Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
Leiðtogarnir á Guadeloupe: Schmidt, Carter, Giscard d’Estaing og Callaghan.
Fréttaskýring
Carter hœkkaði í
átíti í Guadeloupe
Andrúmsloftiö á nýafstöðnum leiðtogafundi Vest-
urveldanna á eynni Guadeloupe í Vestur-lndíum var
miklu afslappaðra en á fyrri fundum peirra.
Aðstoðarmenn Carters forseta telja skýringuna Þá að
álit hans sem heimsleiötoga hafi aukizt verulega
vegna Þess árangurs sem hefur náðst í friðarviðræð-
unum í Miöausturlöndumm og í viöræðunum um
nýjan Salt-samning og vegna Þeirra eðlilegu
samskipta sem Bandaríkjamenn ætla að taka upp viö
Kínverja. Árangurinn er sá aö Carter er í langtum
sterkari aöstöðu en hann var Þegar leiötogarnir komu
saman fyrir sex mánuðum til viðræðna um
efnahagsmál í Bonn.
Almennt er viöurkennt aö bæði
Helmut Schmidt kanslari og
Valery Giscard d’Estaing for-
seti voru ekki eins gjarnir á aö
gagnrýna foryptuhlutverk
Bandaríkjamanna á Guade-
loupe og fyrir Bonn-fundinn.
Skömmu fyrir þann fund for-
dæmdi Schmidt stefnu Banda-
ríkjamanna í orkumálum og
kvaö hana lýsa ábyrgðarleysi
og Giscard d’Estaing lýsti því
yfir aö efnahagsbati Vestur-
landa gæti ekki oröið aö
veruleika nema því aöeins aö
Bandaríkjamenn drægju úr
olíuinnflutningi sínum.
Engin slík gagnrýni kom fram á
ráðstefnunni í Guadeloupe og
leiðtogarnir gerðu sér sérstakt
far um aö leggja áherzlu á að
gott persónulegt samband
væri milli þeirra. James
Callaghan forsætisráðherra
sagði að ráöstefnan heföi verið
fundur manna, sem treystu
hver öörum og væru vinir, og
því taldi hann eðlilegt að
nokkur áherzlu- og blæbrigða-
munur hefði komið fram í
vissum málum, en um slíkt
væri ekki að fást þegar vinir
ættu í hlut.
Efasemdir
Þrátt fyrir þetta er Ijóst, að
evrópsku leiðtogarnir eru enn-
þá haldnir alvarlegum efa-
semdum um hæfileika Carters
sem heimsleiðtoga og festu
Bandaríkjamanna í heimsmál-
unum. Vestur-Þjóðverjar hafa
til dæmis áhyggjur af því, að
Bandaríkjamenn gangi of langt
í hrifningu sinni á sambandinu
við Kínverja, þannig að þeir
geti raskað hinu viðkvæma
jafnvægi sem er milli Rússa og
Vestur-Evrópuþjóöa. Schmidt
kanslari varði til þess löngum
tíma að vara Carter viö þeim
hættum, sem væru því samfara
að samþykkja of mörg tilmæli
Kínverja um vestræna tækni-
þekkingu og tæknibúnað,
þannig að Rússar fylltust ekki
ugg og tækju upp haröari
afstöðu í Vestur-Evrópu.
Frakkar fara ekki dult með
efasemdir sínar varðandi
mannréttindastefnu Carters og
hik sem þeir telja að Banda-
ríkjamenn sýni gagnvart um-
svifum Rússa og Kúbumang,a í
Afríku. Frakkar telja líka, að
Bandaríkjamenn hafi tekið
skakkan pól í hæðina í íran, að
þeir hafi ekki áttað sig á alvöru
ástandsins þar nógu fljótt og
að þeir hafi verið óhóflega
seinir að komast upp á lag með
að kunna að beita andstæö-
inga keisarans réttum tökum.
Bæði Frakkar og Vestur-Þjóð-
verjar eru enn fremur uggandi
vegna þess að yfirstandandi
viðræöur Bandaríkjamanna og
Rússa um takmörkun ' kjarn-
orkuvopna, Salt, gætu gert
Evrópu berskjaldaða fyrir með-
allangdrægu eldflaugum
Rússa, en Carter lagði á það
mikla áherziu að draga úr
þessum áhyggjum á leiðtoga-
fundinum.
Atkvæðameiri
Vestur-þýzkir embættismenn í
viðræðunum viðurkenndu, en
með semingi þó, að Carter
væri orðinn atkvæöameiri
samningamaður í alþjóðamál-
um en í byrjun kjörtímabils
hans. Einn þeirra sagði, að
Carter hefði átt margt ólært
eins og allir byrjendur. Hann
bætti því við, að Schmidt og
Carter hefðu áttu mjög hrein-
skilninslegar viðræður á Bonn-
fundinum og í símtölum síðan
sá fundur var haldinn og með
þeim árangri, að sá persónu-
legi krýtur, sem sagt hefði
verið að hefði komið upp á milli
þeirra, væri nú úr sögunni.
