Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 31 Kveðja frá Sjálfstœðisfíokknum Sigrún Pálmadóttir á Reynistað í Skagafirði var fædd 17. maí 1895, ein af tólf systkinum. Foreldrar hennar voru höfðingshjónin Anna Hólmfríður Jónsdóttir prófasts Hallssonar í Glaumbæ og séra Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi. Sigrún giftist 20. sept. 1913 frænda sínum Jóni Sigurðssyni alþingismanni og bónda á Reynistað, og voru þau systkinabörn. Reynistaður var í þá áratugi, sem Sigrún og Jón stýrðu þar búi, orðlagður fyrir rausn og myndarskap. Voru þau hjón mjög samhent um að búa heimilið fagurlega og gefa því þjóðlegan svip. Á Jón Sigurðsson var mjög kallað til starfa í þjóðmálum og héraðsmálum, en jafnframt stýrði hann búi sínu af hyggindum og forsjá. Á þessu gestkvæma heimili reyndi mjög á húsfreyjuna, og þegar bóndi hennar var langdvölum á þingi, var hún hvorttveggja, húsfreyjan og húsbóndinn, og ábyrgð og annríki hvíldu á herðum hennar. Allt fór henni frábærlega vel úr hendi, enda fór saman hjá Sigrúnu á Reynistað myndarskapur, þrek og glæsimennska. Sjálfstæðismenn standa í stórri þakkarskuld við Sigrúnu Pálmadóttir og senda Sigurði bónda á Reynistað, syni þeirra hjóna, og fjölskyldunni allri, innilegustu samúðarkveðjur í minningu mikillar konu. Gunnar Thoroddsen. Skagfirðinga á Sauðárkróki fimmtudaginn 10. þ.m. eftir 6 vikna erfiða sjúkdómslegu þar. Fyrir allmörgum árum hafði hún veikzt af sjúkdómi, sem borið hafði að höndum og leikið hana svo hart, að hún átti eftir það við skerta heilsu og minnkað viðnáms- þrek að búa. Sigrún á Reynistað var fædd 17. maí 1895 á Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar hennar vóru þau merkishjón séra Pálmi Þór- oddsson, prestur á Felli í Sléttu- hlíð, Höfða og Hofsósi, og frú Anna Jónsdóttir. Séra Pálmi var sunnlenzkur maður að ætt, kom- inn af góðum bændum og sjósókn- urum. Hann vígðist ungur til prestskapar í Skagafirði og starf- aði í því héraði alla sína prest- skapartíð og var hinn mesti merkismaður, sem naut virðingar í héraðinu fyrir mannkosti sína og góða hæfileika. Frú Anna kona hans og móðir Sigrúnar var mikilhæf fríðleikskona, dóttir séra Jóns Hallssonar prófasts í Glaum- bæ og Valgerðar Sveinsdóttur. Börn þeirra séra Pálma og frú Önnu urðu 11, sem upp komust til fullorðins aldurs, öll myndarfólk og vel að manni, svo sem þau áttu kyn til. Á þriðja aldursári var Sigrúnu komið í fóstur til móður- systur sinnar Bjargar Jónsdóttur og manns hennar Sigurðar Péturs- sonar. Þau hjón bjuggu á Hofstöð- um í sambýli við Björn Pétursson bróður Sigurðar, en Björn var afi Hermanns Jónassonar ráðherra og þeirra systkina. Hjá fósturforeldr- um sínum var Sigrún til fullnaðs 18 ára aldurs, er hún giftist. Naut hún hjá þeim góðs atlætis í uppeldi, og minntist hún þeirra jafnan með virðingu og hlýjum hug. Sama hug bar hún og til fóstursystur sinnar Lovísu, sem var einkabarn þeirra hjóna, og leit á hana sem systur sína. Lovísa giftist Birni Jósefssyni héraðs- lækni í Húsavík. Börn þeirra Lovísu og Björns áttu síðar eftir að njóta alla tíð vináttu Sigrúnar og góðvildar hennar, enda héldu þau systkini jafnan mikilli tryggð við Sigrúnu, eigi hvað sízt Sigurð- ur Pétur, sem