Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 37
ffclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 37 + FJÓRBURAR. — Á læðingardeild einni í stórborginni Chicago fæddust fjórburar á aðfangadagskvöld. Myndin er tekin er föðurnum var leyft að halda á barnungunum sínum. Börnin litlu hlutu nöínin Kelvin Edward Nicole Maria Lynn og Richard John. Pabbinn heitir Keith Walski. Hún á af- mæli í dag + HÚN á afmæli í dag! — Hún á afmæli í dag! sungu starfsmenn í dýragarðin- um í bandarísku stórborg- inni, Philadelpia er elsta dýragarðs-górilla í heimi varð 48 ára fyrir nokkru. Górillan, sem heitir Massa, kunni vel að meta hugul- semi dýragarðs-manna, sem báru inn í búrið til hennar volduga afmælis- tertu gerða úr öllu því bezta sem Massa gamla gat hugsað sér, stendur í text- anum með myndinni. + TAPAÐI. Þetta er ameríska konan. frú Greta Rideout, sem komst í heimsfréttirnar fyrir nokkru í sambandi við óvenju- legt ákærumál. Ilún kærði eiginmann sinn John að nafni fyrir nauðgun. Dómur í máli hjónanna. í héraði gekk fyrir skömmu. Var þá eiginmaður- inn sýknaður. Var það sam- dóma álit allra dómcndanna. Eiginmaðurinn sagði að mál þetta hefði alltaf valdið sér og fyrrum eiginkonu sinni. en þau eru nú skilin. miklum sárs- auka. Frúin sagði að fyrir marga eiginmenn væri þessi dómsniðurstaða gleðiefni. en margar eiginkonur sjá fram á að þær verði að sætta sig við hiutskipti sem þctta. Myndin hér við hliðina er af „sigurveg- aranum" John Rideout. Réttur dagsins Kínversk pönnukaka meÖ hrísgrjónum, karrýsósu og ananas. Verð 1.400 - kr. KRÁXN VIÐ HLEMM Sé STJORNUNARFELAG ÍSLANDS SKATTSKIL EINSTAKLINGA MEÐ SJÁLFSTÆÐAN ATVINNUREKSTUR Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiöi í skattskilum fyrir einstaklinga með sjálfstæöan atvinnurekstur aö Hótel Esju dagana 15., 16. og 17. janúar n.k. kl. 15—19 dag hvern. Skattframtöl hafa löngum valdiö framteljendum erfiöleikum. Einkum á þetta viö um einstaklinga sem hafa sjálfstæöan at- vinnurekstur meö hönd- um. Námskeiðinu er ætlað aö auka skilning á skatta- málum, auövelda þátttak- endum gerö framtala og gera þeim léttara um vik að átta sig á því, hvenær sérfræðiþjónustu er þörf. Leiðbeinandi er Atli Hauksson löggiltur endurskoöandi. Nónari upplýsingar og skráning pátttakenda hjá Stjórnunarfélag- inu, Skipholti 37, sími 82930. Suðurnesjakonur ath: Líkamsþjálfun Nýtt 6 vikna námskeið hefst 15. janúar í íþróttahúsi Njarövíkur. Dag- og kvöldtímar. Tímar tvisvar og fjórum sinnum í viku. Byrjendur og framhaldsflokkar. Styrkjandi og mýkjandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. Uppl. og innritun í síma 6062. Jazzballett Kennsla hefst aftur 18. janúar. Nemendur mæti á sömu tímum og fyrir jól. Innritun nýrra nemenda í síma 6062. Ath: Allir aldursflokkar. Birna Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.