Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 Friðrik Sophusson, alþm; Stefna Sjálfstæðis- flokksins í vaxtamálum Undanfarna daga hafa birzt í dagblöðum fréttir af ágreiningi milli Seðlabanka og ríkisstjórnar um vaxtakjör og sparifjár og útlána. Öllu hljóðlátar rann í gegnum kerfið verðtrygging afurðaiána atvinnuveganna (gengistrygging) og eru þó þessi mál af sama meiði. Lánakjör í landinu hafa í vetur verið í sviðsljósinu, enda eru ávöxtunar- kjör lánsfjár hagstjórnartæki, sem hefur stórkostleg áhrif á efnahagsstarfsemina í landinu. Beinar eða óbeinar aðgerðir Jafnvægi á fjármagnsmarkaðn- um er mikilvæg forsenda þess að í landinu sé stöðugur gjaldmiðill. Að sjálfsögðu kemur þar fleira til, en ekki verður farið út í það að rekja þá þætti hér, þótt þeir séu engu síður veigamiklir í barátt- unni gegn verðbólgunni. Til að ná jafnvæginu á peninga- markaðnum má nota beinar að- ferðir, svo sem útlánahömlur og skömmtunarkerfi, sem íslendingar þekkja í raun og virðast njóta talsverðra vinsælda, ef marka má afstöðu Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Slíkar aðgerðir gefa pólitískum útlánastjórnum tækifæri til að gera upp á milli lánþega án þess að taka tillit til arðsemi. Sömu afstöðu hafa áður- nefndir flokkar til verðlagsmála, þótt fjölmörg rök hnígi í þá átt, að beint verðlagseftirlit haldi verð- laginu háu. Frjálshyggjumenn, sem vilja dreifa hagvaldinu, benda á' aðra leið, óbeinar aðgerðir, þar sem samkeppnismarkaðurinn er látinn ráða verðinu á vöru, þjónustu og á fjármagni. Sjálfstæðisflokkurinn styður því verðlagseftirlit neyt- enda sjálfra, sem með innkaupum sínum velja hagkvæmasta vöru- verðiö. Á sama hátt styður Sjálf- stæðisflokkurinn markaðsvaxta- stefnu, sem leiðir til jafnvægis án skömmtunar og stýrir fjármagni í arðsama farvegi. Á þessari grundvallarstefnu sjálfstæðismanna eru þó undan- tekningar, einkum þegar sam- keppni er ekki fyrir hendi eða viðurkennd félagsleg viðhorf (t.d. í húsnæðismálum) koma til skjal- anna. Umræður um vaxtamál á þingi Vaxtamálin voru rædd ítarlega á Alþingi í vetur og í þeim umræðum kom glögglega í ljós, hve ósættanleg viðhorf stjórnar- flokkanna eru innbyrðis í þessu máli. Vilmundur Gylfason og nokkrir Alþýðuflokksmenn lögðu fram frumvarp um vísitöluvexti (raunvexti) og Lúðvík Jósepsson flutti fjórar ræður til að andmæla frumvarpinu. Frumvarp Vilmundar er ósveigjanlegt og gallað eins og síðar verður vikið að, þótt meginstefnan sé góð og lýsi skilningi flutningsmanns á nauðsyn óbeinna aðgerða, beitingu vaxtakjara, í baráttunni gegn verðbólgunni. Lúðvík var hins vegar fulltrúi hins afturhaldssama miðstýringarhóps, sem kýs beinu aðgerðirnar, skömmtun og höft. I fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis gerðu sjálf- stæðismenn nauðsynlegar breyt- ingar á frumvarpi Vilmundar. Nú reynir á Alþýðuflokkinn, hvort hann er tilbúinn til samstarfs um þetta mál eða hvort hann kýs fremur faðmlög við þá flokka, sem hafa hvað eftir annað á undan- förnum mánuðum barið hann til hlýðni eins og baldinn hund. