Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 40
Verzlið t sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. 7t Skipholti 19 BUDIN simi 4 29800 Loðnan virðist vera týnd í bili „EF þetta er loðnugangan 1979 lýst mér ekki á það,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur þegar Mbl. hafði talstöðvarsamband við hann í gær um borð í leitarskipinu Árna Friðrikssyni, sem var við loðnuleit á Kolbeinseyjarsvæðinu. Góð loðnuveiði hefur verið á landgrunnskantinum útaf Langanesi síðustu daga og virð- ist nokkurt magn vera þar af ioðnu. Arni Friðriksson hefur undanfariö leitað að fleiri loðnu- göngum vestur með landgrunns- kantinum vestur fyrir Kolbeins- ey! Fannst loðna víða en hvergi verulegt magn. „Aðalloðnugöngurnar virðast vera týndar í bili, allavega vil ég ekki gera því skóna að þetta sem við höfum fundið sé öll loðnan," sagði Hjálmar. Hann sagði að s.i. haust hefði fundist mikið af loðnu allmiklu vestar. Kvaðst Hjálmar helst búast við því að megnið af þeirri loðnu væri nú á Strandagrunni og hún gengi norður fyrir land seint í þessum mánuði. „Þetta er helsta tilgátan enda er það sem við höfum fundið núna miklu minna en búast mátti við. Loðnan virðist ætla að verða seint á ferðinni eins og í fyrra.“ Arni Friðriksson heldur til hafnar um helgina en í lok mánaðarins fer Bjarni Sæmundsson til loðnuleitar og verður Hjálmar þá einnig leið- angursstjóri. Verður þá væntan- lega hægt að kanna svæðin vestur af Kolbeinsey. Heildarloðnuaflinn á þessari loðnuvertíð er nú orðinn um 55 þúsund lestir, en aflinn á síðasta sólarhring varð 6.700 tonn. Alls tilkynntu 13 bátar afla síðasta sólarhring. Gott veiðiveður er nú á miðunum samkvæmt upplýs- ingum loðnunefndar í gærkvöldi, en flotinn er að veiðum á svipuðum slóðum og áður eða 40 til 50 mílur norðaustur af Langanesi, þar sem fyrsta og eina loðnugangan það sem af er vertíðinni er nú stödd. Eftirtaldir bátar tilkynntu afla síðasta sólarhring: Seley 430 lestir, Óskar Halldórsson 400, Freyja 380, Stapavík 500, Loftur Baldvinsson 800, Fífill 570, Gígja 600, Magnús 530, Hilmir 500, Pétur Jónsson 570, Harpa 520, Sæbjörg 450, Eldborg 450 lestir. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur við loðnumælingar um borð í Árna Friðrikssyni fyrir skemmstu. Lúóvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Vísitöluskerðing 1. marz er ekki til i dæminu D --------------------------------------------------------------- Q Sjái VerðbólKan 15—2091 á nanta ári nií 50 milljarða viðbót í haKkerfiö bls. 22. O-------------------------------------------------------------— Q „ÞAÐ er ekki til í dæminu að setja vfsitöluhækkun launa 1. marz við ncitt 5% mark. Ifún verður það scm útreikningar segja og af hálfu Alþýðubandalagsins er ekki um neinar félagslegar úrbætur að ræða á móti einhverjum prósentustigum.“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Mbl. spurði hann í gær, hver væri afstaða flokks hans til þess að binda launahækkunina 1. marz við 5%, eins og Alþýðuflokkurinn hefur lagt til. Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að framsóknar- menn miðuðu við 5% 1. marz í sínum efnahagsmálatillögum, en þó væri það ekki aðalatriðið í þeirra augum. þótt hækkunin yrði eins og 1% meiri, ef samkomulag næðist um cfnahagsstefnuna til tveggja ára. Steingrímur sagði að I lögum og sagði ennfremur að þeir framsóknarmenn teldu mjög vara- teldu ólíklegt að samstaða næðist samt að binda vísitöluhækkanir í I við launaþegahreyfinguna um 4% Samband við umheiminn íeðlilegthorfeftir viku til 10 daga í fgrsta lagi LÍÐA mun vika til tíu dagar að minnsta kosti þar til