Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 14

Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 I friðarstóli á Hrafnistu Jóhannes Helgii Skálateigs- strákurinn borleifur Jónsson heldur sínu striki. Útgefandii Skuggsjá. Hafnarfirði 1978. Með þessari bók lýkur frásögn- um Þorleifs Jónssonar frá Skála- teigi í Norðfirði, enda „strákurinn" kominn á níræðisaldur og setztur á friðarstól á Hrafnistu, þar sem hann getur í hópi aldraðra af öllum landshornum hfustað á sögur af sæförum og Iífgað upp með sinni glettni og gamansemi. Raunar hyggur hann á för til Parísar, ef guð og heilsan lofar, en ekki mun dvöl hans þar verða ýkja löng, enda mun hann fýsa í félagsskapinn á Hrafnistu, þá er hann hefur komizt á, hve glatt getur verið þar á hjalla. Á fimmtu blaðsíðu þessarar bókar er lesendum hennar veitt þessi leiðbeining um gerð hennar: „Saga þessi er ekki sagnfræði. Hún er sögð eins og sögumaður mundi hana réttasta — og höfundi hentaði að endursegja hana. JH, ÞL.“ Vissulega er hún vel sögð, sagan sú arna, Þorleifur nýtur þess auðsjáanlega að segja frá og röddin verður alltaf hans. Því Jóhannes Helgi kann að sneiða á lítt sjáanlegan hátt af þá brota- löm, sem alltaf hlýtur að gæta í munnlegri frásögn frá liðnum tíma, já, jafnvel þó sagt sé frá atburði, sem sögumaður varð sjónarvottur að í gær. Þorleifur hefur um langa ævi verið önnum kafinn við verkefni þau, sem hinn af öllum viður- Jóhannes Helgi kenndi veruleiki hefur knúið hann til að sinna, en fyrstu frásagnirnar í þessari bók bera því órækt vitni, að hann trúir á líf eftir þetta Kf og að þeir, sem hafa horfið út yfir mörkin miklu geti jafnvel haft afskipti af því, sem varðar þá, er eftir lifa. En að ioknum þremur sögnum dulræns efnis bregður Þorleifur Jónsson hann á leik í nokkrum frásögnum, sem hann hefur valið rúm í fyrsta hluta bókarinnar eins og þeim, sem þegar er getið. Svo er það dagsins önn, sem tekur við, og Þorleifur hefur frá mörgu og mörgum að segja úr öllum landshlutum, og fjölmargir menn koma við sögu, „yfirmenn og Hvererforsenda hinnar háu endursölu ^ vw og Audi bif reiða? Leyndarmái viöhaldsins veturínánd! VW ogAudi eigendur fora nærri um þoð að reghdeg yfirferð, vélorstilling og shoðun er forsenda góðror endingar og hórror endursölu. Jafnvel þótt þeir þurfi minna viðhcdd en oðrir bílar oð öllu jöfruu Hekla býður VW og Audi eigendum alhliða þjónustu fagmanna á þessu sviði auk hinnar rómuðu varahlutaþjónustu og viðgerðarað8töðu. Því vekjurn við athygli á hinni hagkvæmu vetrarskoðun okkar auk Ijósa- stillingar sem framkvæmd er á staðnum. Hvort tveggja ráðstafanir sem auka öryggi og endingu vagnsins í erfiðum vetrarakstri. UCIfl A UC ■ m Héhi ■ H II Laugavegi 170-172 Sími 21240 og 15450 Látió sérhæfða fagmenn stilla vagninn inná veturinn! Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN undirgefnir", því að Þorleifur hefur verið ærið virkur í atvinnu- og stjórnmálalífi, og stundum komizt í krappan dans, ekki sízt í ræðu og riti, enda „Skálateigs- strákurinn" óvílinn. Hann þarf ekki að segja eins og maðurinn í kvæðinu hans Jakobs Thoraren- sens, að það eftirminnilegasta, sem fyrir hann hafi komið um dagana sé það, að eitt sinn „týndi hann hníf af miðlungsgerð". Hann lýsir mörgum mönnum, sem hann hefur kynnzt, átt samskipti við — og hefur geðjast misjafnlega að, en þó að segja megi, að ekki gæti fyllstu sanngirni í dómum hans um mann og mann, þá sýnist mér, að hann telji flesta „hafa sér til ágætis nakkvat" — nema þá helzt góðtemplara, sem eru hans svörtu sauðir. En hvað sem því líður, virðist mér hann yfirleitt vilja halda sér við réttsýni á menn og málefni, og mjög bætir það um, að hann er gæddur næmu skopskyni, þó að segja megi, að sumsstaðar skjóti máski upp þeim brellna „strák", sem frá segir í fyrra bindi sögunnar. Víst er og um það, að þetta ritverk þeirra Þorleifs Jóns- sonar og Jóhannesar Helga er engin leiðindaþvæla, og vissulega er það fróðleg heimild um margt á sviði atvinnulífs og þjóðmála á hinu mikla og margþætta byltingartímabili í sögu okkar Islendinga. Næst seinasti kaflinn í bókinni heitir Horft um öxl og fram á veginn. Þar segir Þorleifur þjóð- inni til syndanna, mælir svo meðal annars: „Hún hefur í velgengninni efnis- lega glatað ailtof mörgum andleg- um verðmætum, hugsjónum og markmiðum, sem ein þjóð má alls ekki missa sjónar á, ef hún hyggur á langlífi í landinu og ætlar að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð. Mammonsdýrkunin á þar stærsta sök. Þjóðin hefur um árabil vegsamað gullkálfinn um- fram land sitt og guð.“ Hann segir síðan við samherja sína: „Takið nú á honum stóra ykkar og sameinið Sjálfstæðisflokkinn á hinum gamla og góða grunni sjálfstæðisstefnunnar. Stétt með stétt, gjör rétt, þol ei órétt...“ Hann getur ekki betur gert en bera fram þessa hvatningu, hinn aldraði athafna- og orkumaður, Þorleifur Jónsson frá Skálateigi. Eftirmáli sögunnar er svar við leiðréttingum, sem fram hafa komið á fyrra bindinu. Og loks er nafnaskrá. / / Kaupmenn — verslunarstjórar! § N AVEXTIRIÞESSARIVIKU V Til afgreiöslu úr ávaxtageymslum okkar: Appelsfnur Sítrónur Grape-aldin Epli græn Ananas Epli rauö Vínber græn Vínber blá Perur Melónur grænar Bananar Klementínur Avocado ÁVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.