nú er bankastjóri útibús Landsbankans í Húsavík. Þann 20. september 1913 giftist Sigrún frænda sínum Jóni Sig- urðssyni á Reynistað, síðar alþing- ismanni Skagfirðinga um árabil. Þau hjón hófu brátt búskap á föðurleifð Jóns, Reynistað og áttu þar heima alla ævi síðan. Þar bjuggu þau jafnan góðu og myndarlegu búi, og þar stjórnaði Sigrún heimili sem húsmóðir af miklum dugnaði og rausn, enda var Reynistaðarheimilið lengi þekkt víða fyrir reisn og myndar- brag. Má með sanni segja, að þau hjón hafi verið um það samhent að halda uppi höfðingsskap á Reyni- stað. Þau Sigrún og Jón eignuðust 3 börn, en aðeins eitt þeirra komst til fullorðins aldurs, Sigurður, sem nú býr á Reynistað. Kona hans er Guðrún Steinsdóttir frá Hrauni á Skaga, og eiga þau 4 syni, sem eru: Jón, Steinn, Hallur og Helgi Jóhann. Barnabarnabörn Sigrúnar og Jóns eru nú 4 talsins. Þá ber að geta þess, að fósturbörn þeirra Reynistaðarhjóna, upp alin til fullorðins aldurs, eru þau Anna Guðmundsdóttir, húsfreyja í Reykjavík og Pálmi Jónsson, ráðunautur í Garðhúsum í Skaga- firði. Einnig vóru teknar í fóstur á Reynistað systurdætur Sigrúnar, þær Lovísa Möller, sem síðar giftist Sigurði Samúelssyni prófessor, og Lucinda Möller, síðar gift Eiríki Sigurbergssyni stór- kaupmanni, eftir að systurnar misstu föður sinn, og vóru þær á Reynistað allt til fullorðins ára. Þær eru nú báðar látnar. Enn fremur ólust upp að miklu leyti á Reynistað nokkur önnur börn, sem fyrir löngu eru orðin fullorðið fólk og eg kann eigi að nefna, svo að tæmandi sé. Þá er rétt að geta þess, að löngum dvöldu mörg börn ýmissa ættingja og vina þeirra hjóna á Reynistað á sumrum og nokkur þeirra sumrum saman, jafnvel allt að 7—8 sumur. Eigi er til þess vitað, að nein meðgjöf væri nokkru sinni tekin með börnum, sem dvöldu á Reynistað. Lætur að líkum, að það er allstór hópur, sem er í þakkarskuld að þessu leyti við Reynistaðarhjón og nú geta minnzt þeirra með þökk í huga. Sigrún á Reynistað var glæsileg kona. Hún var vel á sig komin að líkamsvexti, fríð sýnum og björt yfirlitum, sviphrein og glaðleg í viðmóti. Hún var með afbrigðum dugleg og vinnusöm, og stjórnsöm húsmóðir var hún, og undir hennar stjórn var heimilið á Reynistað rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Sigrún var mann- blendin og félagslynd og naut þess að fara á mannfundi og blanda geði við aðra. Hún var lengi formaður í kvenfélagi sveitar sinnar og átti enn fremur sæti í stjórn Kvenfélagasambands Skagafjarðar í mörg ár. Sigrún var trúuð kona, og sýndi það á ýmsan hátt í verki, m.a. með því að hlúa að kirkju sinni á Reynistað, með gjöfum og með því að beita sér fyrir endurbótum og viðhaldi hennar. Eftir að eg fluttist í Skagafjörð, kynntist eg Sigrúnu allvel og heimili hennar. Oft hefi eg verið gestur hjá henni á Reynistað; einnig hefir hún oft verið gestur á heimili okkar hjóna, enda var hún móðursystir konu minnar. Af þeim kynnum hefi eg góðar minningar. Það var gott og þægilegt að eiga tal við Sigrúnu vegna þess, hve einlæg, greind og skemmtileg hún var og glaðleg í viðmóti. Henni tókst alla tíða að varðveita vel gleði sína, glaðlegan svip og orðafar, þrátt fyrir vanheilsu hennar á síðari árum, sem setti sín mörk á hana