Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 Ströndin við Stapa o g Hellna friðland NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur fyrir sitt leyti ákveðið að friðlýsa ströndina við Stapa og Hellna í Breiða- vfkurhreppi á Snæfellsnesi. í Lögbirtingarblaðinu er sagt frá þessari friðlýsingu og lýst eftir að hugsanlegir rétthaf- ar á svæðinu komi mótmælum eða bótakröfum á framfæri við Náttúruverndarráð innan fjögurra mánaða. Komi ekki til slík mótmæli verður land þetta væntanlega formlega friðiýst af menntamálaráðu- neytinu að þessum tíma liðnum. Árni Reynisson fram- kvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ströndin við Hellna og Stapa væri einhver glæsilegasta strandlengja sem við ættum og því hefði lengi verið talið eðlilegt og sjálfsagt að hún yrði friðuð. Sagði Árni að viðræður hefðu farið fram milli ráðsins og íbúa Breiða- víkurhrepps út af ýmsum friðunarmálum í hreppnum. Ströndin vi& STAPA <prk|ELLN A - ^Fnðland y \ KUFHRAUN STAPAFELL .ARNARSTAPI ' HEILNAHRAUN (náttilrovætti) HELLNfÍF e 11 n a v í k Gislabaer'Tk, ^Akrar ^árSarbúi HELLNANES ____p cBrói Gráa svæðið við ströndina verður væntanlega friðað næsta sumar og sömuleiðis Bárðarlaug. Þessi friðun væri liður á friðun á stærra svæði, sem kallað hefði verið friðun undir Jökli. Auk þessa svæðis væru Dritvík, Svalþúfa, Lóndrangar og fléiri þekktir staðir í nágrenninu og víða undir Jökli væri sérlega skemmtilegt landslag og sérkennilegt líf- ríki. — Alveg frá því að Náttúru- verndarráð tók til starfa í sinni núverandi mynd, hafa verið uppi hugmyndir um friðlýsingu í Breiðavíkur- hreppi, sagði Árni. — Á náttúruverndarþingi 1972 var ályktað um friðun Búðahrepps og stofnun þjóðgarðs undir jöklinum, en um þetta sér- staka svæði, ströndina sjálfa, voru ekki teknar upp formleg- ar viðræður fyrr en fyrir um 2 árum. Þá komu til greina einhverjar húsbyggingar við ströndina, sem ráðið vildi gjarnan hafa íhlutun um og í framhaldi af því spunnust þessar tillögur, sem nú eru komnar fram. Við höfum haldið fundi með heimamönn- um um þetta mál og fengið endanlegt samþykki frá sum- um landeigendum, en hluti af þessu landi er í eigu ríkisins, sagði Árni. Auk strandarinnar við Stapa og Hellna verður Bárðarlaug væntanlega einnig friðuð næsta sumar, en það er gígur, sem kenndur er við Bárð Snæfellsás. ________________5__ Nýju vaxtaauka- reikningamir í gagnið 15. jan. AUGLÝST hefur verið breyting á vaxtatilkynningu Seðlabanka íslands frá 17. febr. 1978 um vexti á vaxta- aukareikningum með 12 mánaða uppsögn og 3 mán- aða uppsögn og eru heildar- vextir vaxtaaukareikninga með 3 mánaða uppsögn 25%, en með 12 mánaða uppsögn 32%. Þá hefur Seðlabankinn auglýst að breyttir vextir afurðalána og lána til út- flutningsframleiðslu taki gildi frá og með 10. janúar, en gert er ráð fyrir að hafin verði móttaka á hina nýju 3 mánaða vaxtaaukareikninga n.k. mánudag 15. janúar. í tilkynningu Seðlabankans segir, að heimild til að flytja innistæðu úr 6 mánaða, 12 mánaða eða 10 ára spari- sjóðsbók eða innstæðu úr vísitölubókum barna á vaxta- aukareikning meðan á bind- ingu standi sé eingöngu fyrir vaxtaaukareikning með 12 mánaða uppsögn. Guðbjörg aflahæst V estfj arðartogar a annað árið í röð Gæftir voru sæmilegar góðar í Vestfirðingafjórðungi lengst af í desember. Fengu togararnir þokkalegan afla og sumir ágæt- an. en afli línubáta var mjög misjafn. Beztan afla fengu línu- bátar frá Patreksfirði. Á tímabil- inu 20. desember til 31. desember var í gildi þorskveiðibann. og féllu allir róðrar með línu niður á þessu tímabili, en nokkrir togar anna voru á „skrapi“ og fengu sæmilegan afla. I desember stunduðu 40 skip veiðar frá Vestfjörðum, reru 28 með línu, en 12 stunduðu togveið- ar. Heildaraflinn í mánuðinum var 4.752 lestir, en var 4.735 lestir á sama tíma í fyrra. Var afli togaranna 3. 117 lestir, en afli línubátanna 1.635 lestir í 354 róðrum eða 4,6 lestir að meðaltali í róðri. í fyrra var desember-afli línubátanna 2.012 lestir í 398 róðrum eða 5,1 lest að meðaltali í róðri.. Aflahæsti línubáturinn í mán- uðinum var Dofri frá Patreksfirði með 117.0 lestir í 15 róðrum, en í fyrra var Orri frá Isafirði afla- hæstur í desember með 108.9 lestir í 14 róðrum. Af togurunum var Páll Pálsson frá Hnífsdal afla- hæstur í desember með 516.4 lestir. Hann var einnig aflahæstur í desember í fyrra með 350.0 lestir. Heildaraflinn á tímabilinu október/desember varð nú 13.057 lestir, en var 14.089 lestir á sama tímabili í fyrra. Aflahæsti línu- báturinn á haustvertíðinni var Orri frá ísafirði með 345.2 lestir í 62 róðrum, en hann var einnig aflahæstur í fyrra, þá með 384,2 lestir í 59 róðrum. Guðbjörg frá ísafirði var afla- hæst vestfirzku togaranna á árinu 1978 með 4.626 lestir í 42 löndun- um. Guðbjörg var einnig aflahæst á árinu 1977, þá með 4.642 lestir á 41 löndun. Heildarafli togaranna árið 1978. Á árinu voru gerðir út 11 togarar frá Vestfjörðum, og var heildarafli þeirra á árinu 40.011 lestir (slægður fiskur). Skiptist hann þannig milli skipa: Guðbjörg, ísafirði Bessi, Súðavík Gyllir, Flateyri Páll Pálsson, Hnífsdal Elín Þorbjarnardóttir, Súð. Júlíus Geirmundsson, Isaf. Dagrún, Bolungarvík Guðbjartur, Isafirði Framnes I, Þingeyri Guðmundur i Tungu, Patr. Heiðrún, Bolungarvík 1. Landaði 112 lestum í Bretlandi 2. Landaði 101 lest í Bretlandi 3. Stundaði róðra með línu fyrri hluta ársins. 4.626 lestir í 42 löndunum 4.255 lestir i 46 löndunum 4.107 lestir í 43 löndunum 1 4.010 lestir í 45 löndunum 4.002 lestir í 37 löndunum 3.964 lestir í 43 löndunum 3.769 lestir í 42 löndunum 3.763 lestir í 40 löndunum 3.743 lestir í 43 löndunum 2.265 lestir í 32 löndunum 2 1.507 lestir í 24 löndunum 3 Electropower GÍRMÓTORAR RAFMÓTORAR EIGUM JAFNAN TIL GIRMOTORA: Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö RAFMÓTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö Pekking feynsla Útvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.