Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 41 - u w /s - "3T VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—11 . FRÁ MÁNUDEGI jnuAMx-aa'tj sjálfsagt að hvert um sig megi hafa kynferðissamband við annan aðila af gagnstæðu kyni og einnig finnst þeim ekkert athugavért þótt tveir kvenmenn hafi slíkt sam- band. En hér eru það lög hjónabands- ins sem eru brotin með tilkomu þriðja aðilans. „Það er vilji Guðs að þér verðið heilagir. Hann vill að þér haldið yður frá frillulífi, að sérhver yðar lærist að lifa hjúskaparlífi við konu sína eina í heilagleika og heiðri en ekki í girndarbruna eins og heiðingjarn- ir sem ekki þekkja Guð“ (1. Þessalónikíubréf 4:3—5). Slíkan boðskap konunni til handa er einnig að finna í heilagri ritningu. Það skal tekið fram að vímu- gjafar þurfa ekki að koma hér til sem í þessu dæmi en þeir fylgja oftast. Hugsunarháttur og þar af leið- andi lífshættir þeirra (ungu hjón- anna) eru mjög svo frjálslyndir og bera mikið bragð af lífsháttum „hippa“ og er þannig hugsunar- háttur oft undirrót þjóðfélags- ádeilna og ádeilu á Guð. Við erum öll full af girndum og eins og sekur maður reynir að réttlæta brot sitt út frá samvisku sinni reyna þeir að réttlæta girndarbruna sinn, þeir sem ekki trúa á Guð. Biblían segir okkur að Guð veit að það er erfitt að breyta rétt fyrir manninum í þessu lífi en einmitt vegna þess ættum við sem treyst- um honum að hafa ánægju af að gera það sem hann vill að við gerum þó að það geti mörgum fundist erfitt. Einar Ingi Magnússon. • Illa gert Vegna skrifa móður í Velvak- anda s.l. sunnudag vildi ég koma því hér að að ég hef svipaða sögu að segja. Fyrir nokkrum misserum fór ég ásamt unglingi í tískuverslun á Laugaveginum. í einni þessara verslana rákumst við á skyrtu en tilgangur þessarar ferðar var einmitt að kaupa eina slíka. Okkur fannst skyrtan of dýr og keyptum hana ekki en héldum áfram að leita. í annarri búð við sömu götu sáum við af tilviljun alveg sams konar skyrtu og við sáum áður en þessi var helmingi ódýrari en hin fyrri. Munurinn var bara sá að seinni verslunin var ekki tísku- verslun. Mér finnst það illa gert hjá kaupmönnum að stíla upp á tískuna og skrumauglýsingar og hafa fé út úr unglingum á þennan hátt. Þeir gera sér ekki grein fyrir því hvað er á ferð og leita ekki í öðrum verslunum. Faðir. Þessir hringdu . . . • Ekki heldur við hæfi fullorðinna Húsmóðir hringdis „Ég vildi gjarnan fá að taka undir orð mæðranna sem hringdu til Velvakanda vegna þáttarins „Ég Kládíus" sem sýndur var s.l. sunnudag. Það er ekki hægt að bjóða heimilum slíkan viðbjóð og það á sunnudagskvöldi. Þótt lítið sé gert með hvíldardaginn á þessum síðustu tímum þá var a.m.k. venjan hér áður fyrr að fara í kirkjur og leggja rækt við kristna trú að öðru leyti. En hjá sjónvarp- inu á sunnudaginn var sýnd viðbjóðslegasta hryllingsmynd og á eftir var hugvekja. Þetta á vel saman, eða hvað? IMIIIv Nei, sjónvarpið mætti gjarnan skoða afstöðu sína og reyna að hafa efni þess sem mest við hæfi allrar fjölskyldunnar. Það er ósköp erfitt að vera að tína úr hina yngstu til að fara frá sjónvarpinu og sumir unglingar telja sig ekki börn þótt þeir í raun og veru séu ekki hæfir til að sjá slikan hrylling. Og alls ekki eru þeir „viðkvæmt fullorðið fólk“. En það var ekki aðeins börnum ög viðkvæmu fólki sem hryllti við þessum þætti. Fullorðin mann- eskja, sem ég talaði við, horfði á þáttinn þar sem hún hefur gaman af þessum myndaflokki og er alls ekki talin viðkvæm manneskja. En þessi tiltekna persóna átti í mestu erfiðleikum með að festa svefn eftir að hafa horft á hryllinginn. Þátturinn var því ekki heldur við hæfi fullorðinna. Ég hef alltaf haldið að sjónvarp- ið ætti að vera til fróðleiks og skemmtunar. Engin var fróð- leikurinn í þessum þætti. Allir vissu að mesta siðleysi var uppi í Róm á þessum tíma og ekki var atferði persónanna til eftirbreytni. Mér hefur heldur aldrei fundist nein skemmtun í að sjá manneskju pínda eða drepna né heldur að horfa á annan viðbjóð, mér finnst nóg að komast hjá slíku í daglegu lífi á þessum síðustu og verstu tímum.“ HÖGNI HREKKVÍSI PA& L'/ruz L'rr ry/Zlfl A£> Pa&ö! , þ//zaj rbm rrjtj ) kv6lö !" MANNI OG KONNA Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaöarráös um stjórn og aöra trúnaöármenn félagsins fyrir áriö 1979 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og meö fimmtudeginum 11. janúar. Öörum tillögum ber aö skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 12. janúar 1979. Kjörstjórn Dagsbrúnar. eigendur: sparið benzín! _ og komið með bílinn reglulega í 10.000 km. skoðun eins og framleiðandi Mazda mælir með. í þessari skoðun er bíllinn allur yfirfarinn og vélin stillt þannig að benzíneyðsla verður í lágmarki. Þetta er mikilvægt atriði með stórhækkandi benzínverði. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Verkstæði sími 81225 A Stjórnunarfélag íslands Jk Fundartækni Framkoma í sjónvarpi Fímmtudagínn 18. janúar hefst i Hótel Esju námskeið í Fundatækni og fram- komu í sjónvarpi á vegum Stjórnunar- félags íslands. Nimskeiðiö stendur yfir dagana 18. og 19. jan. kl. 14—19 og 20. jan. kl. 9—12 eða alls í 13 klst. Á námskeiöinu veröa kynnt fundarsköp, fundarstjórn og grundvallaratriöi ræöu- mennsku. Einnig verður leiðbeint um framkomu í sjónvarpi. Námskeiðið hentar vel stjórnendum félaga, fyrirtækja, stofn- ana og öörum þeim sem vilja öölast þjálfun í ofangreindum atriöum. Leiöbeinendur veróa Fríörik Sóphusson lögfræóingur og Markús Örn Antonsson ritstjóri. Nénari upplýsingar og skráning Þátttak- enda é skrifstofu Stjórnunarfólags íslands, Skipholti 37, sími 82930. Markús örn Antonssson, ritstjóri Fririk Sophusson, lögfræðingur. HAGTRYGGING HF <ff PJÚFF! EG HEFÐI LÍKLEGA EKKI ÁTT AÐ FARA SVONA HRATT, ÞAÐ ER SVO HÁLT. HALKA ER HASKALEG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.