Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
5
Félag sjálfstædismanna í Árbæ og Seláshverfi:
F járöflun til félagsheim
ilis med vinningsáheiti
Félag sjálfstæðismanna í Árbæ
og Selási er um þessar mundir að
hrinda af stað svokölluðu
vinningsáheiti, sem byggist á því
að stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins styrki fjárhagslega
lokaátak við frágang á félags-
heimili í hverfinu.
„Þessi fjáröflun er nýstárleg að
því leiti að þeir sem fá senda
vinningaáheitaseðla eru beðnir um
að vísa félaginu á 1—2 aðila, sem
hugsanlega vildu styrkja málefn-
ið,“ sagði Guttormur Einarsson
sem er í stjórn félagsheimilissjóðs
í hverfinu, „en að þessari
fjáröflun lokinni verður fógeti
fenginn til þess að draga úr
þremur verðlaunum úr greiddum
seðlum og munu þeir aðilar fá allt
að 400 þús. kr., en það fer þó eftir
því hvernig fjáröflunin gengur."
Guttormur sagði að það hefði
komið fram í sambandi við undir-
búning þessa máls að pólitískir
Skólastjórastaða
V er zlunar skólans
laus til umsóknar
Staða skólastjóra Verzlunarskóla
íslands hefur verið auglýst laus til
umsóknar. Tímaritið Frjáls verzlun
segir að Valdimar Hergeirsson
viðskiptafræðingur, sem lengi hefur
kennt við skólann, sé sterklega
orðaður við skólastjórastöðuna.
andstæðingar sjálfstæðismanna
hefðu talið að þessi nýbreytni í
fjáröflun bryti í bága við lög, „en
að sjálfsögðu var gengið úr skugga
um það atriði áður en hafist var
handa," sagði Guttormur.
Félag Sjálfstæðismanna i Ár-
bæjar- og Seláshverfi keypti á
sínum tíma liðlega 100 fermetra
húsnæði, fokhelt, í Hraunbæ og á
s.l. tveimur árum hafa félagar
unnið af og til við innréttingar á
húsnæðinu þannig að þar er nú
hægt að halda fundi, en vegna
fjárhagserfiðleika við framkvæmd
verksins er þessari fjáröflun
hrundið af stað í þeirri von að
sjálfstæðismenn taki höndum
saman til þess að ljúka málinu
fljótt og vel.
Leikstjóri og leikendur.
Sýnir Dansinn í Hrrnia
Syðra-Langholti 7. des.
U.M.F. HRUNAMANNA frumsýnir
leikritið Dansinn í Hruna eftir
Indriða Einarsson að Flúðum föstu-
daginn 9. des. kl. 9 sd.
Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson,
tónlist í leikritinu er eftir Sigvalda
Kaldalóns. Söngva æfði Sigurður
Ágústsson. Dansa æfðu Ásta G.
Daníelsdóttir og Halldór Guðnason.
Yfir 30 manns taka þátt í sýning-
unni, sem hafa lagt á sig mikla vinnu
undanfarið ásamt leiktjaldasmiðum
til að koma þessu leikriti á fjalirnir.
Ungmennafélagið hefur sýnt leirit
flest ár síðan það var stofnað 1908 og
nú er þetta verk fært upp í tilefni 70
ára afmælis þess sem var fyrr á
árinu.
Sig. Sigm.
FÖT — FÖT — FÖT
OG AFTUR FÖT
ALDREIMEIRA ÚRVAL.
Austurstræti 22. Simi frá skiptiborði 28155
mi