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á þau atriði, sem skipta máli í þessum efnum. I Vísisgrein skömmu fyrir jól greip Vilmundur í það hálmstrá að réttlæta stuðn- ing sinn við ríkisstjórnina með því að ekki sé talandi við Sjálfstæðis- flokkinn, þar sem hann hafi enga vaxtastefnu. Lesendur geta sjálfir dæmt um það eftir lestur þessarar greinar hvort svo sé, en undir- ritaður nennir hins vegar ekki að eiga orðastað við Vilmund um uppáhaldsumræðuefni hans, sem kom fram í nefndri grein. Um- ræður um kálgarða og kálhausa verða því að bíða betri tíma. Tillaga Vilmundar og viðbrögð sjálfstæðismanna Tillaga Vilmundar er á þá leið, að Seðlabankanum, sem nú fer með formlegt vaxtaákvörðunar- vald, sé skylt að ákvarða vaxtakjör banka og sparisjóða í samræmi við verðbólgukjör á hverjum tíma og endurskoðist þannig á þriggja mánaða fresti. Ekkert er tekið fram um það, hvort þetta eigi að gilda um öll inn- og útlán banka og sparisjóða. í umræðunum um frumvarpið lýstu talsmenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalagsins sig and- víga frumvarpinu, en þeir tveir sjálfstæðismenn, sem ræddu málið, kváðust styðja meginstefn- una, þótt þeir teldu frumvarpið gallað að gerð. Sá, sem þetta ritar, sagði m.a. orðrétt í umræðunum: „En ég vil segja það út af því, að þetta frv. er komið fram, að ég fagna því og styð meginstefnuna, sem kemur fram í frv. og byggir á raunvaxtarsjónarmiðinu. Við verðum að hafa það í huga, að raunvaxtasjónarmiðið er sett fram (og raunvextir) til þess að ná jafnvægi á fjármagnsmarkaðnum og hjálpa til að ná verðbólgunni niður, þegar til lengri tíma er litið. Það sem hins vegar birtist strax eða tiltölulega fljótlega, þegar til slíkra ráðstafana er gripið, er það, að fjármagnið leitar í arðsamari farvegi heldur en. það gerir í núverandi kerfi og til viðbótar, að gera má ráð fyrir því, að almennur frjáls sparnaður landsmanna auk- ist að ráði.“ Og síðar í ræðunni orðrétt: „Þetta vekur þá spurningu, hvort ákvörðunarvaldið í þessum málum eigi yfir höfuð að vera hjá Seðlabanka Islands. Mér er að sjálfsögðu ljóst, að það gerist víðast hvar, að slíkt ákvörðunar- vald sé hjá Seðlabönkum ríkja. En það kemur fyllilega til greina að mínu viti að taka þetta ákvörðunarvald af Seðlabankanun, sem þýðir það, að bankar og sparisjóðir, en 13. gr. Seðlabanka- laganna virðist vísa fyrst og fremst til vaxtakjara þeirra, mundu sjálfir hafa tækifæri til þess að mynda sér sína vaxta- stefnu. Það þýðir, að vextirnir yrðu markaðsvextir á hverjum tíma. Þessa skoðun mína byggi ég reyndar á sömu rökum og fram komu hjá hv. 1. flm. frv. (Vilmundur — innskot), en þau eru, að Seðlabankastjórnin og ríkisstj., þ.e.a.s. hið pólitíska vald, hafi ekki reynst vandanum vaxið í þessum efnum. Markaðsvextir þurfa ekki alltaf að fylgja verð- bólgunni. Þeir geta verið lægri og þeir geta verið hærri, allt eftir því hvernig jafnvægið er á lána- markaðinum hverju sinni. Og í sambandi við þetta er það líka íhugunarefni, hvort ekki er kom- inn tími til þess að ógilda verðtryggingarlögin frá 1966 að meira eða minna leyti. Þá á ég sérstaklega við það, að hægt sé að verðtryggja lán á milli ein- staklinga, ekki síst þegar þau lán eru tryggð t.d. með fasteignum. Og þá kemur enn fremur til greina og það er nú nánast formlegt atriði, að fella úr gildi okurlögin nema þann þátt þeirra, sem lýsir sér í 7. gr. og er nánast samningaréttar- legs eðlis. Það er misneytingar- grein okurlaganna.