Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Númer 10 Madison Meðal þeirra mörgu kosta sem vænta má af velskipulöjíðu Sambandsveldi er engin sem fremur verðskuldar nákvæmari tfreinargerð en hæfileiki þess til að stöðva ofí hafa hemil á ofsa flokkadrátta. Vinur alþýðu- stjórna er aldrei eins usttandi um eðli þeirra ok ör!ö(j o|í þegar hann íhugar hversu þær hneijyast til þessa lastar. Því mun hann ekki láta hjá líða aö lofa hverja þá skipan sem bætir úr þessum lesti án þess að fótumtroða lögmál sem honum eru hjartfólfíin. Óstöðujíleikinn, óréttlætið og ruglandinn sem sprettur upp á þinf»um þjóðar- innar, hafa í sannleika verið banamein alþýðustjórna um víða veröld, og eru enn frjósamt umræðuefni óvina frelsisins, af því draga þeir slóttufíustu rök sín. Það væri sannarlega ómöfjulegt að dást um of að dýrmætum endurbótum amerísku stjórnarskránna á fornum og nýjum fyrirmyndum; en það væri óverjandi hlut- drægni að halda því fram að þær hafi eytt þessari hættu eins og vonast var til og vænst var eftir. íhuguiustu og heiðarlegustu borgarar okkar, jafnt fylgis- menn þjóðkirkju sem trúfrelsis, jafnt formælendur einstaklings- frelsis sem almenningsaðhalds, kvarta alls staðar um að stjórnir okkar séu of óstöðugar, að almenningsheill gleymist í átökum andstæðra flokka og að mál séu of oft til lykta leidd, ekki samkvæmt reglum rétt- lætisins og með tilliti til rétt- inda minnihlutans, heldur með yfirgnæfandi afli hrokafulls meirihluta í þágu eigin hags- muna. Hversu heitt sem við kunnum að vona að þessar umkvartanir séu ástæðulausar leyfa kunnar staðreyndir okkur ekki að neita því að þær eru að einhverju leyti á rökum reistar. Ef við skoðum aðstæður okkar grannt, munum við reyndar sjá að stjórnsýslunni er ranglega kennt um sum þeirra vand- kvæða sem við eigum við að stríða; en við munum jafnframt sjá að ekki er hægt að rekja mörg erfiðustu vandræði okkar til annarra orsaka einvörðungu, og þetta á einkum við um ríkjandi og vaxandi vantraust á opinberum aðgerðum og ugg um rétt ’einstaklinga, sem berg- málar frá einu horni álfunnar til annars. Þetta hlýtur að mestu ef ekki öllu le.vti að eiga rætur sínar að rekja til þess blæs óstöðugleika og óréttlætis sem andi flokkadrátta hefur varpað á opinberar stjórnir okkar. Með flokki á ég við hóp borgara, hvort heldur er meiri- hluta eða minnihluta heildar- innar, sem skipa sér saman og lúta einhverjum sameiginlegum hvötum ástríðna eða hagsmuna sem eru annað hvort andstæðar rétti annarra borgara eða varanlegum og sameiginlegum hagsmunum samfélagsins. Það eru tvær leiðir til að lækna þau mein sem flokkar- drættir geta valdið: önnur er að eyða orsökunum, hin að hafa hemil á afleiðingunum. Það eru enn tvær leiðir til að eyða orsökum flokkadrátta: önnur er sú að afnema það frelsi sem nauðsynlegt er til myndunar flokka, hin er sú að efla með öllum borgurum sömu skoðanir, sömu ástríður og sömu 'nagsmuni. Það er réttmæli að fyrri lækningin sé verri en sjúk- dómurinn. Frelsi er flokkum það sem loft er eldi, næring sem hann lifir ekki án. Það væri engu viturlegra að afnema frelsið, sem er nauðsynlegt öllu stjórnmálalífi, vegna þess að það nærir flokka, en að eyða loftinu, sem er nauðsynlegt öllu dýralífi, vegna þess að það elur eyðingarafl eldsins. Síðara úrræðið er eins ófram- kvæmanlegt og hið fyrra en óviturlegt. Meðan vit mannsins er brigðult og hann er frjáls að beita því munu ólíkar skoðanir vera uppi. Meðan tengsli eru milli vits hans og sjálfselsku, munu skoðanir hans og ástríður hafa gagnkvæm áhrif hvorar á aðra, hinar síðari munu fylkjast um hinar fyrri. Mismunandi hæfileikar manna, en í þeim á eignarrétturinn upptök sín, er engu síðar óyfirstíganlegur þröskuldur í vegi samræmingar allra hagsmuna. Verndun þess- ara hæfileika er fyrsta skylda stjórna. Ólíkir og ójafnir hæfi- leikar til eignaöflunar valda því beint ólíkum eígnum bæði að magni og gerð, og áhrif þeirra á afstöðu og skoðanir eigendanna leiða til þess að þjóðfélagið greinist eftir hagsmunum og flokkum. Duldar orsakir flokkadrátta standa því djúpum rótum í mannlegu eðli, og áhrifa þeirra verður alls staðar vart þótt í mismunandi mæli sé eftir skipan þjóðfélagsins. Ákafi í skoðunum á trúmálum, stjórn- málum og ýmsum málum öðrum, hvort heldur þær lúta að hugmyndum einum eða framkvæmd; fylgi við ólíka framafúsa leiðtoga, er sækjast eftir forystu og völdum, eða við aðra menn sem sakir örlaga sinna hrífa fólk; allt þetta hefur dregið mennina í flokka, kveikt með þeim gagnkvæman fjand- skap og hneigt þá miklu fremur til að áreita og kúga hverjir aðra en að vinna í eindrægni að sameiginlegum hagsmunum. Svo sterk er þessi tilhneiging mannkyns til að stofna til gagnkvæms