Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
27
Furðulegur
ferðalangur
Ein á hesti.
Líísreisa Jónu Sigríðar Jónsdótt-
ur.
Andrés Kristjánsson endursagði.
Skuggsjá 1978.
Þessi bók segir frá Jónu Sigríði
Jónsdóttur, sem varð ef til allt í
einu frægasta kona á íslandi,
þegar hún á sjötugsaldri reikaði
um öræfin milli Borgarfjarðar og
Húnavatnssýslu rammvillt og
matarlaus í blindbyl og síðan
svartaþoku í sex sólarhringa og
mátti heita jafngóð eftir og meira
að segja fljótlega tilbúin í dans að
lokinni hinni óskaplegu þrekraun.
Nú hefur þessi áttræða kona eða
vel það ritað sögu sinnar lífsreisu,
og er það 12 arka bók í stóru broti
með frekar smáu letri. Sá ágæti
rithöfundur og íslenzkumaður
Andrés Kristjánsson hefur
snurfusað handritið með sannri
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
prýði, en öll er atburðarásin skráð
af sögukonunni. Hún er stuttorð
um flest og margt til tínt, svo að
enginn skáldsögu-, hvað þá spenn-
andi reyfarablær eru á sögunni, en
sá maður, sem ekki endist til að
lesa hana, hlýtur að hafa fengið
naumt skammtað ímyndunarafl.
Þarna er frá sagt allt að því
furðulegri bernsku og æsku, ótal
áföllum, sem sögukonan verður að
þola, svo sem lungnabólgur, hrygg-
brot í bókstaflegri merkingu,
handleggs- og fingrabrot- og
fótbrot oftar en einu sinni. Þá
missir hún kornungan barnunga,
sem hún vildi eiga ein, enda verður
hún fyrir tryggðarofi. Hún vinnur
hvers konar erfiðisvinnu, en þegar
hún hálfþrítug eignast Gullfaxa
sinn, leggur hún fyrir sig ferðalög
vítt um land og heldur því áfram,
þá er Gullfaxi er felldur og hún
eignast Ljóma. Hún annast
hrossakaup, fer ýmissa erinda í
annarra þarfir, en þó einkum
lystireisur um Vestur-, Norður-,
Austur- og Suðurland, og leggur
oftast leið sína 'yfir óbyggðir og
öræfi. Þegar reiðskjótar hennar
hafa verið jarðsettir, fer hún í
ferðalög í langferðabílum til
þeirra héraða á landinu, sem hún
hefur ekki gist áður — og ekki
lætur hún deigan síga fyrr en hún
hefur lokað hringnum, farið til
Vestfjarða og austur á bóginn allt
að Hornafjarðarfljóti.
Þó að Andrés Kristjánsson hafi
gengið frá handritinu, er auðsætt,
hvern hlut sögukonan á í því, og
koma þar fram ýmsir kostir
hennar. Mynd af henni er framan
við lesmálið. Hún sýnir unga mey,
að heita má fríða, en fyrst og
fremst gáfulega, og af frásögn
hennar verður ljóst, að hún hefur
verið gædd góðum gáfum. Minnið
hefur verið og er enn með afbrigð-
um trútt. Hún hefur og verið gædd
næmri athyglisgáfu og vissulega
kunnað að meta íslenzka náttúru-
fegurð og þá ekki sízt hrikafögur
fjöll, jökla og öræfi og því unað sér
vel ein á ferð á góðhestum sínum í
faðmi landsins þar sem „náttúran
talar ein við sjálfa sig“, svo sem
Grímur Thomsen orðaði það. Hún
hefur auðsjáanlega margt lesið
þjóðlegra bókmennta og lagt
áherzlu á að eignast góðar bækur.
Hagmælt hefur hún verið, og oft
er auðsætt af frásögn hennar, að
hún hefur kunnað að svara fyrir
sig. Þá verður og séð af bókinni, að
þegar hún hefur viljað það við
hafa, hefur hún haft gaman af að
koma í samkvæmi og á dansleiki,
og sjá má af því, hve velkomin hún
var, hvar sem hana bar að garði,
að hún muni hafa verið viðræðu-
góð og því vel þokkuð. Loks verður
þess ekki dulizt við lestur sögunn-
ar, að hún hefur verið góður
mannþekkjari og svo skilningsrík
á aðstæður, að hún hefur ekki
gerzt dómhörð.
En furðulegast al!s er þrek
hennar, áræði og seigla. Þegar litið
Jóna Sigríður Jónsdóttir
er á kjör hennar á bernsku- og
unglingsárum og svo allt, sem
fyrir hana kóm síðar á ævinni og
hefði mátt nægja til að gera hana
að kararmanneskju og jafnvel
svipta hana líftórunni, verður hún
dæmigerður fulltrúi þeirra karla
og kvenna á liðnum öldum, sem á
voru lagðar slíkar hörmungar
hungurs, þrælkunar og margvís-
legra písla, að hver, sem hefur
kynnt sér nauðaldirnar rækilega,
fyllist sársaukaþrunginni undrun
yfir því, að fólkið skyldi fá slíkt
afborið og eins og Sigríður iðkað
vísnagerð og dáð og geymt fornan
kveðskap og sagnir og sögur.
Eg fagna því og, að þessi saga
hefur verið rituð og gefin út og
ekki tel ég ólíklegt, að hún verði
lesin, jafnvel í skólum landsins,
þegar þjóðin hefur lært betur en
hún kann það nú að meta mann-
gildið meira en það, sem nú er
hæst hossað og veldur íslenzku
þjóðinni þeim erfiðleikum, er hún
mætti fyrirverða sig fyrir frekar
en flest annað, sem saga hennar
tjáir okkur.
Guðmundur Gíslason
Hagalín
'Halló krakkar!
nú er pað verðlaunagetraun!
Hvað er Lilli klifurmús að
segja, hve margir sögumögu-
leikar eru í bókinni sem Lilli
heldur um og hvað heitir sjó-
rœninginn í „hasa-vasabókun-
um
Allir, ungir sem aldnir, eiga
þess kost að svara þeim spurn-
ingum og senda okkur svarið
fyrir 10. þessa mánaðar. Síðan
verður dregið úr svörunum og
veitt tíu bókaverðlaun eftir eig-
in vali. Verðlaunin eru öll
jafnhá, þ. e. a. s. bœkur frá
okkur fyrir tuttugu og fimm
þúsund krónur fyrir hvern
vinningshafa.
Munið að setja svarið í póst
fyrir 10. þessa mánaðar.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
Vesturgötu 42, Reykjavík.
Lilli klifurmús segir:_____________
Sögumöguleikarnir í Gömlu góðu œvintýrin
eru:
Sjórœninginn heitir:
(nafn sendanda)
(heimilisfang)
(póststöð)
(símanúmer)
Börn og foreldrar athugið
Auglýsingin um Lilla klifurmús og Mikka ref verður sýnd í sjónvarpinu í
kvöld kl. 8:30 og frestur til þess að setja svar við getrauninni í póst er
framlengdur til mánudagsins 11. þessa mánaðar.