Morgunblaðið - 07.11.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1978
Fjögur skip
seldu ytra
FJÖGUR crlend fiskiskip seldu
ytra í nær. ýmist í Enjjlandi eða
V-Þýzkalandi. í dan cr síðan
ráðgert að eitt skip, Gylfi frá
Patreksfirði. selji í Grimsby.
Hegranes seldi í gær 114,6 tonn
fyrir tæplega 40 milljónir króna í
Hull og var meðalverðið 348
krónur á kíló. Ottó Vathne seldi
47,3 tonn í Cuxhaven fyrir 15,8
milljónir, meðalverð 344 krónur.
Rán seldi 62 tonn í Grimsb.v fyrir
21 milljón, meðalverð 333 krónur.
Loks seldi Vigri í Cuxhaven, 201,2
tonn fyrir 46 milljónir króna,
meðalverð 228 krónur.
Gúmbátur nr. 8
ÁTTA gúmbjörgunarbátar af
bandarísku flugmóðurskipi eru nú
komnir í leitirnar, en skipið lenti í
vondu veðri hér út af landinu og
missti alls 22 slíka báta. Vélbátur-
inn Arnar fann einn bát út af
Þorlákshöfn um helgina en síðan
tilkynnti bóndi í Austur-Landeyj-
um að hann hefði fundið einn bát
þar sem brim hefði borið hann
nærri einn kílómetra á land upp.
Nafn manns-
ins sem lézt
MAÐURINN, sem lézt á
laugardagsmorguninn af af-
leiðingum vinnuslyss í Múla-
fossi daginn áður, hét
Þorlákur Bjarni Halldórsson,
Álfheimum 60, Reykjavík.
Þoriákur heitinn var fæddur
8. ágúst 1956 og því 22 ára
gamall. Hann var ókvæntur.
Óhapp í Þorlákshöfn:
Loðnan rann inn
íþrófullaaf mjöli
Þorlákshöfn, 6. nov.
HÉR hefur allt verið á kafi f sfld og loðnu um helgina. Á land bárust
2500 tonn af loðnu á rúmum sólarhring af 5 bátum. Það óhapp vildi
hins vegar til þegar verið var að landa loðnu f verksmiðjuna að
gamall rennustokkur bilaði og loðnan rann inn í aðra þró en til var
ætlast, en þar var geymt mjöl, pokar og frágengið, 240 tonn.
Ekki liggur fyrir hve mikið er
skemmt af mjölinu né hve mikið
tjón hefur af þessu hlotizt, en það
var auðvitað neyðarráðstöfun að
geyma mjölið þarna því engin
önnur geymsla var fyrir hendi.
Tekizt hefur að stöðva rennsli
loðnunnar inn í mjölþróna en
verksmiðjan er orðin full.
Hjá söltunarstöðinni Borgum
hf. og Meitlinum var saltað í 3500
tunnur af síld frá föstudegi til
mánudags. Þarna vinna 40 stúlk-
ur. I söltunarstöð Glettings hf. var
saltað í 450 tunnur og flakað í um
50 tunnur, en síðan eru flökin sett
í edik og seld á Þýzkalandsmark-
að. í dag er verið að salta 35 tonn
hjá Glettingi, en sú síld barst í
dag.
Hjá Meitlinum voru fryst 80
tonn af síld frá því á föstudaginn
og við frystinguna vinna 32. Hér
er því nóg að starfa eins og
stendur. — Ragnheiður.
Verkfallið heldur áfram:
Eggert G.
flaug inn
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGIÐ í
Reykjavík kaus um heigina 38
fulltrúa á flokksþing Alþýðuflokks-
ins, scm verður um næstu helgi.
Einna mesta athygli við þessa
kosningu vakti hið mikla fylgi sem
Eggert G. Þorsteinsson, fyrrver-
andi alþingismaður hlaut í kosning-
unni, en hann náði sem kunnugt er
ekki öruggu sæti í prófkjöri
flokksins í Reykjavík í vor sem leið.
