Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Skúli Sveinsson frá Viðey-Minning Fæddur 17. núvemher 1895. Dáinn 27. núvember 1978. Mig langar í fáeinum orðum að minnast vinar míns, Skúla Sveins- sonar frá Viðey, en hann lést á sjúkrahúsi í Keflavík að kveldi 27. nóvember sl. Þegar Skúli er á braut genginn er mér ofarlega í huga allt það sem hann gerði til þess að hjálpa mér að létta okkur, móður minni og systkinum, lífið á þeim árum sem við áttum heima í Viðey. Þetta var á kreppuárunum og erfitt að fá vinnu, og næstum útilokað fyrir ungling. En á árunum 1933 til 1938 átti ég hvað mest Skúla að þakka þær krónur sem ég vann mér inn. Hann átti þá tvo báta, var annar til fólks- og vöruflutninga en hinn sem var miklu stærri til bensín- og heyflutninga o.fl. Við vorum mikið saman við þessa flutninga, oft í misjöfnum veðrum og undrast ég í dag hvað hann bar mikið traust til mín, unglingsins, þegar hann var að huga að vélinni, en lét mig um að stjórna bátnum, með háfermi af heyi og með stýristaumana uppi á stýrishúsi. Það gekk á ýmsu en Skúli hafði hlotið þá náðargáfu í vöggugjöf að taka öllu með ró, hvað sem á gekk. A þessum árum bjuggu nokkrar fjölskyldur í Viðey og höfðu sitt lífsviðurværi af alifuglarækt, garðrækt ,og hver fjölskylda var með eina eða fleiri kýr. Handa þessum skepnum þurfti að kaupa fóðurbæti og koma afurðunum á markað í Re.vkjavík. Þá var gjarnan farið með Skúla ef hann átti ferð til Reykjavíkur og var þá sjaldnast borgað fyrir. Margar ferðirnar fórum við til fiskjar á vorin hér í Flóann til þess að ná í nýjan fisk og til að salta hann og þurrka fyrir heimilin. Aldrei vildi hann taka hlut af því sem ég fiskaði. Þetta er þinn fiskur, Matti minn, var hann vanur að segja af sinni venjulegu hjartahlýju. Skúli var einn af þeim mönnum, sem hafði ótrúlega gott lag á vélum og gat látið þær ganga þegar aðrir töldu þær ógangfærar. Að leiðarlokum skilur hann eftir í huga mér ógleymanlegar stundir frá þessum árum og fjársjóð góðra minninga. Ekki get ég kvatt vin minn Skúla án þess að minnast hans ágætu eftirlifandi konu, Hallfríð- ar, sem ætíð sagði: Skúli minn, ertu búinn að borga honum Matta? Þannig var með þau bæði þó efnin væru ekki mikil. Hjartarýmið var mikið og viðmótið eftir því. Ég flyt fjölskyldu Skúla samúð- arkveðjur frá fjölskyldu minni, móður og systkinum. Matthías b. Guðmundsson Því fólki fer óðum fækkandi ’ meðal okkar er leit fyrst dagsins ljós á öldinni sem leið, nú er ennþá einn horfin úr hópnum, vel þekktur sómamaður, Skúli Sveins- son í Garðhúsum. Skúli var fæddur að Hömrum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi þann 19. nóvember 1895. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Skúlason og Ingibjörg Hannesdóttir er þar bjuggu þá, var Skúli elstur níu barna þeirra. Þriggja ára gamall fór hann í fóstur til afa síns og ömmu, Skúla Sveinssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur, er bjuggu á býlinu Spjör í Eyrarsveit, ólst Skúli þar upp til þrettán ára aldurs, flutti þá til foreldra sinna, sem voru búsett í Ólafsvík. Um fermingaraldur fór Skúli að stunda sjóinn frá Ólafsvík, fyrstu árin á smærri bátum þaðan. Sautján ára gamall fór hann á handfæraskúturnar, var hann á þeim á annan áratug. Skúli var fljótlega mjög liðtækur þar um borð, þrekmaður, hraustur og traustur og afbragðsgóður fiski- maður á handfærum. Þegar Skúli hætti á handfæraskútunum fór hann suður til Reykjavíkur, var um tíma á togurum þaðan. Á þeim árum kynntist Skúli Hallfríði Ásgeirsdóttur frá Ósi í Stein- grímsfirði, þau Hallfríður og Skúli giftust í Reykjavík 6. desember 1924 og hófu sinn búskap þar og áttu heima í Reykjavík í fimm ár. Vorið 1929 flytja þau út í Viðey, Skúli hafði fengið fast starf hjá Kárafélaginu við flutninga (ferju- ferðir) milli lands og eyjar og tók hann við því starfi af Magnúsi Sigurðssyni er hafði gegnt því næstu fimm árin á undan. Sá Magnús er Austfirðingur að ætt, en hefur verið búsettur í Keflavík síðastliðin fimmtíu ár. Er hann öllum að góðu kunnur undir nafninu