Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 7

Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 39 500 kr. og fékk víxil fyrir farinu. Vissi víst ekkert hvaö víxill var. Fékk góða menn til að skrifa upp á hann og hugsaði svo ekkert um að borga, segir Þorbergur og hlær við. I Glasgow var Garðar Gíslason þá með skrifstofu. Þar var á skrifstofunni Oddný, sem seinna varð Sen. Hún var mér ákaflega góð og vildi að ég færi í skóla. — Þetta var í maí 1914. Og 4. ágúst fóru Bretar í stríðið. Allir Islendingar flúðu heim með fyrstu ferð. Þeir voru alveg hissa á mér að gera ekki slíkt hið sama. En ég fór að vinna á búgarði skammt frá Glasgow. Þetta var erfitt starf, maður varð að fara á .fætur klukkan 4. Eg man að skárst fannst mér þegar ég var settur í að klippa illgresi. — Ekki man ég hvernig á því stóð, en þarna í grenndinni var Jón Dúason, sá sem seinna skrifaði mest um Grænland. Við gengum stundum saman um Glasgow. Jón var svo forvitinn, alltaf síspyrj- andi. Nú datt honum í hug að fara að spyrjast fyrir um það hvaða strætisvagn við gætum tekið til að fara og skoða nýja eldbræðslu, sem við höfðum heyrt um. Þetta þótti grunsamlegt á stríðstímum. Og fyrr en varði hafði lögreglan tekið okkur fasta. „Þýzkir njósnar- ar, skjótið þá,“ hrópaði fólkið, og lögreglumennirnir gengu beggja vegna við okkur. — Þá var ekki siður að ganga með vegabréf, heldur Þorbergur áfram frásögninni. Ég hafði ekk- ert annað en leiðarvísi frá Magnúsi sýslumanni í Hafnarfirði og langt bréf frá frænda minum. Þeir voru lengi að fara í gegn um bréfið á íslenzku. A meðan stóð hermaður við hlið mér með byssusting. Svo rétti hann mér það. Jón var ekki með neitt annað en bréf frá Hafnarháskóla á dönsku um að hann fengi skóla- vist. Eftir að þeir fóru að trúa okkur, hringdu þeir heim á bú- garðinn, og slepptu okkur svo. Seinna um daginn hittum við þessa sömu lögreglumenn. Þá sögðu þeir okkur að við mættum alls ekki tala saman á erlendu máli á götunni, því að fólkið væri svo æst, enda striðið rétt að byrja. En það var rétt, að ég var í rauninni Þjóðverjahlynntur. Hafði frá barnæsku heyrt svo mikið um menntun og menningu Þjóðverja. En það sagði ég þeim ekki. • Á stórbýli í Noregi — Varstu út stríðið í Bretlandi? — Nei, nei, á búgarðinum með mér var fyrst Dani og síðan norskur stúdent frá stóru búi heima í Noregi. Við urðum góðir vinir. Þetta fyrsta stríðsár var mikill straumur Þjóðverja til Noregs með skipi að flýja Bret- land. Ég hélt með járnbraut til Newcastle og þaðan með skipi til Christianíu. Hinn norski vinur minn hafði skrifað föður sínum, sem var stórbóndi þar rétt hjá. Og þegar ég kom í Höfn i Christianíu eða Osló, eins og það heitir nú, var bóndinn þar mættur með vagn og hesta með bjöllum í reiðtygjum. Við ókum gegn um skóginn. Það þótti mér gaman. Hann var mér ákaflega góður. Ég var þarna í mánuð og mátti vera eins lengi og ég vildi. Þegar ég fór, sagði hann að ef ég yrði auralaus, þá skyldi ég bara skrifa. Þarna var fullt af bókum, sem ég las. Þegar hann fór á markaðinn í Christianíu, tók hann mig alltaf með og bauð mér í leikhús eða í bió. Svo ókum við heim með bjölluhljómi gegn um skóginn. Þarna var ákaflega góður matur og við fengum alltaf snafs á undan matnum. • Á sjómannaheimili hjá ríkisfrú — En hvað varst þú þá að fara? — Ég fór til Danmerkur og hitti þar Runólf bróður minn. Bjó þar á sjómannaheimili í Nýhöfninni. Það átti auðug kona af frönskum ættum, Arlin Rörbye, sem bjó sjálf þarna rétt hjá. Hún bauðst til að kenna mér dönsku heima og gerði það. Og hún skrifaði fyrir mig til Askov beiðni um skólavist, og hún var svo þekkt að ég komst þar strax að. Bogi Melsted, sem borðaði með mér hjá Hákonsen, skrifaði lika fyrir mig meðmæli. Aður en ég fór, gaf Arlin Rörbye mér nýja testamentið fallega áritað og á ég það enn, sem merkilegt er eftir þennan flæking, sem á mér var. — I sjómannaheimilinu svaf eitt sinn svertingi frá Afríku í sama herbergi. Hann stal frá mér úrinu mínu, sem pabbi hafði átt og ýmsu fleiru. En ég vildi ekki vera að segja frá því vegna frúarinnar. Þegar ég hlustaði nýlega á prest segja: „Aldrei að taka aftur það sem af þér er tekið!