Morgunblaðið

Date
  • previous monthJanuary 1979next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 19.01.1979, Page 31

Morgunblaðið - 19.01.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1979 31 L oks sigur hiá stúdentum Mikið cr nú gaman að horfa á skemmtilcgan og fjörlegan körfu- boltalcik. Einn slíkur fór fram í gærkvöldi í íþróttahúsi Kennara- skólans. Liði stúdenta tókst þar að vinna langþráðan sigur, sem vissulega cykur líkurnar á því, að þeir haldi sæti sínu í úrvalsdeild- Bikarkeppni HSÍ: Ármann vann ÍA ÁRMENNINGAR þurítu að taka á honum stóra sínum til að sigra lið ÍA í bikarkeppni HSI í gærkvöldi á Akranesi. Eftir að venjulegum leiktima var lokið var staðan jöfn 17—17. Var þá framlengt í 2x5 mínútur og tókst þá Ármenningum að knýja fram sigur, 24—21. Staðan í leikhléi var 9—8, Ármanni í vil. þr. inni. Fórnarlömbin voru ÍR-ing- ar, sem léku alls ekki illa í þessum leik, áttu einfaldlega ekkert svar við stjörnuleik stúdenta. Leiknum lyktaði með 5 stiga sigri stúdenta, 115-110, en í hálfleik var staðan 55-43 stúdent- um í vil. ÍR-ingar hófu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 6-0. Leikurinn jafnaðist þó nokkuð þegar líða tók á hálfleikinn og undir lok hans tóku stúdentar mikinn kipp og höfðu í hálfleik 13 stiga forystu. I síðari hálfleiknum reyndu IR-ingar allt hvað af tók að vinna Ársþing HSÍ Ársþing HSÍ hefst á Hótel Esju í kvöld, klukkan 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. upp forskot stúdenta, en þeir síðarnefndu létu hvergi bilbug á sér finna og kærkominn sigur var í höfn. Leiki stúdentar næstu leiki af sama kraftinum og sömu leikgleð- inni og leikinn í gærkvöldi, þurfa þeir ekki að kvíða neinni fallbar- áttu. Þrátt fyrir meiðsli sín lék Dirk Dunbar einsog hann best gerir og sýndi íslenskum áhorf- endum enn einu sinni hvílíkur afburðaleikmaður hann er. Sumar körfurnar hans í gærkvöldi voru með því fallegasta sem sést í körfubolta. Var hittni hans í leiknum með ólíkindum og stigin alls 45. Geri aðrir einfættir betur! Eins og áður segir léku ÍR-ingar alls ekki illa í gærkvöldi, þeir hittu einfaldlega fyrir sér ofjarla sína og því fór sem fór. Kristinn Jörundsson átti mjöggóðan leik að þessu sinni bæði í vörn og sókn. Jón Jörundsson var einnig góður, en Jón er mikil skytta og er illstöðvandi, þegar hann er einu sinni kominn vel í gang. Leikinn dæmdu þeir Þráinn Skúlason og Guðbrandur Sigurðsson, og dæmdu þeir sæmilega. STIGIN FYRIR ÍS: Dunbar 45, Bjarni Gunnar 28, Jón Héðinsson 13, Albert Guðmundsson 10, Ingi Stefánsson 8, Gísli Gíslason 6, Steinn Sveinsson 5. STIGIN FYRIR ÍR: Paul Stewart 33, Kristinn Jörundsson 32, Jón Jörundsson 24, Stefán Kristjáns- son 14, Erlendur Markússon 3, Guðmundur Guðmundsson og Kol- beinn Kristinsson 2 hvor. ri Þór-KR í kvöld: EINN leikur fer fram í úrvalsdeild körfuboltans í kvöld. Er það leikur Þórs og KR sem fram fer á Akureyri klukkan 20.30. Engum blöðum er um það að fletta, að KR er sigurstranglegri aðilinn í leikn- um. Þórsarar gætu þó hrellt þá, einkum ef KR-ingar telja leikinn fyrirfram unninn. Á laugardaginn munu KR-ingar síðan styrkja Þór, með því að leika gestaleik gegn þeim og hefst sú viðureign klukkan 15.30. íþróttamaður Norðurlanda: Skúli kom til ðlita EINS og íram hefur komið. var Hjörn Borg kosinn íþróttamaður Norðurlanda árið 1978. Það eru samtiik íþróttafréttaritara á Norðurlöndum sem standa að kjörinu og er þetta í annað skiptið sem Borg hreppir titilinn. Fulltrúar hinna Norðurlandanna voru eftirtaldin Skúli Óskarsson fyrir Islands hönd. norska sundkonan Lene Jensen, sem hreppti silfur á IIM í sundi í Berlín síðastliðið sumar. Keppti hún