Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐKX LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 Aukning tjóna veld- ur hærri sköttum EITT af því sem ekki hefur verið fjallað um á Viðskiptasíðunni eru málefni tryggingarfélaga. Til að ráða bug á þessu ræddi Viðskiptasíðan við Ólaf B. Thors framkvæmdastjóra Almennra Trygginga h.f. Fyrirtækið er stofnað 1943 og var meginmarkmiðið eins og nafnið bendir til að bjóða upp á alla almenna tryggingarstarf- semi. Almenriar tryggingar starfrækja fjórar sjálfstæðar skrifstofur á ýmsum stöðum á landinu auk aðalskrif- stofunnar í Siðumúla í Reykjavík, en að öðru leyti er byggt á umboðsmannakerfi um land allt. Starfsmanna- f jöldi er nú um 60. Ólafur, hvað felst í orðunum almenn tryggingarstarfsemi? Hér er í rauninni um mjög víðtækt hugtak að ræða sagði Ölafur. Til að gefa þó lesendum nokkra hugmynd af því sem við er átt, má nefna ökutækjatryggingar, bruna- og heimilistryggingar, ferða og slysatryggingar, sjótrygg- ingar ýmis konar auk líftrygginga en vegna lagaákvæða annast sérstakt félag sölu þeirra, Almennar líftryggingar h.f. Einnig er verulegur hluti starf- seminnar fólgin í endurtrygging- um. Ilvernig er staðið að verðákvörðunum tryggingariðgjalda? Hvað varðar hluta af þeim tryggingum sem við bjóðum upp á þá erum við aðilar að samstarfi tryggingafélaganna um sameigin- legar verðákvarðanir. A þetta t.d. við um flestar þær tryggingar sem snúa að almenningi eins og t.d. bruna- og heimilistryggingar. Aðrar verðákvarðanir geta verið tvíþættar og má í því sambandi nefna eftirfarandi dæmi til skýringar: Annars vegar iðgjalda- ákvarðanir vegna fiskiskipa og hins vegar vegna fraktskipa. Um tryggingar fiskiskipa gilda sér- stakar reglur sem settar voru fyrir atbeina hins opinbera í þeim tilgangi að halda verðákvörðunum hjá íslenskum aðilum. Þessar tryggingar hafa því miður verið reknar með halla undanfarin ár svo segja má að tryggingafélögin greiði með útgerðinni í dag. Iðgjöld vegna fraktskipa eru aftur á móti háð verðlagi á alþjóðlegum mörkuðum á hverjum tíma. Ólafur B. Thors framkvæmda- stjóri. Almennt má segja að Trygginga- eftirlitið annist verðlagseftirlit á iðgjöldum. Hlutverk þess er að fylgjast með því að trygginga- félögin geti staðið undir nafni og að iðgjöldin séu í samræmi við áhættuna. í mörg ár var ekkert samræmi milli þessa t.d. í bif- reiðatryggingum og var þetta vegna síendurtekins niðurskurðar hins opinbera á óskum trygginga- félaganna. Eftir stofnun Trygg- ingaeftirlitsins hefur þetta aftur þróast í rétta átt og meira samræmi er nú milli áhættu og iðgjalda en áður var. Akvarðanir um iðgjöldin eru yfirleitt teknar einu sinni á ári í þeim greinum sem um sameiginlega iðgjaldaskrá er að ræða en til samanburðar má geta þess að verðið á mjólkinni er endurskoðað fjórum sinnum á ári. Eru ekki greiddir miklir skattar af iðgjöldunum? Mér er ekki kunnugt um að greiða þurfi skatta af iðgjöldum í nokkru öðru landi en hér. Bæði söluskattur og stimpilgjald nema orðið verulegum fjárhæðum fyrir viðskiptavinina. Þess má einnig geta í þessu sambandi að þegar um UinQKIPTI VlUdlVlr 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF er að ræða tryggingar vegna meiriháttar framkvæmda s.s. virkjunarframkvæmda eru íslensk tryggingafyrirtæki ekki sam- keppnisfær við þau erlendu vegna þessara gjalda. Auk þeirra gjalda sem hér hafa verið nefnd má geta þess að félögin verða að innheimta sérstakt gjald fyrir ríkissjóð af öllum þeim brunatryggingum sem þau selja. Hvað með nýja skatta á tryggingafélögin sjálf? Aðstöðugjald hefur verið lagt á tryggingafélögin um alllangt skeið en sú breyting sem nú er gerð er fólgin í því að aðstöðugjaldið hefur verið sett á efsta stig skattþreps slikra gjalda. Það sem hins vegar er hvað óraunhæfast við þessa breytingu er sá stofn sem það nú á að miðast við. Félögunum er gert að greiða það sem ákveðið