Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 2

Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 „Hitt var taiið stdrhættulegt að sýna mdtþrda. Þá var sem sd hætt við því, að maður yrði lýstur dlæknandi..." Serbsky „sálfræöistofnunin" í Moskvu, eitt af geðveikrahælun- ge sem Bukovsky gisti. Á Þetta hæli sendir sovéska leynilögreglan gjarna andófsmenn sem hún vill láta úr- skurða vitfirrta. vísu urðu menn að sæta því að taka aftur vafasamar skoðanir sínar, játa sekt sína og viðurkenna sjúkdómsgreininguna. Og þegar þar að kom urðu þeir að játa aö sér heföi farið stórum fram við dvölina. En þaö varð nú lítil kvöð er hugsað var til þess, sem lögreglan gat fengið menn til aö játa í yfirheyrslum. Hitt var talið stórhættulegt, að sýna mótþróa. Þá var sem sé hætt við því, að maöur yrði lýstur ólæknandi og sendur til Sykovka. Þar voru geymdir ólæknandi geðsjúklingar, einir og þaðan átti enginn afturkvæmt. En aö Sykovka undanskildu voru einungis þrjú geðsjúkrahús í landinu öllu, í Leningrad, Kazan og Rybinsk. Hið síöastnefnda var alveg frátekið handa mönnum sem misst höfðu vitiö í fanga- búðum. Skömmu áöur en ég var handtekinn, 1963, lýsti Krústjoff yfir því einhvers staðar, aö ekki væru lengur neinir pólitískir fangar í Sovétríkjunum, og reyndar væru nærri engir óánægðir með kerfið lengur, örfáar hræður kannski en það væri geðbilað fólk. Ekki munu margir hafa lagt trúnað á þetta — fremur en ýmsar aörar álíka yfirlýsingar Krústjoffs. En þessi leyndi á sér: það fólst í henni tilskipun, mikilvæg stefnubreyting í hegningarmálum. Krústjoff ætlaði sér ekki að vekja upp aöferðirnar frá tímum Stalíns, og hann hefði ekki getaö það þótt viljað hefði. Öllum var Ijóst, hvernig það mundi fara. Nú skyldi upptekin ný aðferö, og hún var í senn einfaldari og snjallari. Þegar ekki dygði sú skýring um „óánægju" innan- lands, að hún væri arfur úr fortíðinni, ellegar tilkomin að undirlagi heimsvalda- sinna, skyldi borið við geðbilun ... „Sjúkraliöarnir“ voru refsifangar Við komum til Leningrad um kvöld. Við vorum reknir beint í bað þegar kom í hælið. Þar tóku á móti okkur sjúkraliöar. Höfðu þeir snör handtök og nauörökuöu allan hópinn. skófu allt hár af líkama okkar, og allt með sömu klippunum. Okkur leizt ekki á blikuna. Sjúkraliöar þessir voru sem sé refsifangar og voru þarna að vinna af sér dóma sína. Þetta voru villidýr. Og þarna í hælinu höfðu þeir gnægð fórnarlamba. •* Okkur voru fengnir fangabúningar, allt sem við höfðum haft meðferðis var af okkur tekið og síðan vorum við leiddir til klefa okkar, þrír og þír saman. Þaö var vaninn að nýkomnir færu fyrst í 1. álmu. Það var skoðunardeildin svonefnd. Þarna hafði verið venjulegt fangelsi áður, allt þar til 1948. Húsin voru gömul orðin, klefarnir óbreyttir frá því þeir hýstu refsifanga. Það voru rimlar fyrir gluggum, á hurðinni gægjugat og annað stærra til þess að rétta mat inn um. Gluggi var á útveggn- um. Og þarna var kalt. Einu sinni á dag var okkur hleypt út aö liðka okkur, og þá öllum í 1. álmu helypt út í einu. Var það allískyggilegur söfnuður, þegar vitfirringarnir voru saman komnir í tötrum sínum, rifnum jökkum með lúð pottlok, í klossum sem manni voru fengnir rétt áður en hleypt var út. Þannig ruddist þetta lið út í fangelsisgarðínn. Um hann var hár skíðgarður. Flestir fanganna voru morðingjar. Færri en 10% voru þarna af stjórnmálaástæöum. Geðveikrahæli þetta var í rauninni bara venjulegt fangelsi. Klefarnir voru fanga- klefar, rimlar fyrir gluggum, og umhverfis hár múr, gaddavírsgerði og vopnaðir verðir, póstur „sjúklinganna" takmarkað- ur, bréf þeirra lesin og skoðað í matarpakka. „Læknisráðin“ Þrjú Að