Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 1

Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 1
64 SIÐUR 265. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Flugslysió í Sri lanka: iik pílagrnnanna flutt heim í kvöld Jakarta, Indónesíu, 18. nóvember — AP. JARÐNESKAR leiíar þeirra 173 indónesísku pflagríma, sem létust í flugslysinu á Sri Lanka sl. miðvikudag, komu til borgarinn- ar Medan í Indónesíu í morgun á ieið sinni til heimabæjar þeirra að því er haft er eftir þarlendum yfirvöldum í dag. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Air Rusmin Nurjadin, sagði að flogið yrði áfram með líkin til heimabæjar þeirra, Banjarmasin, seinna í kvöld. Þá var búist við að 33 af 71 farþega sem lifði slysið af myndu koma til Jakarta seint í kvöld, en hinir 38 yrðu áfram til meðferðar í sjúkrahúsinu í Colombo í Sri Lanka. Haft var eftir trúmálaráðherra landsins, Alamsyah Ratu Per- wiranegara, að stjórn landsins hefði frá upphafi verið andvíg því að millilent væri í Colombo vegna hættu á olíuleysi. Flugslysið: Hinir látnu fluttir heim Símamynd AP Jarðneskar leifar eins hinna indónesísku pílagríma, sem létust í flugslysinu á Sri Lanka, bornar um borð í Hercules flutningaflugvél, sem flutti líkin heim til Indónesíu. til íslands frá Evrópu var að öðru leyti ekki endanlega afráð- ið um hádegisbilið í gær. Dagfinnur Stefánsson flug- stjóri sagði í samtali við Mbl. að hann hefði ekki aðstæður til að greina frá atburðarásinni þessa síðustu daga en þeir hefðu verið erfiðir og í mörgu að snúast, m.a. væru nær stöðugar yfir- heyrslur á vegum rannsóknar- nefndár stjórnarinnar og lög- reglu. Mbl. leitaði álits Dagfinns á þeim upplýsingum er talsmaður stjórnarinnar í Sri Lanka, Samarashinghe, gaf út á blaða- mannafundi sl. föstudag og komu fram í Mbl. í gær, en Dagfinnur kvaðst ekki vilja neitt um tildrög slyssins segja. Hann sagðist hafa verið staddur inni í flugstöðvarbyggingunni þegar slysið varð og því ekki séð flugvélina koma inn til lendingar og upp í flugturninn hefði hann úkki komið fyrr en eftir slysið. r Friðarviðræður Israelsmanna og Egypta: Nœr stöðuqar yfirheyrslur á vegum rannsóknar- nefndar stjórnarinnar, segir Dagfinnur Stefánsson flugstjóri ísimtali viðMbl. fráSriLanka LÍÐAN þeirra íslendinganna sem lentu í flugslysinu í Sri Lanka og eru í einkasjúkrahúsi er eftir atvikum góð, að því er Dagfinnur Stefánsson flugstjóri sagði í samtali við Mbl. í gær þegar blaðið náði símasambandi við hann í Negambo. Samkvæmt upplýsingum Flugleiða munu þau Ilarald Snæhólm, Oddný Björgólfsdóttir, Jónína Sigmarsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir verða enn um sinn á Sri Lanka en þar njóta þau hinnar beztu aðhlynningar. Dagfinnur Stefánsson sagði, að hann og Bjarni Ólafsson flugvirki yrðu eitthvað áfram í Sri Lanka ásamt hinum fjórum sem til læknismeðferðar eru. „Hin fara héðan í dag, það er að segja Kristín E. Kristleifsdóttir flugfreyja, sem fengið hefur að fara af sjúkrahúsi og svo flugfreyjurnar, sem áttu að vera í áhöfn með mér: þær Lilja Sigurðardóttir, Kristín Geirs- dóttir og Sigrún Baldursdóttir og með þeim fer einnig Katrín Fjeldsted læknir. Að sögn talsmanna Flugleiða hér heima var í ráði að flug- freyjurnar færu í gær frá Sri Lanka til Amsterdam með flug- vél frá indónesíska flugfélaginu Garuda en hins vegar átti Cargoluxflugvél að fara í gær og sækja lík Islendinganna átta sem fórust í