Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 1
8. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
landinu og hefðist nú við utan
höfuðborgarinnar. Sakaði furstinn
núverandi valdhafa í Phnom Penh
um að vera leppa Hanoistjórnar-
innar.
Afstaða Öryggisráðsins óljós
Óvíst var í kvöld hvort Öryggis-
ráðið tekur málefni Kambódíu til
umræðu. Níu ríki af fimmtán í
ráðinu verða að fallast á að taka
málið á dagskrá, en Sovétríkin og
stuðningsríki þeirra í ráðinu hafa
mjög lagzt gegn því aö málið verði
rætt. Sihanouk sagði þó í kvöld að
hann teldi að meirihluti væri fyrir
því í ráðinu að taka beiðni hans til
umræðu.
Sjá „Aðeins Rúmenía ..
á bls. 16 í Mbl. í dag.
Uppreisnarmenn í Kambódíu
lcggja undir sig hina öldnu
konungshöll í höfuðborginni
Phnom Penh. Mynd þessi er frá
víetnömsku fréttastofunni og var
send til Tokyo. Stmamynd AP.
Kambódía:
kné fylgja kviði
Óvíst um árangur Sihanouks hjá S.Þ.
Bangkok, New York, 10. janúar — AP-Reuter.
VÍETNAMSKI herinn hélt í dag áfram framrás sinni innan Kambódíu í átt að thailenzku landamærunum,
en óskipulegur liðsafli stjórnar Pol Pots veitti nokkra mótspyrnu á stöku stað og er enn talinn ráða yfir
fimmtungi landsins. Öll ríki Varsjárbandalagsins að Rúmeníu undanskilinni hafa viðurkennt stjórn hinna
nýju valdhafa í Phnom Penh og sama er að segja um Eþíópíu, Afganistan og ýmis önnur ríki, þar sem
marxistar fara með völd.
Sihanouk fyrrum þjóðarleiðtogi Kambódíu sést hér eftir komu sína til Sameinuðu þjóðanna í gær. Ilann er
umkringdur aðstoðarmönnum, lífvörðum og fréttamönnum. stmamynd ap.
Fregnir stangast á um afdrif Pol
Pots, leiðtoga rauðu khmeranna,
og eru fregnir á kreiki um að hann
hafi verið ráðinn af dögum, en
sendiherra stjórnar hans í Kína
lét það berast í dag að hann væri í
fullu fjöri og færi enn með
stjórnartaumana.
Eitthvað hefur dregið úr loft-
árásum víetnamska flughersins á
svæði sem rauðu khmerarnir ráða
enn, og telja vestrænir stjórnarer-
indrekar í Thailandi að skammt
verði að bíða þess að Víetnamar og
stuðningsmenn þeirra í Kambódíu
hafi landið allt á valdi sínu.
Víetnamar hafa náð á sitt vald
miklu af vopnum, þ.á m. 25
herflugvélum, sem Kínverjar
höfðu látið stjórn Pol Pots í té og
einnig gamlar bandarískar
sprengj uflugvélar.
Bréí írá stjórn Pol Pots
Hermenn úr röðum rauðu
khmeranna afhentu í dag bréf á
landamærum Kambódíu og Thai-
lands, sem ætlað var stjórn
Thailands. Er talið að í bréfinu
hafi verið leitað hælis fyrir
leiðandi menn í stjórn rauðu
khmeranna. Thailandsstjórn hefur
sagst mundu heimila þessum
aðilúm að hafa stutta viðkomu í
landinu á leið til þriðja lands, sem
að öllum líkindum yrði Kína. Búizt
var við því að hópur forystumanna
úr stjórn Pol Pots kæmi til
Thailands yfir landamærin í dag
og með þeim hópur kínverskra
ráðgjafa þeirra, en af því varð þó
ekki.
Víetnamar láta
Hætta er á herfor-
ingjabyltingu í íran
— segir Bakhtiar forsætisrádherra
Teheran, 10. janúar. AP, Reuter.
Sihanouk ræðir við Waldheim
Sihanouk fursti fyrrum þjóðar-
leiðtogi í Kambódíu ræddi í dag
við Waldheim framkvæmdastjóra
S.Þ. og Donald Mills, sendiherra
Jamaica, sem er forseti Öryggis-
ráðsins í þessum mánuði. Sihan-
ouk sagðist mundu fara þess á leit
að Öryggisráðið legði fyrir Viet-
nama að snúa til síns h'eima og
láta Kambódíumenn sjálfa um að
leysa sín deilumál ef einhver væru.
Sagðist Sihanouk hafa verið í
beinu talstöðvarsambandi við
háttsetta menn í stjórn Pol Pots
sem væri hin eina rétta stjórn í
SHAPUR Bakhtiar, hinn
nýi forsætisráðherra írans,
sagði í kvöld að hætta væri
á því að herinn gerði
byltingu í landinu, en hann
vonaði engu að síður að
keisarinn léti það ekki
aftra sér frá því að fara úr
landi í frí. íranski herinn
hafði fyrr í dag borið til
baka ummæli, sem franska
blaðið Le Figaro hafði eftir
írönskum hershöfðingja,
sem staddur er í París, þess
efnis að bylting hersins til
stuðnings keisaranum væri
yfirvofandi.
