Morgunblaðið - 08.12.1978, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Þingmannafrumvarp:
Ríkisendurskoðun
heyri undir Alþingi
Halldór Ásgrímsson og Ingvar Gíslason, þingmenn Framsóknar-
flokks, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um
ríkisendurskoðun, eftirlit og aðhald í ríkisbúskapnum. Höfuðefni
frumvarpsins er að ríkisendurskoðunin skuli vera sérstæð stofnun
er heyri undir Alþingi en ekki ráðuneyti. Skal hún vera óháð
ríkisstjórn, ráðuneytum og öðrum stofnunum, sem háðar eru
eftirliti hennar samkvæmt lögum.
Stjórn ríkisendurskoðunar
skal skipuð sex mönnum, skv.
frv., og skal ríkisendurskoðandi
vera formaður hennar, en vara-
ríkisendurskoðandi varaformað-
ur. Alþingi kýs fimm stjórnar-
menn og jafn marga til vara úr
hópi þingmanna. Skulu að jafn-
aði valdir þingmenn er sæti eiga
í fjárveitingarnefnd eða fjár-
hagsnefndum þingsins. Stjórn
ríkisendurskoðunar ræður
forstöðumenn. Ríkisendurskoð-
andi og vararíkisendurskoðandi
skulu vera löggiltir endurskoð-
endur og óháðir í starfi sínu.
Ríkisendurskoðandi ræður
nauðsynlegt starfsfólk. Ríkis-
endurskoðun skal skipt í endur-
skoðunardeild og skipulagsdeild.
Skipulagsdeild skal vinna að
skipulagningu á starfsemi ríkis-
ins.
Frumvarpið skiptist í þrjá
kafla: 1) Skipulag og stjórnun,
2) Umfang og tilgang endur-
skoðunar og 3) Ýmis ákvæði.
Aðaltilgangur frumvarpsins
er, að því er segir í greinargerð,
að flytja ríkisendurskoðun undir
vald Alþingis. Endurskoðun,
aðhald og eftirlit í ríkis-
búskapnum verði á þess vegum
og ábyrgð. í því sambandi er og
minnt á, að Alþingi setji fjárlög,
— en framkvæmd þeirra sé að
litlu leyti í þess höndum nú.
Frávik endanlegs ríkisreiknings
frá fjárlögum hafi og „verið
mikil, og hefur það átt veruleg-
an þátt í verðbólgunni“„.
Frumvarpinu fylgir ítarleg
greinargerð, m.a. um fyrirkomu-
lag ríkisendurskoðunar með
öðrum þjóðum.
Ný þingmál:
Aflatryggingarsjóð-
ur — rækjuveiðar
Fram er komið á Alþingi frum-
varp til breytinga á aflatrygg-
ingarsjóði sjávarútvegsins þess
efnis, að heimilt sé að greiða
bætur úr sjóðnum til eigenda
fiskibáta, sem hafa þurft að láta
báta sína hætta veiðum eða hafa
ekki getað hafið veiðar á tilteknu
veiðisvæði, sem hefur verið lokað
fyrirvarlaust eða fyrirvaralítið,
vegna hrygningar nytjafiska eða
hættu á seiðadrápi, með ófyrirséð-
an skaða sem afleiðingu.
I greinargerð kemur m.a. fram
að sjávarútvegsráðuneytið gaf út
rækjuveiðileyfi til 93 báta: Arnar-
fjörður 9, ísafjörður 27, Bolungar-
vík 9, Súðavík 4, Djúpavík 1,
Hólmavík og Drangsnes 12,
Hvammstangi 4, Blönduós 3.
Skagaströnd 5, Húsavík 10, Kópa-
sker 6 og Berufjörður 3. Hins
vegar hefur ekki verið hægt að
leyfa rækjuveiði i ísafjarðardjúpi
enn sem komið er.
Flm. frv. eru: Matthías Bjarna-
son (S), Jón Baldvin Hannibalsson
(A), Kjartan Ólafsson (Abl), Páll
Pétursson (F) og Lárus Jónsson
(S)
Svipmynd:
Hœgara um að tala en í að komast
Þeir tveir, sem hér sjást á ráðherrastólum, hlið við hlið, hafa oft eldað
saman grátt silfur. Báðir eru þeir þingmenn sama kjördæmis,
Norðurlands vestra, báðir ráðherrar og báðir hafa þeir gegnt
formennsku í flokkum sínum, þó að annar hafi í því efni vikið um set.
