Morgunblaðið - 08.12.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 08.12.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Þetta gerðist... 8. desember 1974 — Grískir kjósendur greiða atkvæði með stofnun lýðveldis. 1971 — Indverjar gersigra Pakistana í sókninni til Dacca. 1966 — Samkomulag Banda- ríkjamanna og Rússa um bann við kjarnorkuvopnum í geimn- um. 1961 — Uppreisninni í Brunei lýkur eftir íhlutun Breta. 1959 — Allsherjarverkfall í Ungverjalandi hefur í för með sér herlög og fjöldahandtökur. 1941 — Bandaríkj amenn og Bretar segja Japönum stríð á hendur. 1925 - „Mein Kampf“ eftir Hitler kemur út. 1918 — Rússneskir bolsévíkar taka völdin í Eistlandi. 1914 — Bretar sigra Þjóðverja í sjóorrustunni við Falklandseyj- ar. 1907 — Óskar II Svíakonungur andast og Gústav V tekur við. Afmæli dagsins. Hóras, róm- verskt skáld (65—8 f. Kr.) — Eri Whitney, bandarískur uppfinn- ingamaður spunavélarinnar (1765—1825) — James Thurber, bandarískur húmoristi (1904—1965) — Maximilian Schell, austurrískur leikari (1930 - -) Innlent. íslenzka stjórnardeild- in verður sérstök deild í innan- ríkisráðuneytinu 1848 — Stjórn- málasamband við Kína 1971 — Heimsókn Siscos 1974 — F. Pétur Benediktsson 1906 — D. Daði fróði Níelsson 1856 — Getnaðardagur Maríu lögtekinn 1364 — D. Gottskálk biskup Nikulásson 1520. Orð dagsins. Þeir sem búa í steinhúsi ættu ekki að kasta gleri — Austin O’Malley — Skjótiðekki á bræður ykkar Teheran, 7. des. — AP. Reuter. MIKIL ÓLGA ríkir nú í íran bar sem íjögurra daga sorgarhelgi hefst á morgun, föstudag, og keppast þúsundir frana og útlendinga um að komast burt úr landinu af ótta við átök hers landsins við stjórnarandstæðinga úr röðum múhameðstrúarmanna. Talsmenn ríkisstjórnar og hers hafa ásakað áróðursmenn stjórnarandstöðunnar um að skipuleggja íkveikju- og morðher- ferð í sambandi við trúarhátíðina nú um helgina. Segja talsmennirn- ir að kommúnistar ætli sér að nota óleyfilegar hópgöngur múhameðs- trúarmanna til að gera atlögur að hermönnum og efna til átaka við herinn. Hópgöngurnar brjóta í bága við útgöngubann, sem ríkir í helztu borgum landsins, en talið er að herinn reyni að láta þær afskipta- lausar. Þá hafa trúarleiðtogar lýst því yfir að þeir ætli sér ekki að stofna til árekstra þótt þeir taki sjálfir þátt í göngunum. Þá hafa leiðtogarnir skorað á hermennina að sýna stillingu, og i einni áskoruninni biðja trúarleiðtogarn- ir hermennina: „Skjótið ekki á bræður ykkar." Allmargir andstæðingar stjórn- valda hafa verið leystir úr haldi undanfarna daga til að draga úr hættunni á alvarlegri árekstrum í landinu, og vitað er að skipulagðar hafa verið að minnsta kosti tvennar, og ef til vill allt að átta, hópgöngur í Teheran um helgina. Nú borgar ■ sig að bíóa ■ Luxor verksmiðjurnar sænsku W&sBr hafa nú framleitt sjónvarpstæki, sem vakið hefur gífurlega athygli um allan heim og eru rifin út. Hér er um að ræða 22 tommu skerm í sérlega fallegum umbúðum og á hjólum á verði, sem enginn getur staöist eða aðeins kr. m m mm. æ*. a æ*. I þessari auglýsingu ætlum viö ekki aö birta mynd af xíiSs fiW tækinu, því það er sannarlega þess virði að koma og i: skoða sýningartækið og kynnast hæfileikum þess, sem ’if eru ótrúlegir. Vegna anna verksmíðjanna fáum víö aðeins takmarkaðar birgðir fyrir jól (u.þ.b. 15. des ) á framangreindu verði en viö tökum við pöntunum frá og meö morgundeginum, Sérstakur staðyreiösíuaísjáttur. LÁTÍÐ EKKI HAPP ÚR HENDi SLEPPA HLJOMDEILD Laugavegi 66, 1. hæð Sími frá skiptiborði 28155 Leiðtoga- fundur í janúar París — 7. desember — AP GISCARD d’Estaing Frakklands- forseti hefur boðið Carter Banda- ríkjaforseta, Jamcs Callaghan for- sætisráðherra Bretlands og Helmut Schmidt kanslara V-Þýzkalands til fundar á eynni Guadaloupe dagana 5. til 6. janúar næstkomandi til að ræða ástandið ( heiminum um áramót. Ilafa þjóðarleiðtogarnir allir þekkzt boðið og er undirbún- ingur að fundinum þegar hafinn. Áherzla er lögð á að leiðtogarnir fái næði til að ræðast við án þess að fjölmennt fylgdarlið tefji samskipti þeirra. Mun hver þeirra aðeins hafa með sér einn aðstoðarmann á fundinn, en eiginkonum leiðtoganna hefur einnig verið boðið, þannig að fundurinn verður persónulegri en ella hefði orðið. Að þessu sinni er ætlunin að ræða ýtarlega alþjóða- og varnarmál auk efnahagsmála, ekki sízt með tilliti til nýs SALT-samnings. Áður hafa efnahagsmál verið aðalefni funda sem þessa, og hafa Japanir, ítalir og Kanadamenn þá verið þátttakendur. Veður víða um heim Akureyri 1 alskýjeð Amaterdam 1 lóttskýjað Apena 8 skýjað Barcelona 15 skýjað Berlín 6 lóttskýjað BrUaael 5 heiðakírt Chicago +3 snjókoma Frankfurt 0 heiðskírt Genf 1 akýjað Helainki -4 heiðskírt Jerúaalem 17 skýjaö Jóhanneaarborg 26 léttekýjað Kaupmannahöfn -2 akýjað Liasabon 16 lóttskýjað London 5 akýjað Loa Angeles 11 heiðríkt Madrid 16 rigning Malaga 15 alakýjað Mallorca 15 akýjað Miami 30 heiðskírt Moakva +8 snjókoma New York 14 skýjað Ósló +9 heiðskírt Paría 5 lóttskýjað Reykjavík 7 alskýjaö Río de Janeiro 41 lóttskýjað Róm 10 heiðakírt Stokkhólmur +4 heiðskfrt Tel Aviv 24 akýjað Tókýó 12 akýjað Vínarborg ->6 heiðskírt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.