Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 3 bú Breiðholts h.f. BORIZT hafa kröfur frá 13 aðilum í þrotabú byggingarfyrir- tækisins Breiðholts hf., samtals að upphæð 244,5 milljónir króna og eru þá vextir og kostnaður ekki meðtalið í flestum krafn- anna. Vitað er um íjölmargar kröfur, sem eru ókomnar, þar á meðal kröfu frá Semcntsverk- smiðju ríkisins að upphæð um 80 milljónir króna að meðreiknuð- um vöxtum, dráttarvöxtum og kostnaði. Stærsta krafan er að upphæð rúmar 170 milljónir króna, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar. Þessi krafa er frá Gjaldheimtunni í Reykjavík vegna vangoldinna skatta, þar af skuldar Breiðholt 155 milljón- ir króna vegna eigin skatta og um 15 milljónir vegna skatta starfsmanna. Aðrir stærstu kröfuhafar eru Toll- stjórinn í Reykjavík með um 42 milljónir vegna vangoldins sölu- skatts og Póstgíróstofan vegna vangoldins orlofsfjár. Skiptaráðandinn í Reykjavík hef- ur auglýst gjaldþrot Breiðholts hf. í Lögbirtingablaðinu og lýst eftir kröfum í búið. Að sögn Unnsteins Beck skiptaráðanda er innköllunar- frestur 4 mánuðir frá þriðju og síðustu auglýsingu í Lögbirtinga- blaðinu. ólafur Ragnarsson formaður Samstarfsnefndar um reykingavarnir og Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra. Ljósm. Emiha. Mest um vert að halda ung- lingunum frá reykingum — segir heilbrigðisráðherra Auglýsingin um gjaldþrotið í Lögbirtingablaðinu. Viðskiptaráðuneytið með siglingar fiskiskipa í athugun „VIÐ HÖFUM sett þetta mál einnig í gang hér í viðskiptaráðuneytinu og beðið LÍÚ um horfur í þessum málum,“ sagði Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra, í viðtali við Mbl. þegar hann var spurður álits á ummælum sjávarút- vegsráðherra um að hann kysi fremur hliðaraðgerðir en beinar leyfisveitingar til skipa um að þau megi sigla með aflann. Svavar sagði að þess væri að vænta að ákvarðanir yrðu síðan teknar í framhaldi af þessu. „Ég held að það sé alveg ljóst mál, að þarna verður að liggja fyrir stefna af hálfu stjórnvalda og það væri auðvitað mjög alvarlegt mál, ef menn færu að sigla út með afla og skilja eftir heilu landshlutana í atvinnuleysi. Það er auðvitað það sem maður vill hindra með ein- hverjum hætti." Ráðherra sagði, að LÍU hefði raunverulega stýrt því hingað til hvar skipin lönduðu "erlendis en í umboði viðskiptaráðuneytisins — þáttur ráðuneytisins í þessu máli væri einfaldlega sá að það hefði með að gera útflutning af hvaða tegund sem er frá landinu. Svavar sagði, að formlega væru leyfisveitingar fyrir þessum út- flutningi hjá viðskiptaráðuneytinu og spurningin væri þannig hvaða stefnu ætti að fylgja við þær. „Það Boðið kom ekki frá Amarflugi í FRAMIIALDI af frétt Mbl. í gær um að flugstjórum Flugfé- lags íslands yrðu boðin störf hjá Arnarflugi vildi Halldór Sigurðs- son taka fram að þetta hefði einungis borið á góma milli stjórnar Flugleiða og flugmann- anna, en ekki hefði komið boð frá Arnarflugi. enda vildi félagið halda sig utan deilu þessarar. bæri nýrra við ef þetta ætti eingöngu að vera háð viðhorfum útgerðarmanna og skipaeigenda á hverjum tíma og ef menn eru að velta því fyrir sér að fella þessi leyfi niður mun ég vera á móti því.“ — KOMIÐ hefur fram að ótfma- bær dauðsföll. sem rekja má að einhverju leyti til reykinga eru milli 150 og 200 á ári hér á landi. Okkur þykir mikið þegar t.d. 10—20 eða fleiri farast á ári hverju í umferðarslysum hérlend- is og þjóðin fyllist harmi þegar slikar - slysafréttir berast, en hversu hærri er ekki hin talan? Við tökum bara ekki eftir henni vegna þess að henni er ekki hampað og dauðsföll af þessum toga fara ekki hátt. sagði Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra í samtali við Mbl. Á fundi með fréttamönnum sem hann efndi til í tilefni reyklausa dagsins næstkomandi þriðjudag kom fram að þjóðfélagið tapaði meira á ári hverju af völdum reykinga heldur en hagnaður ÁTVR nemur og töldu því heilbrigðisráðherra og Samstarfsnefnd um reykingavarnir einsýnt að reykingar væru þjóðfé- lagslega óhagkvæmar. Þorvarður Örnólfsson framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur sagði að mikið starf hefði verið unnið í skólunum undanfarin ár og það væri farið að bera árangur, sem sýndi sig m.a. í því að skv. könnun hefðu reykingar meðal unglinga minnkað úr 11,5% í 3,8% og hefði Krabbameinsfélagið veit um 200 reyklausum grunnskólabekkjum við- urkenningu, sem væri mun meira en á síðasta vetri. Magnús Magnússon sagði að sér fyndist mest um vert ef þessi árangur mætti haldast og vaxa, að börnum og unglingum yrði forðað frá því að hefja reykingar, sín reynsla væri sú að heilsan væri ólíkt betri frá því hann hætti reykingum. Erfitt hefði verið að taka ákvörðun, en þegar það væri gert