Morgunblaðið - 08.12.1978, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
9
Sigrún f lytur
SIGRÚN FLYTUR
Sagai Njörður P. Njarðvík.
Myndiri Sigrún Eldjárn.
Prentuni Offsetmyndir sf.
Útgáfai Iðunn.
Þetta er mjög hugþekk bók, og
kemur þar margt til. Fyrst það,
að hún bendir á vandamál sem
lítið fólk, er skiptir um um-
hverfi, á við að glíma, vandamál
Bðkmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJQNSSON
sem foreldrum gleymist oft og
hafa því iðulega valdið rótleysi
og tilfinningalegum sárum, sem
seint eða aldrei verða bætt. Satt
er það, Sigrún er vart nógu
gömul t.þ.a. leiða fram þann
vanda er í lífi eldri krakka
verður, aðlöðunarhæfi hinna
ungu meiri en hinna eldri, en
sagan er þó hverju hugsandi
foreldri umhugsunarefni, lóð á
vogaskál er meta skal kosti og
galla íbúðaskipta.
I annan stað kemur um ágæti
þessarar sögu, að hún er listavel
sögð. Njörður er vandvirkur
höfundur sem kemur efni sínu
til skila á fögru máli, máli sem
ungu fólki er þroski af að nema.
Nú svo eru það myndirnar
hennar Sigrúnar. Það er eitt-
hvað undarlega einfalt og
barnslegt við þær, þær eru ekki
glanskort sölumennskunnar,
heldur blik frá amstri lífsins
sjálfs.
Það læddist að mér við lestur
þessarar bókar, að gaman iiæri
ef þeir höfundarnir halda sögum
sínum áfram af Sigrúnu, að þeir
leiddu hana í sömu spor eldri,
t.d. um fermingar aldur. Slíkt
efni væri vert úrlausnar sam-
starfshóps: kennara, læknis,
lögreglu,, foreldra og prests.
Slíkrar bókar er þörf, og „for-
eldrar" Sigrúnar litlu væru vísir
til að gera því efni góð skil. Hafi
höfundar og útgáfa þökk fyrir
gott verk og vandaðan frágang.
Sigrún litla er orðin vinur
margra.
Emmu-bækur
Emma fer í leikskóla
og
Emmu finnst gaman í leikskól-
anum.
Höfunduri Gunilia Wolde
Þýðingi Þuríður Baxter
Prentuni Purnell & Sons Ltd.
Útgefandii Iðunn
Þetta eru snotur kver fyrir
börn á leikskólaaldri. Áherzla er
lögð á myndirnar, þær eru líka
afbragðs góðar, spanna margt
úr lífi lítillar manneskju í
leikskóla.
Myndtextinn er stuttur, svona
stiklur að viðræðum við þsc er
kverin höfða til. Það er ^man
að setjast með þau á rúmstokk,
eftir eril dagsins, og ræða þau
við lítil börn, finna, hvernig
heimur kveranna og barnanna
haldast í hendur.
Þýðing er góð. Frágangur
allur til fyrirmyndar.
Hafið þökk fyrir.
„Upp á líf
og dauða”
— ný skáldsaga eftir
Charles Williams
KOMIN er út í íslenzkri þýðingu
ný skáldsaga eftir Charles Willi-
ams, „Upp á líf og dauða“.
„Hún gerist á sjó úti eins og
fyrri bækur höfundar,“ segir á
kápusíðu.
„Síðbúin brúðkaupsferð er farin
á skemmtisrekkju. Einn dag sést
til skips. Til þessa hafði verið
algjör ládeyða, en með komu
skipsins verður ókyrrð í logninu.
Ungur maður kemur róandi frá
skipinu, en með komu þessa unga
manns gerast æsispennandi
atburðir hver af öðrum. Þetta er
saga, þar sem barist er upp á líf og
dauða, og enginn leggur frá sér
fyrr en að lestri loknurn."
Þetta er þriðja bók Williams,
sem gefin er út á íslenzku. —
Útgefandi er Suðri.
Sýningin i
Grindavík
Grindavík, 6. desember.
SÍÐASTI sýningardagur mál-
verkasýningar þeirra sem nú
stendur yfir í Festi í Grindavík
verður í dag, fimmtudag. Sýning
þessi er haldin í fjáröflunarskyni
til að reisa minnismerki um
drukknaða menn í Grindavík, og
ýmsir landskunnir listamenn hafa
gefið verk á þessa sýningu. Tölu-
vert hefur selzt af myndum það
sem af er.
— Guðfinnur.
Lítið born
hefur
■ r* •% mm • \
litið S|0nsvið
43466 - 43805
OPIÐ VIRKA DAGA
TIL KL. 19 OG
LAUGARDAGA KL.
10—16.
a
söluskrá.
