Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 49 „Loki er minnguð Guðbergur Bergssoni FLATEYJAR-FREYR, LJÓÐFÓRNIR 44. bls. Mál og menning, Rvk. ‘78. Ljóð Guðbergs Bergssonar í þessari bók eru sett fram sem samtal skáldsins og Freys-styttu nokkurrar, sem stendur í Flatey á Breiðafirði. Sem að líkum lætur er goðið heldur fátalað og er því að mestu um eintal skáldsins að Bðkmenntir eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON ræða. Guðbergur segir fremst í bókinni að verk þetta sé saman sett frjósemishuganum til heiðurs og framgangs listinni. Eintalsformið býður upp á möguleika til að skrifa miklar hugleiðingar og það er það sem Guðbergur gerir. Hann hugleiðir lífið og tilveruna, orðin og skáld- skapinn, óvissuna og kenninguna. Hugleiðingar hans eru oft sér- kennilegar og sumar nokkuð tor- skildar á köflum, en í þeim öllum má greina þenkingar manns sem liggur mikið á hjarta. Það má hins vegar áreiðanlega deila um hvað hinar ýmsu hug- leiðingar eru snjallar, en allavega eru þær forvitnilegar og oft skemmtilegar: Bilbós saga Bagga sonar, hobba J.R.R. Tolkieni HOBBIT Þýð. Úlfur Ragnarsson og Karl Agúst Clfsson 302 bls. Almenna bókafélagið, Rvk. '78. Ævintýrabækur Tolkiens hafa lengi átt miklum vinsældum að fagna erlendis og raunar einnig hér á landi, en hérlendis hefur lesendahópur Tolkiens hingað til verið einskorðaður við þá sem vel eru læsir á enska tungu. Margir útlendir fræðimenn hafa ritað heilmikið um verk þessi og eðli þeirra og sýnist sitt hverjum, en eru þó allir sammála um að hér séu á ferðinni merkilegar bók- menntir sem hafi þann kost til að bera að vera þar að auki bráð- skemmtilegar aflestrar fyrir fólk á öllum aldri. „Hobbit" er fyrsta bók Tolkiens um samfélag dverga, hobba, álfa, manna og fleiri þjóða sem í fyrndinni byggðu heim þann sem hann kallar „Middle-Earth“ eða „Miðjörð". En enda þótt ævintýri Tolkiens gerist á þessum fjarlæga stað í tíma og rúmi, fjalla þau um fyrirbæri sem allir kannast við úr þessum hversdagsheimi sem við hrærumst í; gæsku og grimmd, ágirnd og hógværð, — í stuttu máli: gott og illt. „Hobbit“ er mun óhátíðlegri en hin mikla trílógía „The Lord of the Rings" sem fylgdi á eftir. „Hobbit" (sem kom fyrst út 1937) er fyrst og fremst skemmti- legt ævintýri um merkilegt ferðalag hobbans Bilbós Bagga- sonar ásamt félögum sínum (tólf dvergum og seiðkarli). Frásagnar- aðferðin ber öll einkenni barna- ævintýra, þannig rýfur sögumað- urinn oft frásögniná og ávarpar lesendurna og gefur jafnvel ábend- ingar um einhvern spenning sem í vændum er. En þrátt fyrir það er þessi saga ekkert frekar ætluð börnum en fullorðnu fólki nema síður sé, vegna þess að í eðli sínu er hún annað og meira en venjulegt ævintýri, hún er kannski frekar annar raunveruleiki. Ég las ævintýrið um Bilbó Baggason hobba á ensku fyrir nokkrum árum, mér til óblandinn- ar ánægju og ég minnist þess að mér þótti sem harla erfitt væri að þýða þetta verk ef vel ætti að vera, en jafnframt að það væri skaði ef það yrði ekki gert. Nú hafa þeir feðgar Ulfur Ragnarsson og Karl Ágúst Ulfsson leyst þetta erfiða verk af hendi og að mínum dómi með ágætum. Eins og alltaf, þegar um þýðingar er að ræða, má eflaust hugsa sér að sitthvað hefði mátt vera öðruvísi, þótt ég treystist ekki til að benda á neitt ákv. dæmi, en aðalatriðið er að nú geta allir læsir íslendingar kynnst hinum einstæða ævintýraheimi Tolkiens og það er, að því er mér finnst sannarlega ‘ þakkarvert. Ævintýrið um hobbann hugdjarfa á áreiðanlega eftir að njóta sömu vinsælda hér og hvarvetna úti í heimi. Freyr ÉK he( sagt í þínu nafni við hjón, Notió aldrei maka yðar í þolfalli UmKanKÍat aldrei konuna í þágufalli lítið aldrei á böm yðar í eignarfaili eða Ifkt ok afbrÍKðileKa sösn Um frjósemina segir Guðbergur margt, og m.a.: Freyr sú frjósemi er mest sem fær að vaxa undir leiðsögn og frjáls í álfu sálarinnar og kemst aldrei undir bert loft tungu og orða Það er ljóðið Guðbergur tignar ekki goðið sem hann ræðir við heldur segir: Freyr Ég þarf