Morgunblaðið - 19.11.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 19.11.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 „Sviðsskrekkur- inn er að koma ” „ÉG er að reyna að hrista upp í tónlistinni hjá mér, reyna eitthvað nýtt,*4 sagði Gunnar Þórðarson, er Mbl. hafði samband við hann í tilefni hljómleika hans í Háskóiabíói í kvöld. „Ég er með átján lög á konsertinum sambland af poppi og léttari tónlist, byrjaði á þessu fyrir um tveimur árum. Aðal- verkið hjá mér heitir Landslags- mynd og tekur tólf mínútur í flutningi. Það er jafnframt fyrsta verkið, sem ég geri af þessu tagi. Vonandi takast hljómleikarn- ir vel. Ég er ekki farinn að skjálfa ennþá, en finn, að sviðsskrekkurinn er að koma. Annars veit ég ekki hvernig þetta fer, þori ekki að hugsa út í það. Fólk er svo misjafnt, einum líkar eitt og öðrum annað. Vandinn er að koma tónlistinni saman svo að hún hljómi vel. Vonandi verður framhald á slíku starfi hjá mér. Spennandi er að sjá, hvernig til tekst." Aðspurður kvaðst Gunnar sem er Keflvíkingur, ættaður frá Hólmavík, ekki hafa skilið við popptónlistina, en hann byrjaði að semja lög um 1963, í upphafi Bítlatímans „Ég fór í stuð.“ Hingað til held ég mér hafi gengið ágætlega. Hversu margar plötur ég hef gert veit ég ekki, en ég hef bæði gert plötur hér heima og í Englandi. Nú langar mig í tónlistarskóla, í slíkum skóla hef ég aldrei lært en held, að námið muni koma mér að miklu gagni." Með Gunnari á hljómleikun- um eru hljóðfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveit íslands og einnig félagsmenn nokkurra popphljómsveita, þar á meðal Galdrakarla. Friðrik Ólafsson í samtali við Mbl. Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ: Segja þarf upp samn- ingum útlendinga KJARTAN Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra lýsti því yfir í ræðu á aðalfundi LIÚ í gær að fyllsta ástæða væri til þess að segja upp fiskveiðisamningum við útlend- inga eða draga úr veiðum þeirra á íslandsmiðum á annan hátt. Ennfremur kvað hann ekki grundvöll fyrir því að leyfa Færeyingum að veiða loðnu hér við land í vetur, en þeim var heimilað að veiða 35 þúsund lestir í fyrra. Um þetta sagði Kjartan Jóhannsson orðrétt í ræðu sinni. „I sambandi við takmarkanir á afla okkar sjálfra hlýtur að koma til umfjöllunar sá afli, sem útlendingar hafa nú heimild til að veiða í fiskveiðilandhelgi okkar. Ég tel að fyllsta ástæða sé til þess að segja þessum samningum upp eða láta vera að endurnýja þá í óbreyttri mynd, eftir því hvort við á og þá með tilliti til þess að draga úr þessum veiðum. Ég minni t.d. á að þegar samningar voru gerðir við Færey- inga um loðnuveiðar þá var það gert við þær aðstæður að af nógu væri að taka en þær aðstæður hafa breyst og því ekki forsendur fyrir loðnuveiðum Færeyinga hér.“ Geithellnahreppur: Kosið í desember SÝSLUMAÐUR Suður-Múlasýslu hefur ákveðið að hreppsnefndar- kosningar skuli fara fram í Geithellnahreppi um miðjan næsta mánuð. Kosningarnar í vor voru dæmdar ólöglegar og ákveðið að kjósa skyldi að nýju. Hins vegar neitaði kjörstjórnin að sjá um kosningarnar og hefur staðið í þrefi um málið síðan, en nú virðist lausn vera fundin. „Mun ferðast víða til þess að afla viðurkenningar á skáklistinni ^ _ . . r\rr n A Vinlrln nlrnlrmné í m' 1 tt of nmrvi mnlnm nnrvi lrnmiX nn col/o ri*nr«lriranmri nm m o rv-l mntnr'nnin m í)Ao I onnorro ofin „ÉG ÞARF nú fyrst að taka þau mál sem fyrir liggja og kynna mér þau og sjá, hvað þarf að leysa fljótt og hverju öðru verður þokað áleiðis,“ sagði Friðrik ólafsson