Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
8
Bókaútgáfan Þjóðsaga:
Tvö bindi af þjóðsögum
Ólafs Davíðssonar komin út
BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsasa hefur
Kofið út tvö hindi af fjórum af
ÞjóðsöKum Ólafs Davíðssunar.
Þetta er þriðja útgáfa verksins,
sem lengi hefur verið ófáanlent.
Útgáfan er helguð minningu
Þorsteins M. Jónssonar „bókavin-
ar og unnanda fslenzkra þjóð-
sat;na, sem entist aldur tii að búa
verk þetta til prentunar.“
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala-
vörður sá um útgáfuna og gerir
hann nokkra grein fyrir henni í
formála. Þar segir að texti útgáfu
þjóðsagna Ólafs frá 1945 hafi verið
látinn halda sér, en niðurskipan
efnis sé á annan veg. Flokkun og
röðun sagnanna er algerlega verk
Þorsteins M. Jónssonar.
Þá er í fyrsta bindi þjóðsagna-
safnsins ítarleg grein um Ölaf
Davíðsson og fræðistörf hans,
rituð af Steindóri Steindórssyni
fyrrum skólameistara. Grein þessi
birtist upphaflega í síðasta bindi
útgáfu af þjóðsögum Ólafs árið
1945, en er nú nokkuð breytt og
aukin.
Bjarni Vilhjálmsson ritar loks
grein um Þorstein M. Jónsson og
störf hans að útgáfu íslenzkra
þjóðsagna, en hann var um langt
árabil umsvifamikill bókaútgef-
andi og alla tíð mikill áhugamaður
um íslenzkar þjóðsögur. Hann sá
um tvær hinar fyrri útgáfur á
þjóðsögum Ólafs Davíðssonar,
þeirri fyrstu, sem hófst árið 1935,
var að vísu aldrei lokið og komu
aðeins út tvö bindi. Útgáfan 1945
var ákaflega vönduð og í þremur
bindum, en er nú löngu ófáanleg,
eins og fyrr segir.
í þessum tveimur bindum þriðju
útgáfu eru alls níu flokkar þjóð-
sagna og greinast þeir flestir í
nokkra undirflokka. Aðalflokkarn-
ir eru: Huldufólkssögur, Sæbúa-
Ólafur Davíðsson
og Vatnabúasögur, Tröllasögur,
Draugasögur, Ófreskisögur,
Galdrasögur, Náttúrusögur, Helgi-
sögur og Islenzk örlagaævintýr.
Þorsteinn M. Jónsson
Hvort bindið um sig er um 400
bls. að stærð fyrir utan formála og
efnisyfirlit. Hafsteinn Guðmunds-
son sá um útlit verksins.
<* •
SVFNHAZH
Dauðínn
A
Skriðbelium
Martröð undanhaldsins
Ný bók efftir Sven Hazel er komin út.
Auk þess hafa veriö endurprentaöar þrjár fyrstu bækur Sven Hazels, sem
lengi hafa veriö ófáanlegar. Hersveit hinna fordæmdu, Dauöinn á
skriöbeltum og Stríðsfélagar.
Allar bækur Hazels hafa selzt upp fyrir jól á hverju ári og eru ófáanlegar.
Bækur hans eru gefnar út í yfir 50 löndum og flestir telja hann mesta og besta
stríðsbókahöfund allra tíma.
Frábærlega tekst Hazel aö blanda saman napurri ádeilu gegn styrjöldum,
ruddaskap og haröneskju, sem fylgir hermennskunni, aö ógleymdum húmor
sem gerir bækur hans svo áfengt lestrarefni sem raun ber vitni.
Sá sem les eina bók Hazels les þær allar.
Ægisútgáfan
Vattstungnu
jakkarnir
frá MAX fást nú
á eftirtöldum stööum
KÁPAN, Laugavegi 66, Reykjavík.
PANDORA, Kirkjuhvoli Reykjavík.
SONJA, Vallartorgi, Reykjavík.
VALBÆR, Akranesi.
EINAR OG KRISTJÁN, ísafiröi.
EINAR GUÐFINNSSON, Bolungarvík.
SPARTA, Sauöárkróki.
TÚNGATA 1, Siglufiröi.
KEA, Akureyri.
KAUPFÉL. ÞINGEYINGA, Húsavík.
BJÓLFSBÆR, Seyöisfiröi.
KAUPFÉLAGIÐ FRAM, Neskaupstaö.
KAUPFÉLAG HÉRÐASBÚA, Egilsstööum.
KASK, Hornafiröi.
MAX hf.
Ármúla 5 — Reykjavík Símar: 82833 og 86020
ísafold:
Spékoppar
Herdísar
Egilsdóttur
komnir út
ísafoldarprentsmiðja hefur
sent frá sér tvö smásagnakvcr
fyrir börn eftir barnabóka-
höfundinn góðkunna. Herdísi
Egilsdóttur. Kverin heita
Spékoppar 1. og 2. og er hvort um
sig 32 bls. að stærð.
Samtals eru í Spékoppum 7
smásögur, myndskreyttar af höf-
undi. Sögupersónur eru af ýmsu
tagi, börn, dýr og hlutir, sem í
daglegu tali nefnast dauðir, en
höfundur hefur gætt lífi og
tilfinningum, svo sem Þreytti
strætisvagninn, Bogga blekklessa
og Peysur og sokkar.
Stafafell:
Tvær unglinga-
sögur eftir
Catherine
Woolley
STAFAFELL hefur gefið út nýja
Gunnubók eftir Catherine
Woolley. Nefnist bókin „Gunna og
dularfulla ljósið“.
Sagan gerist í Suðurríkjum
Bandaríkjanna, þar sem dularfull-
ir atburðir gerast er Gunnu er
boðið í heimsókn til vinkonu
sinnar.
Þá hefur Stafafell gefið út aðra
unglingabók eftir Catherine
Woolley og nefnist hún „Lilja og
njósnarinn". Sagan gerist á Þorsk-
höfða (Cape Cod) þegar söguhetj-
unni er boðið að dvelja veturlangt
hjá frænku sinni og á hún mikinn
þátt í því að koma njósnara í
hendur lögreglunnar.
*Mt Litið barn hefur
M' lítiö sjónsvid