Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 41 ég heyri fréttir af slysum fer ég úr jafnvægi því slys snerta ætíð marga og það óvænt og mér er efst í huga þegar þota Flugleiða hrapaði til 'jarðar í Sri Lanka fyrir stuttu síðan. Hér í minni sveit hefur allt gengið friðsamlega og tíðindalítið. Menn tala að vísu mikið um landbúnaðinn og vanda hans en hins vegar greinir menn á um þær hugmyndir, sem uppi eru um aðgerðir og það þykja mér nú tíðindi að bændur skuli sjálfir leggja fyrir ráðherra tillögur, sem munu sennilega skerða laun veru- lega og allt bendir til þess að þessar tillögur fari í gegn. Allt eru þetta auðvitað mikil tíðindi. Ef þessar ’ tillögur verða að lögum og þær framkvæmdar er þar með hafin útrýmingarherferð á sjálfstæðum, framtakssömum íslenzkum bænd- um, sem ef til vill eru síðustu móhíkanar sjálfstæðrar persónu- gerðar nútíma meðalmennskuþjóð- félags á Islandi. A sama tíma og þetta er að gerast velta menn vöngum yfir tillögum Alþýðubanda- lagsmanna frá í vor. Þeir voru hérna á fundi hjá okkur á Brún í Bæjarsveit og þá töldu menn nú að ástæðulaust væri að skerða hlut bænda um eina krónu. Hins vegar er unnið hér að öðru máli, sem miðar þó hægt, en það er hitaveita fyrir Borgarnes, Hvanneyri, sveit- irnar í leiðinni frá Deildartungu svo og Akranes. Þetta er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir okkur Borgfirð- inga. Eg vil að lokum segja það, að nú við áramótin finnst mér útlitið heldur svart en auðvitað vona allir íslendingar að úr rætist á hinu nýja ári. Sigurvin Elíasson Skinnastað „MÉR er minnisstæðast frá byrjun ársins þegar landið milli Mývatns- sveitar og Öxarfjarðar byrjaði rétt einu sinni að nötra með hávaða og látum," sagði séra Sigurvin Elías- son á Skinnastað. „Lætin voru slík að það var hvorki svefnfriður né matfriður á sjálfan afmælisdaginn minn. Um stundarsakir mátti búast við eldgosi á túnum bænda. Og hissa varð ég þegar ég skoðaði nýju hyldýpisgjárnar kringum Hlíðar- gerði hjá Kristjáni bónda og reyndar s fleiri bæjum. Kosninganæturnar erú mér minnisstæðar. Það voru bjartar nætur með sóleyjum í túni en úrslitin komu eins og demba "úr heiðskíru lofti. Þá man ég vel hvað bændur hér voru ánægðir með heyskapinn í sumar. Þeir léku við hvern sinn fingur og ekki spillti það gleði þeirra að haustlömbin voru með vænsta móti. Mér er líka minnisstætt litaskrúð í haust. Laufið stóð óvenju lengi í ár og engu líkara eii maður væri staddur mitt í málverki eftir Asgrím heitinn Jónsson. Þá er mér mjög minnisstætt er hvítir jöklar og svartir skagar ættjarðarinnar risu úr hafi eftir nokkra fjarveru og skildi ég þá enn einu sinni ástar- játningar gömlu góðskáldanna. Jólin voru grárauð og eru þetta fyrstu jólin í 8 ár sem ekki eru hvít.