Morgunblaðið - 19.11.1978, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.11.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 7 Menn spuröu um guös- ríkiö: Hvenær? Hvar? Og Jesús svaraði: „Guösríki er hið innra í yður.“ Hvað kenndi Jeús raunverulega um mann- inn, auölegö hans eöa örbirgö, vegsemd hans eöa smán? Guðfræöin kennir um manninn og heiminn, aö maðurinn sé „fallinn maöur, heimurinn fallin heirnur". Viö hvaö er þá átt? Hina gömlu gyðing- legu hugmynd, að maöur- inn hafi í byrjun veriö syndlaus, saklaus meö enga hneigð til hins illa. En svo hafi hann „falliö" úr sakleysisástandinu og syndgaö þvert ofan í ætlun Guös og vilja en fyrir freistingu frá Satan, óvini Guös og manna, sem þarna hefur reynzt al- máttkum Guöi hyggnari og sterkari! Og á þessum fáránlegu hugmyndum byggir guðfræöi okkar meginkenningu sína um manninn. Eftir aö þróunarkenning Darwins, aö maöurinn eins og allar lífverur aörar hafi þróast frá lægra stigi til æöra, vaxið fyrir óralanga þróun frá dýri til manns, frá frummanni til mannlegrar vitsmunaveru, — eftir að þessi kenning náöi allsherjarviöurkenn- ingu í menntuöum heimi uröu ákveðnari efasemdir manna um þaö, aö maöur- inn á frumstigi hefði verið saklaus engill, og raddir uröu fjarstæöa. Þó er syndafallssagan enn eitt af meginatriöum lúterskr- ar og kalvínskrar guðfræöi þótt forsendurnar séu fallnar burt og langfæstir menn trúi því lengur, að Guö hafi skapað manninn sem saklausan engil, en Satan hafi boriö sigurorö af sjálfum Guði og freistaö hins saklausa manns í Eden til falls. Þróun þessara hug- mynda á sér langa sögu í kristninni, en hvernig leit Kristur á manninn? Sá hann í manninum fallinn syndara, sem til einskis góös væri megnugur, eða sá hann í honum guösbarn í álögum, á bernskuskeiöi en meö möguleika til annars og meira? Sá hann líka fyrir sér „fallinn“ syndara, sauri ataöan vesaling og ekkert annaö, þegar hann sagöi: „Guös^ ríki er hiö innra í yöur“? í álögum, — mér kemur til hugar eitt glæsilegasta listaverk Einars Jónsson- ar: Ungur, fagur riddari heldur á undurfagurri, nakinni stúlku, en meö krossmerktu sveröi hefur riddarinn höggviö and- styggiiegan álagaham af stúlkunni, sem nú er aö vakna. Hér er gömlu, íslenzku þjóötrúnni á álagahaminn gefiö form, sem eilíf sannindi geymir: Maðurinn er í álögum, en undir afskræmismynd ófréskjunnar ber hann aöra og ólíka mynd*. En til þess aö höggva álaga- fjöturinn af manninum og leiöa guðsmynd hans í Ijós þarf aö bregöa þeim bjarta brandi, sem er merktur krossi Krists. Þetta fagra listaverk í formi og línum er túlkun á orðum Krists um guöríkiö hiö innra í mönnunum, perluna sem fæstir sjá vegna óþverra, sem utan á hana hefur hlaöizt en er ekki hún sjálf. Þaö er líklega erfiðara nú en það var á fyrri hluta þessarar aldar aö túlka mat Krists á gildi og verömæti mannsins, ein- staklingsins. Margs konar hörmuleg mistök mann- kyns á þessari öld hafa gert mikinn fjölda manna svartsýnan og trúlausan á manninn, gildi hans og markmiö og fjarlæg og há, guösríkiö í sálum mann- anna. Listirnar hafa horfiö frá fegurðardýrkun fyrri kynslóöa og hnigiö til þeirrar áttar aö lýsa manninum meö grófustu oröum, litum og tónum og þykir gnæfa þá hæst þegar þær leggjast lægst og ata fagrar kenndir, sem í brjósti