Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 III. Gjaldamat A. Fæði: Fæði fullorðins...................... 880 kr. á dag. Fæði barns, yngra en 16 ára.......... 705 kr. á dag. Fæði sjómanna á íslenskum fiskiskipum sem sjálfir greiða fæðiskostnaö: a. Fyrir hvern dag sem Aflatrygginga- sjóður greiddi framlag til fæðis- kostnaðar framteljanda .............64 kr. á dag. b. Fyrir hvern róörardag á þilfarsbátum undir 12 rúmlestum og opnum bátum, svo og öðrum bátum á hrefnu- og hrogn- kelsaveiðum, hafi Aflatryggingasjóður ekki greitt framlag til fæðiskostnaðar framteljanda ....................... 880 kr. á dag. B. Námsfrádráttur: Frádrátt frá tekjum námsmanna skal leyfa skv. eftirfarandi flokkun, fyrir heilt skólaár, enda fylgi framtölum námsmanna vottorö skóla um náms- tíma, sbr. þó nánari skýringar og sérákvæöi í 10. töluliö: 1. 305.000 kr.: Bændaskólinn á Hvanneyri, framhaldsdeild Fiskvinnsluskólinn Fjölbrautaskólar Fósturskóli íslands Framhaldsdeildir grunnskóla Háskóli íslands Hússtjórnarkennaraskóli íslands íþróttakennaraskóli íslands Kennaraháskóli íslands Leiklistarskóli íslands (undirbúningsdeildir ekki meötaldar) Menntaskólar Myndlista- og Handíöaskóli íslands, dagdeildir Samvinnuskólinn, 3. og 4. bekkur Teiknaraskóli á vegum Iðnskólans í Reykjavík, dagdeild Tónlistarskólinn í Reykjavík, píanó- og söngkenn- aradeild Tækniskóli íslands (Meinatæknideild þó aðeins fyrir fyrsta námsár) Vélskóli íslands Verknámsskóli iðnaðarins Verslunarskóli íslands Þroskaþjálfaskóli íslands 2. 250.000 kr.: Grunnskólar, 9. bekkur Húsmæðraskólar Hússtjórnarskólar Loftskeytaskólinn Lýðháskólinn í Skálholti Samvinnuskólinn, 1. og 2. bekkur Stýrimannaskólinn, 2. og 3. bekkur, farmannadeild Stýrimannaskólinn, 2. bekkur, fiskimannadeild 3. 188.000 kr.: Grunnskólar, 7. og 8. bekkur Stýrimannaskólinn, undirbúningsdeild og 1. bekkur farmanna- og fiskimannadeilda. 4. Samfelldir skólar: a. 188.000 kr. fyrir heilt ár: Bændaskólar Garðyrkjuskólinn á Reykjum b. 133.000 kr. fyrir heilt ár: Hjúkrunarskóli íslands Hjúkrunarskóli í tengslum við Borgarspítalann í Reykjavík Ljósmæðraskóli íslands Námsflokkar Reykjavíkur, til gagnfræðaprófs c. 110.000 kr. fyrir heilt ár: Meistaraskóli lönskólans í Reykjavík Teiknaraskóli á vegum Iðnskólans í Reykjavík, síödegisdeild d. 94.000 kr. fyrir heilt ár: Lyfjatæknaskóli íslands Námsflokkar Reykjavíkur, til miðskólaprófs og verslunar- og skrifstofustarfa Póst- og símaskólinn, símvirkjadeild á fyrsta ári Röntgentæknaskóli Sjúkraliðaskóli. 5. 4 mánaöa skólar og styttri: Hámarksfrádráttur 110.000 kr. fyrir 4 mánuði. Aö öðru leyti eftir mánaöafjölda. Til þessara skóla teljast: Hótel- og veitingaskóli íslands, sbr. 1. og 2. tl. 3. gr. laga nr. 6/1971. lönskólar Stýrimannaskólinrv, varðskipadeild. 