Morgunblaðið - 20.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979
19
- -j **’‘o. 'é
Nicaragua:
Hermenn fella
13 skæruliða
Managua, 19. janúar. Reuter.
IIERNAÐARYFIRVÖLD í Nicaragua skýrðu frá því í dag að
þjóðvarðliðar hefðu fellt 13 vinstri sinnaða félaKa Sandinista-skæru-
liðahreyfingarinnar í átökum sem urðu í fjallahéraðinu Nueva Segovia
nærri landamærum Honduras.
Ekki var frá því skýrt hvenær átökin hefðu átt sér stað, en sagt að
einn þjóðvarðliði hefði fallið og tveir særst.
Samkvæmt þessum fregnum hafa 63 skæruliðar fallið í átökum við
stjórnarhermenn það sem af er árinu. Atökin hafa einkum átt sér stað
við landamæri Costa Rica í suðri og Honduras í norðri.
Skæruliðar Sandinista-hreyfingarinnar, sem hefur það að markmiði
að koma Anastasio Somoza forseta frá völdum, réðust í gærkvöldi á stöð
þjóðvarðliða um 35 kílómetrum fyrir sunnan Managua. Skæruliðarnir
náðu stöðinni á sitt vald, en flýðu um síðir til fjalla. Areiðanlegar
heimildir herma að a.m.k. tveir þjóðvarðliðar hafi særst í árásinni.
Þessar heimildir skýrðu ennfremur frá því að herflugvélar og sveitir
hermanna hefðu haldið á eftir skæruliðunum til fjalla, en ekki dregið þá
uppi.
Frekari handtökur
London 19. janúar. — AP — Reuter
LÖGREGLAN handtók í nótt fjóra menn til viðbótar þeim sem þegar
hafa verið handteknir vegna sprengjufaraldurs á meginlandi
Bretlands að undanförnu sem írski lýðveldisherinn er talinn valdur
að.
Áður höfðu sjö manns verið handteknir vegna málsins, fjórir þeirra
eftir síðustu sprengingu s.l. miðvikudag þegar olíubirgðastöð var
sprengd í loft upp í einu úthverfa London.
Kólumbía:
Sjö hermenn
felldir í árás
Bogota, 19. janúar — Reuter
SJÖ IIERMENN Kamhódíustjórnar féllu í dag og þrír særðust í árás
vinstri sinnaðra skæruliða á hermenn á eftirlitsferð skammt norðan
við höfuðborg landsins, að því er heryfirvöid skýrðu frá í dag.
Skæruliðarnir höfðu komið jarðsprengjum fyrir á veginum milli
bæjanna Yacopi og La Palma og sprungu tveir herflutningabílar í W atergate-m álið:
bílalest. Samstundis hófu skæruliðarnir að skjóta á herflutningavagn-
ana, en flýðu þegar hermennirnir veittu þeim mótstöðu. I tilkynningu
hersins voru engar fregnir af mannfalli í röðum skæruliða.
Jimmy Carter:
Kambódíuinnrásin
ögrun við slökun
Washington, 19. janúar — Reuter
JIMMY CARTER Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali
dag að stuðningur Sovétríkjanna við innrás Víetnama í
Kambódíu væri ögrun við afslökunarstefnuna. Carter
sagðist ennfremur hafa áhyggjur af tilvist kúbanskra
hersveita í ýmsum ríkjum Afríku, en Kúbumenn hafa notið
stuðnings Sovétríkjanna í þeim efnum.
Carter sagðist í viðtalinu vera vongóður um að
Bandaríkjamenn og Sovétmenn undirrituðu brátt sáttmála
um takmörkun gereyðingarvopna, en aðspurður vildi
forsetinn ekki spá um það hvenær Leonid Brezhnev kynni að
koma til Washington þeirra erinda.
„Ad pessu sinni
held é að
félagi Teng
hafi gengið
einum of langt“.
Þétta gerðist
19. janúar
1961—Embættistaka John F.
Kennedys, 35. forseta Banda-
ríkjanna og hins fjórða sem var
ráðinn af dögum.
1936 — Georg V konungur
Stóra Bretlands andast.
1926 — Landkönnuðurinn
Charles Doughty andast.
1811 — Kínverjar láta Hong
Kong af hendi við Breta (stað-
fest með samningi einu ári
síðar).
1612 — Rudolf II keisari Hins
heilaga rómverska ríkis andast.
Innlent: F. Benedikt Sveinsson
1826. — Englendingum heimilað
að sigla til Islands til verzlunar
samkvæmt samningi við Dani
1490. — D. Jörundur Jörundar-
son 1841. — Stefán Stefánsson
skólameistari 1921. — Pétur
Jónsson ráöherra frá Gautlönd-
um 1922. — F. Hálfdan Einars-
son 1732. — Formaður Verka-
lýðsfélags Keflavíkur tekinn
með vaidi um nótt og fluttur til
Reykjavíkur 1932. — Sorpbíll
ekur á Snarfaxa 1972.
