Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 „Afnám hafta í Viðreisninni bæði skemmtilegt og mikilvægt” — segir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri — Viðskiptaráðuneytið tók til starfa í aprílmánuði árið 1939, þegar þjóðstjórnin var mynduð. Undir það voru lögð bankamál, gjaldeyrismál og verslunarmái, sem áður höfðu heyrt undir aðrar deildir stjórnarráðsins. Smám saman hefur þeim mála- flokkum. sem heyra undir ráðu- neytið fjölgað. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyt- isstjóri kynnti blaðamönnum starfsemi ráðuneytisins en hann hefur sjálfur starfað þar í 31 ár. Fyrstu 20 árin kvað hann mesta vandann hafa verið í sambandi við innflutningsreglur og höft, en eftir 1960 fór þetta að breytast, til alirar hamingju, sagði hann. Með Viðreisnarstjórninni eftir 1960 varð innflutningur frjáls og viðhorfin fóru að breytast, sagði Þórhallur, en þau mál sem hann taldi bera hátt í gegnum árin hjá viðskiptaráðuneytinu er fram- kvæmd Marshalláætlunarinnar 1948—1953, síðan viðskiptasamn- inga við Rússa frá 1953 og afnám hafta eftir 1960. Þá tók hann sem dæmi um tímafrek verkefni samninga í sambandi við tilkomu stóru bandalaganna eins og EFTA og EBE 1970 og 1972. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við blaða- menn að hann teldi stóru málin nú á vettvangi viðskiptaráðuneyt- isins vera úttektin á innflutnings- verzluninni og mál sem varðar sameiningu bankanna, en það væri hins vegar erfitt mál og ekki væri víst hvað tækist í sameining- armálum þar á þessu ári. Fyrsti viðskiptaráðherrann var Eysteinn Jónsson, en síðar hafa margir setið stólinn, Gylfi lengst, en Lúðvík tvisvar. Um verkefnaskiptingu stjórnarráðsins gildir nú reglu- gerð nr. 96, 31. desember 1969. Samkvæmt henni fer viðskipta- ráðuneytið með eftirtalda mála- flokka: 1. Verslun og viðskipti, þar á meðal útflutningsverzlun og inn- flutningsverslun. Ráðuneytið hefur með höndum veitingu útflutningsleyfa fyrir öllum íslenskum útflutningsvör- um og ráðuneytið setur reglur um innflutning og greiðslur til út- landa, svo sem um það hvaða vörur og greiðslur skuli vera á frílista, innflutningskvóta og ýmsar nánari reglur um innflutn- ing. Ráðuneytið hefur með höndum margs konar fyrirgreiðslu við- skipta við hin ýmsu lönd. 2. Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga. Island hefur sérstaka viðskipta- samninga við nokkur lönd, eink- um í Austur-Evrópu. Fylgst er með framkvæmd þessara samn- inga og samningsgerð er í hönd- um ráðuneytisins. Segja má, að þýðing slíkra samninga sé nú minni en áður var, þar sem greiðslur fara nú yfirleitt fram í. frjálsum gjaldeyri, en áður fóru þær í gegn um sérstaka reikninga og þá miðað við, að jöfnuður næðist. 3. Skipti íslands við alþjóðleg efnahags- og viðskiptasamtök og fj ármálastof nanir. Mikið starf er vegna aðildar íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og vegna samskiptanna við Efna- hagsbandalag Evrópu. Samskipti við Alþjóðabankann og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og stofnanir þeirra heyra undir ráðuneytið, þótt Seðlabankinn sé fjárhagsleg- ur aðili að þessum stofnunum fyrir íslands hönd. Þá fer ráðu- neytið með samvinnu um við- skipta- og tollamál (GATT) o.s.frv. 4. Gjaldeyri. Ráðuneytið fer með yfirumsjón gjaldeyrismál- anna og má að öðru leyti vísa til þess, sem segir í 1. tölulið. 5. Seðlabank* íslands og aðra banka og sparisjóði, sem eigi ber undir annað ráðuneyti. Málefni allra bankanna nema Búnaðarbankans og Iðnaðarbank- ans heyra undir ráðuneytið, svo og allir sparisjóðir. Starfsfólk viðskiptaróðuneytis- ins. Frá vinstrii Sigríður Kristj- ánsdóttir fulltrúi, Pétur Þór Halidórsson sendill, Kristín Guð- mundsdóttir ritari. Ragnheiður Ragnarsdóttir ritari, Ragnheiður Torfadóttir ritari, Atli Freyr Guðmundsson deildarstjóri, Þór- hallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri, Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra, Anna Þórhallsdóttir deildarstjóri og Björgvin Guð- mundsson skrifstofustjóri. Á myndina vantar Stefán Gunnlaugsson deildarstjóra, Jón Skaftason deildarstjóra, Ingva Ólafsson deildarstjóra og Sæunni Eiríksdóttur ritara. Ljósmynd Mbl. Emili'a. 6. Gjaldmiðil og myntsláttu. Seðlabankinn er framkvæmdaað- ili í þessum málum undir yfir- stjórn ráðuneytisins. 