í 100 metra skriðsundi. Danski heimsmeifltarinn í vélhjólaakstri. Uli Olsen, var fulltrúi Danmerkur og Ilelena Takaola, Finnlandi, heimsmeistari í 5 km skíðagöngu og silfurverðlaunahafi í 20 km boðgöngu. Að sögn Bjarna Felixsonar. formanns samtaka íslenskra íþróttafréttaritara. sem er nýkominn að utan. kom Skúli Óskarsson mjög sterklega til álita. ba'ði hjá dómnefndinni og blöðunum í Skandinavíu, sem um kjörið rituðu. Var það einkum vegna þess árangurs sem Skúli hefur náð með hliðsjón af því. að hann er eini 100 prósent áhugamaðurinn í hópnum Björn Borg ía'r hikar mikinn afhentan frá Volvo-verksmiðjunum innan skamms og verða við þá athöfn viðstaddir þeir íþróttamenn sem taldir hafa verið upp hér að framan. „Þar var sung- ið eins og best gerist íaætlun■ arbíl á íslandi“ Sá. sem spreytir sig að þessu sinni við getraunaspá Morgun- blaðsins. er Baldur Jónsson vall- arstjóri íþróttavallar Reykjavík- urborgar. Baldur hefur fylgst með ensku knattspyrnunni í f jölda ára og séð ófá ensk lið leika bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur Baldur að sjálfsögðu fylgst mjög náið með framþróun ís- lenskrar knattspyrnu vegna starfs síns á íþróttavöllunum og hefur því góðan samanburð á henni í gegnum árin. — Baldur, hvenær manst þú fyrst cftir að rætt væri um ensku knattspyrnuna og að fylgst væri með henni hér á landi? — Það eru rúm 50 ár síðan. Það var hreint ótrúlegt hve vel ein- staka menn fylgdust með ensku knattspyrnunni á þeim tíma. Þá var Arsenal uppáhaldslið all- flestra og ég sjálfur hef alla mína tíð haft það í uppáhaldi. Að vísu hef ég taugar til Liverpool og vona ég eindregið að þeir verði enskir meistarar í ár. Því miður virðist Arsenal ekki koma til greina, þar sem staða þeirra er hálfvonlaus. — Nú hefur þú séð marga leiki. hverjir eru minnisstæðastir þar sem ensk lið hafa átt hlut að máli? — Jú, rétt er það, ég hef séð þá marga, þau eru ótalmörg liðin sem leikið hafa hér og mér er alltaf minnisstæður leikur KR og Burn- ley, sem fram fór á Melavellinum 1953. KR-ingar sigruðu í leiknum 3—2 og Hörður Oskarsson lék af hreinni snilld í liði KR. Vildi enski þjálfarinn ólmur og uppvægur kaupa hann til liðs við sína menn. Þetta var hörkugóður leikur. — Þá er óhemjugaman að sjá leiki í Englandi. Einna eftirminni- legastur finnst mér leikur Man.Utd. og Arsenal á Highbury árið 1955, stemmningin var svo stórkostleg. Þar var sungið eins og best gerist í áætlunarbíl á íslandi. Knattspyrnan, sem leikin var, var hreint afbragð. — Er knattspyrnan sem leikin er í dag betri eða verri? — Tvímælalaust er leikin betri knattspyrna í dag. Leikmenn hafa betri knatttækni og allt leikskipu- lag er betra. En hér áður fyrr var miklu meiri leikgleði í knatt- spyrnumönnum. Nú virðist þetta vera gert af skyldurækni einni saman. Við þökkum Baldri kærlega fyrir spjallið og vonumst til að hann verði getspakur. — þr SPÁ BALDURS: Birmingham — Norwich x Bolton — Arsenal 2 Coventry — Liverpool 2 Everton — Aston Villa 1 Ipswich — Wolves x Man. City — Chelsea x Nott. Forest — Man. Utd. 2 QPR — Middlesbrough 1 Southampton — Bristol C. 1 Tottenham — Leeds 1 WBA — Derby x Bristol Rovers — West Ham 1 MULAKAFFI Fjölskyldur Átthagafélög Félagasamtök Starfshópar í dag er bóndadagurinn. Nú byrjum viö aö afgreiöa okkar annálaöa þorramat. Þorramatarkassar veröa afgreiddir alla daga vikunnar. Heitur veislumatur Kaldur veislumatur Matreiöslumenn okkar flytja yöur matinn og framleiöa hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 15. tölublað (19.01.1979)
https://timarit.is/issue/117368

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

15. tölublað (19.01.1979)

Actions: