Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1979
23
Bob Dylan
Helstu fréttir úr
bresku popppressunni
PLATA ársins 1978 hjá Melody
Maker var „This Year's Model"
meö Elvis Costello. Costello hefur
nú gefið út nýja plötu sem heitir
„Armed Porces". Plata ársins hjá
Sounds var „Give Em Enough
Rope“ með Clash ...
Elton John hyggst snúa sér að
hljómleikahaldi á ný eftir eins og
hálfs árs hlé. í febrúar hefjast-
Evrópuhljómleikar hjá honum, en
eini aðstoðarmaður hans að þessu
sinni er Ray Cooper,
slagverksmaður...
Keith Richard slapp naumlega
út úr brennandi húsi sínu í Los
Angeles rétt fyrir jólin. Brann
inni mest af skartgripasafni
gítarleikarans. Richard er annars
á leiðinni með sína fyrstu sóló-
plötu, en lítil plata kom út með
honum fyrir jól: „Run Rudolph
Run“/ „The Harder They
Come“ ...
Boney M héldu hljómleika í
Rússlandi í byrjun desember og
fram undir jól við mjög góðar
undirtektir og var uppselt löngu
áður en þau komu þangað.
Hljómleikaplata Bob Dylan
„Live At The Budokon" sem
Japanir gáfu út selst í Bretlandi
nú fyrir 15 pund eða um 18 þúsund
krónur með venjulegri skattálagn-
ingu hérlendis, og þykir nokkuð
mikið verð fyrir 2 plötur ...
George Harrison er á leiðinni
með nýja plötu sem heitir
„Faster" og er boðað að hún verði
hressilegri en fyrri plötur hans ...
Debbie Harry, söngkona
Blondie, og Robert Fripp fyrrum
konungur King Crimson eru aðal-
leikendur í væntanlegri spæjara-
mynd „Alphaville" ...
Doomed hafa breytt nafninu í
Damned á ný. I hljómsveitinni eru
Dave Vanian, Rat Scabies, Cap-
tain Sensible og Alistair Ward ...
Væntanlegar eru plötur frá Bad
Company, Wings, Pink Floyd,
Graham Parker, Gerry Rafferty,
Roxy Music, Patti Smith, Super-
tramp (Breakfast In America),
Stevie Wonder (The Secret Life Of
Plants), og Stranglers (Live)...
Þess má líka geta að Jefferson
Starship virðist enn vera við lýði,
þar sem tilkynning kom um nýjan
trommuleikara í stað John Bar-
bata, Aynsley Dunbar ...
Önnur hljómsveit frá sjöunda
áratugnum virðist hafa vaknað til
lífsins, Byrds. Þó þeir leiki ekki
undir því nafni enn, er hljómsveit-
in, sem er skipuð Roger McGuinn,
Chris Hillman og Gene Clark, á
hljómleikum í Nýja Sjálandi. Auk
þeirra er í hljómsveitinni George
Grantham fyrrum trymbill
Poco...
Vinsœldalistarnir
LOKSINS er Ian Dury orðinn alvöruvinsæll en hann er
kominn í fyrsta sætið í Bretlandi. Ian Dury hefur verið að;
reyna að berjast til vinsælda síðastliðin 5 ár fyrst meðr
hljómsveitinni Kilburn & The Highroads og síðan einn.
Líklegustu lögin til að ná fyrsta sæti á eftir honum eru
„September“ frá Earth Wind & Fire sem er í 4. sæti og
nýtt lag „One Nation Under A Groove“ með Funkadelic
sem er í 10. sæti.
Bandaríski listinn breytist lítið eins og oft áður og eina
lagið sem má búast við að hækki er „A Little More Love“
frá Olivíu Newton-John. Annars er hann fremur
einhæfur og lögin flest líflaus.
L0ND0N
1. (2) Hit Me With Your Rhythm Stick
lan Dury
2. (1) Y.M.C.A.
3. (3) Song For Guy
4. (7) September
5. (4) Lay Your Love On Me
6. (5) La Freak
7. (-) Hello This Is Joanne v
8. (8) A Little More Love
9. (10) Pm Every Woman
10. (-) One Nation Under A Groove
Village People
Elton John
Earth Wind & Fire
Racey
Chic
Paul Evans
Olivia Newton-John
Chaka Khan
Funkadelic
BANDARÍKIN
1. (1) Le Freak
2. (2) Too Much Heaven
3. (3) My Life
4. (4) Y.M.C.A.
5. (6) Hold The Line
6. (7) September
7. (8) Ooh Baby Baby
8. (4) You Don't Bring
Me No Flowers
9. (-) A Little More Love
10. (-) Every l‘s A Winner
Chic
Bee Gees
Billy Joel
Village People
Toto
Earth Wind & Fire
Linda Ronstadt
Barbara Streisand &
Neil Diamond
Olivia Newton-John
Hot Chocolate
Valgerður Sigurbergs-
dóttir Kirkjuferju-
hjáleigu — Minning
Valgerður var fædd 23. júní 1901
í Fjósakoti í Meðallandi. Hún lést í
Landspítalanum 9. janúar síðast-
liðinn.