og beygðu líkamlega, án þess að sigra hana andlega. Hún lét ekki bugast, heldur sýndi af sér andlegt þrek og kjark, svo að aðdáunarvert var. Hin síðari ár, þegar heilsu Sigrúnar var tekið að hnigna, átti hun góðu atlæti að mæta hjá Sigurði syni sínum og Guðrúnu konu hans. Og í síðustu legu Sigrúnar, eftir að hún hafði tekið sjúkdóm þann, sem dró hana til dauða, vóru þau sonur hennar og tengdadóttir tíðir gestir við sjúkrabeð hennar, og síðustu stundirnar sat Guðrún tengda- dóttir Sigrúnar hjá henni, unz yfir lauk. Nú þegar Sigrún á Reynistað er horfin af sjónarsviði þessa lifs, verða eftir góðar minningar um hana. Við hjónin, synir okkar og öldruð systir hennar Jóhanna, sem dvelur hjá okkur í heimili, söknum hennar, því að henni fylgdi ætíð birta og ylur, hvar sem hún fór. Minningin um góða konu mun lifa í hugum okkar. Jóh. Salberg Guðmundsson. Það var í maí mánuði árið 1941 að ég kynntist Sigrúnu Pálmadótt- ur fyrst. Ég var þá kominn heim á Reynistað og átti að vera þar í sveit um sumarið. Ég var þá 10 ára gamall og frekar lítill í mér en hafði gengið furðu vel að komast frá ísafirði, en þar átti ég heima um þær mundir, um Siglufjörð og Sauðárkrók, allt á skipum og bátum auðvitað og svo seinasta spölinn með rútunni. Það var mannmargt þá á Reynistað, eins og víða á sveitaheimilum og munaði kannske svo íkja mikið um einn munn í viðbót við fjöldann, svo að ég fékk að koma að Reynistað í sveit. Það er skemmst frá því að segja að það var eitt af mínum lífslánum að lenda á þessu fræga myndarheimili þeirra hjón- anna Sigrúnar Pálmadóttur og Jóns Sigurðssonar, Alþingis- manns. Ég var á Reynistað 5 sumur og lærði þar smám saman að taka til hendinni við flestöll þau verk sem í sveit voru þá unnin um sumartímann. Ég lærði að vinna og hlýða og mætti jafnframt ástúð og góðu atlæti, og síðast en ekki sízt alveg frábærum mat, sem er auðvitað afskaplega þýðingar- mikið fyrir vaxandi strák. Ég lærði þarna að borða súrsaðan sveitamat, eins og hann gétur verið beztur og kjarnmestur. Það var ekkert smáræðis starf sem húsmóðirin á þessu stóra heimili innti af hendi, enda var hún að frá því snemma á morgn- ana og þaf til seint á kvöldin. Ekki bara að þjónusta heimilisfólkið sem var um 15 til 20 þá á sumrin, heldur og líka til að taka á móti öllum gestunum sem að Reynistað koma alltaf, bæði utanhéraðs- mönnum sem og sveitungum. Húsið á Reynistað var þá eitt stærsta íbúðarhús í sveit hér á landi og eitt það íburðarmesta. Listamenn höfðu verið fengnir til að skreyta baðstofuna. Þiljurnar úr bænum gamla prýddu þó spari borðstofuna og gestastofan var í funkis-stíl. Það var kjallari undir öllu húsinu og stór kæligeymsla og á loftinu voru mörg herbergi bæði stór og smá fyrir heimilisfólkið. Og þessu þurfti öllu að halda hreinu, öll föt þurfti að þvo og oft að stoppa sokka af okkur strákun- um. Þetta var ekki eins auðvelt og nú til dags því þá var enn ekkert rafmagn í sveitum Skagafjarðar. Að vísu hafði Sigrún margar hjálparhellur, en það leysti ekki húsfreyjuna frá þeirri kvöð að hún þurfti að vinna sjálf myrkranna á milli. Með dugnaði sínum skópu þau hjónin Sigrún Pálmadóttir og Jón Sigurðsson landsfrægt myndarheimili. Þau bönd er ég batt við heimilið