Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 31

Morgunblaðið - 19.01.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 31 L oks sigur hiá stúdentum Mikið cr nú gaman að horfa á skemmtilcgan og fjörlegan körfu- boltalcik. Einn slíkur fór fram í gærkvöldi í íþróttahúsi Kennara- skólans. Liði stúdenta tókst þar að vinna langþráðan sigur, sem vissulega cykur líkurnar á því, að þeir haldi sæti sínu í úrvalsdeild- Bikarkeppni HSÍ: Ármann vann ÍA ÁRMENNINGAR þurítu að taka á honum stóra sínum til að sigra lið ÍA í bikarkeppni HSI í gærkvöldi á Akranesi. Eftir að venjulegum leiktima var lokið var staðan jöfn 17—17. Var þá framlengt í 2x5 mínútur og tókst þá Ármenningum að knýja fram sigur, 24—21. Staðan í leikhléi var 9—8, Ármanni í vil. þr. inni. Fórnarlömbin voru ÍR-ing- ar, sem léku alls ekki illa í þessum leik, áttu einfaldlega ekkert svar við stjörnuleik stúdenta. Leiknum lyktaði með 5 stiga sigri stúdenta, 115-110, en í hálfleik var staðan 55-43 stúdent- um í vil. ÍR-ingar hófu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 6-0. Leikurinn jafnaðist þó nokkuð þegar líða tók á hálfleikinn og undir lok hans tóku stúdentar mikinn kipp og höfðu í hálfleik 13 stiga forystu. I síðari hálfleiknum reyndu IR-ingar allt hvað af tók að vinna Ársþing HSÍ Ársþing HSÍ hefst á Hótel Esju í kvöld, klukkan 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. upp forskot stúdenta, en þeir síðarnefndu létu hvergi bilbug á sér finna og kærkominn sigur var í höfn. Leiki stúdentar næstu leiki af sama kraftinum og sömu leikgleð- inni og leikinn í gærkvöldi, þurfa þeir ekki að kvíða neinni fallbar- áttu. Þrátt fyrir meiðsli sín lék Dirk Dunbar einsog hann best gerir og sýndi íslenskum áhorf- endum enn einu sinni hvílíkur afburðaleikmaður hann er. Sumar körfurnar hans í gærkvöldi voru með því fallegasta sem sést í körfubolta. Var hittni hans í leiknum með ólíkindum og stigin alls 45. Geri aðrir einfættir betur! Eins og áður segir léku ÍR-ingar alls ekki illa í gærkvöldi, þeir hittu einfaldlega fyrir sér ofjarla sína og því fór sem fór. Kristinn Jörundsson átti mjöggóðan leik að þessu sinni bæði í vörn og sókn. Jón Jörundsson var einnig góður, en Jón er mikil skytta og er illstöðvandi, þegar hann er einu sinni kominn vel í gang. Leikinn dæmdu þeir Þráinn Skúlason og Guðbrandur Sigurðsson, og dæmdu þeir sæmilega. STIGIN FYRIR ÍS: Dunbar 45, Bjarni Gunnar 28, Jón Héðinsson 13, Albert Guðmundsson 10, Ingi Stefánsson 8, Gísli Gíslason 6, Steinn Sveinsson 5. STIGIN FYRIR ÍR: Paul Stewart 33, Kristinn Jörundsson 32, Jón Jörundsson 24, Stefán Kristjáns- son 14, Erlendur Markússon 3, Guðmundur Guðmundsson og Kol- beinn Kristinsson 2 hvor. ri Þór-KR í kvöld: EINN leikur fer fram í úrvalsdeild körfuboltans í kvöld. Er það leikur Þórs og KR sem fram fer á Akureyri klukkan 20.30. Engum blöðum er um það að fletta, að KR er sigurstranglegri aðilinn í leikn- um. Þórsarar gætu þó hrellt þá, einkum ef KR-ingar telja leikinn fyrirfram unninn. Á laugardaginn munu KR-ingar síðan styrkja Þór, með því að leika gestaleik gegn þeim og hefst sú viðureign klukkan 15.30. íþróttamaður Norðurlanda: Skúli kom til ðlita EINS og íram hefur komið. var Hjörn Borg kosinn íþróttamaður Norðurlanda árið 1978. Það eru samtiik íþróttafréttaritara á Norðurlöndum sem standa að kjörinu og er þetta í annað skiptið sem Borg hreppir titilinn. Fulltrúar hinna Norðurlandanna voru eftirtaldin Skúli Óskarsson fyrir Islands hönd. norska sundkonan Lene Jensen, sem hreppti silfur á IIM í sundi