nýkjörinn forseti FIDE í samtali við Mbl. í gær. „Svo eru það þau atriði. sem ég lagði áherzlu á í kosningaharáttu minni varðandi uppbyggingu og starf Alþjóðaskák- sambandsins til lengri tfma. í Buenos Aires lagði ég fram ítarlegri upplýsingar um það, sem mér finnst að gera þurfi, heldur en þær sem ég hafði látið frá mér fara áður, einkum varðandi uppbyggingu skákarinnar í löndum, þar sem hún er stutt á veg komin eða ekki neitt. Þetta eru atriði varðandi það að auðvelda skákmönnum að fá tæki- færi til að afla sér skákstiga og titla með því að auðvelda þeim ferðir á Fyrirlestur í Neskirkju MARY Nichol B.S. hjúkrunar- fræðingur, ljósmóðir og trúboði, flytur á morgun, mánudag, fyrir- lestur í safnaðarheimili Neskirkju á vegum Kristilegs félags heil- brigðisstétta. Nichol, sem er kana- dísk, mun skýra frá reynslu sinni í starfi og segja frá daglegu lífi í Nepal. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. skákmót og að halda skákmót i þessum löndum með þátttöku sterkra skákmanna svo heimamönn- um gefist kostur á að spreyta sig. í öðru lagi er það nauðsynlegt til að hægt sé að halda skákmót, að til staðar séu dómarar með réttindi og mín ætlun er að Fide héldi þá sérstök dómaranámskeið til að tryggja það, að fyrir hendi séu hæfir menn til að annast skákstjórn. Þá vil ég sjálfur beita mér fyrir að afla skákirmi viðurkenningar stjórn- valda með því að ferðast sem mest til landa, sem á því þurfa að halda, og reyna að fá stjórnvöld til að viðurkenna skákina sem íþróttagrein og styrkja hana. Einnig legg ég áherzlu á aðgerðir til að afla Alþjóðaskáksambandinu aukinna tekna og þar er hugmyndin að ráða sérstakan starfsmann til að koma á og viðhalda traustu sambandi milli Fide og allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga, sem vilja leggja sam- bandinu lið. Þá vil ég að Alþjóðaskáksamband- ið leggi áherzlu á útgáfu kennslu- bóka í skák og að byggja upp sérstakt skákkennslukerfi, sem kæmi sem flestum að notum. Þetta er nú orðinn allnokkur rulla og margþætt en ég vil einnig nefna það að mér er það kappsmál að skapa aukin tengsl milli Alþjóða- skáksambandsins og hinna einstöku sambanda og svæðasambanda innan þess.“ Eitt af þeim málum sem komið er til kasta Friðriks er beiðni Korchnois um að Fide geri eitthvað til að hjálpa honum að ná konu sinni og syni út úr Sovétríkjunum. „Persónulega vil ég aðstoða Korchnoi í þessu máli“, sagði Friðrik. „En ég held að það sé ekki rétta leiðin að beita FIDE í þessu máli. Fide-ráðið mun hins vegar rann- saka framkvæmd heimsmeistaraein- vígisins á Filipseyjum og er loka- skýrsla dómarans um það og þá aðallega síðustu skákina væntanleg. Þingið í Buenos Aires tók þá afstöðu að lýsa því yfir að einvíginu væri lokið en nánari athugun á fram- kvæmd einvígisins er góð upp á framtíðina". Mbl. spurði Friðrik loks hvernig viðtökur kjör hans hefði fengið meðal annarra atvinnuskákmanna, en í kosningabaráttunni lagði Friðrik m.a. áherzlu á bætta keppnisaðstöðu þeim til handa. „Ég hef ekki orðið annars var en að þeir væru ánægðir með mitt kjör“, sagði Friðrik, „og ég veit að þeir binda vonir við það að ég vinni að þeim úrbótum sem við vitum að þurfa að koma. Það hef ég líka í hyggju að gera“. Slysavarnafélagið með umferðarviku: Slysavamadeildarfólk verður við gangbrautir Slysavarnafélagið mun í næstu viku eða frá mánudeginum 20. til laugardagsins 25. nóvember efna til umferðarviku til að leggja áherzlu á ýmis mikilvæg atriði í umferðinni og er þetta liður í viðleitni félagsins til að efla umferðarslysavarnir