Engu skal spáð um, hvenær „norðan, harðan, geri garð“ þeirra í milli
eða „hvor þeirra hefni þess í héraði er hallaðist á á Alþingi" um það er
lýkur. En allavega heitir myndin ekki „eins konar bros“, enda
„hægara um að tala en í að komast“ að leysa efnahagsvanda
þjóðarbúsins.
Varaþing-
maður
BRAGI Jósepsson, 1. vara-
þingmaður Alþýðuflokks í
Reykjavík, hefur tekið sæti
Benedikts Gröndal, formanns
flokksins, á Alþingi, en hann
er á förum utan í opinberum
erindum.
Ævintýrm
allt um kring
ÆVINTYRIN ALLT UM
KRING
Höfundur. Sigurður Gunnars-
son
Myndskreyting. Bjarni Jóns-
son
Setning, prentun. bókband.
ísafoldarprentsmiðja hf.
Filmuvinna. Prentmyndastof-
an hf.
Útgefandi. ísafoldarprent-
smiðja hf.
Sigurður Gunnarsson hefir
verið með mikilvirkustu þýðend-
um okkar, yfir hálft hundrað
barnasagna hefir hann rétt
íslenzkum ungmennum. Vand-
virkur, vandfýsinn og af
virðingu fyrir íslenzkri framtíð
hefir hann valið verk sín, verið
ímynd fræðara ungmennahreyf-
ingarinnar holdi klæddur.
Hér leggur hann inná aðra
braut. Að vísu segir undirtitill
okkur (Frændi segir frá), að
hann hafi reynt þetta áður, í
útvarpi, er hann flutti þar 31
lestur um efni er hneig til líkrar
áttar og þessi bók. Það er
kennarinn, fræðarinn sem talar,
maðurinn sem hræðist að mal-
bik, háhýsi og erill stórborgar
hylji og ræni börnin dásemdum
náttúrunnar sem þau eru þó
hluti af.
Þetta er saga um tvíbura-
systkin, Siggu og Svenna er
setjast á hné afabróður síns og
fræðast af honum um fugla.
Hugmyndin er bráðsnjöll en
efnið svolítið einhæft. Það hefði
gert þessa bók miklu betri, ef
hún hefði sótt þræði í fleira en
sögur af fuglum einum. Víst má
ætla, að slíkur dugnaðar-
Sigurður Gunnars'son
þjarkur, sem Sigurður er, ætli
sér að skrifa fleiri FRÆNDA-
bækur, gera þar öðrum ævintýr-
um skil. Það er sennilegt, en ég
hygg að betur fari í slíkri bók að
blanda efni saman, snerta fleiri
strengi, nálgast áhugamál fleiri.
Mál Sigurðar er gott, en
frásögnin þó nokkuð skrúfuð,
engu líkar en efnið sé tilbúið til
flugs en vanti byr. Þetta er
undarlegt, því í þýðingum Sig-
urðar gætir þessa ekki. Ég held,
að þetta stafi af því að kennar-
inn og sögumaðurinn hafi verið
að takast á, ekki komið sér
fyllilega saman. Hitt er alveg
Ijóst, að Sigurður réttir aldrei
barni hönd nema foreldrar geti
treyst því, að börnunum verði
nokkur þroski af.
Myndir Bjarna með hand-
bragði listamannsins, sann-
kailaðar efnisskreytingar.
Frágangur allur prýðisgóður.
Það verður gaman að fylgjast
með framhaldi, gaman að sjá
flugfjaðrirnar nýttar.
Bðkmennlir
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Tvíbytnan
TVÍBYTNAN
Höfundur. Bent Haller.
Þýðing. Guðlaugur Arason.
Káputeikning. Ib Thaning.
Prentun. Offsettækni sf.
Útgcfandi. Iðunn.
