Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 23 Lionsklúbburinn Baldur mun fyrir jólin selja niðursuðu- vörur frá Sjávarréttum. Eru vbrurnar í kössum og fást hjá Thulin Johnsen, Flugleiðum, Rammagerðinni og Steindóri ólafssyni á Hótel Esju. Uppreisn alþýðu — ritgerðarsafn eftir Einar Olgeirsson Mál og menning hefur sent frá sér nýja bók eftir Einar Olgeirsson sem nefnist Uppreisn alþýðu. Þetta er ritgerðasafn frá árunum 1924—39 og um þau ár. Safnið skiptist í þrjá kafla, í meginatriðum eftir tímaröð. Fyrsti kaflinn takmarkast að mestu við árin 1924—28. Annar kaflinn tekur einkum til áranna 1928—30, þess tímabils er Einar tekur að deila á Framsóknarstjórnina (1927—30) og ritdeila þeirra Jónasar frá Hriflu hefst. Þriðji kaflinn er mikils til bundinn viö tímabil Kommúnista- flokksins 1930-38. Einar Olgeirsson var einn helsti leiðtogi róttækrar alþýðuhreyfingar á Islandi allt frá 1924, fyrst í vinstra armi Alþýðuflokksins, síðan í Kommúnistaflokknum og Sósíalista- flokknum. Uppreisn alþýðu er pappírskilja, 315 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðj- unni Hólum hf. Kápumynd gerði Þröstur Magnússon og myndamót Litróf hf. (Úr frétt frá forlaginu). Örn og Örlygur: Æviminninga- og sagnabækur Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur nú út nokkr- ar æviminningabækur fyrir jólin og má þar nefna í veiðihug, minningar Tryggva Einarssonar bónda frá Miðdal, skrásett af Guðrúnu Guðlaugs- dóttur. Þetta er saga fjölskyldunnar í Miðdal, uppruna, uppvaxtarárum og kynnum af mönnum og mannlífi þar sem margir þekktir menn koma við sögu. Þá kemur út hjá bókaútgáfunni seinna bindi af æviminningum Ólafs í Álfsnesi og ber hún nafnið Áfram með smérið, og heldur Ólafur þar áfram hispurslausri frásögn sinni af stöðum og stundum. Þá kemur út hjá bókaút- gáfunni síðasta bindi endurminninga séra Gunn- rs Benediktssonar, Að leikslokum, þar sem presturinn, byltingar- maðurinn og kennarinn segir frá. Atburðir liðinnar tíðar og líðandi koma við sögu og uppgjör við hinn þríeina flokk sögumanns, Kommúnistaflokkinn, Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið. Astir í aftursætinu heitir hernámsárabók eftir Guðlaug Guðmundsson höfund Reynistaðabræðra, en þetta er 2. bindi í hernámsáraflokknum. Bók- Forsíða af bókinni Sjórán í norðurhöfum sem fjallar um færeyska sægarpinn og ævin- týramanninn Magnús Heina- son in er einlæg og opinská frásögn af samskiptum ís- lendinga og hinna erlendu hermanna. Mynd úr hernámsárabókinni Ástir í aftursætinu, en Jóndi bóndi í Lambey á Rangár- völlum hefur myndskreytt bókina. Þá gefa Örn og Örlygur út 10. bindi af bókaflokki Steinars J. Lúðvíkssonar, Þrautgóðir á raunastund og fjallar þessi bók um árin 1911 — 1915 að báðum meðtöldum. Þá má nefna bókina Þjóðlífsþætti eftir Pál Þor- steinsson fyrrverandi alþingismann og bókina Sjórán í norðurhöfum um færeyska sæfarann Magnús Heinason, þjóð- hetju þar í landi á 16. öld. Hann hafði verið þræll á galeiðu um skeið, en eftir að hann slapp úr prísund- inni sigldi hann skipi sínu Stórkjóanum vítt um höf og réðst á sjóræningja. Hljómdeilcfl ii / Mikið úrval af inniend- um og erlendum hljómplötum atadeild komið gífurlegt úrval af rra- og dömufatnaði fyrir alla. ixur, peysur blússur, skyrtur, lir o.fl. o.fl. Velkomin § i Glæsibæ WKARNABÆR Glæsibæ sími 81915 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.