Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
25
ÚR FÓRUM FYRRI ALDAR.
Þýddar sösur.
Kristján Albertsson gaf út.
IIclKafell 1978.
í formála þýddra sagna segir
Kristján Albertsson: „Sögur þær
sem valizt hafa í þessa sýnisbók
eru misjafnar að skáldlegu gildi,
enda skal því ekki neitað að sumar
hafi hvað mest notið málfars á
þýðingunni. Því auk þess að forða
frá gleymsku ágætum sögum sem
birtust í blöðum og ritum sem nú
eru í fæstra höndum, er þessari
bók ætlað að gefa hugmynd um
merkilegt skeið í þróun íslenzks
sögumáls á nýrri tímum“.
Þegar þessar smásögur birtust
fyrst í íslenskum þýðingum nutu
þær „söguhungurs þjóðarinnar"
Kristján Albertsson
Frá f rumbýl-
ingsárum nýrri
tíma bókmennta
eins og Kristján Albertsson kemst
að orði. I blöðum og tímaritum
fengu smásögur ríflegt rúm og
lesendur gleyptu þær í sig. Upp-
rennandi rithöfundum voru þær í
senn vísbending og ' ögun. Af
hinum erlendu meisturum mátti
margt læra, ekki síst það að gera
strangar kröfur til sjálfs sín.
Smásagan er enn í góðu gildi á
íslandi þótt skáldsagan hafi vinn-
inginn. Þótt undarlegt megi virð-
ast er á öld hraðans mikil þörf
fyrir skáldsögur. Nítjándu öldinni
lýsir Kristján Albertsson aftur á
móti á þessa leið: „Islensk skáld-
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
sagnagerð hefst að nýju eftir
margra alda hlé, en fer sér hægt.
Aðeins örfáír skálda leggja rækt
við þessa endurvöktu bókmennta-
grein“.
Taka má undir það að sögurnar í
Úr fórum fyrri aldar eru misjafn-
ar að skáldlegu gildi. Sumar eru
fremur veigalitlar. Þýðingarnar
eru góðar. Flestar snjallar. Að
sjálfsögðu bera þær svipmót liðins
tíma, en standa þó furðu nærri
nútímanum. Nægir í því sambandi
að nefna þýðingar þeirra Jóns
Ólafssonar, Þorsteins Erlingsson-
ar og Þorgils gjallanda. Aðrir
þýðendur eru: Benedikt Gröndal,
Bertel E.Ó. Þorleifsson, Björn
Jónsson, Brynjúlfur Kúld, Hannes
Hafstein, Matthias Jochumsson og
Steingrímur Thorsteinsson.
Fást eftir Ivan Turgenjef í
þýðingu Þorsteins Erlingssonar er
einna athyglisverðust af lengri
sögunum í bókinni. Undirtitill er
Saga í níu bréfum. Þessi sendibréf
lýsa dæmigerðu ofríki móður
gagnvart dóttur sinni. Jafnvél
eftir dauðann fylgist móðir stúlk-
unnar með henni, gætir þess
vandlega að hún hagi sér í
samræmi við strangt uppeldi. Stíll
sögunnar er í hinum breiða og
hæga stíl Turgenjeffs sem fær
lesandann til að skynja hið ósagða.
Undir lok sögunnar dregur bréfrit-
ari saman reynslu sína: „Reynsla
seinasta ársins hefur kennt mér,
að lífið er ekkert gaman, enginn
leikur, heldur engin nautn, aðeins
þungt starf". Hlekkir skyldu og
sjálfsafneitunar eru brotnir í
sögunni í anda frelsis, en „ásjóna
sannleikans" hefur ekkert annað
að bjóða en dauða og tortímingu
þeim sem leyfa sér slíkt. íslensk
þýðing sögunnar birtist í Arnfirð-
ingi 1902.
Önnur löng saga er L’Arrabiata
eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn
Paul Heyse. Sagan gerist á Ítalíu
og gagnstætt Fást greinir hún frá
þeirri hamingju sem það hefur í
för með sér að fólk sigrast á
bældum kenndum. En til að svo
geti orðið þurfa að eiga sér stað
átök og frá þeim greinir sagan í
rómantísku ljósi.
Meðal stuttra sagna í bókinni
sem eftirtekt vekja er Kristín
drottning eftir August Blanche,
Karen eftir Alexander L. Kielland
og í tunglsljósi eftir Guy de
Maupassant.
Það sem ég sakna í þessari bók
er að útgefandi skuli ekki gera
grein fyrir höfundum, fáeinar
línur um hvern þeirra hefðu vérið
betra en ekkert.
Eins og margir vita er Kristján
Albertsson einn þeirra bók-
menntamanna eldri kynslóðar sem
með skrifum sínum er einkar lagið
að vekja fólk til umhugsunar.
Framlag hans til bókmenntaum-
ræðu til dæmis vitnar í senn um
ást á skáldskap og glöggskyggni
þess manns sem bækur eru lífs-
nauðsyn. I formála orðar hann
þetta sjálfur með þessum hætti:
„Oft er til þess vitnað að
maðurinn lifi ekki á einu saman
brauði. Eitt af því sem hann
þarfnast er — sögur."
Með Úr fórum fyrri aldar hefur
Kristján Albertsson bent okkur á
þann stórhug sem ríkti í menning-
arlífi „á frumbýlingsárum nýrri
tíma bókmennta á Islandi". Hafi
hann þökk fyrir.
Lítíð
barn
hefur
lítíð
sjónsvið
Vikuskammtur fyrir
þessa PHILCO
þvottavél!
a(og hún þvær það!)
Tíu manna fjöl-
skylda þarf aö eiga
trausta þvottavél,
sem getur sinnt dag-
legum þvottaþörfum
fjölskyldunnar.
Þessi tíu manna
fjölskylda sést hér á
myndinni meö dag-
skammt sinn af þvotti.
Og þetta þvær Philco
þvottavélin daglega,
mánuðum og árum
saman.
Þvottavél, sem
stenst slíkt álag
þarfnast ekki frekari
meðmæla.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Þvottavél í þjónustu
tíu manna fjölskyldu
veröur líka aö vera
sparsöm. Philco
þvottavél tekur inn á
sig bæöi heitt og kalt
vatn, sem sparar raf-
magn og styttir
þvottatíma.
Philco og fallegur
þvottur fara saman.
Á leið í skóla §R| gcetið að