á þeim 5 sumrum er ég var þar í sveit hafa teygst í gegnum árin og styrkst. Ég kem á hverju sumri heim á Reynistað og ég er svo lánsamur að fjölskyldan þar heimsækir mig hingað líka. Sigrún Pálmadóttir var all oft á ferð hér í bænum og dvaldi oft margar vikur í einu, sérstaklega meðan Jón var á Alþingi. Notuðum við Sigrún þá oft tækifærið til að fara í bílferð hér í bænum og var ég alltaf hreykinn af því að fá að vera bílstjórinn hennar. En það var bara til þess að fá tækifæri til að vera í návist Sigrúnar. Af því hafði hver maður ekkert nema gott eitt. Mér finnst ég nærri orðinn gamall maður er ég hugsa til þess, að ég kynntist foreldrum Sigrúnar, þeim séra Pálma og frú Önnu, meðan þau dvöldu á Reyni- stað eitt sumarið meðan ég var þar. Þetta voru alveg einstaklega geðþekk hjón. Sigrún dóttir þeirra erfði frá þeim bæði sjarmann og góðmennskuna, einkenni sem hún hélt til dauðadags. Mér hefir alltaf þótt einkar vænt um Skagafjörðinn, eftir að ég kynntist honum í den tíð, en einhvern veginn finnst mér nú sem einn hlýjasti bletturinn í 'firðinum hafi kólnað við fráfall þeirrar góðu og merku konu, Sigrúnar Pálma- dóttur á Reynistað. Við hjónin vottum þeim Guðrúnu Steinsdóttur og Sigurði Jónssyni á Reynistað innilega samúð okkar og minnumst um leið hve dásamlegt áthvarf Sigrún átti hjá tengdadóttur sinni og syni. Ragnar Borg. alla tíð haft mikið dálæti. Allt í einu skipast veður í lofti og innar örfárra mínútna er hann allur. Banameinið var hjartaslag. Þegar dauðsfall á sér stað með slíkum hætti skortir öll orð. Allt í einu er ástvinur horfinn yfir móðuna miklu og við spyrjum? Hvers vegna og svo fljótt, en fáum engin svör. Pétur Pétursson var fæddur hinn 23. marz 1920 að Eyhildar- holti í Skagafirði. Foreldrar hans voru þau Pétur Jónsson frá Nautabúi, Skagafirði og kona hans, Þórunn Sigurhjartardóttir frá Urðum í Svarfaðadal. Pétur var fjórði í röðinni af tíu systkin- um, átta alsystkinum og tveimur hálfsystkinum. Tveir eldri bræður hans eru nú látnir, þeir Jón og Sigurhjörtur, og einnig systir hans, Soffía, sem lézt ung að árum. Eins og gefur að skilja var oft erfit^ hjá svo stórri fjölskyldu og svo fór að aðeins tíu ára var Pétur sendur í fóstur til frænku sinnar, Unnar Pétursdóttur á Bollastöðum í Böndudal, en þá var móðir hans látin. Það þarf engan að undra þótt erfitt hafi verið fyrir ungan dreng að fara frá föður og systkinum, en Unnur frænka hans reyndist honum góð fóstra og alla tíð voru miklir kærleikar með þeim. Unni tók Pétur á sitt heimili þegar hann var fluttur til Blöndu- óss, og dvaldist hún á heimili hans þar til að hún lést, háöldruð. Pétur stundaði nám í Reykholti í Borgarfirði veturinn ’35—’36 og að Hólum í Hjaltadal ’36—’37 og lauk þaðan búfræðiprófi með ágætis- einkunn. Ungur tók hann við búi á Bollastöðum og bjó þar í nokkur ár. Árið 1941 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Berg- þóru Kristjánsdóttur frá Köldu- kinn í Torfalækjarhreppi, en hún er dóttir Kristjáns Kristófersson- ar sem nú er látinn og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Pétur og Bergþóra bjuggu á Bollastöðum sitt fyrsta búskaparár, en vorið 1942 keyptu þau jörðina Brand- staði sem eisn og Bollastaðir standa