Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Sýningu Jóhanns
lýkur á sunnudag
MálverkasýninK Jóhanns G.
Jóhannssonar hefur verið
framlengd fram yfir helgi og er
sfðasti dajfur sýningarinnar á
sunnudag. Sýningin er haldin í
veitingastaðniim Ártúni, Vagn-
höfða II, og er opin alla daga
frá 14—22. Auk nýrra mynda
eftir Jóhann er á sýningunni
einnig að finna eftirprentanir
af myndum hans og ljóðabók
hans en einnig margar mynda
Jóhanns, sem eru f einkaeign.
Meðfylgjandi mynd RAX
sýnir þrjár blómarósir, sem
starfa á sýningunni, og fyrir
aftan þær má.sjá eftirprentan
ir af verkum Jóhanns.
Ákvörðun verðlagsnefndar og ríkisstjórnar:
Leyfð 4,5% hækkun Fyr
irtækin bera sjálf 1,6%
SAMÞYKKT hefur verið 4,5%
hækkun á verðskrám efnalauga,
þvottahúsa og hárskera og hefur
hækkunin þegar tekið gildi.
Hækkunin er tilkomin vegna
launahækkana 1. desember en
hækkun launa var sem kunnugt
er 6,1%. Hins vegar sagði í
athugasemdum með nýsam-
þykktu efnahagsfrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar að þeirri hækkun
skyldi ekki hleypt allri út f
verðlagið heldur yrðu fyrirtækin
sjálf að bera einhvern hluta
hækkunarinnar. í samræmi við
þetta er 4,5% hleypt út í verðlagið
en fyrirtækin bera sjálf 1,6%
launahækkunarinnar. Þessi af-
greiðsla var gerð í verðlagsnefnd
með atkvæðum fulltrúa launþega
og oddamanns nefndarinnar, sem
er skipaður af viðskiptaráðherra,
gegn atkvæðum fulltrúa vinnu-
veitenda. Afgreiðsla verðlags-
nefndar var staðfest í ríkisstjórn-
inni f gærmorgun.
Á sama hátt var meistaraálag
skert um nær 2% við ákvörðun
áútseldri vinnu í verðlagsnefnd.
Hins vegar var frestað afgreiðslu á
tillögu um hækkun verzlunar-
álagningar.
Narfi fastur á
Syðra-Laugalandi
Borinn Narfi er nú fastur á
1080 metra dýpi á 1610 metra
djúpri holu, sem boruð hefur
verið á Syðra Laugarlandi fyrir
Hitaveitu Akureyrar. Gunnar A.
Sverrisson hitaveitustjóri segir í
samtali við Akureyrarblaðið ís-
lending, að vonir standi þó til að
holunni megi bjarga að einhverju
leyti, en kostnaður við holuna var
52 milljónir króna um sfðustu
mánaðamót og virtist hún fyrir
óhappið ætla að verða ein bezta
holan á svæðinu.
Islendingur segir að þegar taka
átti borinn upp úr holunni að
borun lokinni, hafi hann festst og
þegar reynt var að losa hann,
skrúfaðist krónan af og féll niður
ásamt 29 metrum af borstöngum.
Og þegar reynt var að ná þeim upp
aftur kom fram hrun í holunni. Er
nú borinn fastur á 1080 metra dýpi
og ofan við krónuna og stangirnar
er holan full af sandi.
Gunnar A. Sverrisson segir að
ekki sé með öllu útilokað að ná
megi bornum upp aftur og síðan
verði reynt að fóðra holuna til að
fyrirbyggja frekara hrun.
Fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi:
Onnur dísilrafstöð
til Bolungarvíkur
— línan frá Mjólká í notkun í janúar
Bolungarvík 6. des. 1978
Undanfarnar vikur hefur rfkt
hér hálfgert neyðarástand í
raforkumálum staðarins, en
ástæðan er sú að þeir spennar
sem fyrir eru eru orðnir yfirlest-
aðir, sem veldur svo verulegu
spennifalli f bænum.
S.l. sumar var unnið að línulögn
frá Mjólká og í Breiðadal og þaðan
yfir til Bolungarvíkur. Þessari
línulögn er að mestu lokið en verið
er að vinna við uppsetningu
aðveitustöðvar í Syðridal. Gert er
ráð fyrir, að því verki verði lokið í
janúar og á þá það vandamál sem
nú hefur upp komið að verða úr
sögunni. Undanfarna daga hafa
starfsmenn Orkubús Vestfjarða
unnið að því að koma fyrir
dísilrafstöð sem bæta mun ástand-
ið þar til aðveitustöðin verður
komin í gagnið.