7. Verðskráningu og verðlag nema lögð séu til annars ráðu- neytis. Undir ráðuneytið heyrir embætti verðlagsstjóra. Ráðu- neytið annast niðurgreiðslu á vöruverði á innanlandsmarkaði, greiðslu olíustyrks. Ráðuneytið fer með verðjöfnun á olíu og bensíni og á flutningskostnaði sements. 8. Hlutafélög, samvinnufélög og önnur félög um verslun og annan atvinnurekstur. Umfangsmikil endurskoðun hefur farið fram í ráðuneytinu 4 lögum um hlutafélög og hafa verið sett ný lög um þetta efni. Ráðuneytið á að fara með skrá- setningu hlutafélaga eftir nýju lögunum. Framkvæmd laga um verslunaratvinnu fellur undir ráðuneytið. 9. Verslunarskrár og firmu. Skráning er hjá fógetum undir yfirstjórn ráðuneytisins. 10. Vörusýningar erlendis. Vörusýninganefnd heyrir undir ráðuneytið. I ráðuneytinu starfa nú 12 manns auk ráðherra. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: V ar fyrst nefnd I. skrifstofa Dóms- og kirkjumálaráðu- neitið er til húsa í Arnarhvoli eins og flest önnur ráðuneytin og þeir málaflokkar sem því voru faldir árið 1904 við stofnun Stjórnarráðs íslands héldust án breytinga fyrstu 35 árin eða til ársins 1946. Nafnið ráðuneyti kom ekki til fyrr en 1921 en var fyrst nefnt 1. skrifstofa og síðar dóms- og kirkjumáladeild. Baldur Möller ráðuneytis- stjóri ásamt Magnúsi Torfa Ólafssyni kynnti fréttamönnum starfsemi ráðuneytisins. Eftir að hafa litið til. Steingríms Hermannssonar dóms- og kirkjumálaráðherra var farið um húsakynni þess og sagði Baldur þá, að ekki hefði verið aukið við húsnæðið síðan 1955 er m r~m m ¥/l H|: i Baldur Möller ráðuneytisstjóri gerði að gamni sínu við fréttamenn og kvaðst verða að meðganga að eiga þessa skrifstofu. Ljósm. Emilía. sérstök verkefni eftir ákvörðun ráðherra. Annað starfslið er annast ýmis almenn skrifstofu- störf er: 1 deildarstjóri, 2 fulltrúar og 4 ritarar og 1 dyravörður. Auk þess starfa 2 fulltrúar og 1 ritari við útgáfu og rekstur Lögbirtingablaðs og Stjórnartíðinda og heyra einnig til starfsliðs ráðuneytisins, en eru hér sérgreindir vegna þess, að þau störf voru áður fyrr unnin sem aukastörf ýmissra aðila utan ráðuneytis sem ekki eru taldir hér að framan. Starfslið ráðuneytisins í dag er því 19 menn. Af þeim eru 8 með lögfræðimenntun, 7 karlar og 1 kona, 11 með almenna skóla- menntun, 2 karlar og 9 konur. Baldur Möller greindi síðan frá verkaskiptingu hinna ýmsu starfsmanna ráðuneytisins, en helztu málaflokkar þess eru m.a. skv. reglugerð um Stjórnarráð íslands frá 1969: Lögsagnarum- dæmi, dómskipan, dómstólar, meðferð ákæruvalds og eftirlit, framkvæmd refsingar, fanga- hús, vinnuhæli, náðun og upp- gjöf sakar, lögregla og löggæzla, bifreiðaeftirlit og umferð, gæzla landhelgi og fiskimiða, sjómæl- ingar og kortagerð, eftirlit með skotvopnainnflutningi, fram- kvæmd áfengislöggjafar, sem heyrir ekki undir annað ráðu- neyti, skipströnd og vogrek, eftirlit með útlendingum, öryggisgæzla á vinnustöðum, sifjaréttur, vegabréf, eignar- réttur, ríkisborgararéttur, prentfrelsi, mannréttindi, kjör forseta Islands, almannavarnir og kirkjumál auk fleiri mála- flokka sem hér eru ekki taldir. Fram kom á fundinum að álag á hvern starfsmann hefði aukizt mjög hin síðari ár þrátt fyrir að fjölgað hefði verið og verkefni færð annað. Magnús Torfi ólafsson og Steingrímur Hermanns- Baldur Möller, son. flutt var inn, nema tvö „útibú" hefðu verið stofnuð. Hins vegar hefði verið hægt að leysa að nokkru aukna þörf skrifstofu- húsnæðis með því að minnka þau herbergi er fyrir voru en það yrði vart gert lengur. Við stofnun Stjórnaráðs íslands voru starfsmenn í ráðu- neytinu (1. skrifstofu) 3 talsins: 2 lögfræðingar og 1 skrifari. Að hálfnðum 75 ára starfstíma stofnunarinnar, á miðju ári 1941, voru lögfræðingarnir 3, en annað starfslið 4: 1 fulltrúi, 1 „aðstoðarmaður", 2 ritarar. Nú í byrjun árs 1979 eru lögfræðing- ar 7, sem hafa með höndum almenna málefnameðferð og til viðbótar aðstoðarmaður ráð- herra, sem ekki annast almenna málaafgreiðslu, en fer með Ritarar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.