flugslysinu og flytja þau til Luxemborgar auk þess sem með þeirri vél áttu að fara fjórir menn úr áhöfn Dagfinns Stefánssonar þeir Einar Guðlaugsson, Friðleifur Helgason, Guðjón Guðnason og Dagfinnur Stefánsson. Skúli Theodórsson. Um heim- flutning hinna látnu og fólksins Reyna að losa um hnútínn um helgina Tel Aviv, Washington — AP-Reuter. I kljáð á friðarviðræðufundum CYRUS Vance utanríkisráðherra Egypta og ísraelsmanna, væru til Bandaríkjanna sagði í dag að þess fallnar að leysa ágreining- hugmyndir Egypta um lausn inn og gera friðarsáttmála að þeirra mála sem enn væru óút- | veruleika. Hvíta húsinu, því að Bandaríkja- stjórn hefur lagt blessun sina yfir hugmyndir Egypta. Þó hefur Bandaríkjastjórn lagt fram sér- stakar tillögur til að leysa hnút- inn. Hugmyndir Egypta verða til meðferðar hjá stjórn Israels um helgina og er fyrirmæla til samn- ingamanna Israels í Washington beðið með mikilli eftirvæntingu í Diplómatískar heimildir úr röð- um Israelsmanna sögðu að hug- myndir Egypta væru til þess eins fallnar að eyðileggja þann árangur sem náðist á fundunum í Camp David. Gera tillögur Egypta ráð fyrir því að egypskum sveitum verði komið fyrir á Gaza-svæðinu og vesturbakka Jórdan til að auðvelda sjálfstjórn Palestínu- manna á svæðunum. Ennfremur æskja Egyptar þess að kosningar fari fram í Gaza og á vestur- bakkanum samtímis því sém Isra- elsmenn hverfa með herlið sitt úr Sinai-eyðimörkinni: Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels skýrði frá því í dag að Israelsmenn hefðu fallist á að hefja samningaviðræður um sjálf- stjórn á Gaza og vesturbakkanum þegar mánuður væri liðinn frá undirritun friðarsáttmála Egypta og Israelsmanna. Dayan sagði að ísraelsmenn gætu ekki fallizt í dag á tímasetningu kosninga á svæð- unum umdeildu, því að enn ríkti m.a. ágreiningur um brottflutning ísraelskra hersveita úr Sínaí. Rhódesía: Skæruliðahreyfingar gegn seinkun kosninga Lusaka. 18. nóvember — Reuter-AP. Skæruliðaforinginn Joshua Nkomo sagði á fundi með frétta- mönnum í dag að hann væri á móti hugmyndum stjórnvalda um seinkun almennra kosninga til 20. aprfl nk. og sagði að menn hans myndu koma í veg fyrir þær. Hann sagði ennfremur að skæruliðahreyfing hans, ZAPU, hefði nú tögl og hagldir víða í landinu og gæti því auðveldlega komið í veg fyrir að kosningarnar yrðu haldnar. Nkomo sagði það ótvíræða kröfu allra skæruliðasamtaka landsins að staðið yrði við loforð um kosningar og aukin völd til handa svörtum íbúum landsins þegar 31. desember eins og gert hafði verið ráð fyrir. Robert Mugabe, foringi annarr- ar stærstu skæruiiðahreyfingar landsins, ZANU, tók undir orð Nkomos og sagðist mundu leggja I því lið að berjast gegn væntanleg- I um kosningum í apríl. Metfjöldi Gydinga frá Rúss- landi í ár Genf, 18, nóvember. Reuter. Um 28 þúsund Gyðingum hefur verið leyft að yfirgefa Sovétríkin það sem af er þessu ári og er það mesti fjöldi sem hefur fengið brottfararleyfi á einu ári til þessa að því er tilkynnt var í Genf í dag. Ekki var getið um sérstakar ástæður fyrir þessari skyndilegu fjölgun, en talið líklegt að talan verði eitthvað lægri á næsta ári eða í kringum 24 þúsund. Sem dæmi um hina gífurlegu aukningu má nefna að í ágúst- mánuði s.l. komu alls 3286 gyðingar frá Sovétríkjunum til Vínarborgar, en á sama tíma í fyrra komu þangað aðeins 1850 og árið þar áður aðeins 1254.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.