“ (Umræður í N.d. 1978). Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þess- um umræðum orðrétt: „Ég vil í upphafi máls míns lýsa fylgi mínu við þann megintilgang sem ég tel felast í frv. því til 1. um breyt. á 1. um Seðlabanka íslands sem nú er til umr. Ég hlýt þó að taka það fram, að ég kysi heldur að í stað þess að talað væri um vaxtakjör í 1. gr. væri talað um ávöxtunarkjör. Eins og vextir hafa verið skilgreindir, eru þeir endur- gjald til þess, sem sparar, fyrir að fresta eyðslu tekna sinna um tiltekinn tíma og þá gengið út frá því að höfuðstóll skuldarinnar verði endurgreiddur með sama verðmæti og hann var í þegar lánið var veitt, en auk þess komi endurgjald fyrir lánið, vextir, sem þá yrðu vitanlega mjög lágir, 2—4% eða eitthvað þar um bil. Auðvitað er leið i þessu efni að fela inni í vaxtakjörum einnig verð- tryggingu og tala um vexti í þeim skilningi. En ég tel að aðalatriðið sé að þess sé gætt, að þeir, sem inna það þjóðnýta hlutverk af hendi að leggja til hliðar nokkuð af tekjum sínum, fái þann hluta endurgreiddan, þegar þeir þurfa á að halda, með fullu verðgildi og auk þess mjög hóflegt endurgjald fyrir lánið. Þetta getur gerst með því að ákveða í fyrsta lagi vextina svo háa, að tryggt sé að verðgildið sé hið sama, í öðru lagi með því að beita verðtryggingarákvæðum til viðbótar vaxtagreiðslum og í þriðja lagi með því að gengis- tryggja höfuðstól skuldarinnar, og með þeim hætti gætu vextir einnig verið tiltölulega lágir. Ég tel rétt að þetta komi hér fram og verði til athugunar í þeirri n. sem fær þetta frv. til meðferðar. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að það sé athugunarefni, hvort Seðlabankinn eigi að hafa jafnvíð- tækt vald varðardi ákvörðun vaxtakjara og hann raunar hefur samkv. núgildandi lögum og gert er ráð fyrir í þessu frv., þótt hann sé með þessu frv. bundinn við að ákveða vaxtakjör a.m.k. jöfn verðbólgustigi á hverjum tíma. Þá á ég við hvort eðlilegra væri að Seðlabankinn tæki fyrst og fremst ákvörðun um vaxtakjör í viðskipt- um Seðlabankans við viðskipta- menn sína, þ.e.a.s. aðra viðskipta- banka og aðra viðskiptamenn, en hins vegar sé það háð lögmálum framboðs og eftirspurnar á fjár- magnsmarkaðnum hvernig ávöxtunarkjör fjármagns eru að öðru leyti. I þessu felst að 'ég tel nauðsyn- legt að verðtrygging fjárskuld- bindinga, bæði hjá bankastofnun- um og lánastofnunum og í við- skiptum einstaklinga innbyrðis, sé frjáls.“ (Umræður í N.d. 3. nóv. 1978) I ræðum Sjálfstæðismanna og fleiri ræðumanna kom fram með skýrum hætti, að tillaga Vilmund- ar væri ekki nægilega sveigjanleg, þar sem ekki væri gert ráð fyrir mismunandi vaxtakjörum á velti- innistæðum annars vegar og eigin- legum sparnaði hins vegar. Umsögn Seðlabankans Þegar raunvaxtatillagan kom til nefndar, var hún m.a. send til umsagnar Seðlabankanum. í þeirri umsögn segir m.a. orðrétt: „í fyrsta lagi er á það að benda, að vextir eru þrátt fyrir margvís- leg afskipti stjórnvalda, í eðli sínu markaðsverð á fjármagni, sem hefur það hlutverk við frjáls markaðsskilyrði að koma á jafn- vægi á milli framboðs og eftir- spurnar eftir