Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
3
Uppsagnirnar hjá Liverpool:
„Dregin á asnaeyrunum og
skrökvað að manni í 3 mánuði”
— segir Sigrún Hjartardóttir, sem unnið hafði hjá fyrirtækinu í 15 ár
— ÞAÐ VÆRI í rauninni ekkert
við þessu að segja ef verzluninni
hefði verið lokað og ekkert opnað
í staðinn. En það sem mér svíður
mest er að nýlega var opnuð
verzlun f Kópavogi og í þá þrjá
mánuði frá því að okkur var sagt
upp vorum við dregin á asna-
eyrunum með því að sagt var, að
allt yrði fyrir okkur gert. Það
var skrökvað að okkur og talað
um endurráðningu alian þann
tfma og svo er bara allt f einu
klippt á þráðinn og nú mæli ég
göturnar f leit að atvinnu, geng
frá einu fyrirtækinu til annars
en það er ekkert að hafa. Ég hef
iátið skrá mig á atvinnuleysis-
skrá, þannig að ég fæ einhverja
peninga en það dugar lítið því ég
er ein með barn innan við
fermingu.
Á þessa leið mæltist Sigrúnu
Hjartardóttur, 55 ára gamalli,
sem um áramót var ein þeirra
starfsstúlkna, sem missti atvinnu
sína er verzlunin Liverpool hætti.
Sigrún, sem er fyrirvinna síns
heimilis, hafði unnið í rösk 15 ár
hjá KRON og Liverpool og þannig
var einnig ástatt með eina aðra
starfsstúlku fyrirtækisins. Sú
þriðja hefur hins vegar unnið þar
í um 20 ár. Þrjár stúlknanna hafa
verið hjá fyrirtækinu í um 7 ár að
því er Sigrún taldi og loks hafði
ein þeirra, sem sagt var upp, unnið
hjá Liverpool í um eitt ár. Sú
síðastnefnda hefur nú hafið störf
hjá verzluninni Domus, sem
KRON rekur.
— Það er greinilegt, að KF.ON
vill hafa ungt fólk í vinnu, hvort
sem það er vegna byrjunarlaun-
anna eða einhvers annars, sagði
Sigrún. — Ef fólk er ekki gjald-
gengt á vinnumarkaðinum 55 ára,
þá mætti nú fara að endurskoða
það hvenær fólk á að komast á
eftirlaunaaldurinn — eða þá að fá
örorkubætur, sagði Sigrún.
Morgunblaðið leitaði í gær til
Magnúsar L. Sveinssonar, for-
manns Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, og innti hann álits á
þessum uppsögnum hjá Liverpool.
Sagði hann, að uppsögn væri í
sjálfu sér alltaf alvarlegur hlutur
og ekki sízt í þessu tilfelli þar sem
uppsagnirnar snertu svo marga.
— Ég hefði nú vænzt þess að svo
stórt fyrirtæki með svo margar
verzlanir hefði reynt að hagræða
hlutunum þannig að fólk missti
ekki atvinnuna, sagði Magnús.
— Þessi breyting á högum
fyrirtækisins hefur eflaust orðið
með nokkrum fyrirvara og
aðdragandinn hefði átt að vera
nægur til að útvega þessu fólki
aðra vinnu innan fyrirtækisins. Ef
það var ekki mögulegt var þá ekki
hægt að hafa þetta fólk í vinnu um
tíma þar til það hafði tíma til að
tryggja sér vinnu til frambúðar,
sagði Magnús L. Sveinsson.
Bannið við laxahrognum frá íslandi;
Kannski eðlileg var-
kámi hjá Skotunum
— segir Sigurður Helgason
fisksjúkdómafræðingur
LANDBÚNAÐAR- og sjávarút-
vegsráðuneyti Breta neitaði fyrir
nokkru um leyfi fyrir innflutning
á laxahrognum frá Laxamýri. I
skeyti frá Skotlandi hingað til
lands var greint frá því að ástæða
synjunarinnar væri * sú, að á
Islandi hefði komið upp nýrna-
veiki í laxi. Morgunhlaðið bar
þessa neitun undir Sigurð Helga-
son fisksjúkdómafræðing í gær
og sagði hann að e.t.v. væri þessi
synjun ekki annað en eðlileg
varkárni af hálfu Skotanna.
Sigurður sagði, að fyrir nokkr-
um árum hefði nýrnaveiki borist í
lax í Skotlandi frá Bandaríkjunum
og þaðan hefði sjúkdómurinn
einnig borizt til Frakklands og
Spánar. Vegna þessa máls hefðu
Skótar hert mjög allar reglur um
innflutning á hrognum og þessi
synjun væri aðeins einn liðurinn í
því. Það væru ekki óeðlileg vinnu-
brögð og alls ekki beint gegn
Islendingum heldur öllum hrogna-
innflutningi. Þó svo að Skotar
bönnuðu að flytja inn hrogn héðan
þyrfti það alls ekki að þýða að t.d.
Norðmenn gerðu slíkt hið sama
því reglur væru mismunandi
strangar eftir löndum.