í landinu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá SVFÍ en að undanförnu hcfur félagið staðið fyrir fundum meðal ýmissa deilda sinna úti á landsbyggðinni. þar sem þessi mál hafa verið tekin til umræðu. Umferðarvikan verður fyrst og fremst miðuð við þéttbýlissvæði á Suðvesturlandi. Reynt verður með ýmiss konar ábendingum og hugleið- ingum í fjölmiðlum að beina athygli fólks að ýmsum þáttum umferðar- innar. Verður megináhérzla lögð á öryggi við gangbrautir. Fólk úr slysavarnadeildunum á framan- greindu svæði mun föstudaginn 24. nóvember nk. fara út á götur og standa við helztu gangbrautir yfir háannatímann frá kl'. 15—19 til að vekja athygli á þeim og verða vegfarendum þá jafnframt afhentar leiðbeiningar þar að lútandi. Til umferðarvikunnar er efnt að höfðu samráði við umferðarráð og lögregluyfirvöld. Þau atriði sem tekin verða til sérstakrar meðferðar í umferðarvikunni eru sem hér segir: Mánudaginn nk. verður fyrst og freníst lögð áherzla á tillitsemi í umferðinni, en á þriðjudaginn um Vísitölunefndin: Kemur vandanum Má orða það svo 1. des. ekki við — segir Kjartan Jóhannsson — segir Ragnar Arnalds VANDINN sem við er að glíma hinn 1. desember næstkomandi kemur vísitölunefndinni. sem skila átti áliti íyrir 20. nóvem- ber, ekkert við, sagði Ragnar Arnalds, einn ráðherra Alþýðu- bandalagsins, í ræðu á flokks- ráðsfundi Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra sagði í gær, er Morgunblaðið bar þessi ummæli undir hann, „að starf nefndar- innar væri miklu víðtækara, svo hann má sjálfsagt orða þetta svona. Talað var um að nefndin skilaði fyrstu skýrslum fyrir 20. nóvember". Að öðru leyti neitaði Kjartan aö tjá sig um málið. I samtali við Morgunblaðið hinn 9. september síðastliðinn, sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra, „að þetta lítur þannig út frá okkar bæjardyrum séð, að þetta sé prófsteinn á það hvort aðilar vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnin sjálf eru tilbúin í slaginn við verðbólguna, en okkur fannst á skorta að bráða- birgðalögin kvæðu nægilega sterkt á um það.“ Sama dag sagði einn þing- manna Alþýðuflokksins í sam- Prófsteinn á baráttu- viljann gegn verðbólgunni —sagði Magnús H. Magnússon hinn 9. sept sl. tali við Morgunblaðið: „Ráð- herrum fiokksins var falið að sjá til þess að þannig breytt orðalag kæmi inn í bráðabirgða- lögin að þau gæfu bendingu um ákveðið viðnám gegn verðbólg- unni eða tryggja með öðrum hætti að ríkisstjórnin lýsti ákveðnar stefnu sinni en fram " kemur í bráðabirgðalögunum sjálfum." Bókun ríkisstjórnarinnar var á sínum tíma svohljóðandi: „Ríkisstjórnin samþykkir, að hraða- skuli endurskoðun viðmiðunar launa við vísitölu þannig, að niðurstaða verði fengin fyrir 20. nóvember 1978.“ UMFERÐARVIKAN 78 vetrarumferðina, á miðvikudaginn um hraðann í umferðinni, á fimmtu- daginn um gangandi umferð, einkum með tilliti til barna og eldra fólks, á föstudaginn um gangbrautir og á laugardaginn um ölvun við akstur. Leitast verður við að vekja al- menning til umhugsunar um þessi mál með ýmisskonar áróðri. Slysa- varnafélag íslands væntir þess, að vegfarendur taki með opnum hug á móti því efni, sem að þeim verður beint í þessu tilefni. Félagið heitir á alla ábyrga einstaklinga að gefa sér tíma til að staldra við í önn dagsins og hugleiða þessi mál. Menn mega gjarna spyrja sjálfa sig, hvað þeir geti gert til að bæta umferðarmenn- inguna í landinu. Markmið umferðarvikunnar er: AUKIÐ ÖRYGGI í UMFERÐINNI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.