fjármagni. Með því að setja vexti lægri með stjórn- valdsákvörðun en gilda mundi á markaði myndast óhjákvæmilega skortur á lánsfé og skömmtunar- ástand með þeim margvíslegu ókostum, sem íslendingum er fullkunnur. Stjórnvöld geta með öðrum orðum sett vexti lægri en markaðsvexti, ef menn vilja taka afleiðingunum, en markaðsvextir hljóta hins vegar alltaf að setja hámark þeirra vaxta, sem bankarnir geta borgað fyrir sparifé, því að við hærri vexti gengur lánsféð ekki út. Nú er það yfirleitt svo, að raunvextir eru jákvæðir við frjáls markaðsskil- yrði, en þó geta þær aðstæður verið fyrir hendi a.m.k. um tíma, að markaðsvextir verði neikvæðir, einkum ef saman fer verðbólga og efnahagslegur samdráttur. Af þessum ástæðum er eðlilegra að setja raunvaxtamarkmið fram í formi almennrar stefnumörkunar eða með tilteknum fyrirvörum fremur en að binda það ekki jafnfast og skilyrðislaust í lögum og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. í öðru lagi er ástæða til að vekja athygli á því, að vextir eru mjög mismunandi eftir eðli og tíma- lengd viðkomandi peningakröfu. Á aðra hlið eru t.d. vextir af sparifé og verðbréfum, sem bundið er til langs tíma, en hins vegar vextir af lausafé, einkum innstæðum á ávísana- og hlaupareikningum. í fyrra flokknum er hinn raunveru- legi peningalegi sparnaður, þar sem ákvörðun skiptir meginmáli og þar sem jákvæðir raunvextir þurfa að vera ríkjandi, ef ekki á að draga úr sparnaði. í síðari flokkn- um er hins vegar lausafé, sem menn þurfa á að halda til að mæta stutttíma greiðsluþörfum. Vextir á slíku fé eru í flestum löndum mjög lágir eða engir og raunvextir því oftast neikvæðir Það er því líklega óraunhæft markmið að stefna að því að vextir á því fylgi verðbólgu- stigi, þótt jafnframt sé augljóst, að mjög neikvæðir vextir af slíkum lausafjárinnstæðum geti valdið fjárflótta og dregið þannig úr heildarframboði á lánsfé. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið raktar er það skoðun banka- stjórnar Seðlabankans, eð ekki sé æskilegt að festa viðmiðun vaxta við verðbólgustig á jafn skilyrðis- lausan hátt og gert er í frumvarp- inu. Annars vegar getur verið erfitt að komast hjá því að víkja frá jákvæðum raunvöxtum að einhverju leyti eða um tíma, ef óvenjulegar aðstæður á peninga- markaðnum eða efnahagslegur samdráttur gera það nauðsynlegt. Hins vegar er tæpast fram- kvæmanlegt að láta raunvaxta- kröfuna gilda fyrirvaralaust um allar innstæður, heldur á hún að gilda fyrst og fremst um raun- verulegt sparifé, einkum það sem bundið er til nokkurs tíma, svo og um alla almenna útlánastarfsemi. Tillögur sjálfstæðismanna Það er álit flestra þeirra, sem styðja raunvaxtastefnu, að þrátt fyrir góðan vilja vafalaust hafi Vilmundur ekki rambað á rétta formúlu til að frumvarpið næði tilgangi sínum. í samræmi við yfirlýsta skoðun sína gerði því þingflokkur sjálfstæðismanna breytingartillögu við frumvarpið, þar sem kveðið er á um, að Seðlabankinn ákveði einungis vexti af lánum til viðskiptavina sinna, en bankar og sparisjóðir gætu ákveðið vaxtakjör sín sjálfir. Með þessum tillögum næst fram hvort tveggja í senn: Sveigjanleg vaxtastefna og vaxtakjör, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.