Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 45 Samræmd form Ingimar Erlendur Sigurðsson> FJALL í ÞÚFU. Ljóð. 119 bls. Letur. 1978. Síðustu árin hefur Ingimar Erlendur Sigurðsson verið í tölu mikilvirkari ljóðskálda — með bók á ári. Þar sem hann hafði áður kynnt sig sem skáldsagnahöfund lá í loftinu að þetta væri hlé, millispil, hann mundi aftur taka til við skáldsagnaritunina. En hlé þetta hefur orðið nokkuð langt og nú, með þessa nýjustu ljóðabók í höndunum, sýnist mér honum vera full alvara með ljóðlistariðkunum sínum. Ég dreg þá ályktun af því að þessi bók er bæði samfelldari, formfastari, og í rauninni líka betur ort en hinar fyrri, skáldið tekur með meiri einbeitni á efninu en þó einhvern veginn mjúklegar, faglegar. Þó Ingimar Erlendur væri síður en svo nokkur byrjandi þegar hann sendi frá sér Ort á öxi 1973 bar sú bók að einu leyti byrjandaeinkenni: hún var Sigurbjörn Einarsson, biskup> TRÚARBRÖGÐ MANNKYNS, Útg. Setberg, Önnur útgáfa, 1978. Einhvers staðar las ég að til væri í New York athyglisvert hús, sem ekki ætti sinn líka í því landi, Bandaríkjunum. Húsinu var svo lýst, að það hefði sjö hliðar. Á hverri þessara sjö hliða eru dyr inní þetta sama hús. Hliðarnar tákna sjö helstu trúarbrögð heimsins. Húsið er með þessum hætti táknrænt fyrir afarmíkil- væga staðreynd: öll trúarbrögð eru í eðli sínu leit að sama marki, Guði. Öll mætast þau í miðju þessa Búkmenntir eftir ÆVAR R. KVARAN húss. Hér er einungis um mismun- andi inngang að ræða. Mismun- andi menning og hefðir hinna ýmsu þjóða leiða eðlilega til þess að trúarbrögð þeirra hljóta á ýmsan veg að hafa mismunandi form. Trúarbragðastyrjaldir eru því og hafa jafnan verið hinn hrottalegasti misskilningur. En að baki þeirra hafa jafnan legið pólitísk átök um völd og gæði þessarar veraldar, þótt trúuðu, fávísu fólki hafi verið att útí þær á fölskum forsendum. Við þurfum því að efla með okkur umburðarlyndi og skilning á mismunandi skoðunum í þessum efnum sem öðrum. Og verði okkur Dr. Sigurbjörn Einafsson. sundurleit, ýmis formsafbrigði prófuð, t.d. prósaljóð, og ekki sýnt hvert skáldið stefndi ef það héldi áfram á ljóðlistarbrautinni. En þar var meðal annars að finna vísi að því sem nú er fullsprottið — í Fjalli í þúfu. Og láti maður það heita svo að skáldið hafi — með Ort á öxi t.d. — verið að gera tilraun með ýmsa valkosti sýnist mér hann nú hafa valið þann sem honum hentar best. Ljóðin í þessari bók eru bæði stutt og einnig gagnorð og gjarnan bundin með nokkru rími — svo sem til áhersluauka. Hygg ég það sé nóg til að falla í geð þeim sem mætur hafa á hefðbundnum kveðskap en ekki svo áberandi að það fæli frá þá sem líkar betur óbundið ljóð. Líkingin, fjall — þúfa, er gamal- kunn og notar Ingimar Erlendur hana bæði í gamni og alvöru. Margir munu t.d. nema staðar við ljóðin Þungun sem er örstutt og hnyttið: ljóst að markmiðið er í rauninni eitt og hið sama ætti það að vera okkur hvatning. Þótt maður sem lítt hefur kynnt sér önnur trúar- brögð sé sannfærður um að sín trú sé bezt og fullkomnust, gefur það honum enga heimild til þess að fordæma aðra fyrir að hafa aðrar skoðanir. Flestir taka þá trú sem tíðkast í föðurlandi þeirra og kynnast aldrei neinu öðru að ráði. Aðrir hafa enga heimild til þess að ráðast á þetta fólk fyrir skoðanir sínar. Okkur ber að bera fulla virðingu fyrir trúarskoðunum og athöfnum hvers annars. Engin trúarbrögð hafa innan eigin vébanda verið jafn hatram- lega klofin og kristin trú. Þarf ekki að nefna nema eitt dæmi þess. Á þessari öld gerðist það í fyrsta skipti í fimm aldir að æðstu menn rómversk-kaþólsku og grísk- kaþólsku kirknanna töluðust við persónulega! Undirrót margs ills er vanþekk- ingin, í trúarefnum eins og mörg- um öðrum. Upplýstri þjóð, eins og íslend- ingum er því hin mesta nauðsyn að eiga gott yfirlitsrit um trúarbrögð mannkyns. Þetta verk hefur Sigur- björn Einarsson, biskup, leyst af hendi með mikilli prýði og er rit hans nú komið út í annarri útgáfu. I inngangsorðum sínum segir biskup meðal annars: „Trú- arbragðasagan kannar og gerir grein fyrir trúarlegum hugmynd- um og háttum mannkyns. Enginn þáttur mannkynssögunnar er mik- ilvægari, að öllu samtöldu. Hvergi verður komist í snertingu við lindir menningar, burðarása mannfélags og mótunarafl al- mennrar hugsunar, án þess að kynna sér átrúnaðinn. Og stór- mennin á sviði trúarinnar hafa haft meiri áhrif á heimssöguna en allir aðrir." Þetta er hverju orði sannara og sýnir betur en laust mál nauðsyn og hagnýting þessarar bókar. Henni er ætlað að vera handbók háskólastúdenta í almennri trúa- bragðasögu. En hún getur einnig verið fyrirmynd um það, hvernig á að beita fagurri íslenzku í fræði- riti, því málfar höfundar er til mikillar fyrirmyndar. Þessi bók er áreiðanlega öllum fagnaðarefni. Nöfn og atriðisorð í lok hennar eykur mjög hagnýtt gildi hennar. Setberg gefur hana út með mikilli prýði. Mín kona er komin með þúfu og bráðum fæðir hún fjall. Þess gætir þegar.