Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
V álegur
veruleiki
Þórloiíur Bjarnason: Sú srunna
lukka.
IIoimildaskáldsaKa.
Bókaútgáían Örn «k Örlygur h.f.
Reykjavík 1978.
Það mátti öllum vera ljóst af
rithöfundaferli Þórleifs Bjarna-
sonar, að hann væri }jóðskáld á
mál oíí mannlýsingar og sömuleið-
is vandvirkur otí þolgóður fræði-
maður. Þar með var auðsætt, að
hjá honum væru forsendur þess,
að hann gæti ritað merka og trúa
heimildaskáldsögu. Og nú er
einmitt slík saga frá honum
komin.
Þá er hann vann að annarri
útgáfu á hinni merku frumsmíð
sinni, Hornstrendingabók, rakst
hann við könnun heimilda á forna
harmsögu, sem gerðist á Horn-
Bökmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
ströndum, og svo jók hann henni
þá við þann margvíslega fróðleik,
sem frumsmíð hans hafði að
geyma.
Þessi sorgarsaga hefur snortið
skáldeðli hans, fræðilega forvitni
og máski einnig þá þjóðfélagslegu
ábyrgðartilfinningu, sem knýr til
samanburðar á vá og veilum liðins
tíma og dagsins í dag, og svo hefur
hann þá farið að grafa fyrir rætur
sögunnar í jarðvegi þeirrar nauð-
aldar, sem lék íslendinga einna
gráast, öld margvíslegra harðinda,
örbirgðar, hungurdauða, kúgunar,
fráleitra refsilaga, misréttis og
miskunnarleysis, allt þetta sam-
fara spillingarblindu í hópi vald-
hafa, leikra og geistlegra.
Um meðferð þessa efnis stóð
Þórleifur sérlega vel að vígi. Hann
er fæddur og uppalinn í Hælavík á
Hornströndum, teygaði þar í
bernsku af furðu gjöfulum brunni
þjóðlegs fróðleiks, hagmælsku og
ástar á íslenzkum menningarerfð-
um. Hann hafði verið víðförull um
víkur og fjallskörð og hafði kynnzt
mjög náið sögu hvers býlis í
Sléttuhreppi og ættum og ættar-
tengslum þess fólks, sem þar bjó á
18. öid — og allt fram til þess, að
hin einstæða byggð eyddist að
mannfólki, þar eða hann hafði
samið nákvæma byggðarsögu
hennar, ásamt Kristni rektor
Kristmundssyni. Og vissulega hef-
ur vel til tekizt um gerð morðsög-
unnar, svo víða sem hún þó kemur
við.
Það yrði oflangt og óþarft mál
að rekja söguna allt frá því að
strokuhjúin, Sveinn Jónsson og
Sigríður Jónsdóttir úr Ketilsdölum
í Arnarfirði, koma norður í
Aðalvík tvö ein á lítilli bátskel og
Sértilboð
meöan birgöir
endast
borleifur Bjarnason
þangað til að hinn „vel bergklif-
andi“ Bjarni Kolbeinsson, sem í
ósjálfræði myrðir nefnda Sigríði,
hverfur sem frjáls maður, eftir
tuttugu ára kvalræði, inn í mistrið
á þeim stað i Rekavík bak Látur,
þar sem hann hefur átt sælustu og
örlögþrungnustu stundir sinnar
ævi.
En þrátt fyrir það, að Þórleifur
hefur verið svo vel í stakk búinn til
þess að rekja og rita þessa
langdrægu sakamálasögu, að hann
kunni skil á hverjum bæ á
Ströndum, hverjum einstaklingi,
sem þar bjó í þennan tíma og
ennfremur þekkti þar allar leiðir,
hefur söguritunin vissulega kostað
hann allmikið grúsk í gömlum
skjölum, þar eð hann rekur allan
gang morðmálsins svo vandlega,
að hann birtir orðrétt bréf,
réttarhöld og dóma, sem að
einhverju leyti koma því við.
Þó að Hornstrendingar væru
afskekktir og lífsbarátta þeirra
oftast ærið hörð, voru þeir kostir,
sem þeir áttu við að búa, að sumu
leyti skárri en fólksins sem bjó í
þéttbýlli sveitum og átti greiðari
leiðir og styttri til aðdrátta frá’
einokunarbúðunum dönsku. Ein-
angrunin og hin hrikalega náttúra
olli því, að þeir gátu átt kaup við
erlenda sjómenn, án þess að það
vitnaðist, og ógnun yfirvalda-var
þeim það fjarlæg, að þeir gátu
leyft sér vorkunnsemi gagnvart
mönnum, sem af sér höfðu brotið
við hin ómennsku refsilög, höfðu
jafnvel sumir vofandi yfir höfði
sér dauða á höggstokk eða í
Drekkingarhyl. Það er svo ai-
kunna, að þeir héldu sakamenn
langtimum saman og komu sum-
um í erlendar duggur, og þannig
björguðu þeir Arnfirðingnum
Sveini Jónssyni. Svo er þá auðskil-
ið, að þeir voru seinir til að kæra
sveitunga sína, sem gerðust brot-
legir, þó að þar kæmi, að þeir sæju
sér ekki annað fært en láta uppi þá
vitneskju, sem þeir höfðu um morð
hinnar lauslátu og ginnandi konu,
Sigríðar úr Ketildölum.
