Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 32
í/{(U /)vV\\V\\
studio-line
l.atisia\'Ciíi <Sá
(',<>('» ojöter dulls i’oikli
Verzlið
sérverzlun meö
litasjónvörp og hljómtæki.
V ^ *
Skipholti 19
l BUÐIN sími
' ' 29800
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Borgarstjórnarfundur í gærkvöldi:
300 millión króna
sorphirðugjald fellt
— með atkvæðum borg-
arfulltrúa Sjálfetæðis-
flokksins og Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur
Á FUNDl borgarstjórnar í gærkvöldi var tillaga
meirihlutans um sérstakt sorphirðugjald felld með 8
atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og annars
borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, Sjafnar Sigurbjörnsdótt-
ur, gegn 7 atkvæðum annarra meirihlutamanna. Áður en
til þessarar atkvæðagreiðslu kom hafði Sjöfn lýst því yfir
í umræðum að hún væri andvíg gjaldinu og myndi greiða
atkvæði gegn því og bar þá Kristján Benediktsson
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins fram tillögu um að
málinu yrði frestað. Tillaga Kristjáns fékk 7 atkvæði og
því ekki nægan stuðning til að ná fram.
í umræðum um sorphirðugjaldið
lýstu borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins yfir andstöðu sinni við
þessar auknu álögur á borgarbúa,
en forystumenn meirihlutans
héldu fast fram málstað sorp-
hirðugjaldsins. Þá kvaddi Sjöfn
sér hljóðs og lýsti yfir andstöðu
sinni. Vakti sú yfirlýsing mikið
fjaðrafok meðal annarra meiri-
hlutamanna og reyndu þeir að
beita Sjöfn þrýstingi, en hún hélt
fast við sína skoðun. Bar þá
Námsmenn buðu til fundar:
Tómas kom
Ragnar ekki
KJARABARÁTTUNEFND náms-
manna hélt í fyrrakvöld fund um
málefni Lánasjóðs fslenzkra náms-
manna. Var boðið ailmörgum al-
þingismönnum og ráðherrunum
Tómasi Árnasyni fjármálaráðherra
og Ragnari Árnaids menntamála-
ráðherra. Tómas sótti fundinn og að
sögn forystumai.na námsmanna
lofaði hann að auka fjárframlag til
sjóðsins um 900 milijónir króna.
Ragnar Arnalds sá sér ekki fært að
sækja fundinn.
Sjá nánar um málefni Lánasjóðs-
ins og námsmanna á bls 17.
Kristján Benediktsson fram til-
lögú um að málinu yrði frestað til
að meirihlutamenn gætu rætt það
sín í milli.
Tillaga meirihlutans var um að
borgarstjórn óskaði eftir því við
félagsmálaráðherra að hann beitti
sér fyrir að'sett yrði í lög heimild
fyrir sveitarfélög til innheimtu
sorphirðúgjalds, sem þýða myndi
300 milljón króna auknar álögur á
borgarbúa.
ÞAÐVIRÐIST sem þessum sæ-
fara verði ekki um storma og
stórsjói Norðuríshafsins. Skútan
kom til hafnar á ísafirði s.I.
þriðjudag. Aðeins einn skipverji
er um borð. en þrátt fyrir
ftrekaðac tiiraunir fréttamanns
tókst ekki að ná sambandi við
hann. Haft var samband við
þýska ræðismanninn á ísafirði,
en honum er ókunnugt um ferðir
skútunnar, sem heitir Solaris og
er frá Hamborg. Þykir ísfirðing-
um forvitnilegt að vita hvað einn
maður á skútu er að gera hér í
skammdeginu. Ljósm. Úlíar.
....................,.'1., -vszékfrC'', -'
' ....................... - ■;
■-< ...........\,w.
25 skip selja afla sinn
erlendis í næstu viku
Algengt að fjórum sinnum hærra verð fáist fyrir fiskinn ytra
í NÆSTU viku er áætlað að 18 fiskiskip selji aíla sinn f Bretlandi og
7—8 skip landi í V-Þýzkalandi. Langt er sfðan, ef það hefur þá
nokkurn tfmann gerzt, að svo mörg skip selji erlendis á einni viku.
Ástæður þess að skipin sigia í svo mikium mæli er hátt fiskverð ytra
og þá einkum f Bretlandi á sama tíma og útgerðarmenn og sjómenn
eru óánægðir með fiskverð hér á landi. Lætur nærri að þrefalt til
fjórfalt hærra verð fáist fyrir þorsk í Bretlandi en hér heima og
verð á karfa og ufsa er rösklega fjórum sinnum hærra ytra.