Foreldrar hennar voru Sigur-
bergur Einarsson og Árný Eiríks-
dóttir. Þau eignuðust 13 börn. Á
lífi eru fjórar systur og tveir
bræður.
Móðir Árnýjar var Halldóra
Árnadóttir Hjörleifssonar læknis,
faðir hennar var Eiríkur Einars-
son í Rofabæ. Móðir Sigurbergs
var Hólmfríður Sigurðardóttir frá
Fagurhólsmýri í Öræfum, faðir
Einar Magnússon á Orustustöðum,
kona Magnúsar á Orustustöðum
var Ingibjörg Gísladóttir Þor-
steinssonar á Geirlandi. Lengra er
hægt að rekja ættartölu þessarar
merku konu eða allt til 1655.
Valgerður var í föðurhúsum til
20 ára aldurs, þá fór hún til
Reykjavíkur í atvinnuleit. Þar
dvaldi hún í fá ár, í Ölfusi bjó hún
meiri hluta ævi sinnar. I Reykja-
vík kynnist Valgerður unnusta
sínum Guðjóni Jónssyni frá Gilj-
um í Mýrdal. Hann fórst með
togaranum Reykjaborg sem skot-
inn var niður í mars 1941. Þau
Valgerður eignuðust einn son,
Sigurð Gísla, er hann einkabarn
þeirra. Sigurður er giftur Hrefnu
Guðmundsdóttur frá Blesastöðum
og eiga þau sex syni: Björn sem er
giftur Ragnheiði Sigurðardóttur,
þau eiga tvö börn; Guðjón sem er
giftur Veru Valgarðsdóttur og eiga
þau tvö börn; í heimahúsum eru
þeir Guðmundur, Atli Már, Valur
og Kristján, allir við nám.
Skömmu eftir að Valgerður flyst
í Ölfusið giftist hún Birni Sigurðs-
syni frá Króki, þeim ágæta manni,
sem kom Sigurði syni Valgerðar í
föður stað. Ég vil þakka þeim
hjónum, fyrir þá hjálp sem þau
veittu móður minni við fráfall
föður míns og síðar í uppvexti
okkar systkinanna.
Kynni mín af Valgerði frænku
minni eru allt frá því að ég man
fyrst eftir mér. Eftir því sem
lengra líður fylla minningarnar
betur upp þá mynd sem ég á í huga
mínum af góðri konu, sem var
eðlisgreind og víðsýn. Lítið atvik
frá bernsku langar mig að rifja
upp sem skýrir nokkuð hvers
vegna börn og aðrir sem minna
máttu sín hændust frekar að henni
en öðrum. Ég hef verið 5—6 ára
gamall, en þá var Valgerður á
heimili foreldra minna með son
sinn. Systkini mín voru á ýmsum
aldri. Einhvern veginn hafði ég
komist yfir boga og örvar. Þessi
ágæta íþrótt tók hug minn allan og
skaut ég í tíma og ótíma, þó var
verst á inniteppudögum, þá var
boginn tekinn af skyttunni sem
brá við hart. Frænka mín kunni
ráð sem dugði; hún leiddi mig til
herbergis sem lítið var notað, fékk
mér bogann og örvarnar, benti
mér á þiljurnar alsettar kvistum
sem ég skildi reyna að hitta, þegar
ég væri orðinn þreyttur þá skyldi
ég geyma bogann upp á hillu þar
sem litlu krakkarnir næðu ekki til
hans. Ég var orðinn eldri þegar ég
skynjaði lagni frænku minnar.
Svona var hún, allt var til góðs
sem hún lagði hönd að.
Valgerður bjóst vel við dauða
sínum. Þegar hún var flutt frá
heimili sínu á Landspítalann
sagðist hún ekki mundu eiga
afturkvæmt. Hún lést 9. janúar.
Fyrst í desember heimsótti ég
hana á sjúkrahúsið, þá sagðist hún
óska þess að geta kvatt piltana
sína áður en yfir lyki, en tveir af
sonarsonum hennar voru við nám
erlendis og ætluðu þeir að koma
heim í jólaleyfi. Hún lifði það að
sjá þá og kveðja.
Ég þakka þá gæfu að hafa átt
Valgerði að frænku.
Guð blessi fjölskyldu hennar.
Aðalsteinn Steindórsson.
Gott er sjúkum að sofna.
meðan sólin er aftanrjóð,
ok mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vöKguIjóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin f djúpinu er.
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
D.St.
Margs er að minnast, er við
kveðjum Valgerði Sigurbergsdótt-
ur, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi.
Hún verður jarðsungin frá Kot-
strandarkirkju í dag 20. janúar.