í Berlín síðastliðið sumar. Keppti hún í 100 metra skriðsundi. Danski heimsmeifltarinn í vélhjólaakstri. Uli Olsen, var fulltrúi Danmerkur og Ilelena Takaola, Finnlandi, heimsmeistari í 5 km skíðagöngu og silfurverðlaunahafi í 20 km boðgöngu. Að sögn Bjarna Felixsonar. formanns samtaka íslenskra íþróttafréttaritara. sem er nýkominn að utan. kom Skúli Óskarsson mjög sterklega til álita. ba'ði hjá dómnefndinni og blöðunum í Skandinavíu, sem um kjörið rituðu. Var það einkum vegna þess árangurs sem Skúli hefur náð með hliðsjón af því. að hann er eini 100 prósent áhugamaðurinn í hópnum Björn Borg ía'r hikar mikinn afhentan frá Volvo-verksmiðjunum innan skamms og verða við þá athöfn viðstaddir þeir íþróttamenn sem taldir hafa verið upp hér að framan. „Þar var sung- ið eins og best gerist íaætlun■ arbíl á íslandi“ Sá. sem spreytir sig að þessu sinni við getraunaspá Morgun- blaðsins. er Baldur Jónsson vall- arstjóri íþróttavallar Reykjavík- urborgar. Baldur hefur fylgst með ensku knattspyrnunni í f jölda ára og séð ófá ensk lið leika bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur Baldur að sjálfsögðu fylgst mjög náið með framþróun ís- lenskrar knattspyrnu vegna starfs síns á íþróttavöllunum og hefur því góðan samanburð á henni í gegnum árin. — Baldur, hvenær manst þú fyrst cftir að rætt væri um ensku knattspyrnuna og að fylgst væri með henni hér á landi? — Það eru rúm 50 ár síðan. Það var hreint ótrúlegt hve vel ein- staka menn fylgdust með ensku knattspyrnunni á þeim tíma. Þá var Arsenal uppáhaldslið all- flestra og ég sjálfur hef alla mína tíð haft það í uppáhaldi. Að vísu hef ég taugar til Liverpool og vona ég eindregið að þeir verði enskir meistarar í ár. Því miður virðist Arsenal ekki koma til greina, þar sem staða þeirra er hálfvonlaus. — Nú hefur þú séð marga leiki. hverjir eru minnisstæðastir þar sem ensk lið hafa átt hlut að máli? — Jú, rétt er það, ég hef séð þá marga, þau eru ótalmörg liðin sem leikið hafa hér og mér er alltaf minnisstæður leikur KR og Burn- ley, sem fram fór á Melavellinum 1953. KR-ingar sigruðu í leiknum 3—2 og Hörður Oskarsson lék af hreinni snilld í liði KR. Vildi enski þjálfarinn ólmur og uppvægur kaupa hann til liðs við sína menn. Þetta var hörkugóður leikur. — Þá er óhemjugaman að sjá leiki í Englandi. Einna eftirminni- legastur finnst mér leikur Man.Utd. og Arsenal á Highbury árið 1955, stemmningin var svo stórkostleg. Þar var sungið eins og best gerist í áætlunarbíl á íslandi. Knattspyrnan, sem leikin var, var hreint afbragð. — Er knattspyrnan sem leikin er í dag betri eða verri? — Tvímælalaust er leikin betri knattspyrna í dag. Leikmenn hafa betri knatttækni og allt leikskipu- lag er betra. En hér áður fyrr var miklu meiri leikgleði í knatt- spyrnumönnum. Nú virðist þetta vera gert af skyldurækni einni saman. Við þökkum Baldri kærlega fyrir spjallið og vonumst til að hann verði getspakur. — þr SPÁ BALDURS: Birmingham — Norwich x Bolton — Arsenal 2 Coventry — Liverpool 2 Everton — Aston Villa 1 Ipswich — Wolves x Man. City — Chelsea x Nott. Forest — Man. Utd. 2 QPR — Middlesbrough 1 Southampton — Bristol C. 1 Tottenham — Leeds 1 WBA — Derby x Bristol Rovers — West Ham 1 MULAKAFFI Fjölskyldur Átthagafélög Félagasamtök Starfshópar í dag er bóndadagurinn. Nú byrjum viö aö afgreiöa okkar annálaöa þorramat. Þorramatarkassar veröa afgreiddir alla daga vikunnar. Heitur veislumatur Kaldur veislumatur Matreiöslumenn okkar flytja yöur matinn og framleiöa hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.