Dísilrafstöð þessi, sem er 420
kw, var fengin frá Patreksfirði í
þessu skyni.
Hér er önnur díselstöð fyrir sem
er 420 kw og hefur hún verið keyrð
allan sólarhringinn undanfarna
mánuði en gert er ráð fyrir, að
þegar aðveitustöðin verður komin í
gagnið þá verði hægt að nota þá
vél einungis sem varastöð og í
framtíðinni er henni ætlaður
staður í byggingu aðveitustöðvar-
innar. Þar á að rísa 300 fm
stálgrindarhús en ekki er fullvíst
hvenær því verki verður lokið þar
sem ekki hefur tekist að tryggja
fjármagn til verksins en vonast er
Vilja úti-
markað á
Akureyri
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur af
skipulagsástæðum synjað „að svo
stöddu“ umsókn um starfrækslu
útimarkaðs á Ráðhústorgi eða í
hugsanlegri göngugötu í
Hafnarstræti.
Akureyrarblaðið íslendingur
skýrir frá því, að þeir Valtýr
Hreiðarsson og Gunnar Jónsson
hafi sótt um heimild fyrir Fell sf.
til að starfrækja útimarkaðinn.
Segir Valtýr í samtali við blaðið,
að hugmyndin hafi verið að hafa
svipað skipulag og á útimarkaðn-
um á Lækjartorgi í Reykjavík.
til, að hægt verði að ljúka því á
næsta ári. Um síðustu helgi var
endanlega gengið frá samningi á
milli Orkubús Vestfjarða og
Bolungarvíkurkaupstaðar og er
Bolungarvík þar með orðin full-
gildur aðili að Orkubúi Vestfjarða.
Gunnar.
Skipulags-
sýning á
Akureyri
Akureyri, 7. desember
SÝNING á tillöguuppdráttum
arkitekta að skipulagi miðbæjar
á Akureyri verður opnuð í
kjallara Möðruvalla, húss
Menntaskólans á Akureyri, á
morgun, föstudaginn 8. desem-
ber, klukkan 16. Um er að ræða
þrjár megintillögur að gerð
miðbæjarskipulags og verða þær
síðan lagðar fyrir skipulagsnefnd
Akureyrar og bæjarstjórn. Ætl-
unin er að bæjarstjórn samþykki
nýtt dciliskipulag að miðbæ á
Akureyri í upphafi næsta árs, og
farið verði að vinna að skipulag-
inu næsta vor.
Sýningin að Möðruvöllum er
síðasti liðurinn í kynningu skipu-
lagsnefndar Akureyrar á skipulagi
miðbæjarins.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
10. desember klukkan 16 en þá
hefst almennur borgarafundur á
sama stað. Þar verða arkitektarnir
Haraldur V. Haraldsson og Svan-
ur Eiríksson sem unnið hafa að
gerð tillagnanna og auk þeirra
fulltrúar í skipulagsnefnd og
bæjarfulltrúar á Akureyri ásamt
Helga M. Bergs bæjarstjóra.
Sv. P.
Utanríkis-
ráðherra á
NATO-fundi
BENEDIKT Gröndal utanríkis-
ráðherra situr nú utanríkisráð-
herrafund NATO í Brussel og fóru
þeir Henrik Sv. Björnsson ráðu-
neytisstjóri og Hörður Helgason
skrifstofustjóri utanríkisráðu-
neytisins til fundarins með ráð-
herra.
Þetta er tveggja daga fundur og
lýkur honum í dag.
Mótmælir vinnubrögð-
um forystumanna ASl
FUNDUR í Hinu íslenzka prentarafélagi hefur mótmælt þeim
vinnubrögðum forystumanna Álþýðusambands íslands að boða ekki
til formanna- eða kjaramálaráðstefnu nú eins og áður, þar sem stefna
verkalýðshreyfingarinnar yrði mörkuð í kaup- og kjaramálum fyrir
næsta ár. Fundurinn mótmælir því harðlega, að nokkrar pólitískar
ráðstafanir séu gerðar af stjórnvöldum og einstaka forystumönnum
ASÍ í efnahagsmálum, sem leiða til skerðingar á kaupmætti iauna og
breytinga á frjálsum samningum.