“ Björn Jónsson Bæ „FYRlR jól hafði ég samband við allmarga menn víða í héraðinu. Voru það menn í ýmsum starfsgreinum og valdi ég þá án tillits til stjórnmála- skoðana," sagði Björn Jónsson fréttaritari í Bæ í Höfðaströnd í Skagafirði. „Lagði ég fjórar spurningar fyrir þessa menn: Hvað hefur skeð minnisverðast á árinu? Um hvað hefur verið mest talað á árinu? Hvernig er afkoma fólks og afkoma fyrir- tækja? Hverju spáirðu fyrir næsta ár? Svörin við fyrstu spurning- unni snerust flest um úrslit alþingiskosninganna, barátt- una við verðbólguna og flug- slysið í Sri Lanka. Við annari spurningunni voru flest svörin varðandi einstefnuaðgerðir í skattamálum og stjórnarskipt- in, umtal um atvinnuvegina og algjört öryggisleysi í atvinnu- lífi þjóðarinnar. Svörin við þriðju spurning- unni snertu flest sæmilega afkomu fólks, sérstaklega þeirra, sem hafa getað notið yfirvinnu, en afkoma fyrir- tækja vegur salt til hruns og ekkert öryggi til framhalds- reksturs. Sundurlyndið í stjórnarsam- starfinu var mönnum efst í huga varðandi fjórðu spurning- una. Töldu menn það geta orðið örlagaríkt og á endanum, leitt til stjórnarslita. Einn svaraði því til að stjórnarfarið væri „endalaus endaleysa" og til þyrftu að koma „þjóðleg við- horf og þjóðleg vinnubrögð." Flestir spá samdrætti á öllum sviðum og mjög mikilli dýrtíð. Sumir spá hörðum síðari hluta vetrar og jafnvel ísi við land, en aðrir eru bjartsýnir og spá svipuðu árferði og 1978.“ \ Sverrir Pálsson Akureyri „EF ÉG ætti aö benda á einhver markverð fyrirbæri úr þjóðlífinu á árinu sem er að kveðja kemur fyrst í hugann hið skyndilega og válega veðurhljóð stjórnmálanna á þekj- unni eftir langt logn og áhugaleysi almennings," sagði Sverrir Pálsson fréttaritari á Akureyri. „Tvennar kosningar með mánaðarmillibili rótuðu duglega upp í hugum fólksins. Síðan hefur á ýmsu gengið og síst verið tíðindalaust af orustuvelli stjórnmálanna. Menn hafa haft sitthvað um að hugsa og um að ræða er varðar lífsskoðanir þeirra og lífsbjörg. Ymsum þykir hann líka ljótur til hafsins núna og útlitið skuggalegt. Gott árferði til lands og sjávar hlýtur þó að vera mikil bót í máli eða svo hefði þótt fyrrum, áður en góð og mikil framleiðsla búskaparafurða gerðist hið mesta böl, tók að íþyngja skattgreiðendum og sliga fjármála- kerfi þjóðarinnar. Þegar ég lít mér nær tel ég formlega vígslu hitaveitu Akureyrar langmerkasta atburð ársins hér um slóðir. Að vísu var hún aðeins táknræn athöfn. Fyrsta tenging húss fór fram skömmu fyrir síðustu áramót en á þessu ári hafa rúmlega eitt þúsund hús á Akureyri verið tengd vatnskerfi hitaveitunnar. íbú- ar þeirra hafa fengið að sannreyna ágæti hennar og þægindi og fleiri munu síðar bætast í þann hóp. Kostnaður er að vísu mikill, bæði fyrir einstaka húseigendur og bæjar- félagið í heild og margir hafa ekki enn fengið að njóta hennar, en þegar öllu verður lokið er það trú mín að tilkoma Hitaveitu Akureyrar verði talin mesta hagsbótamál bæjar- og héraðsbúa um áratugi auk þess sem lagning hennar er stærsta fram- kvæmd sem Akureyrarbær hefur ráðist í fyrr og síðar. Boranir hafa því miður tekizt misjafnlega vegna óvenju erfiðra jarðlaga en allir vona að þessháttar erfiðléikar verði brátt sigraðir. Afkoma fólks hér var þokkalega góð á árinu, atvinnuleysi ekkert sem heitið gat og þá er mikið fengið. Þó að sum fyrirtæki væru í nokkrum vanda stödd stóð hagur annarra með blóma. Fólki leið yfirleitt vel