— Ástæða þessara miklu
siglinga er hið háa verð ytra og að
fiskverð hér heima hefur ekki
fylgt öðrum verðbreytingum, sagði
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri LÍÚ í samtali við
Morgunblaðið í gær. — Þetta á
sérstaklega við fiskverðsbreyting-
una 1. október, en hún hefur
beinlínis orðið til þess að ýta
skipunum til útlanda. Sjómennirn-
ir, ekki síður en útgerðarmennirn-
ir, njóta þessa háa verðs og þetta
er því sameiginlegt áhugamál
þeirra, sagði Kristján.
Aðspurður um hvort greiðslu-
erfiðleikar frystihúsanna ættu
þátt í þessu sagði hann að svo væri
vissulega í mörgum tilfellum.
Erfiðlega hefði gengið að fá greitt
fyrir það hráefni, sem lagt hefði
verið á land hér. Því gætu menn
Frv. Matthíasar Á. Mathiesen og Geirs Hallgrímssonar:
Afturvirk og íþyngjandi skattiagn
ing bönnuð í stjórnarskránni
MATTHÍAS Á. Mathiesen
og Geir Hallgrimsson
lögðu fram á Alþingi í gær
frv. um breytingu á stjórn-
arskránni á þann veg, að
bannað yrði að setja
„íþyngjandi reglur um
skatta á tekjur eða eignir
liðins árs“ eða „afturvirk-
ar og íþyngjandi reglur um
breytta eða nýja skatt-
stofna“. Verði þessi breyt*
ing á stjórnarskránni sam-
þykkt hafa ríkisstjórnir og
Alþingi ekki heimild til að
ákveða á því ári, sem
skattar greiðast meiri
skattbyrði af tekjum liðins
árs en lög sögðu til um á
því ári.
Markmiðið með frumvarpi
þessu er skv. greinargerð þessi
• að auka réttaröryggi á sviði
skattamála
• að setja skorður við því, að
afturvirk og íþyngjandi
ákvæði séu sett um skatta á
tekjur og eignir.
í greinargerðinni benda flutn-
ingsmenn á, að ákvæði um
afturvirka og fþyngjandi skatt-
heimtu geti valdið skattþegnum
verulegum erfiðleikum, þar sem
þeir hafi gert ráðstafanir í
réttmætu trausti þess, að skatt-
lagning á tekjur og eignir verði í
samræmi við gildandi löggjöf á
þeim tíma, sem slíkar ráðstafanir
eru gerðar. Sem dæmi um þetta er
nefnt, að það geti verið mjög
bagalegt, ef afturvirk og íþyngj-
andi ákvæði breyti skattstofni
eða ákveði nýjar, t.d. lýsi óheimilt
að draga viðhaldskostnað íbúðar
skattþegns frá tekjum, þó að slíkt
hafi verið heimilt, þegar ráðizt
var í dýra viðgerð.
ekki unað því að eiga kost á að
selja í Bretlandi fyrir hátt verð og
nota það ekki þegar hinn kostur-
inn væri að landa hér og fá fiskinn
ekki greiddan.
Kristján var spurður hvort það
ylli ekki atvinnuleysi meðal starfs-
fólks í frystihúsum ef svo stór
hluti flotans sigldi á sama tíma.
Sagði hann að meðal fólksins í
húsunum væri mikill vilji fyrir að
taka sér frí þessar vikur í kringum
hátíðirnar.
— Meginástæðan fyrir þessu er
náttúrulega lágt fiskverð hér á
landi á sama tíma og mikil
eftirspurn er ytra vegna lítils
framboðs, sagði Kristján. — Þessi
tími ársins er sá albezti til að selja
erlendis og það eru bæði eigendur
fiskvinnslustöðva og skipa og báta,
sem ekki eru í sameign, sem láta
skip sín sigla. Við höfum orðið
varir við nokkra gagnrýni í
sambandi við þessar siglingar, en í
margra áratugi hefur það viðgeng-
ist að ferskur fiskur væri seldur
erlendis í ríkum mæli. Engin
ríkisstjórn hefur haft afskipti til
að hindra þetta og ég tel fjarri lagi
annað en að menn séu frjálsir að
því að selja sinn fisk þar sem þeir
telja hagkvæmast á hverjum tíma.
Staðan er þannig nú, að mun
hagkvæmara er að selja fiskinn
ferskan erlendis heldur en að
vinna hann heima, sagði Kristján
Ragnarsson,
Þess má að lokum geta, að
íslenzk skip selja nú afla sinn í 5
borgum erlendis, Hull, Grimsby og
Fleetwood í Bretlandi, en
Cuxhaven og Bremerhaven í
V-Þýzkalandi. Þessir markaðir
hafa verið meira og minna lokaðir
tvö síðastliðin ár og truflun á þeim
í mörg ár.