mannsins búa, auri og óþverra. Sú óhrjá- lega listtúlkun villir mörg- um sýn, gerir þá bölsýna og er í hróplegu ósam- ræmi viö boöskap kristin- dómsins um manninn. Nóg eru rök fyrir því: Þær háu kröfur, sem Kristur gerir til mannsins, einkum í Fjallræöunni, sýna hverja möguleika hann telur meö manninum búa. Þær eru sumar svo svimandi háar, aö engum hefur reynzt kleift að uppfylla þær. Þó hafa þeir, sem lengst hafa komizt í áttina til þess aö lifa siöakröfur Krists, sýnt guösríkið í mannssálinni. Auðvitað eru menn eins og heil. Frans frá Assisi langt fyrir ofan hversdags- manninn eins og hann gerist og gengur, en þeir sem næst honum komust voru menn og benda til möguleika, sem í mann- inum búa og koma í Ijós þegar álagahamurinn er af honum höggvinn og maö- urinn sjálfur, á bak viö allan sora og synd, fær aö njóta sín. „En dýpstu rökin þó eru ósögö enn“: Horföu á Krist sjálfan. Auövitað var hann óralangt fyrir ofan mig og þig og manninn, sem veröur á vegi þínum í dag. Og þó var hann maöur, vaxtarbroddur mannkynsins, og bendir og fram til þess, sem raunar blundar en býr í hverjum manni og á aö vakna. Hver hefur kynnzt hinum dökku djúpum mannsins eins og hann? Hver hefur boriö þjáningar vegna synda annarra eins og hann? Og þó hefur enginn kennt um verð- mæti mannsins, einstakl- ingsins eins og hann. Andspænis Faríseunum, sem honum voru þungir í skauti, sagði hann: „Guös- ríkiö kemur ekki þannig aö á því beri, og ekki munu menn geta sagt: „Sjá, þaö er hér, eöa það er þar, því sjá, guösríkið er hiö innra í yður.“ Guðsbarniö í manninum er í álögum og úr álögum leysir þaö enginn eins og hann, sem þú átt eftir aö standa andspænis á mörgum vegamótum á langri, langri leiö. Frá Héraðsskólanum á Laugarvatni Hugheilar þakkir færum viö velunnurum skólans fyrir gjafir, heimsóknir og árnaöaróskir í tilefni aö 50 ára afmælinu. Skólastjóri. — Orð Krossins Fagnaöarerindi veröur boöaö á íslensku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudags- kvöldi kl. 23.15—23.30. Sent verður á miðbylgju 205 metra (1466 KHz) Ath: Breyttur tími og bylgjulengd. Orö krossins, Pósth. 4187, Reykjavík. Stjórnunarfélag Norðurlands Hvað er st jórnun? Akureyringar — Norðlendingar Stjórnunarfélag Noröurlands gengst fyrir námskeiöi í Stjómun 1, dagana 25. og 26. nóv. og veröur haldið í húsnæöi Lands- banka íslands, Akureyri í sal á efstu hæö, kl. 15—19 báöa dagana. Fjallaö verður um: — Stjórnskipulag tyrirtækja. — Stjómunaraðferöir. — Setningu starfsmarkmiða. Námskeiöiö er ætlaö þeim sem vilja kynnast nútíma stjórnunar- háttum og stjórnskipulagningu fyrirtækja. Leiöbeinandi veröur rekstrarhagfræöingur Stefán Friö- finnsson. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Stjórnunarféiags Norö- urlands í síma 96-21820. Til sölu í Vesturbænum Þetta skemmtilega nýja raöhús meö bílskúr er til sölu. Húsiö er sambyggð 6 íbúöa húsi á horni Sólvallagötu og Bræðraborgarstígs. Til afhendingar strax íbúöarhæft meö vandaöri eldhúsinnréttingu og huröum. Vandaöur frágangur bæöi úti og inni. Æskileg skipti á 3ja—5 herb. íbúö helzt í vesturbænum. Aörir staöir koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 21473, í dag frá kl. 13.00—16.00 e.h. Virka daga frá kl. 19—21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.