EIGNABORG sL
FASTEIGNA
HÖLUN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR- HAALEITISBRAUT 58 60
SÍMfR-35300435301
Viö Sörlaskjól
3ia herb. mjög góö kjallara-
íbúð. Ný eldhúsinnrétting. Nýtt
tvöfalt verksmlójugler í glugg-
um. Laus fljótlega.
Viö Blöndubakka
4ra herb. íbúö á 2. hæö ásamt
herb. í kjallara.
Viö Tómasarhaga
4ra herb. íbúö á jaröhæö í
þríbýllshúsi.
Viö Krummahóla
Penthouse íbúð á tveim hæö-
um. Samtals 6 herb. og eldhús.
Rúmlega tilb. undir tréverk.
Bílskýli fylgir.
í smíöum
við Ásbúa í Garöabæ, raöhús á
tveim hæöum meö innbyggð-
um tvöföldum bílskúr. Selst
fokhelt.
Viö Smyrilshóla
3ja herb. íbúö á 2. hæö meö
bílskúr. Selst tilb. undir tréverk.
Til afhendingar í júní ’79. Beöiö
eftir hluta húsnæöismálastjórn-
arláns aö upphæð 4,5 millj.
í Seljahverfi
Elnbýlishús meö tvöföldum
bílskúr. Selst fokhelt. Teikning-
ar á skrifstofunni.
Fasteignaviðskipti
Agnar Ólafsson,
Arnar Sigurðsson,
Hafþór Ingi Jónsson hdl.
Heimasimi sölumanns Agnars
71714.
Einingahús
FRÁ TRÉSMIÐJU
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
SELFOSSI • SÍMI 99-1876 OG 99-1376
Leitið upplýsinga
um verð og
greiðsluskilmála
Stærð 125,4 m 2
SÖGUSAFN HEIMILANNA
NÝÚTKOMNAR SKÁLDSÖGUR
FORLAGALEIKURINN eftir Herman BjurstenogBJARNAR-
GREIFARNIR eftir Nataly von Eschstruth eru 23. og24. bókin í
bókaflokknum Sígildar skemmtisögur Sögusafns heimilanna.
Spennandi og viðburðaríkar skáldsögur, eins og allar sögurnar í
þessum vinsæla bókaflokki. VINNAN GÖFGAR MANNINN og
AF ÖLLU HJARTA, 6. og 7. bókin í þessum flokki hafa verið
endurprentaðar.
KYNLEGUR ÞJÓFUR eftir George E. Walsh ogSELD ÁUPP-
BOÐI eftir Charles Carvice eru 3. og 4. bókin í bókaflokknum
Sígildar skemmtisögur - 2. flokkur. I fyrra komu út fyrstu tvær
bækurnar: BÖRN OVEÐURSINS og ÆVINTÝRIÐ í ÞANG-
HAFINU. Alit eru þetta úrvals skemmtisögur.
SVONA STÓR eftir Ednu Feber og ÁST OG GRUNSEMDIR
eftir Anne Maybury eru 6. og 7. bókin í bókaflokknum Grænu
skáldsögurnar. Eignist þessar úrvals skáldsögur frá byrjun.
ERFINGINN eftir Morten Korch er 4. skáldsagan, sem kemur út
eftir þennan vinsæla höfund.
ÆVINTÝRI SHERLOCK HOLMES eftir A. Conan Doyle í
heildarútgáfu. í fyrsta bindinu eru tvær langar sögur: RÉTTLAT
HEFND ogTÝNDI FJÁRSJÓÐURINN. Tryggiðykkur eintak
af ævintýrum mesta leynilögreglukappa allra tíma.
I [ITIBI Ný skáldsaga eftir
IIII lll DESMOND BAGLEY
LEITIN er tólfta bók þessa vinsæla sagnameistara. Sagan er alveg ný af
nálinni, kom út í september s.l. í Englandi og hefur verið þar efst í sölu
nýrra bóka síðan. Atburðarásin er mjög spennandi, íjallar um leit að
flugvélarflaki í eyðimörkinni, sem Englendingur að nafni Staff'ord
stendur fyrir ásamt dularfullum Ameríkana, sem gert hafði eyði-
mörkina að heimili sínu. En leigumorðingjar eru á hælum þeirra og
það hefst kapphlaup um að finna flugvélarflakið og leysa gátuna,
kapphlaup upp á líf og dauða. LEITIN er tvímælalaust ein afbestu
skáldsögum Desmond Bagleys, ævintýraleg og spennandi.
GULLKJÖLURINN fyrsta skáldsagan eftir Desmond Bagley og
sú bók, sem gerði hann strax frægan, hefur verið endurprentuð, en
þessi bráðskemmtilega saga hefur verið ófáanleg árum saman.
UPP Á LÍF OG DAUÐA, ný skáldsaga eftir Charles Williams.
Æsispennandi saga, sem gerist á hafi úti, eins og fyrri bækur höf-
undar: ELDRAÚN Á ÚTHAFINU og EINN A FLÓTTA.