Alls greiddu 207 félagar atkvæði í
kosningu Alþýðuflokksfélagsins og
varð Eggert efstur, hlaut 164 at-
kvæði. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum
alþingismaður, kom næstur með 152
atkvæði, þá Sigurður E. Guðmunds-
son forstjóri með 142 atkvæði,
Björgvin Guðmundsson, borgarfull-
trúi með 140 atkvæði, Sjöfn Sigur-
björnsdóttir fékk 133 atkvæði,
Björgvin Vilmundarson sjötti með
114 atkvæði og Emilía Samúelsdóttir
hlaut 110 atkvæði. Þá vakti það og
athygli að Bjarni Guðnason varð 10.
með 103 atkvæði enda þótt hann hafi
aðeins gengið til liðs við Alþýðu-
flokkinn skömmu fyrir síðustu
kosningar og þá boðið sig fram í
Austurlandskjördæmi.
Á hinn bóginn náði Hilmar
Jónsson í Sjómannafélagi Reykja-
víkur ekki kjöri en hann hefur lengi
verið ötull baráttumaður fyrir Al-
þýðuflokkinn. Rétt er að taka fram
að allir þingmenn flokksins, 14 að
tölu, eru sjálfkjörnir á flokksþingið.
Stundakennarar
höfnuðu tilboöinu
FÉLAG stundakennara viö
Háskóla íslands samþykkti
einróma á félagsfundi, sem
haldinn var í gærkvöldi, að
hafna tilboði fjármálaráðu-
neytisins og heldur því áfram
verkfall það sem stundakenn-
arar hafa boðað út þessa viku.
Að sögn forsvarsmanna há-
skólans var erfitt að meta áhrif
þessa verkfalls í gær á kennsl-
una innan skólans vegna þess
hversu dreifð hún er. Þrír
fulltrúar stundakennara áttu
fund með fulltrúum fjármála-
ráðuneytisins og menntamála-
ráðuneytisins, þar sem kynntar
voru tillögur ráðuneytanna til
lausnar deilunni og á fundi
stundakennaranna í gærkvöldi
var síðan tekin afstaða til
hennar og niðurstaðan á þá lund
sem að framan greinir — tilboð-
inu var hafnað einróma.
r
Urskurðaður 1 40
daga gæzluvarðhald
MAÐURINN, sem var handtekinn
á föstudaginn, grunaður um að
hafa nauðgað mállausri og
heyrnarlausri konu um fyrri helgi,
var úrskurðaður í allt að 40 daga
gæzluvarðhald á laugardaginn var.
Sakadómur Reykjavíkur frestaði
að taka afstöðu til þeirrar beiðni
Rannsóknarlögreglu ríkisins að
maðurinn skyldi sæta geðrann-
sókn á tímabilinu. Þá má geta þess
að Rannsóknarlögregla ríkisins
hafði sett fram ósk um það að
maðurinn yrði úrskurðaður í allt
að 60 daga gæzluvarðhald.
Kjartan Ólafsson alþingismaður:
„Verkalýðshreyfmgin og ríkis-
stjómin íþjónustu Kóka kóla ”
„Tek ekki þátt í Morgunblaðsgríni,” segir Svavar
Gestsson aðspurður um fullyrðingar Kjartans
KJARTAN ólafsson, einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins,
gagnrýnir fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í verðlagsnefnd
harðlega 1' grein sem hann skrifar í Þjóðviljann 1' fyrradag og
kallar þá „bandamenn Kóka Kólamanna14, og spyr hvað komi
fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á íslandi til að heimta 25%
hækkun'á smjörlfki og kóka kóla þegar ríkisstjórnin sé að
berjast við verðbólguna.
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Svavars Gestssonar við-
skiptaráðherra og leitaði um-
sagnar hans um þessi ummæli
þingmannsins. Ráðherrann tók
fyrirspurninni illa og kvaðst
ekki standa í neinu Morgun-
blaðsgríni. Morgunblaðið náði
einnig sambandi við einn af
fulltrúum ASÍ í verðlagsnefnd,
Ásmund Stefánsson, og leitaði
álits hans á ummælum Kjartans
Ólafssonar. „Aðalatriðið sem að
þessu máli snýr,“ sagði Ás-
mundur, „er að okkar afstaða og
ákvörðun í þessu máli var tekin
með rökstuðningi og þeim rök-
stuðningi hefur ekki verið
hnekkt."
í grein sinni segir Kjartan
Ólafsson m.a.:
„En hvernig stóð þá á því, að
ríkisstjórnin gafst svo fljótt upp
í verðbólgustríðinu við
Kóka-Kólamenn og smjörlíkis-
eigendur?