Að sögn Sigurðar er algengast
að nýrnaveikigerillinn berist utan
á hrognum, en þó svo að hrogn
væru sótthreinsuð virtist sem svo
að hann gæti einnig borizt innan í
hrognunum. Tilraunir hefðu verið
gerðar með sótthreinsilyf, sem
hægt væri að koma inn í hrognin
og hefðu þau m.a. verið notuð við
þessi hrogn í Laxamýri. Engin
reynsla væri komin á þessi lyf og
því væri ekki hægt að segja með
vissu hvort gerillinn kynni ekki að
leynast í hrognum.
Fyllsta hreinlætis vár gætt við
meðferð laxahrognanna í stöðinni
í Laxamýri og eftirlit var
nákvæmt með hrognunum. Ekki er
vitað til þess að neitt samband
hafi verið á milli stöðvarinnar
nyrðra og í Laxalóni, þar sem
nýrnaveiki fannst fyrir nokkru.
Laumufarþegamir
fara varla frá borði
fyrr en í Reykjavík
LÍKLEGT er að piltarnir tveir, sem gerðust laumuíar-
þegar með Bakkafossi á leið til Bandaríkjanna
sfðastliðinn laugardag, verði látnir koma heim með
skipinu á ný. Skipið er á leið til Portsmouth og er
væntanlegt þangað á mánudag, en hingað til lands ekki
fyrr en upp úr 25. þessa mánaðar.
Eimskipafélagið hefur
gert utanríkisráðuneytinu
grein fyrir málinu og hefur
sendiráðinu í Washington
verið gert viðvart um mál-
ið. Piltarnir tveir hafa ekki
vegabréf né aðra pappíra
og fá því ekki að fara í land
í Bandaríkjunum. Háar
sektir þarf að greiða fyrir
þá sem komast í gegnum
útlendingaeftirlit og inn í
Bandaríkin án þess að hafa
vegabréfsáritanir til lands-
ins.
Morgunblaðið fékk í gær
upplýst í utanríkisráðu-
neytinu að það hefði ekki
verið beðið um aðstoð í
þessu máli og liti þannig á,
að málið væri í höndum EÍ.
Ólíklegt væri að piltarnir
fengju að fara í land í
Bandaríkjunum þar sem
þeir hefðu ekkert af til-
skildum leyfum og færu því
varla frá borði fyrr en í
höfn í Reykjavík.
I samtali við Mbl. sagði
Arngrímur Guðjónsson
skipstjóri að drengirnir
hefðu ekki gefið neinar
sérstakar skýringar á ferð-
um sínum og væri ekki
annað að sjá en einhver
ævintýravitleysa væri á
ferðinni. Sagði hann, að
þeir hefðu náð sér af
sjóveiki og gerði hann ráð
fyrir að koma til Ports-
mouth á mánudag eða
þriðjudag, en veður hefur
verið á móti skipinu að
undanförnu.
—
Aramóta-
fagnaður
ítölsk hátíð—Útsýnarkvöld
Hótel Sögu — Súlnasal, sunnudagskvöld 14. jan.
* kl. 19.00 — Húsiö opnaö. Svaladrykkir og lystaukar á barnum. Afhending
ókeypis happdrættismiöa.
* kl. 19.45— Veizlan hefst stundvíslega. Ljúffengur ítalskur veizlumatur
framreiddur. Osso Bucco alla Napolitana. Verö aóeins kr.: 3.500.-
* Skemmtiatriði:
Hin nýja glæsilega söngstjarna Kristjón Jóhannsson, tenór,
syngur vinsæl ítölsk lög og óperuaríur.
Tízkusýning:
r \
* Tízkusýning: Módelsamtökin sýna
glæsilegan tízkufatnaö fyrir dömur og herra.
Handprjónaöa kjóla stutta og síöa brúöar-
kjóla ásamt silfurskartgripum eftir Jens
Guðjónsson, frá íslenzkum heimilisiönaöi.
Kjólarnir eru hannaöir og prjónaðir af
Aöalbjörgu Jónsdóttur, þá verða einnig
sýndir pelsar frá Pelsinum og skór og stígvél
frá Skósel.
* Fegurðar
samkeppni:
Ljósmyndafyrirsætur Útsýnar. Stúlkur
17—22 ára valdar úr hópi gesta. 10
Útsýnarferöir í vinning. Forkeppni.
* Myndasýning:
Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar litmyndir frá
sólarlöndum.
Danssýning:
* Heiöar Ástvaldason og kennarar í dans-
skóla hans sýna og kenna dansa úr
* Bingó:
Vinningar 3 Útsýnarferöir.
* Ferðadagatal
og bráöabirgöaráætlun lögö fram með
ótrúlega fjölbreyttum og hagkvæmum
Útsýnarferöum 1979.
* Dans til kl. 01:00
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söng-
konan Þuríöur Siguröardóttir.
* Allar dömur fá ilmvötn
frá hinu heimsþekkta
snyrtivörufyrirtæki „Nina
Ricci“ og „Nitchewo".
Missið ekki af glæsilegri skemmtun og möguleikum á ókeyþis Útsýnarferö. Boröapantanir hjá
yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 3 e.h.
Allir velkomnir.
Góöa skemmtun.
Fagnið nýja irinu með Útsýn.
Ath .1 Allir gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiða.
Vinningur: Ítalíuferð með ÚTSÝN:
Ferdaskrifstofan Útsýn.