Þetta er dæmigerð sölusaga,
saga frá lýð sem þykist vera að
berjast við rangsnúið þjóðfélag,
þjóðfélag sem það telur að
nærist á því að hver eti annan í
kapphlaupi um krónurnar, þjóð-
félag sem þetta blessaða fólk
þekkir ekkert nema af skugga-
myndum botnsfalls sinnar eigin
„hugsunar". Þessi meistarahögg
verða því oftast vindhöggin ein,
ekki annað en tilraun til þess að
ná sér í auðfenginn gróða.
Höfundur skríður niður í
ruslatunnu, rótar þar, hrópar
upp klámyrði og þykist vera að
gera meistaraverk, sem kenna
ætti í skólum. Það er kannske
rétt, ef bókin á að notast til
fræðslu í kennslustofum geð-
deilda, eða notast sem dæmi um
auðvelda tekjuöflunarleið í við-
skiptadeildum. Það er satt,
djúpt voru sumir danskir ungl-
ingar sokknir niður í forarvilpur
vesælmennskunnar, og mikið
hefir verið gert t.þ.a. ná þeim
þaðan, en þessi bók er engu
ungmenni stigi upp heldur
rerinibraut niður. Bókin hafði
því engan tilgang fyrir danska
unglinga hvað þá íslenzka.
Hjálparsveit
Jakobs og Jóakims
IIJÁLPARSVEIT JAKOBS OG
JÓAKIMS
Ein af Göggu bókunum.
Höfundur. Jörgen Clevin
Þýðing. Har. J. Ilamar
Setning. Prentstofa G. Bene-
diktssonar
Prentað í Danmörku.
Útgefandi. Bókaforlagið Saga
Ákaflega skemmtileg bók
fyrir afa og ömmu, pabba og
mömmu með, á hnjánum, hnátu
eða snáða sem komin eru á þann
aldur, að þau reyna aö gera sér
grein fyrir tilverunni í kringum
sig. Myndirnar eru listagóðar,
skilin milli raunveruleika og
hugarheims barna ofin í eina
heild, þau geta gist heimana
báða. Textinn er auðveldur og
skýr, ieiðir til þess að nálgast
myndefnið, og að skoðun lokinni
eru spurnir sem eiga að
auðvelda barninu að kalla við-
fangsefnið enn nær sér, inní þá
veröld er það hrærist í. Þetta er
því prýðisbók, gerð hennar
Afskræmdar hórur undir bjór-
vömb inni við vöggur barna
sinna, kynvilltir strákar, orða-
forði vanþroska barna, þetta eru
ekki svið sem íslenzk ungmenni
þarfnast handleiðslu inná. Ein-
hvers staðar hljóta að vera
takmörk. Verður það á næstu
jólum að út kemur myndhefti
fyrir börn, þar sem kynlífs-
myndir skreyta hverja síðu,
rassar og munnar og klof
kvenna og kynfæri karla sýnd í
nautnasjúkri snerting? Það mun
ekki skorta, að hægt verði að
skreyta þá útgáfu með frásögn
af því, að einhver hópur telji
slíkt fræðandi listaverk. Ja
svei.
Ég skil ekki, hví Iðunn ræðst í
svona útgáfu, ekki fremur en ég
myndi skilja, ef einhver kaup-
maðurinn færi að auglýsa gubb í
plastpokum til sölu í matvöru-
deild sinni.
Frásagnargleði höfundar og
stíllipurð þýðanda, oftast, hæfa
verðugri viðfangsefni en þessi
sori, sem hér er verið að læða
inná náttborð íslenzkra ungl-
inga.
snjöll, og gefi foreldrar sér tíma
t.þ.a. njóta hennar með barni
sínu, þá er hún vissulega
mönnum til þroska.
Snáðarnir Jakob og Jóakim,
stofna hjálparsveit, fólk í vanda
þarf ekki annað en að leggja
byrði sína fyrir þá félaga
drengina og fílinn, og lausnin er
á næsta leiti.
Þýðing Haraldar er mjög góð.
Mér leiðast að vísu notkun orða
eins og „.. .fullt af fjölum ...“,
„... fullt af börnum...“, en
slíkir hortittir eru algjörar
undantekningar, stinga því í
augu í annars prýðismáli.
Frágangur bókarinnar er
góður. Þökk fyrir skemmtilega
bók.