væri ekki eins erfitt að fylgja henni eftir, bezt væri þó að gera það e.t.v. samfara sumarfríi eða öðrum breytingum út frá daglegum störfum. Samstarfsnefndarmenn gátu þess að mikill áhugi væri að vakna um reyklausa daginn og hefðu þeir t.d. heyrt um 20 reykingamenn á einum vinnustað sem ætluðu að hætta og að þeim virtist sem reykingamenn myndu helzt vera í felum þennan dag með reykingar sínar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Geir Arnesen settur forstjóri GEIR Arnesen yfirvcrkfræðingur hefur vcrið settur forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins í stað Björns Daghjartssonar, sem ráðinn hefur verið aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra. Geir Arnesen fæddist á Eskifirði Myndin verður að tala fyrir siy sjálf” Rabbað við Einar Hákonarson sem opnar málverkasýningu í Gallerí Háhóli á Akureyri EINAR Ilákonarson myndlist- armaður hefur haldið norður í land og opnar þar í dag, laugardag. málvcrkasýningu. hina fyrstu um alllangt skeið. „Þessi sýning verður i Gallerí Háhóli og ég sýni þarna um 40 málverk. Megnið af þeim er nýjar myndir, aðallega frá síðasta ári en síðan fáeinar eldri myndir,“ sagði Einar í spjalli við Morgunblaðið í gær. Það eru að vera liðin tvö og hálft ár frá því að Einar var síðast á ferð með sýningu en það var á Kjarvalsstöðum og síðan hefur hann sáralítið sýnt. „Ég tek ekki neinum stökkbreyting- um,“ svaraði Einar þegar hann var að því spurður hvort mál- verk hans hefði tekið miklum stakkaskiptum á þeim tíma sem liðinn er síðan hann sýndi síðast. „Myndlist mín þróast venjulega hægt og bítandi. Það er kannski einna helzt hægt að lýsa þessum myndum þannig, að það sé reynt að spila á ýmis myndræn element. Viðfangsefn- in eru úr daglega lífinu og náttúruáhrif. Annars finnst mér alltaf erfitt að lýsa málverki í orðum, myndin er það form sem ég tjái mig í og hún verður að tala fyrir sig sjálf.“ Einar er nú skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskólans en hann svarar neitandi þegar borið er upp á hann að hann sé að miklu leyti hættur að mála út af pappírsvinnu og stjórnunar- störfum. „Á íslandi geta menn nú ýmislegt, sem menn leggja ekki á sig annars staðar — algengt að fólk sé kannski í 2—3 störfum og ég er ekkert öðru vísi í þessum efnum. Ég er alltaf að fást við að mála öðru hverju.“ Einar Hákonarson segist ekki kvíða áhugaleysi Akureyringa fyrir sýningu hans. „Það var að vísu svo fyrir nokkrum árum, að Einar Hákonarson. það ríkti töluverð ládeyða þar í myndlistarlífinu og hafði gert um langt skeið. Svo var það víst upp úr 1972 að þarna er stofnaður myndlistarskóli og þar með færðist mikill fjörkipp- ur í myndlistina nyrðra. Óli G. Jóhannsson var einn þeirra sem var þarna í skólanum í byrjun og það var hann sem stofnaði Gallerí Háhól, þar sem ég ætla nú að sýna. Galleríið hefur starfað núna í liðlega tvö ár en það er fremur hár aldur gallería hér á landi og sýnir að þetta hefur gengið heldur vel.“ Til marks um það nefnir Einar einnig, að Gallerí Háhóll hefur aldrei notið neinna opin- berra styrkja, en hins vegar hafa eigendurnir borgað úr eigin vasa hin dauðu tímabil, sem alltaf verði í rekstri af þessu tagi. „Óli hefur einnig veriö mjög iðinn við að fá ýmsu helztu myndlistarmenn okkar að sunnan til að sýna þarna nyrðra og það sýnir vel áhugann sem þarna ríkir núna að mér skilst að í myndlistarskólanum þar séu nú yfir 100 manns á námskeiðum, sem er býsna stór hluti bæjarbúa.“ Sýning Einars Hákonarsonar í Gallerí Háhóli mun standa fram til 29. janúar næstkom- andi. Geir Arnesen. 1919, en ólst að mestu upp á Akureyri og lauk þar stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri, en prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaup- mannahöfn 1947. Að námi loknu starfaði hann eitt ár við Síldar- verksmiðjur í Siglufirði, en hóf síðan störf sem sérfræðingur í Rannsóknarstofu Fiskifélags ís- lands 1948 og hefur starfað hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins frá stofnun hennar 1965. Hann var skipaður deildarverkfræðingur 1967 og yfirverkfræðingur 1976. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum í fituefnafræði 1958-1959. Kröflusvæði: Búast við um- brotum í marz LANDRISIÐ á Kröflusvæðinu er heldur á undan áætlun og má búast við umbrotum á svæðinu upp úr marz n.k. að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Páll kvað ómögulegt að spá um hvað gerðist í næstu umbrotum. Hins vegar minnkuðu líkurnar fyrir því að kvikan hlypi norður eftir í átt að Öxarfirði með hverju kvikuhlaupi í þá áttina og að sama skapi ykjust líkur á því að kvikan hlypi í suður, í átt að Mývatni. Vitað um 325 millj- óna kr. kröfur í þrota-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.