hlutfalb af öllum tjónagreiðslum auk hlut- falls af heildarkostnaði þeirra, brúttó. Með öðrum orðum, skattur er mestur á þeim tímum sem mest er um tjónagreiðslur. Opinberir aðilar hafa þannig dregið úr getu tryggingafélaganna til að standa við þá tryggingu sem þau hafa boðið viðskiptavinum sínum upp á. Einnig hefur þetta aðstöðugjald veruleg áhrif á endurtrygginga- markaðinn og dregur úr sam- keppnishæfni íslensku fyrirtækj- anna þar. í hverju felst endurtryggingastarfsemin? Segja má að þar sé um tvenns konar starfsemi að ræða, sagði Ólafur, þ.e. innlendar endurtrygg- ingar og erlendar endur- Meiri opinberun ársreikninga fyrir- irtækja getur dregið úr tortryggni NÚ ER tími reikningsskilanna og því ekki úr vegi að fjalla um málefni endurskoðenda. Til að fræðast nánar um málefni þeirra hélt Viðskiptasíðan á fund Ólafs Nilssonar formanns Félags löggiltra endurskoðenda. Hann sagði okkur að félagið væri stofnað 1935 og væru félagarnir nú um 110 þar af um 20 sem gengu í það á síðasta ári. Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að verða löggilt- ur endurskoðandi, Ólafur? Nú er námið komið alfarið í Háskólann þ.e.a.s. ljúka þarf viðskiptafræðinámi með endur- skoðun sem kjörsvið. Auk námsins þarf 3ja ára reynslutíma þó minnst 1 ár eftir að viðskipta- fræðiprófi lýkur, en í lok reynslu- tímans er tekið sérstakt verklegt próf. Þess má geta að þessi skipan mála komst á fyrir atbeina félagsins, sagði Ólafur, enda er þetta sú þróun sem átt hefur sér stað erlendis. Ekki er óeðlilegt að gerðar séu sömu kröfur hér og þar þekkjast. Hver er megintilgangur félagsins? Segja má að megintilgangurinn sé að samræma vinnubrögð allra löggiltra endurskoðenda og að þau séu í samræmi við það sem tíðkast í öðrum löndum á hverjum tíma. í því sambandi má geta þess að FLE er aðili að Norræna endur- skoðendasambandinu, Evrópu- sambandi endurskoðenda og Alþjóðasambandi endurskoðenda. Á vegum allra þessara sambanda er unnið að samræmingu starfs- aðferða endurskoðenda um allan heim og m.a. gefnir út sérstakir staðlar um hin ýmsu svið endur- skoðunarstarfsins í því sambandi. Við þessa alþjóðlegu staðla er síðan stuðst þegar gefnir eru út staðlar í hverju landi fyrir sig, bæði hvað varðar endurskoðunar- og reikningsskilamál. Ennþá hafa ekki verið gefnir út slíkir staðlar hér á landi af hálfu endurskoðenda en hins vegar hafa íslenskir endurskoðendur stuðst við erlenda staðla í vaxandi mæli við sín störf. í þessu sambandi má t.d. benda á að reikningsskil hafa tekið veru- legum formbreytingum hérlendis á síðustu árum til meira innbyrðis samræmis í gerð reikningsskila fyrirtækja almennt. Á vegum félagsins hefur verið unnið að gerð staðals um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélaga og er áætlað að hann hljóti afgreiðslu í marz n.k. Erlendis kefjast fjármálastofnan- ir þess í mun ríkara mæli en hér að fyrirtæki leggi fram endurskoð- aða ársreikninga unna af löggilt- um endurskoðendum er þau leggja fram lánsumsóknir hjá við- komandi stofnun. Einnig hafa um langt skeið verið gerðar meiri kröfur erlendis um faglega endur- skoðun á reikningsskilum fyrir- tækja en hérlendis. í nýju hluta- fjárlögunum sem taka gildi 1. janúar 1980 eru gerðar kröfur um endurskoðun hlutafélaga og eru t.d. hlutafélög yfir ákveðinni stærð skyldug til að hafa löggilta endur- skoðendur. Ákvæði þessara laga um gerð ársreikninga gilda þó fyrir fjárhagsárið 1979. Geta endurskoðendur annað þeim auknu verkefnum sem m.a. munu leiða af gildis- töku hlutaf járlaganna? Eins og nú er ástatt vinna endurskoðendur fjölmörg önnur störf en bein endurskoðunarstörf. Þar má m.a. nefna ýmislega þjónustu á sviði skattamála, bókhaldsskipulags og fjárfest- ingarmála svo eitthvað sé nefnt. Með breyttu skipulagi endur- skoðunarfyrirtækja og jafnvel breytingu á þeirra verkefnum tel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.