Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 21

Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 21 Þórður Einarsson útgerðarmaður F. 7. nóv. 1897. D. 11. nóv. 1978. Elsku afi var minn einkavinur í bernsku. Hann var sá er allt vildi bæta, betri föður getur enginn átt. Eitt sinn er ég dvaldi fjarri og hafði grátið mig í svefn, hringdi hann morguninn eftir og spurði hvort ég vildi koma heim (auðvitað viðurkenndi stoltið ekkert fyrr en löngu síðar). Svona var afi minn, alltaf vildi hann leysa hvers manns vanda, en hugsaði minna um sinn. Afi var mikill unnandi bóka og mjög víðlesinn. Hann las íslend- ingasögurnar ótal sinnum og fylgdist með deilum um sannleiks- gildi þeirra. I útskýringum sínum á Islendingasögunum fór hann eftir eigin sannfæringu, en ekki tískufyrirbrigðum samtímans. Hann vakti strax í bernsku áhuga minn á bókum með upplestri þjóðsagna. Hafragrautur gat horf- ið ofan í lítinn maga léti hann góða sögu fylgja með. Afi hafði síðustu árin mikinn áhuga á dulrænum éfnum og leitaði svars við lífsgátunni. Hann aðhylltist kenningar spíritista og ræddi oft um hve gaman yrði að hitta aftur foreldra, systkini og gamla vini. Núna er hann kominn heim eftir langa og oft ei-fiða ferð. Veit ég að elsku afi minn hefur átt góða heimkomu. Svava bóra. Hinn 11. þ.m. andaðist á Land- spítalanum Þórður Einarsson út- gerðarmaður nýlega orðinn 81 árs að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða nokkur undan- farin ár, en hann bar þessi veikindi sín með sérstakri ró og þolinmæði, svo sem við var að búast af honum. Hans meðfædda greind hjálpaði honum að taka öllu af skynsemi sem að höndum bar. Þórður var fæddur og uppalinn á Austurlandi og starfaði þar mestan hluta ævi sinnar. Foreldr- ar hans voru hin merku og góðkunnu hjón séra Einar Þórðar- son og kona hans Ingunn Lofts- dóttir. Séra Einar var þjóðkunnur maður. Var prestur í Hofteigi á Jökuldal og á Desjamýri í Borgar- firði. Hann var alþingismaður Norður-Múlasýslu og gegndi hann auk þess mörgum trúnaðatstörfum austanlands. Sérstaklega lét hann til sín taka landbúnaðamál. Var fyrsti frumkvöðul! að stofnun Búnaðarsambands Austurlands. Þeim fækkar nú óðum mönnun- um, sem settu svip á athafnalíf Austurlands fyrri helming þessar- ar aldar. Þórður var einn þessara manna. Hann hóf ungur verslun- arstörf og aflaði sér haldgóðrar þekkingar á því sviði, en fljótt stóð hugur hans til sjálfstæðs atvinnu- reksturs. Hann gerðist útgerðar- maður. Stundaði síldarútgerð með færeyskum skipum í mörg ár, sem hann rak með sérstökum myndar- brag. Fiskverkun stundaði hann einnig. Þá var hann umboðsmaður h.f. Shell á Islandi í Neskaupstað í mörg ár. Allt sem Þórður tók sér f.vrir hendur stundaði hann af sérstakri alúð og áhuga. Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmadis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum f.vrirvara. bannig verð- ur grein. sem’ birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendihréfs- formi eða hundnu máli. bær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Hann hafði yndi af öllu því sem var stórt, myndarlegt og stórbrot- ið, þó aðstæður leyfðu ekki alltaf að framkvæma eins stórbrotið og hugurinn stóð til. Þórður trúði á framtak einstakl- ingsins og taldi að ekki mætti lama hvötina hjá honum til athafna. Hann taldi að einstakl- ingurinn gæti með sínum dugnaði komið miklu góðu til leiðar fyrir þjóðarheildina. Hann var þeirrar skoðunar, að hjá mörgum athafna- sömum einstaklingum, væri at- hafnaþráin nautn og lífsfullnæg- ing, sem væri þeim miklu verð- meiri en fjársöfnun. Honum var þó jafnframt ljóst, að enginn sannur athafnamaður gæti látið vera að viðurkenna þá staðreynd, að fjár- hagslegt öryggi væri grundvöllur allra sannra athafna. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Þórði Einarssyni þegar á unga aldri. Var það vegna þess, að hann óg hans fólk var vinafólk foreldra minna. Atvikin urðu svo til þess, að vegir okkar lágu saman á viðskiptasviðinu. Þegar ég starf- aði við Síldarbræðsluna h/f á Seyðisfirði, skipti Þórður í mörg ár við verksmiðjuna með sín færeysku síldveiðiskip. Ennfremur áttum við samstarf saman á seinni styrjaldarárunum um fiskútflutn- ing með færeyskum skipum til Bretlands. Með okkur tókstr góð vinátta, sem aldrei síðan hefir borið neinn skugga á. Þórður var fróður maður, víð- sýnn og víðlesinn og sérstakiega ættfróður og hafði mikinn áhuga á að ræða við menn, sem kunnu góð skil á uppruna manna. Þá hafði Þórður mikla trú á huglækningum og taldi hann sig oft hafa fengið mikilsverða lækningu á þann hátt. Hann var sterkur persónuleiki. Var mjög hugmyndaríkur, einkan- lega um það sem snerti atvinnu- rekstur og viðskipti. Þórður var kvæntur Svövu Sveinsdóttur frá Norðfirði, hinni mestu ágætiskonu, sem reyndist honum frábær eiginkon'a. Heimili þeirra hefir alltaf verið sérstak- lega glæsilegt, þar sem ríkt hefir í senn rausn og gestrisni svo af ber. Þau eignuðust eina dóttur Ingunni og dótturdóttur sína Svövu Þóru ólu þau upp og er hún nú uppkomin.. Nú að leiðarlokum vil ég kveðja vin minn Þórð Einarsson, þakka honum áratuga samfylgd og vin- áttu, sem mér var mikils virði og sem alltaf var sönn og traust. Fjölskyldu hans votta ég innilega . samúð. Jónas Jónsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Lætur Guð sig það nokkru skipta. hvernig hverjum einstaklingi á jörðinni farnast? Er lífið endalaust og tiigangslaust strit til þess að hafa í sig og þak yfir höfuðið? Jesús sagði: „Eru eigi tveir spörvar seldir fyrir einn smápening? Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vilja föður yðar. — Verið því óhræddir. Þér eruð meira verðir en margir spörvar“ (Matt. 10, 29, 31). I allri Biblíunni lesum við um kærleika Guðs og umhyggju hans fyrir mönnunum. Ekki er til sú byrði, sem hann ber ekki, enginn sársauki hjartans, sem hann á ekki hlutdeild í. Pétur sagði: „Varpið allri áhyggju yðar upp á hann“. Um allar aldir hafa kristnir menn komizt að raun um, að þetta stenzt. Þetta er mesta staðreynd tilverunnar: Guð lætur sér annt um einstaklinginn. Hann lætur sér annt um yður. Um síðari spurningu yðar er það að segja, að samkvæmt Biblíunni er lífið ekki endalaust og tilgangslaust strit. Jesús talaði um eilíft ríki. Hann sagði: „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka; ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn? — En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki“ (Matt. 6, 25—33). Ríki hans er andlegt. Hann hvetur okkur til að byggja, ekki fasteign — heldur líf, grundvallað á eilífum verðmætum, og það er hann, sem hefur gætt tilveru okkar þessu eilífðargildi. Hann sagði: „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir“ (Jóh. 10, 10). * * * * * * & * * & * PÓSTKRÖFU THE WIZ — Diana Ross og fleiri Hér er komið svar blökku- mannanna viö Saturday Night 1 Fever og Grease, aavintýriön um galdrakarlinn í Oz. Þettai er tvöfalt albúm, öll lögin úr| kvikmyndinni, tem nú veriö frumsýna víöa um heim. | Þarna koma fram ekki ómerk-1 ari listamenn en Diana Roaa.l Michael Jackson (úr Jackson " Five), Lena Horne (systir Lizu Minelli) og gamanleikarinn stórkostlegi, Richard Pryor. Síöast en ekki sízt: Sjélfur Quincy Jones útsetti og stjórnaöi allri tónlistínni. TO THE LIMIT — Joan Armatrading Joan Armatrading