Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 29

Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 29 10 beztu myndir ársins (í stafrófsröð) CASANOVA (Fellini, ítölsk) CLOSE ENCOUNTERS OF THE THIRD KIND (Spielberg. USA) HEAVEN CAN WAIT (Beatty. USA) MANDEN PA TAGET (Sænsk) THE MAN WHO WOULD BE KING (Houston. Bresk) NETWORK (Lumet. USA) ROCKY (Avildsen. USA) STAR WARS (Lucas. USA) SWEPT AWAY ... (WertmUller. ítölsk) TIIE OUTLAW JOSEY WALES (Eastwood. USA) Að venju fóru of margar myndir framhjá, eins og SILENT MOVIE, BANG THE DRUM SLOWLY, VINTERB0RN, og ekki síst THE LOST HONOR OF KATHARINE BLUM. Og kannski er hún best sem „fær ekki inni“ á listanum, A VELDI TILFINNINGANNA. Með nýárskveðjum Kvik- myndalist íLoft- leiðasölum SUPERMAN FLIES ICELANDIC Þær fréttir, sem bárust frá Ísl.-ameríska félaginu/ Menningarstofnun Banda- ríkjanna nú um áramótin, voru kvikmyndaunnendum einkum kærkomnar. Þessa og næstu daga er verið að sýna 10 mismunandi gamlar myndir sem allar hafa tals- vert komið við sögu Oscars- verðlaunanna, og tilefni sýn- inga þeirra er einmitt að á síðastliðnu ári var hálf öld liðin frá því að þessi um- deildu verðlaun voru veitt í fyrsta sinn. Sýningarstaður- inn er ráðstefnusalur Hótels Loftl. Hér gefst fólki kostur á að sjá með eigin augum að Oscarinn er ekki veittur sem verðlaun fyrir framúrskar- andi kassastykki (þó að vin- sældir og gæði fari sem betur fer oft saman), eða velheppn- að glens og gaman. Hitt er annað mál að engum hefur yfir höfuð tekist að búa til jafnágætar gamanmyndir og Bandaríkjamönnum. Myndir þeirra fylla löngum kvik- myndahús jarðkringluna um kring við velþekkta öfund og illmælgi. — Það má þó enginn taka orð mín þannig að ég sé að verja allt það sem ber stimpilinn Made in USA, þvi fer víðsfjarri. En eftirtektarverðustu myndir þessarar hátíðar eru einmitt verk með alvarlegri undirtón. STREETCAR NAMED DESIRE („Sporvagninn Girnd“) — sýnd 4. og 11. jan., er byggð á hinu heimsþekkta drama bandaríska leikrita- skáldsins Tennessee Willi- ams sem sýnt var hér á fjölum Þjóðleikhússins fyrir skömmu. Það er almennt viðurkennt að hér gefist fólki tækifæri á að sjá eina bestu uppfærslu þessa verks, en kvikmynda- gerðin er byggð á frumleik- gerð verksins á Broadway, með sama leikstjóra, Kazan, og öllum helstu leikurunum. Og Brando hefur aldrei verið betri. Það kom öllum á óvart að hann hlaut ekki Oscars- verðlaunin fyrir hlut sinn í þessari margverðlaunuðu mynd, en hann fékk þau við næsta tækifæri; fyrir túlkun sína á hafnarverkamanni í myndinni ON THE WATER- FRONT, sem einnig verður sýnd, eða þ. 8. jan. Þá er ógetið þriðju myndar Kazans á hátíðinni, — GENTLEMANS AGREEMENT, en hún er að öllum líkindum hvað minnst þekkt hér heima. Hún er einkum athyglisverð fyrir þær sakir að hún vekur, fyrst mynda, máls á alvarlegu þjóðfélagsvandamáli — gyð- ingahatri. Gregory Peck fer hér með hlutverk manns sem kannar hversu erfitt þetta vandamál er. Myndin er gerð 1948. Þann 6. og 9. jan verður sýndur einn af bestu vestrum allra tíma; HIGH NOON, gerð af Fred Zinneman með þeim Gary Cooper og Grace, furstafrú, Kelly í aðalhlut- verkum. Saga sýslumanns sem bæði etur kapp við tímann og sinn betri mann. Gerð 1952. Sú mynd, sem fyrst hlaut sæmdarheitið „besta mynd ársins" hjá bandarísku kvik- myndaakademíunni, var stríðsmyndin WINGS, en hún þykir minnisstæð enn þann dag í dag fyrir mjög góðar loftbardagasenur og stór- kostlegan leik Clöru Bow. Á móti henni leikur enginn annar en Gary Cooper. Þá er og hvalreki í léttari myndunum, einkum