ekki á öðru andlegu frjómagni að halda en því sem f sjáifum mér býr. Þú ert einungis hjálparheila annað ég og eintal mitt Eitt ákveðið ljóðstef gengur í gegnum verkið og birtist alltaf annað veifið: Njörður/ örð/ jörð/ er/ faðir/ Freys/ ey/ og/ Laufey/ en/ Loki/ er/ minn/ guð/ Freyr. Þetta stef er óneitanlega dálítið dularfullt í útliti, en mér virðist að úr því megi lesa að skáldinu finnist hann eiga meira sammerkt með tækifærissinnanum Loka, en hinum miklu goðum og ætli það eigi ekki við um flest okkar hinna líka; — ef við hugleiðum málið, líkt og Guðbergur. Mér þykir þessi bók allfrumleg og athyglisverð, en ég efast hins vegar um að hún stækki til muna lesendahóp Guðbergs Bergssonar. Þrjár vikur fram yfir Höfunduri Gunnel Beckman býðingi Jóhanna Sveinsdóttir Prentuni Offsettækni sf Útgefandii Iðunn Þetta er afbragðsbók fyir ungt fólk og kemur þar margt til. Fyrst það, að hún er líflega skrifuð, svo að fáum mun leiðast í fylgd höfundar. I annan stað kemur efnið: Ung stúlka glímir við ótta sinn um að hún sé þunguð. Grimmileg orrusta á sér stað hið innra með henni, til hverra ráða hún geti gripið. Rétti hennar til þess að njóta lífsins og skyldum hennar til að taka afleiðingum gerða sinna er att saman, og átökin eru snögg og óvægin. Hún leitar, hvar hjálpar er að vænta. Hjá foreldrunum auðvitað segið þið. Það hélt unga súlkan líka, en komst að því, að þau voru kjökrandi undan eigin „vandamál- um“, þurftu hjálp eins og börn, ekkert síður en börn. Stúlkan stóð því ein, að vísu með hækju frá föður, en samt ein. Svo er það, að martröðin sleppir henni úr kló sinni, og eftir liggur hún örmagna, ný vera, fullþroska kona. Þetta er efni sem ungu fólki væri hollt að rýna í , glíma við og hugsa í hörgul. Sálarþekking höfundar er frábær, það er eins og hún sé að Bðkmenntir eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON lýsa því sem hún nauðþekki. Stundum fannst mér ég kannst við heilu kaflana af samtölum mínum við fólk, ungt fólk, sem líkt hefir verið ástatt fyrir og söguhetjunni. Þetta er því sönn lýsing, virkilega vel gerð. Þýðingin er góð, stíllinn fjör- legur og orðin yfirleitt vel valin. Prentun góð, um villur vart getandi. Hafið þökk fyrir prýðis- bók. Saga til bragðbætis Gunnar M. Magnúss. ÞREPIN ÞRETTÁN Minningar. Setberg 1978. Það er upphaf þessarar sögu að 1894 fluttust ung hjón af Suður- nesjum vestur á firði. Leiðin lá frá Garði til Flateyrar. Þessi ungu hjón hétu Gunnvör Árnadóttir frá Meiðastöðum og Magnús Isleifsson frá Hlíð í Selvogi. Sonur þessara hjóna, Gunnar M. Magnúss, rifjar nú upp endur- minningar sínar frá bernsku- og æskuárum á Flateyri og Suðureyri í bókinni Þrepin þrettán. Gunnar er þjóðkunnur rithöfundur og mun varla bregðast að út komi eftir hann bók fyrir jólin. í Þrepunum þrettán er eins og vænta mátti sagt frá ýmsu sérkennilegu fólki, háum og lágum á þeirrar tíðar mælikvarða. Gunnar M. Magnúss.’ er enginn stílisti. En bók hans er notalegt rabb svona eins og þegar maður hittir góðan mann á förnum vegi, ræðir við hann um dag og veg og fær eina og eina sögu til bragðbætis. Norska æfintýrið á Sólbakka Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON segir frá Hans Ellefsen, hvalveiði- manninum norska. Það var hann sem gaf Hannesi Hafstein (eða seldi fyrir fimm krónur til mála- mynda) hús sitt á Flateyri. Húsið var rifið til flutnings og byggt að nýju við Tjörnina í Reykjavík. Það nefnist nú Ráðherrabústaðurinn. í kaflanum um Ellefsen er sagt frá tilefni vísu Hannesar Hafstein: Lífið er dýrt dauðinn þess borgun. Drekkum í kveld. iðrumst á morgun. Hannes Hafstein var staddur í verslun Torfa Halldórssonar á Flateyri. Þangað kom Friðbert Guðmundsson, formaður og hreppstjóri í Súgandafirði, til að fá á kútinn. Torfa þótti nóg komið, en Friðbert svaraði: „Drekkum í dag, — iðrumst á morgun". Að sögn Gunnars greip Hannes setninguna á lofti og orti vísuna sem var vitnað til. Eins og jafnan í minningum er meira um vert að lesa það sem greinir frá innra lífi en hitt sem lætur nægja að segja frá svo- kölluðum „stóratburðum". Fyrir vestan gerðist að vísu margt þegar Gunnar M. Magnúss var ungur og hann segir frá því. En skemmtilegri eru lýsingarnar á hugsunum barnsins og því hvernig æskumaðurinn þroskast. í kaflanum Bernskufjallið segir frá fjallinu Þorfinni. Drengurinn Á landamærum tveggja heima Magnús Sveinsson frá Ilvítsstöð- umí KONAN VIÐ FOSSINN. Æviþættir Jóns Daníelssonar skipstjóra og samband hans við huldukonuna er fylgt hefur hon- um í lífi hans og starfi. Útliti Hafsteinn Guðmundsson. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1978. I formála ber útgefandinn Haf- steinn Guðmundsson fram þá ósk að Konan við fossinn verði til þess að vekja „til umhugsunar og eftirtektar á fyrirbærum, er ekki eru skýranleg á stundinni". Hann birtir einnig eftirfarandi spádóms- orð: „Ráðningin er á næstu grös- um“. Barn að aldri kynntist Jón Daníelsson huldukonunni Hug- rúnu sem gerðist verndarengill hans í lífinu. Jón varð snemma það sem kallað er skyggn. Hann lék sér við börn sem ekki voru af þessum heimi og varð fyrir dulrænni reynslu eins og títt er um íslend- inga. Ævi Jóns sætir ekki veruleg- um tíðindum að öðru leyti. Hann elst upp í norðlenskri sveit, fer ungur á sjó og gerist síðar skipstjóri á eigin bátum. Hann verður fyrir ýmsu mótlæti í lífinu eins og fleiri, en stenst hverja raun með hjálp Hugrúnar sem alltaf er nálæg, ávarpar hann og leiðbeinir honum. Magnús Sveinsson frá Hvíts- stöðum hefur skráð minningar Jóns Daníelssonar. Hann kemst þannig að orði í kaflanum Hug- rúnar róður: „Við lifum á landamærum tveggja heima. Stundum er okkur leyft að stíga skref til hálfs yfir landamærin, inn á land framtíðar- innar, þar sem öllum er búinn staður og starf, þegar jarðvistinni lýkur. Það er ekki hægt að fjarlægjast þessi landamæri, því að maður stendur alltaf við þau frá vöggu til grafar. Stundum heyrir maður raddir eins og úr órafjarlægð, sem vísa til vegar eða fræða mann um óorðna hluti." Eftirtektarverðir eru kaflar eins og Konan við fossinn, Síðasta ferð Kóps og Sjúkrahúsvist í Landspít- ala. I þessum köflum eins og reyndar hvarvetna á blöðum bók- arinnar eru vitnisburðir um hið óskilvitlega. Vel tekst að lýsa því sem margir sjómenn hafa fullyrt að með þeim sé fylgst og þeir aðvaraðir á hættustundum. Jón Daníelsson efast aldrei um hand- leiðslu Hugrúnar. Gegnum brim og boða siglir hann eftir bláu ljósi sem hún lýsir honum með og rödd hennar yfirgnæfir storminn þegar öll sund virðast lokuð. Frá prentlistarlegu sjónarmiði er Konan við fossinn hin eiguleg- asta bók. Þar njótum við hand- bragða Hafsteins Guömundssonar, hins viðurkennda meistara í þeirri grein sem hann hefur öðrum fremur sannað að má kenna við list. Gunnar M. Magnúss situr í fjörunni á Flateyri og er að telja klettastallana í Þorfinni hinum megin við fjörðinn: „Fjallið var veggur. Handan við þennan vegg var hræðilegt gimald, svartamyrkur og kuldi. Þegar komið var upp á fjalls- brúnina, var hægt að setjast klofvega á fjallið. En manni verður ískalt á fætinum hinum megin. Það má líka vara sig á að skera sig ekki á þunnri fjallsegg- inni — og ekki detta niður í myrkrið og kuldann hinum meg- in.“ Gunnár M. Magnúss lýsir því þegar hann var látinn lesa úr Vídalínspostillu, en ofbauð málfar meistara Jóns, „forljótu orðin" eins og andskoti, djöfull og helvíti. En þótt Gunnar hikaði sagði faðir hans honum að lesa áfram og sleppa engu. Við ferminguna er Gunnari „uppálagt að læra um helvítis kvalir og fordæmdar sálir í ystu myrkrum" og skilja að hann væri fæddur „með syndabyrði". Gunnar lýkur frásögn sinni af Þrepunum þrettán með eftirfar- andi hugleiðingu sem margur getur víst tekið undir: „Er nokkur furða, þó að helftin af lífi mínu hafi farið í það að reyna að brjótast út úr þeim viðjum, sem um mig voru reyrðar á æskunnar vonardög- um. Og svo er hamingjunni fyrir þakkandi, að af þeim viöjum er ekki meiri slitur eftir en svo, að þræða mætti með þeim nálarauga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.