talsamband ís- iands við umheiminn kemst í eðlilegt horf en málum hefur verið bjargað til bráðabirgða með fimm lánslínum frá bandaríska varnar- liðinu á Keflavíkurflug- velli og þremur radíó- línum til Evrópu. Ljóst er að hinar miklu bilan- ir á sæsímastrengjun- um til íslands munu kosta Hið mikla nor- ræna ritsímafélag hundruð milljóna króna og til marks um það má nefna að bilunin á Scotice á s.l. hausti kostaði féiagið um 300 milljónir króna. Að sögn Jóns Kr. Valdimarssonar deildar- tæknifræðings hjá Pósti og sínia varð viðgerðar- skipið Northern að gef- ast upp við viðgerðina á Icecan í fyrradag. Unnið var að viðgerð á magn- ara þegar það óhapp varð að viðgerðar- mennirnir misstu strenginn niður í djúpið. Þar sem skipið hafði verið á bilunarstaðnum útaf Grænlandi síðan 23. desember s.I. og vistir og olía af skornum skammti var ákveðið að hætta við viðgerðina í bili enda óhægt um vik, þar sem dýpi á þessum slóðum er um 2000 metr- ar. Northern heldur til Færeyja, tekur þar olíu og vistir en freistar þess síðan að gera við bilun- ina á Scotice, en bilunin er nálægt Færeyjum. Kanadískt skip, John Cabot, hefur verið feng- ið til þess að gera við bilunina á Isecan og átti skipið að láta úr höfn í gærkvöldi. Sem fyrr segir hefur málunum verið bjargað með því að fá 5 rásir lánaðar hjá varnarliðinu og nota auk þess 3 radíólínur. Tvær af lín- um varnarliðsins eru notaðar til telexvið- skipta, ein fyrir flugum- sjón, ein fyrir Flugleiðir og ein fyrir talviðskipti. Tvær radíólínur eru til London og el'n til Kaup- mannahafnar og eru þessar þrjár línur notað- ar til talviðskipta. Álag- ið á símanum er mjög mikið og í gær var 7 klukkustunda bið eftir samtölum við útlönd. bindingu 1. júní og 1. september. Mbl. spurði Lúðvík, hvort Alþýðu- bandalagið gæti fallizt á lögbind- ingu vísitöluhækkana eftir 1. marz og kvað hann þvert nei við því. Steingrímur Hermannsson benti á að innan 30% marks ríkis- stjórnarinnar um verðbólguna í árslok rúmuðust um 5% árs- fjórðungslegar launahækkanir. Sagði Steingrímur ennfremur að hann ætti ekki von á samstöðu um vísitöluþak, en frekar væru mögu- leikar á að ná samstöðu um breyttan vísitölugrundvöll. Skipulagðri leit á s jó hætt í gær SKIPULAGÐRI leit á sjó að rækjubátunum tveimur frá Húsavík og mönnunum fjórum sem saknað er hefur verið hætt en fjörur verða gengnar áfram næstu daga, að sögn Vilhjálms Pálssonar for- manns björgunarsveitar- innar Garðars á Húsavík. Mjög víðtæk leit fór fram í gær á landi og sjó. Gengnar voru fjörur frá Skjálfandafljóti og austur að Kópaskeri og milli 10 og 20 bátar auk varðskipsins Týs leituðu á sjó. Var leitað mjög nákvæmlega á svæðinu frá Stökkum innundir Lundey og svæðið slætt. Þá var leitað úr fjórum gúmmíbátum á grunnsævi. Leitarveður var af- bragðsgott. Að sögn Vilhjálms bar leitin í gær engan árangur. Sagði Vilhjálmur að leitarmenn teldu að leitarsvæðið hefði verið þraut- kannað á sjó og því var ákveðið að hætta skipulagðri leit á sjó. Frosthörkur í Húnaþingi Geitaskardi, 19. janúar FROSTHÖRKUR hafa verið í Húnaþingi undan- farnar þrjár vikur, frostið oft 15 til 20 stig. Að vísu hlánaði í nokkra daga fyrr í vikunni, en nú er aftur komið frost. Mjög góð færð hefur verið í öllu héraðinu, enda hefur veturinn verið mjög snjóléttur það sem af er, einkum frá því í miðjum desember. ís er hins vegar yfir öllum vötnum. Nokkrum erfiðleikum hefur valdið að vatnsból hafa þornað í frostunum í vetur, einkum olli það bændum erfiðleikum. Hefur ýmist orðið að gefa búpeningi snjó eða að aka vatni úr nærliggjandi ám og vötnum. — Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.