viðbættum þeim vanalegum áhyggj- um er setjast að mönnum í fangelsi gáfust manni nú ýmsar nýjar áhyggjur af því hvenær maður slyppi út, svo að nokkuð sé nefnt, því það var undir „bata“ komið; svo. var meðferðin sem við áttum í vændum, barsmíðarnar sem við þoldum af vörðunum, og réttleysiö algert. Ekki gátum við kvartað við neinn, því allar kvartanir voru skráðar í sjúkrasöguna og hafðar til frekari sönnunar um geöbilun viðkomandi. Enginn vissi fyrir víst hvort hann kæmist lifandi burt af hælinu. Sumir voru þegar hætt komnir, farnir að fá sprautur eða töflur. Við „óróleika", sem stundum hljóp í menn, voru þrjú læknisráö helzt. Eitt var þaö að sprauta í mann amínasíni og seig þá á hann viðvarandi höfgi eða dá svo að hann vissi ekkert hverju fram fór umhverfis. Annað var súlfasín- eða brennisteinslækning. Hún olli manni illbærilegum sársauka, svo og háum hita í tvo, þrjá daga. Þriðja læknisaðferðin var svonefnd „vafning", og stóö föngum sýnu mestur stuggur af henni. Henni var beitt við ákveðnum yfirsjónum, og var þannig í stórum dráttum, að maður var sívafinn blautum strigadúk frá handarkrikum og niður úr, og vafið þétt. Þegar striginn þornaði strengdist á honum og það svo að um þaö bil er hann var þurr var fanginn meö hljóðum af kvölum. Oftast nær missti maður fljótlega meðvitund. Voru þá settar hjúkrunarkonur til að vaka yfir manni. Þær losuðu um strigann þegar maður var örugglega orðinn meðvitund- arlaus, og biöu þar til andardráttur komst í nokkurn veginn eðlilegt horf. Þá var hert að aftur. Þetta var jafnan endurtekiö nokkrum sinnum. Á efstu hæð í 1. álmu voru nokkrir klefar fóðraðir mjúku í hólf og gólf, svo að sjúklingar gætu ekki farið sér að voöa. Þarna voru geymdir þeir órólegustu. Þeir voru allsberir í klefum sínum og þeim var aldrei hleypt út. Sagt var, að verðirnir berðu þá miskunnarlaust, og hefðu gengið af einum dauðum ekki alls fyrir löngu. Hann átti að hafa verið hryggbrot- inn. Annar hafði dáið í „vafningi", hjúkrunarkona hafði ekki losað nógu fljótt um strigann og maðurinn kafnað. Auðvit- að voru engir sóttir til saka fyrir þetta. Og fórnarlömbin voru einfaldlega „útskrifuö“. Tilfinningasljótt starfslið Þaö hét svo, að 2. álma væri lækningaálma, en þær lækningar sem þar fóru fram voru næsta líkar lækningunum í hinum álmunum. Að vísu var sérdeild í 2. álmu. Meöferðin þar var fólgin í insúlín- losti. Önnur sérleg deild var þarna og réð þar ríkjum hjúkrunarmaður að nafni Viktor Valerianich, fól mikið. Hann var haldinn kvalalosta, og leið honum ekki rétt vel ef ekki var a.m.k. einn fangi vafinn í striga á hans vakt. Það skal þó tekið fram, að Valerianich var verstur. Fæstir hinna gengu beinlínis fram í því að kvelja fangana. Starfsliöið var öllu heldur tilfinningasljótt og sinnu- laust. Það er alkunna, að skurðlæknar verða ónæmir fyrir blóði, og þannig var komið fyrir flestum starfsmannanna þarna, þeir voru orðnir ónæmir við skepnuskapnum. Það hvarflaði ekki lengur að þeim að sjúklingarnir væru mennskir, það var fjarstæðukennd hug- mynd. Sjúklingar áttu ekki að hafa neinar tilfinningar eða hvatir. Sumir læknanna kölluöu hælið „Litla-Auschwitz“, og þeir hlutu að vita við hvers konar stofnun þeir unnu, mennirnir... þflÐER STRÐREVnD Að með hagstæðum innkaupa samningi beint við ITT verksmiðj urnar i Bretlandi hefur okkur tekist að bjóða þessi vönduðu sjónvarpstæki á ótrúl. lágu verði UTBORGUN FRA KR. 180.000 eða ríflegur staðgreiðsluafsláttur, en með honum er verð á 22 tommu tæki \ÐEINS KR. 467.000 kr. MEÐ FJARSTÝRINGU myndiðþn ESÁSTÞÓRf Hafnarstræti 17 Sími 22580 BETRA VERÐ ER VART AÐ FINNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.