6. Námskeiö og annað nám utan hins almenna skólakerfis: a. Maður, sem stundar nám utan hins almenna skólakerfis og lýkur prófum viö skóla þá er greinir í liðum 1 og 2, á rétt á námsfrádrætti skv. þeim liðum í hlutfalli viö námsárangur á skattárinu. Þó skal sá frádráttur aldrei vera hærri en sem nemur heilsársfrádrætti enda þótt námsárangur (í stigum) sé hærri en sá námsárangur sem talinn er vera tilsvarandi við heilsársnám. í öldungadeildum Menntaskólans viö Hamrahlíð og Menntaskólans á Akureyri eru 33 stig talin samsvara heilsársnámi. Auk þessa fái nemandi frádrátt sem nemur greiddum námskeiðsgjöldum. b. Dagnámskeið sem stendur yfir eigi skemur en 16 vikur, enda sé ekki unnið með náminu, frádráttur 3.500 kr. fyrir hverja viku sem námskeiðið stendur yfir. c. Kvöldnámskeið, dagnámskeið og innlendir bréfaskólar, þegar unnið er með náminu, frádráttur nemi greiddum námskeiðsgjöldum. d. Sumarnámskeið erlendis leyfist ekki til frádráttar nema um framhaldsmenntun sé að ræða en frádráttur vegna hennar skal fara eftir mati hverju sinni. 7. Háskólanám erlendis: Vestur-Evrópa. 580.000 kr. Austur-Evrópa. Athugist sérstaklega hverju sinni vegna námslaunafyrirkomulags. Norður-Ameríka. 890.000 kr. 8. Annað nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af skólum hérlendis. 9. Atvinnuflugnám: Frádráttur eftir mati hverju sinni. 10. Nánari skýringar og sérákvæöi: a. Námsfrádrátt skv. töluliöum 1—5 og 7 skal miða við þann skóla (og bekk) sem nám er hafið í að hausti og skiptir því eigi máli hvort um er að ræða upphaf eða framhald náms við hlutaðeig- andi skóla. Þegar um er að ræða nám sem stundað er samfellt í 2 vetur eða lengur viö þá skóla sem taldir eru undir töluliðum 1, 2, 3, 4 og 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir viðkomandi skóla það ár sem námi lauk enda hafi námstími á því ári veriö lengri en 3 mánuðir. Ef námstími var skemmri má draga frá Vs af heilsársfrádrætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem nám stóð yfir á því ári sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið, sem standa yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frádrætti þeirra vegna til helminga á þau ár sem nám stóð yfir enda sé námstími síðara árið a.m.k. 3 mánuðir. b. Skólagjald: Við námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 bætist skólagjald eftir því sem við á. c. Álag á námsfrádrátt: Búi námsmaður utan heimilissveitar sinnar meðan á námi stendur má hækka námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 og 6 a og b (þó ekki skólagjald eöa námskeiðsgjald) um: 1. 20% hjá þeim nemendum sem veittur er dvalarstyrkur skv. lögum nr. 69/1972 um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði eða hliðstæðar greiðslur á vegum sveitarfélaga. Dvalar- og ferðastyrkir, veittir skv. þessum ákvæðum, teljast ekki til tekna né til skerðingar á námsfrádrætti. 2. 50% hjá þeim nemendum sem ekki áttu rétt á og ekki nutu styrkja eða greiðslna þeirra sem um ræðir í 1. tl. þessa stafliðar. d. Skeröing námsfrádráttar: Hafi nernandi fengiö námsstyrk úr ríkissjóði eða öðrum innlendum ellegar erlendum opinberum sjóðum skal námsfrádráttur, þ.m.t. skólagjald, lækkaður sem styrknum nemur. Dvalar- og ferðastyrkir, svo og hliðstæðar greiðslur sveitarfélaga, skv. 1. tl. stafliöar c. teljast ekki námsstyrkir í þessu sambandi. Reykjavík, 6. janúar 1979. Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.