í fyrstu bókum Inigmars Erlends að hann hefur gaman af að leika með orð. Og þess eðlis er einmitt rímið í þessum ljóðum, þetta eru í senn orðaleikir og rímnaleikir, skáldið notar þetta samspil ríms og máls til að bregða upp skörpum og stundum óvænt- um hugmyndatengslum. Mest er þetta áberandi í IV. kafla bókar- innar (en þeir eru alls sex) þeim sem bókin dregur fyrst og fremst nafn af. Til dæmis bregður skáldið upp almennri mynd af lífsstarfi manns — almennri þVí hún á að sjálfsögðu við streð og stríð allra manna — í ljóðinu LífsstarL Ég mokaði fjallið mikla slétt möl og steina ' og niðurgröfturinn nægði rétt í þúfu eina. Hér lýsir skáldið í myndmáli hvernig mikil fyrirhöfn skilur eftir lítinn árangur. Mig langar að taka enn eitt dæmi þar sem skáldið gerir gamalt orðtak að orðaleik og blandar við rími: Ljóðið heitir Þjóðarsaga> Fjallið hneigði lágt lítilli þúfunni. »Viltu dansa dátt og drekka tunglskinsveig?« Ingimar Erlendur Sigurðsson »Gættu að ganga smátt á grænni húfunni.« Þau dönsuðu heila nátt og dögg á grasið hneig. Höfgu fjallinu hátt til höfuðs þúfah steig. Hér er allt klippt og skorið. Sum ljóðin í fyrri bókum skáldsins eru of löng, skáldið hætti ekki á réttu andartaki, sagði einum of mikið. Slíka agnúa hefur Ingimar Erlendur sniðið af þessum ljóðum, þau enda á réttu andartaki, gjarnan á einu orði sem líta má á sem lykilhugtak ljósðsins. Öllu ljósi þess er þá safnað í þennan brennidepil. Og þar sem nú Ingimar Érlendur hefur oft ort um stöðu skálds og skáldskapar vel ég sem dæmi ljóðið Skáld og skapari úr I. kafla bókarinnar: Bókmenntlr eltir ERLEND JÓNSSON Þú ert sólin sendir ljósið til mín. Ég er tunglið töfraljósið skín. Hér er hlutverki — og hlutskipti skálds lýst á myndrænan hátt en þó svo ljóslega að allir hljóta að skilja. Þá er Ingimar Erlendi gjarnt að taka gömul orðtök og stokka upp merking þeirra, ef svo má segja, t.d. er hér eitt sem þarfnasí ekki útlistunar fremur en önnur ljóð bókarinnar. Það er úr sjötta og síðasta kafla bókarinnar og heitir Steinlíf. Þrisvar verður þú þrautasteini feginn þegar á hann sezt þegar upp þú stendur þegar undir hann leggst. Þetta er rödd Ingimars Erlends og hún er vissulega sérstæð og sker sig úr öllum öðrum í hinum margraddaða samkór íslenskra ljóðskálda dagsins í dag. Ingimar Erlendur hefur hér með einbeitt sér að stuttu ljóði sem er viðkvæmasta smáform sem til er. Braut skaldsins hefur stundum verið þyrnum stráð og þess gætir nokkuð í sumum ljóðanna. En megi líta á sumar fyrri ljóðabækur Ingimars Erlends með tilrauna- skáldskap, tilraunir með form — það er að segja hvaða form hæfi hvers konar efni — hygg ég að slíkt verði síður sagt um þessa bók. Hér hefur skáldið náð að stilla rödd sína inn á þá rás sem að mínu áliti hæfir best innihaldi og andblæ þessara ljóða. Hitt er spurning hvort skáldið er ekki of birtingaglatt, hvort þessi bók hefði ekki verið ennþá heilsteyptari með ögn færri ljóðum, þar eð af nógu var að taka. Erlendur Jónsson. tíöabrigóa Hótel Loftleiðir býður sérstök hátíðakjör við Kalda borðið í Blómasalnum. Fyrir fjölskyldur: Vi gjald fyrir börn 6 - Tilboðiö gildir í hádeginu alla daga fram 12 ára, ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára. yfir þrettándann. Fyrir a. m. k. 15 manna hópa t. d. starfs- Gleðilega hátíð - Verið velkomin. hópa: 10% afsláttur. .'1' HOTEL LOFTLEIÐIR Á kalda borðinu er úrval kaldra rétta: Roast beef, skinka, svínasteik, lambasteik og kjúklingar. íslenskur matur; hangikjöt, hákarí og annað súrmeti. Einnig síldar- réttir og tjölbreytt úrval fiskrétta. Auk þess margt fleira gómsætra rétta. Sími 22322 Munum að við erum bræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.