Orð dagsins: Þungiyndislegasta
tilhugsun manna er ef til vill sú,
að yfirleitt má spyrja, hvort
góðvild mannsins hafi fremur
illt í för með sér en gott. —
Walter Bagehot, enskur blaða-
maður — hagfræðingur
(1826-1877).
Kína kaupir hveiti
Peking, 19. janúar. Reuter.
KÍNVERJAR hafa ákveðið
að kaupa 2,5 milljónir smá-
lesta af hveiti af Ástralíu-
mönnum á þessu ári, að sögn
áreiðanlegra heimilda. Kín-
verjar greiða því sem næst
heimsmarkaðsverð fyrir
þetta hveiti.
Sendinefnd frá hveitirækt-
arsambandi Ástralíu er nú í
Peking þar sem viðræður
um langtíma hveitisölu
Ástralíu til Kína fara fram.
Skýrt hefur verið frá því að
Höfudpaur
látinn laus
Washington, 19. janúar. Reuter.
JOIIN Mitchell fyrrverandi dóms-
málaráðherra Bandaríkjanna.
sem var einn af höfuðpaurunum í
Watergate-hneykslinu verður lát-
inn laus úr haidi í dag. Þá situr
enginn höfuðpauranna í málinu
lengur í fangelsi.
Mitchell, sem er 65 ára, var
æðsti maðurinn í stjórn Richards
Nixons, fyrrum Bandaríkjaforseta,
sem settur var inn vegna Water-
gatemálsins. Samkvæmt fregnum
er búizt við því að Mitchell haldi
strax til Washington, en þar
hyggst hann byrja nýtt líf, og m.a.
ganga í það heilaga.
Alls voru 25 manns dæmdir til
fangelsisvistar vegna Watergate-
málsins. Aðeins tveir þeirra hlutu
lengri dóm en Mitchell sem setið
hefur inni í 19 mánuði.
Sonur
Gandhi
handtekinn
Nýja Delhi, 19. jan. AP
SANJAY Gandhi yngsti sonur
Indiru Gandhi fyrrverandi for-
sætisráðherra Indlands var í
morgun handtekinn vegna þess
að hann mætti ekki til yfir-
heyrslu fyrir rétti s.l. föstudag
að því er fréttir frá Nýju Delhi
herma í dag.
Þetta er í þriðja skipti á einu
ári sem Sanjay er handtekinn
en í maí s.l. var hann dæmdur
til fangelsunar af hæstarétti
fyrir að bera ljúgvitni.
kínversk sendinefnd fari í
næsta mánuði til Kanada til
að semja um hveitikaup af
Kanadamönnum.
Þá skýrði fréttastofan
Nýja Kína frá því í dag að
Kínverjar hefðu ákveðið að
endurbyggja höfnina í
Shanghai þannig að höfnin
jafnist á við fullkomnustu
vöruflutningahafnir innan
þriggja ára. Reikna Kínverj-
ar með að á næsta ári fari
rúmlega 100 tonn af vörum
um höfnina og um 150 millj-
ónir tonna árið 1985. Til
samanburðar má geta þess að
á síðasta ári fóru 25,2 millj-
ónir tonna af vörum um
höfnina í Hong Kong og árið
1975 var allur vöruflutningur
á öllum brezkum höfnum um
220 milljónir tonna.
ERLENT
Járnbrautar-
slys á Spáni
Valencia, Spáni,
14. janúar Reuter.
ÓTTAST er að minnsta kosti
fimm hafi farizt og fjöldi
særst í árekstri farþegalestar
og flutningalestar í nágrenni
Valencia í dag. Þetta er
fjórða járnbrautarslysið á
Spáni á rúmum mánuði og
hafa menn farizt í öllum
tilvikum.
Veður
víða um heim
Akureyri 2 alskýjað
Amsterdam -3 skýjaó
Apena 14 heiöskírt
Berlín -3 skýjaó
BrUssel -3 skýjað
Chicago -6 léttskýjað
Frankfurt -3 heiöskírt
Genf 1 skýjaó
Jerúsalem 13 mistur
Jóhannesarborg 23 skýjaó
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Lissabon 15 rigning
Los Angeles 14 heiðskírt
Madrid 13 skýjaó
Miami 23 léttskýjað
Moskva -5 skýjað
New York 1 heiðskírt
Ósló 1 skýjaö
París 4 skýjað
Hio De Jan. 29 léttskýjað
Rómaborg 2 léttskýjað
Stokkhólmur -4 skýjað
Tel Aviv 17 mistur
Tókýó 7 heiðskirt
Vancouver 4 skýjað
Vínarborg -5 heiðskírt.