Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 LIU: Nýja afurdalána- kerfid mun þýða hærra fiskverð TALSMENN Landssam- bands ísl. útvegsmanna Mýs á Kröflu- vaktina? Akranesi. í jan. ÞRJÁR „þokkalegar* mýs hreirtrurtu um sig í eldhúsinu í Innstavogshúsinu á jólaföstunni. — Innstivogur er bújörð hér rétt fyrir ofan bæinn. — Þetta væri nú ekki tiltökumál og heldur lítilfjörleg frétt, ef það sama hefði ekki skeð á mörgum bæjum í nágrannasveitinni. — Hér er cngin hitaveita né kornforðabúr, því miður, svo vitnað sé til fréttar um músagang á Akureyri f Morgunblaðinu í gær 11. jan. Slikur músagangur f heima- húsum átti sér stað fyrir frosta- veturinn mikla árið 1918, og sú trú er rikjandi hjá öldruðu fólki, að mýsnar séu dágóðir veður- fræðingar. — Hross taka einnig sprettinn og tryllast á undan jarðskjálftum, og hundar spangóla. — Það finna fleiri skepnur en mannskepnan, á sér harðindi og náttúruhamfarir. Menn voru því að velta því fyrir sér, hvort ekki mætti spara ríkisútgjöld, sem nú virðist vera mikil þörf fyrir, með þvf að notfæra þessa reynslu við Kröflu- vaktina og á hinum ýmsu veður athugunarstöðvum á landinu. Júlíus. mmmm úfloviéR srýtf/e/ 4 viuo aw %\lo A& $£ffA Vff r m Á bTuN9> \W, VZ61 ■*í hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið nýja afurða- lánakerfi fiskvinnslunnar, sem gerir ráð fyrir lækkun vaxta en gengistryggingu. Þeir halda því fram að með þessari nýskipan sé búið að fella niður í reynd hlut- deild útgerðarinnar í gengismunasjóði. Ágúst Einarsson, hagfræðingur LIÚ, sagði í samtali við Mbl. í gær að þetta afurðalánakerfi kæmi mjög illa niður á útgerðinni. Vegna endurnýjunar fiskiskipa- flotans væru margir útgerðaraðil- ar með mikil erlend lán og gengisfellingar hefðu í för með sér að vextir og afborganir af þessum lánum hækkuðu verulega í hvert skipti. Hingað til hafi útgerðin jafnan fengið töluverðan og stundum stærsta hluta gengis- munasjóðsins svonefnda til að mæta þessu og gengismunurinn hefur þá runnið inn á reikninga viðkomandi skipa í fiskveiðasjóði eftir því um hversu miklar erlend- ar skuldir hefur verið að ræða. Með hinu nýja afurðalánakerfi taldi Ágúst að búið væri að fella niður hlutdeild útgerðarinnar í gengismunasjóði, og það krefðist þess að útgerðin fengi auknar tekjur til að mæta þeim fjár- magnsmissi sem væri hlutdeildin í gengismunasjóði. Þær tekjur yrðu ekki sóttar nema til fiskvinnsl- unnar með hærra fiskverði. bessa mynd tók Emilía á eggjaátskeppninni í Casa Nova í gær. Sigurður Baldursson er í miðið og virðist honum vera orðið óglatt, enda fór það svo að hann lauk ekki keppni. Eggjaátskeppni í M.R. í gær: Sporðrenndu og spúðu aft- ur yfir 30 eggjum á mínú tu! MIKIÐ FJÖLMENNI fylgdist með eggjaáts- keppni sem fór fram í nýbyggingu Menntaskól- ans í Reykjavík, Casa Nova, í gærdag, en þar kepptu nemendur úr M.R. og Verzlunarskóla íslands. Keppendur voru þrír, en aðeins tveir luku keppni, en ekki vildi betur til en svo að sigurvegarinn, Birgir Guðjónsson, nemandi í Verzlunarskólanum, spúði upp öllum eggjunum strax