Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 43 Aðeins þriggja marka ósigur fyrir heimsmeist- 1 urum V-Þýskalands ÍSLENDINGAR töpuðu öðrum leik sínum í Baltic Cup í gærkvöldi, en þá léku þeir við heimsmeistara Vestur-Þjóð- verja. Leiknum lauk með sigri Þjóðverja 17—14. Staðan í leikhléi var 11—7 Þjóðverjum í hag. Samkvæmt upplýsing- um dönsku fréttastofunnar Ritzau höfðu Vestur-Þjóðverjar nokkuð góð tök á leiknum og höfðu yfirhöndina allan tímann ef frá er skilið fyrsta mark leiksins sem Islendingar skoruðu. íslenska liðið lék þó mjög vel og sýndi aldrei neina minnimáttar- kennd. Það sem gerði íslenska liðinu mjög erfitt fyrir var hversu illa þeim gekk að skora úr vítaköstum, og fóru ekki færri en fjögur vítaköst af fimm forgörðum og sum á mikilvægum augnablik- um. Vestur-þýski markvörðurinn Rainer Niemeyer sýndi frábæran leik í markinu og varði hann tvö af vítum íslendinga en eitt fór í þverslá og það fjórða var varið af Rudolf Rauer. Ólafur Einarsson skoraði úr eina vítakastinu sem íslendingum tókst að nýta. Gangur leiksins________________ Eins og fyrr sagði skoraði íslenska liðið fyrsta markið en Þjóðverjar jafna og komast í 2—1, íslenska liðið jafnar en það var í eina skiptið sem jafnræði var með liðunum. Þýska liðið tók afgerandi forystu og komst í 5—2 og síðan í 7—2. Þrátt fyrir að Ólafur Bene- diktsson sem var í markinu sýndi enn einu sinni afbragðsmark- vörslu. Staðan í leikhléi var svo 11—7. Islendingum gekk illa að nýta tækifæri sín og lentu hvað eftir annað í erfiðleikum á móti sterk- um og hávöxnum leikmönnum Þjóðverja. Þá var markvörður þýska liðsins besti maðurinn og hleypti ógjarnan skoti í netið. í upphafi síðari hálfleiks skora svo Þjóðverjar strax og ná þar með öruggri fjögurra marka forystu. íslendingarnir fá nú tvö vítaköst og gullið tækifæri til að minnka muninn niður í tvö mörk og hefði þá allt getað gerst. En þau voru bæði varin og við það var sem drægi úr íslenska liðinu. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er ekki hægt að segja annað en að landinn hafi staðið sig mjög vel. Þeir misstu aldrei tök á leiknum og börðust vel allan tímann. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að tapa með aðeins þriggja fharka mun á móti sjálfum heimsmeisturunum í handknattleik. Besti maður íslenska liðsins var Ólafur Benediktsson, en aðrir leikmenn voru allir jafnir og stóðu allir vel fyrir sínu. Greinilegt var að þreyta er komin í mannskapinn enda ekki nema eðlilegt eftir fjóra landsleiki á skömmum tima, tvo hér heima og tvo úti. Mörk íslands: Viggó Sigurðsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Ólafur Jónsson 2, Jón Pétur Jónsson 2, Steindór Gunnarsson 2, Páll Björgvinsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1 og Ólafur Einars- son 1 (v). Mörk Vestur-Þýskalands: Claus Fey 4, Peter Meisinger 3 (2v), Heine Brand 3, Arnulf Meffle 2, Deckarm 2, Harald 1, Waltke 1. Brottvísanir af leikvelli: Árni Indriðason í 2 mín. Harald Ohly 3x2 mín. og Frank Damann í 2 mín. Vítaköst: ísland fékk 5 en aðeins eitt þeirra Vestur-Þýskaland skoraði úr báðum. Áhorfendur 600. heppnaðist. fékk tvö og - ÞR. Ymii'SB&V ^. Úrslit á Baltic Úrslit leikja á Baltic gærkvöldi urðu þessi. Island — V.