IT HÁPPENED ONE NIGHT, gerð 1934, sýnd 10. jan. og 12. jan. Leikstjórinn er meistari hinna „fáguðu" gaman- mynda, Frank Capra. Þetta er bráðfyndin mynd á öllum tímum og sýnir vel sjarmer- andi gamanleikshæfileika Gables, sem enginn hefur komist nærri nema Burt Reynolds. Til gamans má geta þess, að Gable lék á þessum tíma næstum ein- göngu hjá MGM, en var í þessu tilviki lánaður til Col- umbiu — og árangurinn lét ekki á sér standa! Á móti Gable leikur Claudette Col- bert — sem um þessar mundir heillar New York-búa á Broadway! GOING MY WAY, gerð 1944 og sýnd 7. og 11. jan., er annað gott dæmi um vel heppnaða gamanmynd. Með aðalhlutverk fer Bing Crosby en Leo MacCarey leikstýrir. THE GREAT ZIEGFIELD býður upp á draumafr^m- leiðsluna sem Hollywood sendi frá sér í kreppunni, en myndin er gerð 1936. Með aðalhlutverk fer William Powell og fjöldi dansara. Af fyrsíu viðbrögðum má ætla að hin geysi- dýra ævintýramynd um SUPERMAN, hina vel- Þekktu teiknimynda- fígúru, nálgist að lokum - CIIAPLIN í IIAFNAR- BÍÓI - SELLERS OG BLEIKI PARDUSINN í TÓNABÍÓI - LUKKUBÍLLINN IIERBIE í GAMLA BÍÓI Allar ofangreindar myndir eiga það til síns ágætis að vera farsakenndar skemmti- myndir, misgóðar að vísu. Sú fyrsttalda, dúett e. meistara Chaplin, SHOULDER ARMS/ THE PILGRIM, ber nokkuð af hinum, kannski því um aö kenna að þessum óumdeilan- lega snillingi nægja örfá veiheppnuð andartök og atr- iði til að stinga af meðal- mennskuna. En það skal þó tekið fram, að Chaplin er hér aiifjarri sínu besta, enda um að ræða tvær stuttar myndir sem lítinn þátt hafa átt í því að varpa frægðarljómanum á nafn hans. Á undanförnum fjórum árum hefur meistarinn verið árviss gestur á jólum í Hafnarbíói en alit tekur endi og nú er uppurin myndasería sú sem kvikmyndahúsið keypti, en hún innihélt aliar meiriháttar myndir vinsælustu mynd allra tíma, STAR WARS. SUPERMAN virðist höfða til flestra aldurs- flokka, og Þá ekki síst til Chaplins, utan THE COUNTESS FROM HONG KONG sem var síðasta — og af flestum talin lakasta mynd leikstjórans. Hann mun því ekki minna okkur á jólin að ári, því er verr. BLEIKI PARDUSINN og Þeirra yngstu sem setja talsvert strik í reikning- inn með Því að margsjá uppáhaldsmyndir sínar. En finnst ykkur ekki, CLOUSEAU lögreglustjóri eru búnir að vinna sér öruggan sess á síðum kvik- myndasögunnar með dæma- lausum uppátækjum sínum. Og þessi nýjasta mynd þeirra félaga er vissulega hin fyndn- asta til þessa. Einkum þegar AIR landar góðir, ofangreind fyrirsögn — tekin úr allvíðlesnu blaði, FILMS ILLUSTRATED (des.‘78), — hreint stórkostleg... fáránleikinn, yfirgengileg vitleysan, er allsráðandi og atburðarásin hröð og lifandi. Sá, sem þessar linur ritar, hefur ekki um langa hríð sleppt jafn ærlega fram af sér hlátursbeislinu og í atriðinu þegar Clousau og hinn japanski þjónn hans, Mako, reyna með sér í hið fyrra sinnið. Þá er það orðin hefð að sýna góða Disney-fjölskyldu- mynd á jólum í Gamla bíói og svo er einnig í ár. Kominn er lukkubíllinn Herbie í heim- sókn í þriðja sinn. Líkt og við er að búast þegar Disney á í hlut, er myndin einkum gerð meö þarfir yngri aldurshópa í huga, og á þeirri þrjú-sýn- ingu sem undirr. sá, var það hrein unun að heyra undir- tektir smáfólksins — sem er næsta lítt varinn minnihiuta- hópur í röðum kvikmynda- húsgesta. Með nægilega jákvæðu hugarfari ættu foreldrarnir einnig að hafa talsverða skemmtun af gamla „voffan- um“, sem hér bætir gráu ofan á svart með þvíað verða ástfanginn! ÞRÍR FULLFRÍSKIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.