Skýringin er aðeins ein, og
hún er mjög undarleg. Skýring-
in er sú að fulltrúar sjálfrar
verkalýðshreyfingarinnar í
verðlagsnefnd skrifuðu óhikað
upp á kveinstafi Kóka-Kóla-
manna, og smjörlíkiseigenda um
25% hækkun og gerðu þeirra
kröfu að sinni.
Hér var kominn sá banda-
maður Kóka-Kólamanna, sem
ríkisstjórnin mátti síst af öllu
styggja og hlaut að taka tillit til
í þessum efnum sem öðrum,
því að án hans hefði
stjórnin sjálf aldrei orðið til.
En hvað er svo það, sem
kemur fulltrúum verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi til að
heimta 25% hækkun á smjörlíki
og Kóka-Kóla á sama tíma og í
landinu situr ríkisstjórn, sem
berst við verðbólguna og styðst
við verkalýðshréyfinguna? —
Svarið við þeirri spurningu
hlýtur að vera ærið flókið, og
best að lesendur Þjóðviljans
reyni að finna það hver fyrir sig.
Hitt skal sagt hér, að hvorki
verkalýðshreyfingin né nein
ríkisstjórn á hennar vegum,
mun vinna stóra sigra í þjón-
ustu við Kóka-Kólamenn, heldur
í stríði við þá og þeirra líka."
„Getur
orðið eril-
samt starf
á stundum”
segir Magnús Torfi,
nýráðinn
blaðafulltrúi
rí kisst j órn arinn ar
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
ráðið Magnús Torfa Ólafsson,
fyrrverandi ráðherra, til að
gegna störfum sem blaðafulltrúi
ríkisstjórnarinnar og mun hann
taka tii starfa um miðjan
mánuðinn, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu. í samtali við Mbl. í
gær sagði ólafur Jóhannesson
að hann hefði ráðið Magnús til
starfans þar eð hann tcldi hann
mjög hæfan til að gegna því
starfi og kvað hann starfssvið
hans geta orðið ailvíðtækt, því
að allir ráðherrar í stjórninni
ættu að geta notið starfa hans í
svo miklum mæli sem þeir kysu.
Magnús Torfi Ólafsson sagði í
samtali við Mbl. að hann hefði
ekki tekið þetta starf að sér nema
honum litist bærilega á það, og
ástæðan væri meðal annars sú að
hann háfi verið allkunnugur þeim
manni, er fyrstur gegndi því
starfi og segja mætti að hefði
mótað starfshefðir þess, þ.e.
Bjarna heitnum Guðmundssyni,
og kvaðst Magnús telja að
affarasælast væri að gegna því á
svipaðan hátt og hann lagði
grundvöll að.
„Ég verð annars vegar að sinna
því að koma á framfæri því sem
þessi ríkisstjórn vill láta frá sér
heyra, sér í lagi forsætisráðherra,
því að blaðafulltrúastarfið til-
heyrir forsætisráðuneytinu. Hins
vegar vonast ég einnig til að geta
eftir föngum liðsinnt fréttafólki,
sem leitar eftir upplýsingum sem
almenning varða, og hugsanlegt
er að ég geti átt þátt í að vísa því
á eða afla fyrir það.“
Magnús var spurður að því
hvort hann teldi að þetta yrði
erfitt starf. „Ég geri ráð fyrir því
að þetta geti orðið erilsamt starf
á stundum, en mér finnst það nú
satt að segja svo nærri þeim
starfsvettvangi, sem ég starfaði á
lengi vel, að ég geri mér vonir um,
að mér veitist ekki óhæfilega
erfitt að ráða við það og sér í lagi
hygg ég gott til þess að vinna með
mörgum þeim sem ég þekki frá
fornu fari og enn fást við
fréttamennsku á blöðum og
ríkisfjölmiðlum."
Viðamikið
fíkniefnamál
RANNSÓKNIN á fíkniefnamáli því
sem fíkniefnalögreglan hefur nú til
meðferðar er langt komin. Um
helgina var einn maður látinn laus
eftir að hafa setið 27 daga í
gæzluvarðhaldi en gæzluvarðhalds-
vist annars manns var framlengd
um 10 daga. Hann hafði áður setið 30
daga inni. Tveir menn sitja því nú í
fangelsi út af máli þessu, sem er eitt
hið viðamesta sem til kasta fíkni-
efnalögreglunnar hefur komið og
nær til smygls hingað til lands en
einnig milli landa erlendis.