Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 SALVADOR DALI með Gala konu sinni. Myndin er tekin á söngleikahúsi íParís. fst á hinum breiðu marmaratröppum að listasafni spánska landamærabæjarins Figueras stendur kata- lónskur bóndi í sunnudagsstássi sínu, sem honum virðist hafa verið erfitt að festa krossinn á. Við fyrstu sýn minnir hann á Salvador Dali. En þessi maður er minni heldur en sá á Dalí-myndunum, hár hans er meira grátt en svart og skegginu hefur ekki verið snúið eins beint upp í loftið. Hið háa enni er hrukkótt mjög, og það er þakið örsmáum svitaperlum. Við nánari athugun kemur í ljós, að þessi maður, sem virðist horfa í gegnum menn nærsýnum augum, er enginn annar en Salvador Dalí. „Gjörið þér svo vel,“ segir hann og leggur áherzlu á það með sveiflu hægri handar. Hann er húsbóndinn hér, þetta er listasafn hans, „Teatro Museo Dali“. Aður var það borgarleikhúsið, „Teatro Municipal", og það þurfti aðeins að skipta um fimm bókstafi á hinu gamla, gullna skilti á hinni nýklassísku framhlið hússins. Dali' er mjög ánægður yfir því, því að nízku hans tekur ekkert fram nema þá helzt peningaást hans. Hann tók undir handlegg mér, er við gengum um sali safnsins, þar sem allir veggir voru þaktir málverkum eftir hann. Þetta var skömmu eftir hádegi. Um morgun- inn hafði hann skipt um tuttugu — þrjátíu mynt'ir, sótt sumar niður í kjallara, en sett aðrar út í horn. Hann segir hvers vegna: „Þetta er ekki neitt grafhýsi, enginn kirkjugarður listaverka eins og önnur söfn. Þetta er leikhús, sviðið breytist í sífellu. Það á vel við mig, ég er með afbrigðum lifandi og tjáningarfullur málari." Hann tekur nokkur hæg skref áfram, nemur staðar og deplar augunum framan í mig. „Eg er 74 ára.“ Hann lækkar röddina: „Ég veit ekki, hvað ég á mörg ár eftir ólifuð og ég er skelfilega hræddur við dauðann. En þetta safn mun standa. Ég helga því alla krafta mína þau ár, sem ég á eftir.“ Og síðan kemur setning, sem er einkennandi fyrir Dalí: „Þér megið trúa því, að sú kemur tíð, að Teatro Museo Dalí verður andleg miðstöð Evrópu." Við göngum, mjög hægt, upp tröppurnar á aðra hæð og inn í „Sal meistarans". Þar hanga níu málverk og að sjálfsögðu eitt eftir Dalí: Hin fræga mynd, þar sem hann sýnir sjálfan sig vera að mála mynd af Gölu, konu sinni, fyrir framan spegil. Ég stend fyrir framan myndina, en hann dregur mig til hliðar. „Þér verðið að sjá þetta.“ Á veggnum hinum megin í hinu hálfrökkvaða herbergi hangir „San Pablo" eftir E1 Greco frá lokum 16. aldar. Þar birtist það manni í gulleitu ljósi. Næst því eru tvær litlar myndir eftir lærisvein Rembrandts, Ger- ard Dou. Þessi málverk, sem eru metin á um 12 milljónir dollara, hefur Dalí flutt hingað úr einka- safni sínu. „Þessir menn og Vermeer, Raphael og Velazguez — þeir voru málarar." Hann patar út í loftið í áttina til San Pablo myndarinnar og segir: „Bara gagnvart Velazgu- ez er ég hreinasta hörmung sem málari." Þetta sagði sjálfur Dalí, sem heimsfrægur er fyrir sjálfs- hól. Ef maður vissi ekki, að Dalí hefði opinberlega afneitað öllu, sem bros héti — hann he.fur útilokað það úr sjálfsmynd sinni — þá hefði maður getað tekið það sem bros, hvernig hann drap tittlinga.„En samt er ég séní. Og vafalaust mesti snillingurinn með- al málara vorra daga — af því að hinir eru svo lélegir." Ritari Dalís, Enrique Sabater, kemur inn og segir eitthvað á katalónsku. Dalí kinkar kolli. Það er kominn tími til aö fara. Fyrir utan safnið bíða 40—50 manns eftir því að verða hleypt inn. (Aðgangur 60 pesetar, en óbreyttir hermenn greiða hálft gjald). Við höldum burt. Dalí þerrar svitann af enni sér, lagar heiðurs- merkið og reigir höfuðið. Hann veit, aö það verða teknar myndir af honum eftir augnablik. Við göngum um hinar mjóu götur niður að Ramblas, helztu breiðgötunni í miðbænum. Fyrir framan kaffihús við enda Ramblas bíður okkar borð rétt við götuna. Dalí sezt ekki aðeins niður, heldur setur sig í stellingar. í tuttugu mínútur þýðir ekki að reyna að hefja samtal. Fólk streymir að og Dalí áritar Dalí-póstkort, Dalí-bækur og hvaða myndir sem er. Gleraugun hanga í silfurkeðju um hálsinn á honum, en hann notar þau ekki, þó að hann sjái allt í þoku, sem er í meira en hálfs metra fjarlægð frá honum. Svo hægist loksins um. Dalí hallar sér aftur á bak í stólnum. Á dökkbláum jakkanum ljómar stór- kross Isabellu af Katalóníu, æðsta heiðursmerki, sem borgaralegum manni getur hlotnast þar í landi. Hann er í kniplingaskyrtu. Hann tekur til máls: „Spænska ríkið hefur gefið mér safnið. Það var hvort sem er einskis virði. Árið 1939, ellefu dögum eftir að hersveitir Francos höfðu haldið inn í Figueras, kveiktu nokkrir drukknir hermenn í ieikhúsinu. Upp úr rústunum reis svo safn mitt fyrir fjórum árum.“ Sabater, ritari hans, nær í eina sneið með osti handa meistaranum og flösku af sódavatni. „Ég borða ekki mikið", segir Dali til útskýr- ingar, „ég reyki ekki og drekk ekkert áfengi...“ Hann lýtur að mér og hvíslar í eyra mér: „Og eftir blöðruhálskirtils uppskurð- inn í apríl 1977 er ég líka getulaus." „Hinn ameríski ævisöguhöfund- ur yðar, Fleur Cowles, telur, að það hafið þér einnig verið til 25 ára aldurs." Snjóþyngsli á Eyrarbakka „HÉR er hálf garralegt úti, snjór og skafrenningur og ill færð,“ sagði óskar Magnússon fréttaritari Morgunblaðsins á Eyrarbakka er við slógum á þráðinn til hans í fyrrakvöld. Sagði hann að þungfært væri innan þorpsins, enda væri það svo að allt það er í Flóann kæmi lenti niðri á Eyrarbakka ef vind hreyfði. Sæmilega fært væri hins vegar á þjóðvegum. Óskar sagði að atvinnulífið á Eyrarbakka væri gott um þessar mundir. Full vinna væri nú í frystihúsi Hraðfrystistöðvar Eyrar- bakka. Togari þeirra Eyr- bekkinga hefði farið út skömmu eftir áramótin og væri væntanlegur eftir fáa daga, en nú væri verið að vinna afla línubáta sem leggja upp á Bakkanum. Er þar um að ræða báta sem Eyrbekkingar áttu áður en eru nú gerðir út frá Þorláks- höfn. Bakkabátarnir eru ekki byrjaðir róðra ennþá. Óskar sagði því að ekkert atvinnu- leysi væri á Eyrarbakka og væntu menn þess að ekki kæmi til þess, þar sem afli bátanna og togarans, Bjarna Herjólfssonar, dygði væntan- lega, þegar vertíðin yrði vel komin í gang. íbúar Eyrar- bakka eru nú milli 550 og 560. William Heineseni FJANDINN HLEYPUR I GAMALÍEL. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Kápumynd og skreytingari Zacharias Heinesen. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Mál og menning 1978. William Heinesen miðpunkti alheimsins Frá íslenskum lesendum í senn klass- ískar bókmenntir og umdeilanleg- ar samtímabækur. Fyrirhuguð er hjá Máli og menningu útgáfa ritsafns Heinesens í þýðingu Einar Benediktsson hefur að undanförnu verið til umræðu manna á meðal og oft er hann nefndur í bókum; yfirleitt gætir þá aðdáunar á skáldinu. Margir Islendingar eru stoltir af að vera landar hans. Færeyingurinn Willi- am Heinesen lýsir Einar Bene- diktssyni í smásögunni Jómfrú- fæðingu á þann hátt að hann hafi verið kraftalegur, „stæltur og tígulegur og logandi hvasseygur.“ Þessi saga birtist í smásagnasafn- inu Fjandinn hleypur í Gamalíel eða Gamaliels Besættelse sem Þorgeir Þorgeirsson hefur þýtt af kunnri smekkvísi með sérkenni- legu samblandi af upphöfnu og einföldu orðalagi. Norræni þýðing- arsjóðurinn hefur styrkt útgáfu bókarinnar á íslensku og er augljós stefna hans að kynna Þorgeirs og er Fjandinn hleypur í Gamalíel annað bindi safnsins. Varla þarf að hafa um það mörg orð hve merkur höfundur Heine- sen er. Hann er Færeyjum líkt og Halldór Laxness íslandi ef menn vilja endilega slíka samlíkingu. Veigamestar eru skáldsögur hans, en smásögurnar eru líka góðar bókmenntir og margir kunna að meta ljóðin. í Fjandinn hleypur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.