Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 5

Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÖVEMBER 1978 5 Sjónvarp mánudag kl. 21.20: Ást við fyrstu sýn Glynis Johns og Richard Johnson í hlutverkum sínum í myndinni Kærleikurinn er kröfuhæstur, sem hefst í sjónvarpi kl. 21.20 annað kvöld. Kærleikurinn er kröfu- hæstur, nefnist brezkt gamanleikrit eftir Philip Mackie, sem hefst í sjón- varpi annað kvöld klukkan 21.20. Fjallar myndin um brezka leikkonu, sem er að ljúka síðustu sýningu á leikriti, sem hún hefur leikið í eitt ár. Samkvæmi er haldið henni til heiðurs og meðal annars boðið bandarískum kvikmynda- leikara. Það er skemmst frá að segja, að þar verður ást við fyrstu sýn og hún fær þá flugu í höfuðið, að þau leiki saman stjörnu- hlutverk í leikriti. Verður leikrit Shakespeares, The Taming of the Shrew, fyrir valinu. En þegar farið er að æfa stykkið, kemur í ljós, að sá bandaríski er hörmu- legur á leiksviði. Leik- stjórinn álítur það regin- hneyksli ef svo haldi áfram. Enginn vill móðga leikarana með því að segja sannleikann, svo gripið er til þess ráðs að beita brellum svo vel fari. Leikritið tekur tæpa klukkustund í sýningu. Sjónvarp í dag kl. 16.00: Húsið á sléttunni Húsið á sléttunni, nefnist mynd í sjónvarpinu, sem hefst klukkan 16.00. Er hún kynning- armynd í bandarískum fram- haldsmyndaflokki, byggðum á frásögum Lauru Ingalls Wilder af landnámi og frumbýlingsár- um í vesturfylkjum Bandaríkj- anna á síðustu öld. Segir í þessari mynd frá landnemafjölskyldu, sem verður að flækjast úr einum stað í annan. Ymsir erfiðleikar steðja a og þau lenda í ýmsum ævintýrum. I þessum þætti kynnast þau nágranna sínum, sem verður góður vinur þeirra. Er það eldri maður, sem sýnir sigmeiri mann en þau héldu hann vera. Myndin er tæprar einnar og hálfrar klukkústundar löng. er fyrsta hljómplatan og vonandi ekkl síöasta sem Linda Gfsladóttir sendir frá sér. Þaö var einmitt Linda sem söng sig inní hjörtu íslendinga á s.l. vetri í sjónvarpinu meö Lummunum og fleirum. er plata fyrir alla. Dreifingarsímar: 28155 — 19930.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.