I sögunni er glögg lýsing á hinu
brostfelduga réttarfari þessa tíma,
og einnig á áhrifum þeirra mann-
skæðu harðinda, sem þjökuðu
þjóðina um miðja 18. öld. Bókin
hefur og að geyma fjölmargar
skýrar mannlýsingar, sem koma
sumar á óvart, og má þar nefna til
hina bráðlifandi lýsingu á séra
Þorláki Guðmundssyni, föður
skáldsins á Bægisá, en hann var,
þá er hann hafði glatað hempunni
sem klerkur í Selárdal, settur
sýslumaður í ísafjarðarsýslu.
Ennfremur ber að geta hinnar
skýru myndar af skáldinu séra
Snorra, síðar presti á Húsafelli,
Oddi hreppstjóra á Sléttu og síðast
en ekki sízt Erlendi sýslumanni
Olafssyni, bróður Jóns Grunnvík-
ings. En eftirminnilegust verður
lýsingin á Bjarna Kolbeinssyni,
sem leggur á sig ómennskar
þrekraunir í tvo áratugi, hrakinn
af samvizkubiti blöndnu þeirri
tilfinningu, að hann hafi haldinn
nornarseið myrt í ósjálfræði hina
arnfirzku ástríðukonu, sem fyrst
heillaði aldraðan föður hans, síðan
bræður hans og hann sjálfan.
Tveir eru þeir kaflar í bókinni,
sem eftirminnilegastir verða,
Söngur í hh'ðum og Vættaslagur.
Sá fyrri lýsir samfundum þeirra
Bjarna og Sigríðar í vordýrð
gróandans í Rekavík, þar sem
Sigríður heillar hann svo með
söngvaseið, að daglangt veit hann
ekki til neins annars í veröldinni
en ofurnautnar í örmum og skauti
þessarar seiðkonu. En þó að þessi
kafli sé vel ritaður og eftirminni-
legur ber hinn af honum og raunar
öllu í sögunni. I þeim kafla er
nokkurra sólarhringa písl Bjarna
Kolbeinssonar, æsilegum órum
hans og þrotlausri baráttu fyrir
lífi sinu og viti, þar sem hann
dvelur í hellisskúta í Hælavíkur-
bjargi, heftur af skyndilegu ofviðri
og brimróti. Samstilling Þórleifs í
orðavali jafnt við ógnir bjargsins
og brimsins og það fárviðri, sem
geisar innra með Bjarna er allt að
því einstæð, enda er þar hvergi of
né van.
Þórleifur er nú orðinn sjötugur
og hefur um nokkurt árabil ekki
gengið með öllu heill til skógar. En
þess vildi ég óska honum, að hann
mætti enn skrifa sitthvað það, sem
ekki sé síðra en þessi heimildar-
saga og þar með á ný sýna, að
harðbýl náttúra og síður en svo
nein ofgnótt í bernsku og æsku,
geti verið hollir uppalendur. Ég
minntist á þjóðfélagslega ábyrgð-
artilfinningu í upphafi þessarar
greinar, og segja mætti mér, að þá
er Þórleifur skýrði frá hafís-
kreppu, harðindum og hungurkvöl-
um þeim, sem þjáðu þjóðina um
miðbik 18. aldar hafi hann hugsað
sem svo, að ekki væri úr vegi að
íslendingar hygðu að því, þá er
þeir nú kvarta, að nokkur sé
munurinn fyrrum og nú. Þá gæti
og verið, að þegar hann leitaði
heimilda um réttarfarið, fram-
gang mála og breytni veraldlegra
og kirkjulegra valdamanna morð-
aldarinnar, hafi að honum hvarfl-
að sitthvað frá samtíð hans, sem
betur mætti fara.
„Atökí
undir-
djúpunum”
— skáldsaga
eftir Joe Poyer
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út þriðju bókina eftir
Joe Poyer. Nefnist hún „Átök í
undirdjúpunum" og er þýdd af
Birni Jónssyni.
Um efni bókarinnar segir svo í
fréttatilkynningu frá útgefanda:
„Bókin segir frá því að öflugri
kjarnorkusprengju hefur verið
komið fyrir á botni Malakka-
sunds. Aðeins einn maður getur
forðað því að þriðja heims-
styrjöldin blo§si upp og fari eldi
um jörðina, sá er doktor Mortimer
Keilty, bráðsnjall vísindamaður,
og hið furðulega leynivopn hans er
höfrungur," en eins og menn rekur
minni til hefur farið fram mikil
umræða í fjölmiðlum um hugsan-
lega notkun stórveldanna á
höfrungum í hernaði.