Meiri háttar rafmagnsbilanir
bættu í kvöld gráu ofan á svart í
erfiðleikum Iransstjórnar og varð
að skammta rafmagn víða í
landinu, m.a. í höfuðborginni, en
þar undirbýr Bakhtiar nú harða
baráttu til þess að fá báðar deildir
þingsins til að samþykkja trausts-
yfirlýsingu á stjórn sína. Nauðsyn-
legt er fyrir Bakhtiar að fá traust
þingsins til að stjórn hans geti
raunverulega tekið við völdum og
keisarinn haldið úr landi í leyfi.
Upplýst var í dag að auðæfi þau,
sem keisarinn hefur sagst munu
láta af hendi, nema um 50“
miiljónum Bandaríkjadollara, en
hann og fjölskylda hans eru talin
eiga margfaldar eignir á við það
erlendis. Hyggst keisarinn leggja
eignir sínar í íran til
Pahlavi-stofnunarinnar, sem hann
hefur sjálfur stjórPað til þessa, en
stofnunin beitir sér fyrir ýmsum
góðgerðarmálum. Þessar
ráðstafanir hafa þó ekki nægt til
að lægja óánægjuna með keisar-
ann og voru víða mótmæli gegn
honum í íran í dag þrátt fyrir
kulda, en ekki kom til átaka.
Bandarísk flugsveit
send til Saudi-Arabíu
Washington, 10. jan.
— AP-Reuter.
BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í
dag að tilmælum stjórnar
Saudi-Arabfu að senda 12
orrustuþotur af fulikomnustu
gerð til Saudi-Arabíu til að kenna
heimamönnum meðferð þeirra
og sýna fram á náið samband
ríkjanna og áhuga Bandarikja-
manna á að tryggja öryggi
Saudi-Arabíu.
Flugvélarnar eru af gerðinni
F-15 og hafa Saudi-Arabar pant-
að 60 slíkar vélar fyrir jafnvirði
2,5 milljarða dollara, en afhend-
ing þeirra á ekki að hefjast fyrr
en eftir þrjú ár. Ráðamenn í
Saudi-Arabíu hafa haft vaxandi
áhyggjur af ólgunni í íran og
óttast að óeirðirnar kunni að
breiðast til þeirra. Ýmsir frétta-
menn í Washington telja að
tilgangur heimsóknar flugsveitar-
innar til Saudi-Arabíu sé að
styðja við bakið á stjórninni þar.
VerkfaU bjargar
tugum frá dauöa
Montreal. 10. janúar — AP.
FIMM menn fórust og einn
slasaðist alvarlega, þcgar
sprenging varð í mang-
an-verksmiðju Union
Carbide-fyrirtækisins í borg-
inni Beauharnois, um 25 kfló-
metra frá Montreal í Kanada.
Fjórir starfsmenn komust lífs
af í slysinu. en það varð með
þeim hætti að sprenging varð í
risastórum mangan-ofni og
breiddist eldur þegar út um
verksmiðjuna.
Þeir sem fórust voru allir
yfirmenn og verkstjórar í
verksmiðjunni, en þeir hafa séð
um allan reksturinn frá því 25.
nóvember sl. er almennir
starfsmenn, 400 að tölu, fóru í
verkfall.
Ekki er talið að um
skemmdarverk hafi verið að
ræða, en lögregla rannsakar nú
slysið. Verkfallsmenn stóðu
vörð utan við verksmiðjuna til
að meina utanaðkomandi að-
gang og sagði lögreglan í dag,
að mildi hefði verið, að verkfall
var á vinnustaðnum, því annars
hefðu tugir manna, sem vinna
við ofninn að staðaldri, beðið
bana.
Sænska fjárlaga-
frumvarpið:
Methalli
a fjar-
lögunum
Stokkhólmi. 10. janúar. Reuter, AP.
Minnihlutastjórnin. sem með
völd fer í Svíþjóð. lagði í dag
fram fjárlagafrumvarp sitt og er
þar gert ráð fyrir methalla. sem
nemur 45 milljörðum sænskra
króna, eða einum fjórða af niður-
stöðutölum frumvarpsins. Inge-
mar Mundebo efnahagsmálaráð-
herra fvlgdi frumvarpinu úr
hlaði og kvað þennan halla á
fjárlögum nauðsynlegan þar eð
Svíar væru að vinna sig upp úr
verstu efnahagserfiðleikum sem
yfir þá hefðu dunið frá því á
fjórða áratugnum.
Ekki er gert ráð fyrir neinum
skattahækkunum í frumvarpi
stjórnarinnar. en hins vegar
auknum framlögum til félags-
mála og þróunarhjálpar við
bágstödd ríki. sem valda því. að
fjárlagahallinn eykst úr 32
milljörðum króna í 45 milljarða.
Sænska stjórnin hyggst verja
4,37 milljörðum sænskra króna til
aðstoðar við þróunarlönd, sem er
rétt rúmlega 1% af áætluðum
þjóðartekjum. Mest aðstoð rennur
til Víetnams eða 400 milljónir
sænskra króna, en önnur ríki sem
miklá aðstoð fá eru Tanzanía,
Indland, Mozambique og Bangla-
desh. Þá fá Kúbumenn 30 milljónir
sænskra króna í aðstoð, þrátt fyrir
að hörð gagnrýni hafi komið fram
í Svíþjóð á afskipti þeirra af
málefnum Afríku. Aðstoð Svía við
Víetnama hefur einnig sætt mik-
illi gagnrýni í Svíþjóð að undan-
förnu vegna atburðanna i
I Kambódíu síðustu vikur.