faeddist í | Vestur-lndíum fyrir réttum 28 j érum en hefur búiö í Bret- landi lengst af asvinni. Hún 1 hefur um érabil veriö I uppéhald margra helstu1 rokk- og jazztónlistarmanna par í landi. Hún feröaöist um | meö Lundúnauppfaerslunni á l „Hérinuu í hélft annáö ér. Fyrsta plata hennar kom út 1973. Siöan hafa komió út fjórar plötur meö pessari nýjustu. Um priöju plötu hennar, „Joan Armatradíng“, sagöi Rolling Stone tímaritiö aö vasri ein af mikilvaagustu plötum pess érs. New York Times hefur hafiö hana upp til skýjanna. Upptöku é bessari plötu og tveimur síöustu stjórnaöi Glyn John, sem hefur ma. stjórnaö upptökum fyrir Rolling Stones, Eagles, The Who og Eric Clapton. CITY NIGHTS — Nick Gilder Nick Gilder er nú é toppnum i Bandaríkjunum meö lag al pessari plötu, „Hot Child lr the City“. Þetta er önnui LP-plata Gilders é merki Chrysalis. Allt aö pví kvenleg rödd ham er engu lík — samanber t.d lögin „(She’s) One of th< Boys“ og „Got To Get Out“. GREASE— John Travolta/ Olivia Newton-John og fleiri Til Þessa dags hafa fimm lög af pessari plötu veriö gefin út á tveggja laga plötum f Bretlandi og Bandaríkjunum. brjú hafa fariö í fyrsta saati, hin tvö hafa ekki fariö neöar en í fimmta ssati vinsældalist- anna. GREASE er upphaflega söngleikur, sem sýndur var á Broadway viö gífurlegar vinsasldir árum saman. Þaö var svo stórlaxinn og „súper-umbinnM Robert Stigwood, sem stóö fyrir gerö kvikmyndarinnar, sem sýnd veröur hér á naastunni og vakiö hefur ótrúlega hrifningu víöa um heim. Fleiri oröum parf varla aö fara um GREASE — peir sem ekki pekkja petta verk nú pegar munu gera paö éöur en langt um líöur. PIECES OF EIGHT — Styx Styx er tvímælalaust ein af fimm vinsælustu hljómsveit- um Bandaríkjanna meö sitt haröa og drífandi rokk. Gítar- leikur Tommy Shaw é eftir aö töfra marga, og pé ekki síöur hljómborösleikur DeYoungs. Síöasta plata Styx, „Grand lllusion**, seldist í meira en milljón eintökum í Bandarikjunum og par meö talin s.k. platfnuplata. BAT OUT OF HELL Meat Loaf Hlunkurinn Meat Loaf -- Kjöt-i hleifur — vakti mikla athyglil og hrifningu pegar hann kom | fram í sjónvarpspætti ht fyrir skömmu, enda ekki ál hverjum degi sem 300 punda I ftykki allt aö pví eóla sig| heima f stofu hjá landanum. En pétturinn sýndi líka, aö hlunkurinn Kjöthleifur rokksöngvari af beztu tegund. bessi plata hans nýtur mikilla vinsælda hérlendis um bessar mundir og er nú ein af söluhæstu erlendu plötunum. BÖRN OG DAGAR — Ragnhildur, Björgvin, Pólmi og fleiri Þetta er vandaöasta og dýrasta hljómplata sem komió hefur út é íslandi til Þessa. Þarna ftytja Ragnhildur Gísladóttir, Björgvin Halldórsson, Pélmi Gunnarsson, Öldutúnsskóla- kórinn og fleiri, lög eftir Magnús Þór Sigmundsson vió Þýdda og endur- samda texta Kristjéns fré Djúpalæk. Upptökunni stjórnaói Del Newman, einn virtasti útsetjari og upptökustjóri í Bretlandi sföustu érin. Viö teljum engan vafa leika é, aó Þessi plata é eftir aó njóta feikilegra vinsælda hér, hvort heldur er hjé peim sem eru fimm éra, eöa Þeim sem eru 95 éra. SENDUM í PÓSTKRÖFU Þessar plötur veröa kynntar í Klúbbnum í kvöld (sjá auglýsingu JAZZ - JAZZROKK K,úbb"“m') Einnig eigum viö mesta úrval, sem fáanlegt er hérlendis, af þróuðum jazzi og jazz-rokki. Má þar nefna til dæmis: Al dj Meola Billy Cobham Crusaders Chick Corea Eric Gale Weather Report Quincy Jones Allar Allar Allar Flestar Allar Allar Allar Tom Scott John Klemmer Herbie Hancock Joe Sampler Lee Ritenour Miles Davís Allar Life Style Sunlight Rainbow Seeker Captain s Journey Flestar LAUQAVEQI33- S)M111508 STRANDQÖTU 37 - SÍMi 53762 * * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.