við Blöndu, en á henni hafði Pétur mikið dálæti, og þar bjuggu þau næstu sjö árin. Á meðan Pétur bjó á Brandstöðum var hann virkur þátttakandi í félagslífi sveitarinnar, m.a. í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps svo og í Búnaðarfélagi Bólstaðar- hlíðarhrepps, og var hann þar einn af brautryðjendunum og átti t.d. mikinn þátt í það fyrsta jarðýtan var keypt í sýsluna. Árið 1949 bregða þau hjónin búi og flytjast til Blönduóss, þar sem þau hafa búið síðan. Byggðu þau sér einbýlsihús við Húnabraut á bökkum Blöndu, þar sem þau hafa nú gert einn allra fallegasta skrúðgarð hér á staðnum, enda hafði Pétur mikið yndi af allri ræktun. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Þau eru; Þórunn yfirpóstafgreiðslumaður á Blöndu- ósi, f. 23.04. 1942, hún var gift Ara Hermannssyni sem lést af slysför- um 25. 08. 1973; Kristján Verzlunarmann á Blönduósi, f. 20. 10. 1947; Pétur Arnar deildar- stjóra hjá Kaupfélagi Húnvetn- inga, f. 21. 08.1950, kvæntur Helgu Lóu Pétursdóttur; og Guðrún Soffía, f. 14. 06. 1956, heitbundin Guðjóni Guðjónssyni. Fyrir átti Pétur einn son, Pálma, f. 05. 03. 1940, sem kvæntur er Birnu Björgvinsdóttur og býr í Reykja- vík. Við komu þeirra hjóna til Blönduóss verður Pétur starfs- maður samvinnufélaganna og starfaði þar um tólf ára skeið, eða til ársins 1962. Eftir það var hann við ýmis störf, aðallega hjá Vegagerð ríkisins og Sýsluvéla- sjóði A-Húnavatnssýslu. Haustið 1977 hóf hann störf á skrifstofu RARIK hér á Blönduósi og var þar til dauðadags. Eins og fyrr segir, var Pétur alla tíð mikill félagsmálamaður og virkur þátttakandi í þeim, var m.a. einn af stofnendum Verzlunar- mannafélags A-Hún. og í tíu ár formaður Verkalýðsfélags A-Hún., i Hreppsnefnd Blönduósshrepps í átta ár og svo í hinum ýmsu félögum. Pétri var alla tíð mikið í mun að bæta hag þeirra sem minna máttu sín og beitti sér sérstaklega til þess að rétta þeirra hlut. Ég átti þess kost að kynnast Pétri og margar voru þær stund- irnar sem spjallað var um landsins gagn og nauðsynjar, fór Pétur þá oft á kostum og upplýsti og fræddi mig um ýmislegt sem komið hefur mér að miklu gagni. Auk þess var ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna, enda verið leikbróðir þeirra bræðra, Kristjáns og Péturs Arnars frá barnæsku. Nú þegar leiðir skilja um stund, rifjast ýmislegt upp frá fyrri tíð, minningin um góðan dreng sem öllum vildi vel og ávallt var reiðubúinn til að rétta hjálpar- hönd, þrátt fyrir að heilsan væri ekki sem bezt, en seinni ár átti Pétur við að stríða æðasjúkdóm og þráláta gikt og gekk nokkrum sinnum undir uppskurði til að fá bót meina sinna. Ekki er ég viss um að allir hafi gert sér grein fyrir vanlíðan hans á þessum árum. I þeim veikindum reyndist Bergþóra honum góður förunaut- ur, svo og ætíð, enda hefur heimilislíf þeirra hjóna verið alla tíð til fyrirmyndar. Við Blönduósingar eigum margt að þakka Pétri og verk hans munu sjást þó að hann hafi horfið okkur um stund. Ég og fjölskylda mín sendum ástvinum Péturs Péturssonar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, í fullvissu um að minningin um góðan dreng geri söknuðinn létt- bærari. Hilmar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.