Schmidt var eini menntaði hag-
fræðingurinn í hópi leiðtog-
anna á fundinum og hefur meiri
reynslu en þeir í alþjóöamálum,
en í lok fundarins fór hann
hlýjum orðum um þá alúð og
hreinskilni og þann samstarfs-
vilja og vináttuhug, sem heföi
einkennt viðræður hans við
Carter og hina leiðtogana.
Frakkar virðast enn líta á Carter
sem viðvaning í heimsmálun-
um. Einn þeirra sagöi, að
áhyggjur frönsku stjórnarinnar
væru ekki í því fólgnar, að
Carter stofnaði hagsmunum
Vestur-Evrópu viljandi í hættu,
heldur fyrir vangá og af slysni.
Þrátt fyrir þetta var allt annað
andrúmsloft á ráöstefnunni en
á fyrri fundum hinna fjögurra
leiðtoga. Sá árangur, sem
hefur náðst á sviöi utanríkis-
mála undanfarna sex mánuði,
hefur orðið til þess, að Carter
virðist nú vera miklu atkvæða-
meiri og áhrifameiri forystu-
maður í hópi leiðtoga heimsins.
Hann sýndi aö minnsta kosti
miklu meiri myndugleika en á
Bonn-fundinum fyrir sex mán-
uðum þegar allt virtist ganga á
afturfótunum hjá honum út á
við og vinsældir hans voru
minni en nokkru sinni áður
samkvæmt skoðanakönnun-
um. Staða hans er betri og
sterkari.
Callaghan, Schmidt, Giscard d’ Estaing og Carter ásamt frú Carter og konu franska
forsetans á Guadeloupe.
Martens reynir
stjórnarmynd-
un í Belgíu
Briissel, 9. jan. AP
WILFRIED Martens. formaður
flæmska kristilega demókrata-
flokksins í Belgíu, hefur ákveðið
að verða við tilmælum Baldvins
Belgíukonungs og reyna að
mynda næstu stjórn í landinu.
Ilann hefur leitt flokk sinn
síðustu tvö ár. Hann er 42 ára
gamall.
Eftir kosningar í Belgíu í
desember hefur ekki tekizt að
koma þar saman ríkisstjórn.
Fráfarandi stjórn skipuðu
flæmskir og vallónskir kristilegir
demókratar, vallónskir sósíalistar
og fulltrúar tveggja smáflokka.
Skotið að hús-
freyjum í út-
varpsþætti
Rómaborg, 9. jan. Reuter
VOPNAÐIR og grímuklæddir
menn réðust í dag með sprengjum
á litla útvarpsstöð sem er í eigu
vinstri sinna og slösuðust íimm
húsfreyjur sem fengnar höfðu
verið til að taka þátt í umræðu-
þætti um stöðu konunnar og voru
þær í beinni útsendingu.
Fyrst hentu mennirnir sprengju
inn í upptökuherbergið og skutu
síðan mörgum skotum að konun-
um en þær sluppu þó allar lifandi.
Lögreglan skýrði ekki frá þvi
hverjir árásarmennirnir væru.
Nokkrum klukkutímum eftir at-
burðinn hringdi maður til II
Tempo og sagði: „Við erum fasist-
ar. Við berum ábyrgð á tilræðinu."
Ljóðskáld stein-
steypu látið
Róm, 9. jan. Reuter
IIINN frægi ítalski arkitekt Pier
Luigi Nervi sem kallaður hefur
verið „ljóðskáld í steinsteypu“
lézt í dag, 87 ára.
Hann var mikill brautryðjandi á
sviði byggingarlistar og teiknaði
fjölda af stórbrotnum byggingum
og má nefna UNESCO-bygginguna
í París, dómkirkjuna í San
Francisco og áheyrnarsal Páfa-
garðs svo nokkuð sé nefnt. Hann
vann verðlaun í mörgum sam-
keppnum sem hann tók þátt í á
yngri árum og var sæmdur fjölda
viðurkenninga um ævina.
Rit Castros gef-
in út í Sovét
Moskvu, 9. jan. AP.
KOMIÐ er út í Sovétríkjunum
safn ritgerða og ræðna, sem Fidel
Castro, forsætisráðherra Kúbu,
hefur samið og flutt. Er þetta ti!
að minnast 20 ára afmælis
kúbönsku byltingarinnar. Bókin
hefur fengið forkunnargóðar við-
tökur í Sovét, að sögn TASS.
Aftur látast tug-
ir í járnbrautar-
slysi í Tyrklandi
Ankara. 9. jan. AP.
ANNAÐ alvarlegt járnbrautar-
slys á tæpri viku varð við Ankara
í dag er tvær lcstir rákust á með
þeim afleiðingum að þrjátíu
manns létust samstundis og 100
manns slösuðust, þar af eru
allmargir í lífshættu.
Eldur kom upp í vögnunum eftir
áreksturinn og ýmsir brunnu til
bana vegna þess að þeir komust
ekki út úr löskuðum vögnunum.
Áreksturinn varð við
Behicbeystöðina, skammt frá
Ankara.