fjandskapar að hafi engin mikilsverð tilefni gefist til deilna hafa hin léttvægustu og fráleitustu ágreiningsefni nægt til að vekja hvatir fjandskapar og kveikja hin hörðustu átök. En algengasta og stöðugasta örsök- in hefur verið fjölbreytileg og ójöfn dreifing eigna. Þeir sem eiga eignir og hinir sem engar eiga hafa ævinlega verið and- stæðir hagsmunahópar í samfé- laginu. Þeir sem eru lánadrottn- ar og hinir sem skulda greinast að á sama hátt. Hagsmunir landeigenda, iðnrekenda, kaup- manna, peningaeigenda og fjöldi annarra minni hagsmuna vaxa af eðlisnauðsyn með sérhverju þróuðu þjóðfélagi og skipta því í ólíkar stéttir, sem mótazt af mismunandi afstöðu og skoð- unum. Það er meginhlutverk nútíma löggjafar að hafa stjórn á þessum fjölbreytilegu og andstæðu hagsmunum og það veldur því að nauðsynlegar og hversdagslegar aðgerðir stjórn- arinnar draga dám af anda flokka og flokkadrátta. Engum manni leyfist að vera dómari í eigin sök af því að hagsmunir hans mundu áreið- anlega halla dómi hans og að öllum líkindum spilla heilindum hans. Af sömu ástæðum, nei af enn brýnni ástæðum, er hópur manna óhæfur til að vera í senn dómari í máli og aðili að máli. En hvað er setning margra mikilvægra laga annað en dóms- ákvarðanir, sem fjalla að vísu ekki um rétt einstakra manna heldur lúta að rétti stórra hópa borgara? Og hvað eru hinar mismunandi fylkingar löggjafa annað en formælendur fyrir og aðilar að málunum sem þeir James Madison James Madison var fæddur í Virginíu 1756 og var af breskum ættum. Hann hlaut menntun sína við the College of New Jersey sem nú heitir Princeton- háskóli og var brautskráður þaðan 1771 en dvaidi þar enn um eins árs skeið og sökkti sér niður í guðfræði og lögfræði. Síðan hélt hann heim til Virginiu og lagði þar enn stund á laganám. Árið 1776 sat Madison á stjórnarskrárþingi Virginiu og átti drjúgan þátt í samningu stjórnarskrárinnar. Árið 1777 var hann kosinn á Ríkisþing Virginiu en féll í kosningu ári síöar. Orsökin fyrir falli hans mun hafa verið sú að hann neitaði að veita kjósendum í kjördæmi sínu romm og púns á kosningafundum eins og alsiða var. Þrátt fyrir ófarir í kosning- unni útnefndi Ríkisþingið hann í ríkisráð Virgininu og þar átti hann sæti þar til 1779 er hann tók sæti á Meginlandsþinginu. Madison var frá upphafi mjög óánægður með Bandalags- ákvæðin og var einn helsti frumkvöðull þess að stjórnar- skrárþingið var kallað saman til að endurskoða þau. Þegar til stjórnarskrárþingsins kom reyndist Madison einna at- kvæðamestur fulltrúi á þinginu. Hann hafði reyndar áður en til þingsins kom gert drög að stjórnarskrá — svonefnda Virginiu áætlun — sem urðu í öllum meginatriðum grunnur- inn að endanlegum tillögum þingsins. Þótt einir tveir aðrir fulltrúar á þinginu hafi greini- lega sett mark sitt á þinghaldið þykir framlag Madison's bera svo af að hann er gjarnan kallaður faðir stjórnarskrárinn- ar. Madison var kosinn á Banda- ríkjaþing þegar er það tók til starfa undir hinni nýju stjórnarskrá og sat þar til 1797. Þar á þinginu samdi hann og bar fram níu af stjórnarskrár- viðaukunum sem nú eru í gildi, þ.e. kjarna mannréttinda- ákvæða stjórnarskrárinnar. Árin 1801—1809 var Madison utanríkisráðherra í stjórn Thomasar Jefferson forseta, en var síðar kosinn forseti Banda- ríkjanna 1808 og aftur 1812 og gegndi því f' '">bætti frá 1809—1817. Þegar Madison hvarf úr forsetaembætti hætti hann nær öllum afskiptum af stjórnmálum en vann að ýmsum menningarmálum í heimaríki sínu Virgininu. Reyndi hann meðal annars að stuðla að aukinni menntun og eins að því að þrælahald yrði lagt niður. Madison er talinn hafa skrif- að tuttugu og sex af Greinum Bandalagsmanna. skera úr um? Eru lögð fram til samþykktar lög um skuldir einstaklinga? Aðilar þessa máls eru lánadrottnar annars vegar en skuldunautar hins vegar. Réttlætið ætti að halda jafnvægi milli þeirra. Þó eru aðilar málsins sjálfir dómarar og hljóta að vera það, og við hljótum að vænta þess að fjölmennari fylkingin eða með öðrum orðum sterkari flokkur- inn fari með sigur af hólmi. Á að efla innlendan iðnað — og þá hversu mikið — með því að takmarka erlendan iðnað? eru spurningar sem iðnrekendur mundu svara á einn veg en landeigendur á annan, og líklega munu hvorugur horfa einungis til réttlætis og almenningsheill- ar. Niðurjöfnun eignaskatta af öllu tagi virðist vera ákvörðun þar sem viðhafa ætti ýtrustu óhlutdrægni, þó er líklega engin lagasetning sem gefur drottn- andi flokki eins góð tækifæri og freistar hans eins til að fótum- troða reglur réttlætisins. Óhóf- legar álögur á minni hópa er sparnaður fyrir þá sjálfa. Það stoðar ekki að segja að Greinar Bandalagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.