að lokinni keppni. Náði hann ekki einu sinni á salerni áður en til þess kom. Eggjaátið lítur annars svona út í tölum: Flest egg át Birgir Guðjónsson, 3. H í Verzlunarskólanum, hann torgaði 33 eggjum á 1.01,37 mínútum, en það eru 0,49 egg á sekúndu. Annar varð Bjarni Guðmarsson 4. B í M.R. Hann hesthúsaði 30 eggjum á 1.17,85 mínútum, eða o,42 eggjum á sekúndu. Sigurður Baldursson lauk ekki keppni. Sem fyrr sagði fylgdist mannfjöldi með keppninni, til staðar voru dómarar og tímavörður. Ný verdbólguspá Vinnuveitendasambands íslands: Gerir ráð fyrir að dollar kosti 454 krónur um áramót IIAGDEILD Vinnuveitendasamhands fslands hefur nú endurskoðað spá sína frá 20. september síðastliðnum, sem það gerði í samvinnu við Framleiðni s.f. Samkvæmt spánni, sem er um þróun framfærsluvísi- tölu. launa og dollaragcngis til ársloka 1979, munu laun frá 1. desember síðast liðnum og fram til 1. desembcr 1979 hækka um 45%. Frá 9. janúar og út árið mun gengi dollarans miðað við íslenzka krónu ha'kka um 42%. Spáin gerir ráð fyrir að gengi dollars verði hinn 1. janúar 1980 krónur 454.00. I fréttatilkynningu, sem fylgdi spánni og Morgunblaðinu barst í gær, segir, að meðal forsendna sem lagðar væru til grundvallar spánni, væri að vísitölubætur á laun yrðu greiddar samkvæmt gildandi vísi- tölukerfi allt þetta ár, nema 1. marz, en þá verði launahækkun 5% eins og rikisstjórnin stefnir að og fram kemur í greinargerð með frumvarpi til laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Ekki er í spánni gert ráð fyrir neinum grunn- kaupshækkunúm á árinu. Vegna mikillar hækkunar á innkaupsverði olíu er í spánni gert ráð fyrir að j viðskiptakjörin verði lakari á þessu ári en á árinu 1978, þrátt fyrir þá hækkun, sem orðið hefur á út- flutningsverði frystra fiskafurða. Síðan segir í fréttatilkynningunni: „Niðurstöður leiða í ljós, að síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum draga lítillega úr hraða verðbólgunnar á árinu, miðað við fyrri spá VSÍ. Hins vegar bendir ekkert til þess, að aðgerðirnar breyti nokkru um hraða verðbólgunnar þegar til lengdar lætur. Það er ljóst að ef stemma á stigu við þeirri 40—50% verðbólgu, sem hér hefur geisað undanfarin ár, verður að grípa til annarra aðgerða í efnahags- og kjaramálum en gert hefur verið fram að þessu." Spá VSÍ gerir ráð fyrir að F-vísitalan verði komin í 1728 stig hinn 1. nóvember næstkomandi, en 1. febrúar næstkomandi verði hún 1311 stig. Hækkanir á ársgrundvelli eru 1. febrúar 1979 40%, 1. mai 1979 36%, 1. ágúst 1979 36% og 1. nóvember 1979 40%. Spáin um launaþróun gerir fyrst ráð fyrir 5% launahækkun 1. marz 1979, síðan 8% hinn 1. júni 1979,10% 1. september 1979 og 9,5% hinn 1. desember 1979. Verða þá laun, sem voru 100.000 krónur hinn 1. maí 1977 orðin 267.409 krónur — eða hafa hækkað um 167,4%. Gengisspáin gerir ráð fyrir stöðugri stígandi í verði Bandaríkja- dollars. Hinn 1. marz verði dollar kominn í 329 krónur, 1. maí í 335 krónur, 1. júní í 379 krónur, 1. október í 417 krónur og 1. janúar 1980 í 454 krónur. Forsendur spárinnar eru