I framangreindri fundarsam-
þykkt HÍP segir orðrétt:
Fundur í Hinu íslenzka prent-
arafélagi, haldinn 5. desember
1978, fordæmir harðlega, að enn
einu sinni skuli stjórnvöld lands-
ins grípa inn í gildandi kjara-
samninga aðila vinnumarkaðarins,
nú með því að skerða uppbætur á
laun sem koma áttu til greiðslu
vegna hækkunar framfærsluvísi-
tölu.
Fundurinn vill minna á, að
verðbótavísitala á laun var eitt
aðalatriði „sólstöðusamninganna"
sem nú er verið að skerða.
Enda þótt ríkisstjórn sú, er nú
situr, hafi haft samráð við fulltrúa
ASÍ um breytingar á vísitölubót-
um, gegn óljósum loforðum varð-
andi félagslegar umbætur, sem
margar hverjar var búið að semja
um áður, þá breytir það engu um
gildi kjarasamninga einstakra
félaga, þar sem einskis umboðs
hefur verið leitað frá þeim af hálfu
heildarsamtakanna um heimild til
breytinga á gildandi kjarasamn-
ingum.
Fundurinn mótmælir þeim
vinnubrögðum forystumanna ASI
að boða ekki til formanna- eða
Dýpsta borhola
landsins léleg
miðlungshola
„HOLAN hefur ekkert batnað við
þessar tilraunir til að reyna að
hreinsa aðstreymisopin, þannig
að við gerum okkur ekki meir
vonir en það, að hún verði léleg
miðlungshoia, ef farið verður í
það að virkja hana,“ sagði
Jóhannes Zoega hitaveitustjóri
Reykjavíkurborgar, er Mbl.
spurði hann í gær um árangurinn
af borun dýpstu holu landsins við
Sjómannaskólann.
Holan við Sjómannaskólann er
3100 metrar. Jóhannes sagði að
hitinn í holunni hefði farið vax-
andi niður á við en hins vegar
gæfu neðstu lögin lítið vatn sem
þau efri. Nokkurt hrun varð í
holunni, en Jóhannes sagði að
tekizt hefði að lagfæra það, en
hins vegar hafa dælingar til að
hreinsa aðstreymisopin í holunni
engan árangur borið.
Holan við Suðurlandsbraut er
nú um 2000 metra djúp og sagði
Jóhannes ætlunina að dýpka hana
í um 3000 metra. Frekari djúpbor-
anir á Reykjavíkursvæðinu eru
ekki ákveðnar, en Jóhannes sagði
að áhugi væri á því að bora á
Laugavegarsvæðinu, þegar efni og
aðstæður Ieyfðu.
kjaramálaráðstefnu nú eins og
áður, þar sem stefna verkalýðs-
hreyfingarinnar yrði mörkuð í
kaup- og kjaramálum fyrir næsta
ár, þar eð þá má búast við frekari
kjaraskerðingu, skv. athugasemd-
um sem fylgdu frumvarpi um
viðnám gegn verðbólgu.
Fundurinn mótmælir því harð-
lega, að verðbólguþróunin stafi af
of háu kaupgjaldi hjá fólki sem
fær greitt samkvæmt samningum
verkalýðsfélaganna. Það er al-
mennt viðurkennt, að engum er
mögulegt að lifa af dagvinnutekj-
um einum saman og kaupgjald
verkafólks á Islandi er sannanlega
mikið lægra miðað við kaupmátt
en í öllum nágrannalöndum okkar,
þar sem verðbólga er aðeins brot
af því sem hér þekkist.
Þess vegna mótmælir fundurinn
því harðlega, að nokkrar pólitískar
ráðstafanir séu gerðar af stjórn-
völdum, og einstaka forystumönn-
um ASÍ, í efnahagsmálum, sem
leiða til skerðingar á kaupmætti
launa eða breytinga á frjálsum
samningum.
Fundurinn lítur svo á, að
kjaraskerðingin nú sé bráða-
birgðaráðstöfun sem ekki leysi
þann verðbólguvanda sem við er
að glíma, heldur aðeins frestur til
stjórnvalda — ekki frestur sem
hvetur þau ekki til að leggja fram
lausn til frambúðar — lausn sem
dregur úr verðbólgu og tryggir
kaupmátt launa, sem var þó eitt af
mörgum loforðum núverandi
stjórnarflokka.(pr.ttatilkynning)