og vegnaði vel. Ég hygg að þegar alls er gætt fái árið 1978 góð eftirmæli." Markús Jónsson Borgareyrum „Þetta ár hefur verið gott. Grasspretta var ágæt og hey- skapur mikill og góður,“ sagði Markús Jónsson fréttaritari á Borgareyrum. „Af einstökum atburðum ársins er mér efst í huga flugslysið mikla á Sri Lanka, en af innanlandsvettvangi ber hæst kosningar sumarsins og úrslit þeirra, sérstaklega al- þingiskosninganna og sú út- koma að ráðherrarnir skyldu verða einn og átta. Hér um slóðir er mér tíðar- farið í desember einna minnis- stæðast. Ég man alveg ekki annan eins mánuð, því veður hefur alltaf verið gott, andað af norðri og næturfrost ekki meira en þetta eitt til þrjú stig.“ Þórður Jónsson Látrum „HVAÐ tíðarfar snertir hefur veturinn verið góður og þessi desember sennilega sá bezti á öldinni, sumri líkur til lands og sjávar, og gerir veðurfar ársins sérstaklega eftirminnilegt," sagði Þórður Jónsson fréttaritari á Látrum. „Af félagsmálum minnist ég 50 ára afmælis Slysavarnafélags Islands og mikillar grósku í félagsmálum yfirleitt, ekki sízt í bindindismálum. Sölutregða hjá Áfengis og tóbaksverzlun ríkis- ins var algjör nýjung en ánægju- leg staðreynd og eftirminnileg upp á einn milljarð. Stjórnmálalega séð voru kosningar á liðnu sumri mjög afgerandi um stefnumörkun og framhaldið sviptingasamt og á allan hátt eftirminnilegt. Mín niðurstaða er því sú, að árið 1978 hafi verið í heild mjög afgerandi og eftirminnilegt á öllum sviðum. Gott ár.“ Ævar Auð- bjömsson Eskifirði „AF ATBURÐUM ársins 1978 er mér flugslysið á Sri Lanka efst í huga,“ sagði Ævar Auðbjörnssón fréttaritari á Eskifirði. „Af landsmálasviðinu eru kosning- ar sumarsins mér minnisstæðastar og þá einkum óvænt úrslit alþingis- kosninganna, ekki hvað sízt hér í Austurlandskj ördæmi. Héðan heimanað er mér minnis- stæðastur atburður af íþróttasvið- inu, þar sem er velgengni knatt- spyrnufélagsins Austra, þrátt fyrir allar hrakspárnar í upphafi keppnis- tímabilsins." Frá og meö 3. janúar veröur verzlunin opin kl. 10—6 frá mánudegi — föstudags, lokaö á laugardögum V»/V° Laugavegi 83 * Bújörð Til leigu er ein glæsilegasta bújöröin á norð-vestur landi. Jöröin er laus til ábúöar á næstu fardögum og hægt er aö fá keypta alla áhöfn núverandi ábúanda. Öllum húsum, giröingum og ræktun er vel viö haldið. Hér er tækifæri fyrir duglegt fólk til aö leggja grundvöll að öruggri framtíö. Þeir sem kynnu aö hafa áhuga á þessari jörö vinsamlega leggi nafn og heimilisfang inn á afgr. Mbl. merkt.: „Bújörö — 368“ fyrir 12. janúar n.k. Til viðskiptavina Ludvig Storr & Co Þaö tilkynnist hér meö viðskiptavinum vorum, aö frá og meö n.k. áramótum veröur fyrirtækiö Ludvig Storr & Co lagt niður en fyrirtækiö David Pitt & Co h.f mun taka við óbreyttum rekstri og starfsemi fyrirtækisins. Um leiö og vér þökkum fyrir viöskiptin á liðnum árum, væntum vér þess aö viðskiptavinir vorir veiti hinu nýja fyrirtæki þaö traust, sem Ludvig Storr & Co hefir notiö. Reykjavík, 20. desember 1978 f.h. Ludvig Storr & Co David L. C. Pitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.