframleiðendur með búsetu utan lögbýla skulu senda beiðni um framleiðsluleyfi ár hvert til landbúnaðarráðu- neytisins, sem afgreiðir erindin, að fenginni umsögn viðkomandi sveitarstjórnar og Framleiðslu- ráðs. Gjald sem renni í verðjöfnunarsjóð, skal innheimt fyrir framleiðsluleyfi, að fengn- um tillögum framleiðsluráðs. Landbúnaðarráðuneytið hafi samráð við Framleiðsluráð landbúnaðarins um framleiðslu- magn á ríkisbúum, þegar of- framleiðsla er í viðkomandi búgreinum. 6. Skerðingarmörk kvótakerfis (magnkerfis) verði á 1. ári eftirfarandi: a) fyrir afurðir af 400 ærgilda bústærð eða minni verði skerð- ing 2% af grundvallarverði. b) Fyrir 401—600 gærgildi, 4% af grundvallarverði. c) Fyrir 601—800 ærgildi, 6% af grundvallarverði. d) Fyrir 801 og yfir, 8% af grundvallarverði. e) Hjá framleiðendum utan lögbýla verði skerðingin 10%. Heimilt er að fella niður tíma- bundið, að hluta eða öllu leyti, framanskráða skerðingu hjá bændum, sem hafa byrjað búskap á árunum 1976—1978 og hjá þeim bændum, sem bera mikinn þunga af nýlegum fjárfestingum, enda ★ Tillögur um lagabreytingu Fyrir því gerir nefndin að tillögu sinni að lögð verði fyrir Alþingi svofelld breytingartillaga á lögum nr. 101/1966: 1. gr. 2. gr. laganna orðist svo. Aðalverkefni framleiðsluráðs (auk þess sem um ræðir í 1. gr.) eru: 1. að fylgjast með framleiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðar- vara. 2. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni land- búnaðarframleiðslunnar í samstarfi við landbúnaðar- ráðuneytið og Búnaðarfélag Islands, svo að hún henti sem best þörfum þjóðarinnar. 3. að stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð búvara. 4. að vinna að aukinni markaðs- leit og hagkvæmari verslun með þessar vörur innanlands og utan. 5. að vinna að því að beina framleiðslu landbúnaðarins að þeim framleiðslugreinum, sem landbúnaðinum eru hagfelld- astar og samrýmast best þörf- um þjóðarinnar á hverjum tíma. Framleiðsluráð skal því, í samráði við landbúnaðar- ráðuneytið og Búnaðarfélag Islands, búnaðarsamböndin og þær stofnanir, $em vinna að áætlanagerð í þjóðfélaginu, gera áætlanir um æskilega þróun landbúnaðarins til lengri tíma, t.d. allt að 10 ára. Áætlanir þessar skulu endur- skoðaðar árlega með hliðsjón af áhrifum árferðis á þróunina, svo og breytingum á markaðs- skilyrðum. 6. að ákveða verðmiðlun á búvör- um, samkvæmt fyrirmælum þessara laga. 7. að ákveða mismunandi hátt útborgunarverð mjólkur til framleiðenda eftir árstímum, 8. að ákveða mjólkursölusvæði samkvæmt lögum þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.