“ þá varð mér hugsað til þessa atviks. Og það gladdi mig að hafa ekki gert neitt í málinu. • Balbo keypti frönsku ilmvötnin — Ég var semsagt í Askov í tvö ár. Þá var þar skólastjóri Jakob Appel, síðar kennslumálaráðherra Dana, stórkostlegur maður. Það var svo hrein tilviljun að ég fór heim, því að ég ætlaði mér ekkert til íslands. Fannst ég ekkert eiga þar lengur. — Tilviljun? — Þannig var, að ég hafði kynnst Magnúsi í Freyju, eins og hann var síðar kallaður. Við vorum báðir fátækir ungir menn í Höfn. Hann var að fara heim og byrja súkkulaðiframleiðslu. Ég fór þá með honum heim og gerðist sölumaður hjá honum. Fór m.a. í söluferð kring um land. En ég hætti því fljótt. — Þá tókum við Runólfur bróð- ir minn okkur saman um að stofna heildsölu og verzluðum á Lauga- vegi 15, þar sem við vorum m.a. með alls konar fín frönsk ilmvötn. Þá vildi það okkur til happs að hingað kom ítalski flugkappinn Balbo með flugflota sinn og svo mörg amerísk herskip. Þessir menn keyptu dýrustu frönsku ilmvötnin í þessari litlu og ófull- komnu búðarkytru hjá okkur. Thor Jensen fór líka að skipta við okkur og keypti af okkur varning. Þetta voru samt nokkuð erfiðir tímar og við fórum ekki djarft af stað. Eftir að Ludvig Storr byggði upp við Laugaveginn, leigði hann okkur í nýja húsinu, svo við vorum þarna kyrrir. Seinna fluttum við verzlunina, sem bar heitið París- arbúðin, í hús Helga Magnússonar, í Bankastræti, þar sem Verzlunar- bankinn er núna. Þar vorum við með margvíslegar kvenvörur. Keyptum mikið inn frá Italíu, og jafnvel vörur alla leið frá Kína. Þá var mikið vöruval. Allir gátu keypt inn það sem þeir vildu. Svo var það eyðilagt. Fyrst kom ríkiseinokunin á ilmvötnum. Einhverjir karlar úti á landi í verstöðvunum höfðu farið að drekka ilmvötn og veiktust af því. Þá tók ríkið ilmvötnin með áfengissölunni. — Síðast verzluðum við í Aust- urstræti. Þegar Morgunblaðið flutti úr Isafoldarhúsinu, þá fluttist Parísarbúðin þangað og er þar enn. Hvernig mér lízt á verzlunina núna? Ég segi ekki annað en það, að ég vildi ekki verzla núna. Voðalegt hvernig hægt er að fara með svona. gott land! Svolítið lengur spjöllum við Þorbergur yfir góðgerðum konu hans, Guðríðar Kjartansson, á heimili þeirra á Bollagötu 12. Þorbergur er nú kominn hátt á níræðisaldur og sjónin farin að láta sig. Hann hefur orðið fyrir áföllum á undanförnum árum. En fram að því kvaðst hann á hverju sumri hafa stundað sína eftirlætis tómstundaiðju, að veiða lax. Aldi^ ei annað í sumarleyfum. Fór í 36 ár austur að Haga í Grímsnesi og veiddi í Brúará. Það er erfið á, segir hann, enda komst hann í hann krappan í ánni. En hvað sem fyrir hann hafði komið í veikind- um og óhöppum, þegar hann hélt að síðasta stundin væri komin, hafði hann aldrei fundið til hræðslu, segir hann. — Ég man það vel frá því ég var lítill, að það var siður áður en bátarnir í Vík lögðu úr höfn, að formaðurinn signdi sig og gæfi sig guði á vald. Ætli ég hugsi ekki eitthvað svipað. - E.Pá. Lúxus j ólakor t Jólakort sem gleður. eftir yðar eigin litmyndum. myndiðjan EÁSTÞÓRP Hafnarstræti 17. — Suðurlandsbraut 20. ÞEGAR AKVEÐIN ERU BÍLAKAUP ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA Citroen er ööruvísi. 1. Báöir bílarnir valdir „bíll ársins“. 2. Fullkomiö straumlínulag gerir bílinn stööugri og minnkar benzíneyöslu. 3. Framhjóladrifiö sem Citroen hóf fyrstur allra framleiöslu á eöa 1934, ásamt þrem mismunandi hæðarstilling- um meö einu handtaki, gerir bílinn sérstaklega hentugan viö íslenzkar aöstæöur og ekki sízt í snjó og hálku. 4. Vökvafjöörun sem Citroen byrjaöi framleiöslu á 1954 og gefur bílnum HVAÐ BYÐUR CITROEN YÐUR? einstæöa möguleika á misjöfnum veg- um, skapar einnig öryggi. T.d. ef springur, skyndilega þá er þaö hættu- laust enda, hægt aö aka bílnum á þrem hjólum. 5. Vökvahemlar vinna þannig aö hemlun færist jafnt á hjólin eftir hleöslu. 6. Hæöa- og hleðslujafnar sem jafna halla vegna hleöslu og gerir þaö aö verkum aö bíllinn heldur alltaf sömu hæö óháö hleöslu. SAMA HÆÐ ÓHÁÐ HLEÐSLU SAMA STAÐA ÓHÁÐ ÓJÖFNUM VELKOMIN I TÆKNIVERÖLD CITROEN. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN STRAX. Globus? LÁGMULI 5. SIMI81555 é

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.