-Þýskaland Danmörk — Pólland A-Þýskaland — Svíþjóð Sovét — Danmörk Cup í 14.17 15.22 28.20 23.17 Úr leik íslands og Vestur-Þýskalands í gærkvöldi. Steindór Gunnarsson svííur inn af línunni og skorar. Til vinstri er Heine Brand og reynir að brjóta á Steindóri en tekst ekki. Símamynd Nordfoto. BÚIÐ er að draga í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. þrátt íyrir að mörgum sé enn ólokið. Svo virðist. þegar litið er á dráttinn. að liðin úr 1. deild haíi á ótrúlegan hátt tekist að forðast hvert annað. Það er helst mögu- leiki á stórleik ef Leeds slær út Ilartlepool og mætir þá annað- hvort Coventry eða WBA. Lítum á þá leiki sem á dagskrá vcrða í 4. umferð bikarkeppninnar. Bristol Rovers — Charlton eða Maidstone Sheffield W. eða Arsenal — Notts County Shrewsbury — Manchester City eða Rotherham Nott. Forest — York Southend eða Liverpool — Black- burn Newport — Colchester Preston eða Derby — Southampton Tottenham eða Altrincham — Wrexham eða Stockport Ipswich — Orient Stoke eða Oldham — Leicester Middlesbrough eða Cr. Palace — Bristol City Newcastle eða Torquay — Wolverhampton Fulham — Man.Utd. eða Chelsea Hartlepool eða Leeds — Coventrv eða WBA i Jóhann Ingi í viðtaii við Mbl.: „Stórskytturnar brugóust á móti V-Þjóðverjum“ Fjórar breytingar á liðinu sem leikur við Pólverja í kvöld — LEIKURINN á móti heimsmeisturunum var erfiöur. Vörnin hjá þeim er ofsalega grimm. Þeir bók- staflega tættu utan af okkur treyjurnar. Þrátt fyrir að við tækjum hressilega á móti dugði það bara ekki til, sagði Jóhann Ingi landsliðsþjálfari er Mbl. ræddi við hann í gærkveldi. — Þegar aðeins 9 mínútur voru eftir af leiknum höfðu Þjóðverjar tveggja marka forystu, 15—13; þá misnotum við vítakast, það fjórða í leiknum. Þorbjörn Guðmundsson lét verja hjá sér eitt víti, Ólafur Einarsson tvö og Jón Pétur eitt. — Ég er að mörgu leyti ánægður með leikinn, að vísu brugðust stórskyttur okkar. Markverð- ir þýska liðsins vörðu frá þeim alls 19 skot í leiknum. Upp á móti kom góð nýting af línunni og góð ógnun var í hornunum. Ólafur Benediktsson átti enn einn stórleik. Hann varði 14 skot í kvöld og þar af ein 4 hraðaupphlaup. Stórstjarnan Deckram átti tvö þeirra og í bæði skiptin varð hann svo hissa að hann starði á Óla eins og naut á nývirki og skildi ekki neitt í neinu. — Ég geri miklar breyt- ingar á liðinu fyrir leikinn annað kvöld á móti Pól- verjum. Ég hvíli Ólaf Ben. og set þá Stefán Gunnarsson, Þorbjörn Jensson, Axel Axelsson og Brynjar Kvaran inn. Hverjir hvíla er ekki alveg ljóst ennþá. Pólska liðið hefur eflst með hverjum leik og sigruðu Dani léttilega í kvöld. Þeir voru óheppnir að tapa fyrir Vestur-Þjóðverjum. Ég reikna með að við leikum við Svía um 5.-6. sætið í keppn- inni. Það yrði góð æfing fyrir Spán. Leikurinn við Pólverja verður notaður í að æfa pýramýdavörnina og taka menn úr umferð, jafnvel tvo eins og við gerðum heima. Hins vegar er alltaf erfitt að leika á svo skömmum tíma við sama landslið. Við gjör- þekkjum nú hvorir aðra. — Við munum hins vegar ekkert gefa eftir og berjast til þrautar þrátt fyrir að mikil þreyta er nú komin í mannskapinn. Strákunum líður öllum vel og biðja fyrir kveðjur heim. Jóhann Ingi var mjög ánægður með allar móttökur og aðbúnað og sagði að ferðin og leikirnir hefðu fullkom- lega þjónað tilgangi sínum. - Þ>'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.