eins og áður segir að engar grunnkaups- hækkanir verði á árinu, en ennfrem- ur að niðurgreiðslur verði óbreyttar út árið miðað við það sem þær voru í desember síðastliðnum. Áður er lýst hvernig búizt er við vísitöluhækkun- um. í forsendum er og gert ráð fyrir að kostnaðarauki fyrirtækja vegna nýrra álaga er ríkisvaldið hefur lagt á atvinnureksturinn komi fram í verði vöru og þjónustu á árinu, að viðskiptakjör haldist óbreytt frá því sem nú er, en verða lakari en á síðasta ári vegna olíuverðshækkun- ar. Þá er gert ráð fyrir að fiskverð hækki hlutfallslega líkt og laun fiskvinnslufólks, nema í júní, en þá verði hækkunin meiri en hækkun á hráolíu. Fiskvinnslan verður rekin með sívaxandi halla fyrri hluta ársins og gert er ráð fyrir að vöruverð hækki í marz vegna hækkunar verzlunarálagningar. 27 ára síbrotamaður í 60 daga gæzluvarðhald: Úrskurðaður sex sinnum í fyrra og sat inni í 60 daga 27 ára gamali maöur var í gær úrskurðaður i allt að 60 daga gæzluvarðhald vegna síendurtek- inna afbrota. Maður þessi var í fyrra úrskurðaður alls sex sinn- um 1 gærzluvarðhald vegna marg- endurtekinna brota og sat hann í gæzluvarðhaldi í 8 mánuði í fyrra. Maðurinn hefur fimm sinnum hlotið dóma fyrir innbrot og þjófnaði. samtals i 64 mánuði eða 5 ár og 4 mánuði. í fyrra hlaut hann tvo dóma báða í sakadómi Kópavogs, fyrst 20 mánaða fang- elsi og síðan 8 mánaða fangelsi. Báðum þessum dómum áfrýjaði maðurinn og fara þeir fyrir Ilæstarétt. í fyrra var maðurinn fyrst úrskurðaður í gæzluvarðhald 15. febrúar og sat hann inni til 15. marz. Þrátt fyrir þessa innisetu lét maðurinn sér ekki segjast og í apríl var hann handtekinn og úrskurðað- ur í gæzluvarðhald 16. apríl. Hann sat í því varðhaldi til 3. maí en þá var varðhaldið framlengt til 7. júní. Þann dag var manninum sleppt en varla var sólarhringurinn liðinn áður en hann komst aftur í kast við lögin og 11. júní eða aðeins fjórum dögum seinna var hann úrskurðað- ur í 4. skipti á árinu og sat hann þá inni til 2. ágúst. Þá var manninum aftur sleppt en hann hóf strax fyrri afbrotaiðju og 26. ágúst var hann úrSkurðaður í gæzluvarðhald til 25. nóvember og það varðhald var svo framlengt til 24. desember. Þann dag eða aðfangadag jóla var manninum sleppt. Hann hafði hægt um sig yfir jólahátíðina en 3. janúar var hann handtekinn og viðurkenndi þá 2 innbrot. Ekki þótti ástæða til gæzluvarðhalds þá en manninum var komið í umsjá Félagsmálastofnunar Kópavogs. í fyrradag var maðurinn enn hand- tekinn og játaði hann þá á sig tvö innbrot til viðbótar. Rannsóknar- lögregla ríkisins krafðist þá gæzlu- varðhaldsúrskurðar yfir mannin- um í sakadómi Reykjavíkur og var hann úrskurðaður þar í gær í gæzluvarðhald til 21. marz n.k. Þar eð maðurinn áfrýjaði fyrr- nefndum dómum var ekki hægt að senda hann á Litla Hraun í afplánun. Virðist gæzluvarðhaldið því vera eina ráðið til þess að halda manni þessum frá innbrotum og þjófnuðum, því að hann hefur byrjað afbrotastarfsemina jafn- harðan og honum befur verið sleppt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.