Magnús mótoristi. Bátur- inn sem Skúli tók við af Magnúsi hét Áfram, var hann 9% tonn að stærð. Skúli var alltaf einn á bátnum í ferðum milli Reykja- víkur og Viðeyjar, og varð hann að sjá um stjórn á báti og vél, þar að auki varð hann að sinna öllum farangri er til ferðar kom. Var þetta mjög volksamt og erfitt starf, oft í misjöfnum veðrum og náttmyrkri, og var slíkt starf ekki hent öðrum en hraustum og harðduglegum mönnum. Þegar Káraféiagið hætti starfsemi sinni í Viðey, keypti Skúli sér bát til milliflutninganna, hét sá bátur Breiður. Hélt Skúli uppi ferðum á eigin vegum eftir það meðan hann bjó í Viðey. Eftir Breið eignaðist hann Ásu er hann átti síðastan báta þar (í eynni), á tímabili átti Skúli lítinn bát er Viðar hét, var hann hafður til fólksflutninga þegar vel viðraði. Á þessum árum var allt benzín flutt til landsins í stáltunnum. Hið íslenzka steinolíufélag í Reykjavík skipaði sínu benzíni á land í Viðey og hafði Skúli vinnu hjá því félagi við flutninga á benzíntunnum til Reykjavíkur. Þessar tunnur voru mjög þungar og valtar í meðförum og því varasamur dekkfarmur. Allt gekk vel hjá Skúla á hans ferðum en vakandi augu þurfti hann að hafa með öllu sem fram fór í bátnum og lagði oft nótt með degi í starfi sínu. Þau Skúli og Hallfríður bjuggu 12 ár úti í Viðey. Þegar atvinnulíf- ið féll þar niður, fluttu þau sig úr stað og fóru suður í Njarðvíkur árið 1941, þar keyptu þau íbúðar- húsið Garðhús í Ytra-hverfinu, í því húsi hafa þau búið allan sinn búskap síðan. Þau Hallfríður og Skúli eignuð- ust sjö börn, tvö þeirra dóu í bernsku. Ásgeir Bjarni, elsta barnið þeirra, dó á öðru árinu, Elínborg, fjórða barnið sem þau eignuðust, dó af slysförum á fjórða árinu. Öll voru þau systkinin fædd í Reykjavík og Viðey, þau fimm sem á lífi eru fluttu til Njarðvíkur með foreldrum sínum og búa þar öll nema eitt. Þau systkinin eru: Ásgeir, kona hans er Sigrún Sigurðardóttir, fædd í Hafnar- firði, Svavar Sveinn, kona hans er Guðmunda Guðbergsdóttir, fædd í Keflavík, Trausti Jakob, kona hans er Guðríður Kristjánsdóttir, fædd í Skógarnesi, Miklaholtshr., þau búa í Skógarnesi, Ellert Björn, kona hans er Elín Guðnadóttir, fædd í Þykkvabæ í Rangárvallas., Guðrún er yngsta barn þeirra. Eftir að Skúli var setur að í Njarðvíkum vildi hann fljótlega komast á sjóinn. Þá var þar lífleg mótorbátaútgerð og fékk hann pláss hjá Magnúsi Ólafssyni út- gerðarmanni í Höskuldarkoti og reri á hans útveg í nokkrar vertíðir. Skúli var vélstjóri á bátum Magnúsar en þó ólærður væri kunni hann allt sem að vélgæslu laut, hann hafði lengi meðhöndlað vélar af ýmsum gerð- um og því mjög starfi sínu vaxinn. Þegar Skúli var kominn yfir fimmtugsaldur hætti hann sjó- mennskunni, fékk sér vörubíl og fór að stunda bílkeyrslu. Á þeim árum var talsvert um landvinnu í Njarðvíkum og ýmsar fram- kvæmdir á ferð, þar á meðal var mikil vinna við Landshöfn Njarð- víkur. Hafði Skúli oftast næga vinnu á þessum árum, einnig stundaði hann keyrslu á sandi af Fitjunum til þeirra sem stóðu í byggingarframkvæmdum og til annarra sem þurftu á sandi að halda. Það var erfið vinna að moka rennblautum sandinum með hand- skóflu á bílinn. Skúli var á þessum árum hraustur og handfastur og lét ekki undan skófluþunganum. Og þótt hann færi ekki hratt á bílnum sínum komst hann sínar leiðir og skilaði öllu heilu í höfn. Margan greiðann og margt viðvik- ið gerði Skúli nágrönnum sínum og kunningjum. Þeir þurftu oft á bíl að halda til ýmissa starfa og snúninga. Væri Skúli laus var hann einatt tilbúinn til að gera greiðann, skipti þá engu hver dagurinn var. Skúli var alltaf mjög sanngjarn á tíma og gjald fyrir sitt starf, hann var að eðlisfari áreiðanlegur maöur. í öllum viðskiptum vildi hann láta orð sem athafnir koma rétt til skila. Ég kynntist Skúla á þessum árum. Hann átti af og til erindi við mig þegar hann var að keyra fyrir kunningja sína. Komu þeir inn á Nvoli og var þá spjallað saman við kaffibollann. Skúli hafði ávallt eitthvað skemmtilegt að segja, fróður og grínaktugur og hýr á brá. Þótt hann léti ekki mikið á sér bera á yfirborðinu var undiraldan þeim mun fyllri til skemmtilegrar frásagnar. Fyrir nær tveimur áratugum fór Skúli að kenna þess sjúkdóms er hann bar til æviloka. Fyrstu ár þess tímabils vann hann við ýmis störf þrátt fyrir vaxandi van- heilsu. I meira en áratug var Skúli að mestu leyti óvinnufær heima á heimili sínu. Þurfti hann mikillar umönnunar og hjálpar við. Hall- fríður var hans stoð og stytta í veikindunum eins og hún hafði reyndar verið alla þeirra sambúð meðan heilsan var góð hjá báðum. Nú reyndi mikið á hennar krafta er þá voru mjög farnir að láta sig og Hallfríður því orðin mikið heilsuveil. Vilji hennar og fórnar- lund var það sterkasta er hún hafði að láta manni sínum í té, sem hún annaðist eftir sinni bestu getu. Nú síðastliðin tvö og hálft ár þurfti Skúli að dvelja á sjúkrahúsi. Var hann þann tíma á Sjúkrahúsi Keflavíkur þar sem hann lést hinn 27. nóvember síðastliðinn. Skúli verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, hinn 8. desember. Um leið og ég kveð kunningja minn, Skúla Sveinsson í Garðhús- um, vill ég þakka honum innilega góða viðkynningu á samleið okkar. Blessaður veri hann á landinu eilífa. Ég votta Hallfríði, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð. Guðmundur A. Finnbogason. + Maöurinn minn, faöir okkar, fengdafaöir og afi ÁGÚST JÚLÍUSSON frá Laugum, Karfavog 36, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. des. kl. 3 síðdegis. Lára Jóhannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Systir okkar. + ANNA V. PÁLSDÓTTIR, Framnesvegi 26 B, andaöist aö heimili sínu 7. desember. Ólafur A. Þálsson, Magnút V. Þélsson, Guömundur E. Pálsson. t Faöir okkar, INGVI HANNESSON, Hlíóargerði viö Vatnsveituveg lézt aö heimili sínu 6. desember. Börn hins látna. + Eiginmaöur minn, JÓN VIGFÚSSON, Reynimel 52, andaöist í Landspítalanum 6. desember. Sigurlaug Guömundsdóttir. + Bróöir okkar, JÓN AÐALBERG ÁRNASON, Kirkjuvegi 40, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju. laugardaginn 9. des. kl. 11. Kolfinna Árnadóttir, Hólmfríóur Árnadóttir, Björgvin Árnason, Árni Árnason. + Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför ANDRÉSAR JÓNSSONAR, frá Smiöshúsum á Eyrarbakka. Sérstakar kveöjur og þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstaöaspítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Úlfhildur Hannesdóttir og börn hins látna. + Okkar ínnilegustu þakkir fyrir vináttu og hlýhug við fráfall og jarðarför GUÐJÓNS RÚNARS GUDJÓNSSONAR, flugmanns. Fyrir hönd aöstandenda. Sigríöur Alexanders. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Líklega er spurning mín ólík þeim, scm aðrir leggja fyrir yður, en hún veldur mér vaxandi áhyggjum. Hún er um hunda. Sumt fólk virðist elska hunðana sína mei^a en biirnin. Ég hef líka tekið eftir því, að þeir valda margvislegum krit milli nágranna. Hefur nokkur ritað „guðfræði um hunda“? Fyrst vil ég geta þess, að við eigum fjóra hunda, en okkur þykir nú ekki vænna um þá en börnin okkar. Börnin okkar matast við borðið, hundarnir ekki. Börnin okkar sofa í rúmi, hundarnir ekki. Gæludýr geta gegnt veigamiklu hlutverki í fjölskyldu, ef farið er með þau á réttan hátt. Þau vekja með börnunum ábyrgðartilfinningu, og börnunum finnst þau eigi eitthvað; þau læra að sýna umhyggju og kærleika í félagsskap gæludýranna. En þá er farið yfir mörkin, þegar konur geta ekki farið úr húsum sínum nema þær hafi hundinn sinn með sér, eða menn meta hundinn meira en kærleikann til nágrannans, að ekki sé tninnzt á ofurviðkvæmni sumra vegna gæludýra sinna. Eg sá, þegar ég gætti að, að hundar eru nefndir 41 sinni í Biblíunni. Það mælir hvorki með þeim né á móti. Engin „guðfræði um hunda“ er í Biblíunni. + Hjartanlega þökkum viö öllum þeim, er vottuöu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför ÁGÚSTS SVEINSSONAR, Ásum. Stefanía Ágústsdóttir, Guömundur Ámundason, Sveinn Ágústsson, Þorvaldur Ágústsson, Guöbjörg Einarsdóttir, Ólafur Þórsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.