Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 37 En hvað sem nú þessu líður er Súhartó forseti ástsæll að því er bezt verður séð. Eins og kunnugt er hefur starfsemi kommúnista verið bönn- uð í Indónesíu í mörg ár. En það breytir því ekki að Sovétar eru töluvert fyrirferðarmiklir að minnsta kosti í Jakarta, þeir hafa þar gríðarlega fjölmennt sendiráð og í blöðum sá ég iðulega að einhverjir sovézkir mektarmenn voru að koma í heimsókn og var þeim vel tekið. Súharto hefur augsýnilega tekið þá stefnu að reyna eftir megni að sneiða hjá því að móðga eða særa Sovétmenn, en á hinn bóginn myndi honum ekki líðast — að óbreyttu ástandi — að sýna kommúnistum linkind, svo mjög situr í fólki beizkja vegna þess sem gerðist þegar Súkarnó lét kommúnista villa sér sýn eins og þeir orða það og ýmis þau hryðjuverk sem í kjölfarið fylgdu. I Jakarta eru sjötíu prósent Indónesa, en töluvert er af Kín- verjum og Indverjum. „Kínverj- arnir eru þeir ríku,“ sagði Kikik vinur okkar, þegar við fórum í spilavítið. Þar voru líka fyrir eintómir Kínverjar. Kikik var dálítið beizkur yfir því hversu mikill munur væri á stöðu Kín- verja og annarra í Jakarta, en hann fullvissaði okkur um að mikil eindrægni ríkti milli þessara þriggja þjóðflokka og gerði lítið úr því er ég kvaðst öðru hverju lesa um að greinir hefðu orðið með aðilum. Indónesar eru ákaflega fallegt fólk, þeir eru ekki austurlenzkir í útliti, öllu fremur þeir teljist vera polyniskir í útliti. Hörundslitur þeirra er miklu dekkri en Kínverja og Thailendinga hvað þá Kóreu- manna eða Japana, og þeir hafa ekki skásett augu. Þeir eru ákaf- lega tignarlegir í fasi og fram- komu, stoltir en rólegir og fágaðir. Mér fannst og einkennandi í Jakarta hversu hreinlátir menn eru þar. Við fórum niður að höfninni, og þar voru fjölskyldur sem höfðust við á hrörlegum bátum, og fátækrahverfum hafðist fólk við í híbýlum, sem mér hefði við fyrstu sýn ekki dottið í hug að gætu verið mannabústaðir. En það var sama hversu ömurlegt um- hverfið var, hvarvetna var fólk hreint og strokið, börnin sömuleið- is. Indónesar eru og ákaflega listrænt fólk og mjög iðjusamt. Batikkúnstin er einna þróuðust hjá þeim og hvers kyns skapandi iðja er þeim mjög hugleikin. Svo framleiða þeir vitaskuld kaffi og tóbak og krydd og fleira slíkt og eftir þessum vörum voru Hollend- ingar ekki sízt að sækjast á árum áður. Landbúnaður er mikill og iðnaður fer vaxandi hjá þeim og takist Indónesum að halda áfram á þeirri braut og sömuleiðis að draga nokkuð úr líflegri fólksfjölg- Hreysin við fljótið í Jakarta. un þjóðarinnar á Indónesía að geta séð vel fyrir fólki sínu. Ali Sadikin var annar maður sem við heyrðum alloft nefndan. Hann hafði að því er mér skildist um sinn verið landstjóri í Jakarta og látið þurrka upp fenjamýri og reisa þar skemmtistaðinn Taman Impian- Jaya Ancol sem mun í lauslegri þýðingu ,útleggjast Drauma- og hressingarlandið. Það er fjölskrúðugt tívolí, með spila- stöðum, íþróttavöllum, leiktækjum og ég veit ekki hvað, og þangað þyrpast nánast allir íbúar Jakarta á laugardagskvöldum, og skemmta sér þar dátt og lengi. Skammt frá Draumalandinu er gleðikonugata, þær stóðu við vegarbrúnina og biðu. Allt voru það ungar stúlkur og föngulegar flestar, lítið málað- ar og hreinlegar. Kikil sagði til skýringar á fyrirbærinu að stúlkur sem færu í svona stúss ættu við sálræna og félagslega erfiðleika að glíma. Hann sagðist náttúrlega ekki vita nákvæmlega hvað taxt- inn væri, hann hefði heyrt hann væri frá fimm þúsund rúpíum — sem mun vera rösklega þrjú þúsund ísl. krónur, en gæti farið allt í fimmtán þúsund rúpíur. Verði gleðikona barnshafandi fær hún snarlega fóstureyðingu og er iðulega gerð ófrjó. Indónesar eru Múhammeðstrú- ar, en þeir hafa lagað trú sína að daglegum þörfum og lífsviðhorfi og þar af leiðandi hefur Múham- meðstrúin í Indónesíu ekki verið sá hemill á framfarir og þróun sem í ýmsum öðrum löndum og trúarbragðaofstæki er varla til. Ég spyr um stöðu konuruiar og mér er sagt að hún sé ekki slæm og hefði farið stórbatnandi síðustu ár, ekki hvað sízt eftir að hin elskaða frú Suharto hefur farið að láta málin til sín taka. í apríl er ár hvert haldinn hátíðiegur kvenna- dagur, minnzt er Raden Adjeng Kartini, fyrstu indónesísku kon- unnar sem fór í skóla. A stuttri ævi sinni lagði hún ótrúlega stóran skerf fram til bættrar stöðu konunnar í Indónesíu. Hún var fædd árið 1879 og lézt aðeins tuttugu og fimm ára að aldri. Nú er skólaskylda úm gervallt landið og mikið kapp lagt á að öll börn fái tilsögn í lestri, skrift og reikningi og æ fleiri leggja síðan fyrir sig frekara nám. Þó svo að ekki sé allt í sómanum í Jakarta og augljóst sé að þar er eymd og fátækt margra er sýnt að unnið er ötullega að uppbyggingu í félagslegu, atvinnu- legu og efnalegu tilliti. Vegna þess hve Indónesar eru fúsir til að vinna og vegna þess hve þeir virðast almennt hafa jákvæðan og opinn hug er þess að vænta að framfarir verði þar hraðar á næstu árum, og trúlegt að þeir láti smám saman að sér kveða á alþjóðavettvangi í samræmi við fjölmenni þjóðarinnar. Indónesar eru listrænir með afbrigðum. Leikbrúður, grímur og hvers kyns útskurður er mikil íþrótt þeirra. Verö kr. 11.900. Í II TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Wkarnabær Laugaveg 66 Gtæsibæ Sinu 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.