Valgerður lést í Landspítalanum 9.
þessa mánaðar, eftir rúmlega
tveggja mánaða legu. Allt var gert,
sem hægt var til hjálpar, en kallið
var komið. Mikið var hún þakklát
fyrir alla þá hjálp, sem henni var
veitt á sjúkrahúsinu og henni
gefin mikil sálarró og andlegur
styrkur í baráttunni við að skila
lífinu, lífinu er henni var gefið í
þennan heim, hinn 23. júní 1901.
Ég man Völu frænku frá því að
ég var barn að aldri og ég man
hana unga ög glæsilega stúlku og
áfram til hins síðasta. Kynni
okkar hafa spannað rúma hálfa
öld. Alla tíð var hún mér mikil og
góð frænka og einnig okkur öllum
Steindórsbörnunum, eins og hún
kallaði okkur oft. Halldóra systir
mín ólst að miklu leyti upp hjá
henni. Þó við tvær dveldum mest á
hennar heimili þá voru hin syst-
kini mín oft á tíðum þar líka.
Verður henni aldrei fullþökkuð sú
ást og virðing er hún sýndi bróður
sínum látnum, með að reynast
konu hans og börnum vel og var
alla tíð góð vinátta með mömmu
og Völu meðan báðar lifðu. Vala
eignaðist eitt barn, Sigurð Gísla, f.
21. nóv. 1924 og byrjaði þá
lífsbaráttan fyrir alvöru. Það
þykir erfitt í dag að vera einstætt
foreldri og efa ég það ekki, en í þá
daga þurfti meira en meðal-
mennsku til.
En lífið hjá Völu tók breyting-
um. Hún eignaðist góðan mann er
hún gekk að eiga Björn Sigurðsson
frá Króki í Arnarbælishverfi.
Voru þau gefin saman í Kot-
strandarkirkju 28. október 1928.
Hann andaðist 19. ágúst 1968.
Sonurinn ólst upp hjá þeim og
hafði Bjössi mikið dálæti á honum.
Þau byrjuðu að búa að Borgarkoti
(nú Ingólfshvoll) í Ölfusi og
bjuggu.þar í 2 ár, en flytjast þá að
Nýjabæ í Arnarbælishverfi og eru
þar til ársins 1949, er þau fá
Kirkjuferjuhjáleigu til ábúðar og
eru þar upp frá því. Vala var góð
húsmóðir og held ég að öllum hafi
liðið vel hjá þeim hjónum og hafði
húsbóndinn góð áhrif á mannskap-
inn með sinni léttu lund. Oft var
gott að vakna á sunnudagsmorgn-
um er Vala gaf mjólk og pönnu-
kökur. Taldi hún ekki eftir sér að
fara snemma niður til að baka
ofan í mannskapinn. Þannig var
Vala frænka. Þær hefðu verið
fljótar að fyllast skjólurnar henn-
ar, ef unnið hefði verið í uppmæl-
ingu eða bónus, eða hvað það er nú
allt saman. Hún var afburða
dugleg kona, trygg og vinföst.
Arið 1937 flytjast til þeirra að
Nýjabæ foreldrar Völu, Árný og
Sigurbergur, og dvöldu með þeim
til dauðadags. Einnig flyst til
þeirra Júlía systir Völu og er hún
búin að annast heimilið ásamt
systur sinni hátt í 30 ár. Er nú
skarð fyrir skildi hjá Júllu minni
og votta ég henni sérstaklega
samúð mína.
Milli föðursystkina minna hefur
alla tíð verið mikil tryggð og
vinátta enda þau öll gott fólk og
vinfast. Þykir mér trúlegt að þar
hafi komið til arfur úr foreldra-
húsum eftir mínum kynnum af afa
og ömmu.
Vala fékk þá ánægju að fylgjast
með syninum og hans ágætu konu
Hrefnu Guðmundsdóttur og son-
um þeirra 6 öllum góðum og
mannvænlegum og litlu barna-
barnabörnin farin að halla sér að
langömmu. Eitt barnabarnið, Guð-
jón hefur alist upp hjá afa og
ömmu og Júlíu. Við þessi þáttaskil
vottum við honum samúð okkar
fjölskyldunnar.
Það væri hægt að tala um svo
margt er gerst hefur í sambandi
við Nýjabæjarheimilið og margir
unglingar dvöldu hjá þeim hjónum
yfir sumartíma. Eitt nafn vil ég
nefna sérstaklega, Halldór Sig-
urðsson, er ilengdist þar um árabil
og var Völu alltaf hlýtt til hans.
Hrefnu minni og Didda, börnum
þeirra og systkinum Völu og
öðrum vandamönnum votta ég
samúð mína.
Við hvert og eitt í fjölskyldunni
söknum innilega elsku Völu
frænku, en gleðjumst, því hún er
gengin á Guðs sins fund.
Guðríður Steindórsdóttir